Dagblaðið - 24.11.1980, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 24.11.1980, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1980. /Xf\ Rakarastofan Klapparstíg K Sími 12725 _ ^>--5 Hárgreiöslustofa Klapparstíg ^jr ” ' ) Tímapantanir V 13010 VANTAR ÞIC FRAMRÚÐU? , '^Tith. hvort við getum aðstoðað. Isetningar á staðnum. BÍLRÚÐAN Við tilkynnum a.ðsetursskipti og nytt simanumer: 8 59 55 Meö stórbættri aðstöðu getum við boðið stórbætci hjónustu, því enn höfum við harðsnúiðltð,sembreeður skiótt við ! Nu Parf enainn að biða lengi eftir viðqeröamanninum. eftir viðgeröamanninum. bú hringir og hann er kominn innan skamms. Einnig önnumst við nýlaqnir og gerum tilboð.ef óskaö er. • • • RAFAFL framleiðslusamvinnu- félag iðnaöarmanna SMIÐSHÖFÐA6 - SÍMI:8 59 55 TILBOÐ óskast í eftirtaldar bifreiðar er verða til sýnis þriðjudaginn 25. nóvember 1980, kl. 13—16, í porti bak við skrifstofu vora að Borgartúni 7: Volvo P144 fólksbifreið......................árg. 1974 VolvoP144fólksbifreið......................... — 1974 VolvoP144fólksbifreið......................... — 1973 International Scout torfærubifreið............ — 1974 International Scout torfærubifreið............ — 1974 FordBronco.................................... — 1974 FordBronco.................................... — 1974 FordBronco.................................... — 1972 Land Rover dísil ............................. — 1976 Land Rover dísil ............................. — 1972 Chevrolet Sport Van........................... — 1976 Peugeot 404 pallbifreið....................... — 1973 ChevroletSuburban4X4 ......................... — 1975 GMCRally...................................... — 1977 Chevy Sport Van............................... — 1974 Ford Econoline sendiferðabifreið.............. — 1975 FordTransitBus................................ — 1975 Volkswagen sendiferðabifreið ................. — 1973 Volkswagen sendiferðabifreið ................. — 1972 Saab 95 sendiferðabifreið..................... — 1971 Scania V abis vör ubifreið.................... — 1967 BMW bifhjól .................................. - 1965 BMW bifhjól .................................. — 1965 Onan ljósavél, 110 volt, 4 kWa Til sýnis við vélaverkstæði Vegagerðar ríkisins, Borgartúni 5: Volvo Lapplander.............................. — 1965 Scania Vabis vörubifreið...................... — 1966 Tilboðin verða opnuð sama daga kl. 16.30 að viðstöddum bjóðendum. Réttur er áskilinn til að hafna tilboðum sem ekki teljast viðunandi. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS (§ Erlent Erlent Erlent Kínverjar virðast staðráðnir í að styðja áfram við bakið á skæruliðum Pol Pots í baráttu þeirra gegn innrásarliði Vietnam. Kampútsea: Þrýstingur á Kín verja um að losa sig við Pol Pot — Kínverjar telja hins vegar að hann einn sé fær um að veita Vietnömum métspymu en telja þörf á „andlitslyftingu” stjómar hans Kínversk stjórnvöld eru nú undir miklum þrýstingi frá fjölda landa um að víkja frá völdum stjórn lýðveldis- ins Kampútseu, þ.e. þeirri stjórn sem nýlega var valin á ný til að koma fram fyrir hönd Kampútseu hjá Sam- einuðu þjóðunum. En Kínverjar halda fast við þá ákvörðun sína að styðja þessa stjórn þó þeir séu fúsir að veita henni vissa „andlitslyftingu”. Þrýstingurinn á Kína í þessu máli kemur fyrst og fremst frá samtökum suðausturlanda, Asean, þ.e.a.s. frá Thailandi, Malasíu, Singapore, Indó- nesíu og Filippseyjum. En þess er jafnvel vænzt að Bandarikin muni beita Kinverja þrýstingi í þessu máii. Ástæðan er sú að stjórn lýðveldis- ins Kampútseu, þ.e. stjórn Pol Pots, sem var hrakin frá völdum við innrás Víetnam í Kampútseu i janúar síðast- liðnum, hefur ákaflega slæmt orð á sér. Hún er þekkt fyrir ofbeldisverk sin gegn þjóðinni eftir að kommúnistar náðu völdum í Kampútseu árið 1975. Asíulöndin og flest Vesturlönd kusu þó þessa stjórn hjá Sameinuðu þjóðunum vegna þess að þau vildu ekki viðurkenna réttmæti hernáms Víetnam í Kampútseu. Fyrir einu ári var forsætisráðherra í lýðveldinu Kampútseu látinn víkja og í stað hans kom Khieu sem þótti heppilegri fulltrúi á alþjóðavettvangj. Þetta gerðist sýnilega vegna þrýstings frá Kína en eftir sem áður er Pol Pot sjálfur ennþá leiðtogi kommúnista- flokksins og hinnar vopnuðu and- stöðu. Þess vegna vilja Asíulöndin stíga feti framar og fá stjórn í Kampútseu sem fleiri lönd geta sætt sig við og hafi meiri möguleika á samskiptum við Víetnam. Ástæða þess að stjórnvöld þessara landa snúa sér til Kína með þessar kröfur er sú að Kina er eina landið sem veitir Pol Pot-stjórninni fullan -stuðning. Kínverjar hafa gefið það skýrt til kynna að þessari stjórn hafi orðið á alvarleg mistök og hún njóti þess vegna engra vinsælda. En stjórn- völd f Kína lita svo á að leiðtogi lýð- veldisins Kampútseu sé sá einn sem hafi einhverja möguleika á að halda áfram vopnaðri andstöðu gegn Víet- nömum og leppstjórn þeirra i Phnom Penh. Forsætisráðherra Thailands, Prem Tinsulanond, heimsótti Peking ný- lega til að leita eftir stuðningi Kín- verja við þrýsting á Kampútseu. For- sætisráðherra Singapore, Lee Kuan Yew, er nú í Peking í sömu erinda- gjörðum. Prem fékk engin loforð frá Kínverjum og þess er tæpast að vænta, að Lee Kuan Yew hafi meiri árangurafförsinni. Kínverjar viðurkenna að stjórn Pol Pots þarfnist útlitsbreytingar og að Pol Pot: Stjórn hans er einkum þekkt fyrir ofbeldisverk sin gegn þjóð sinni. sumum leiðtoganna beri að víkja. Jafnframt halda þeir fast við að Pol Pot og kommúnistaflokkur hans verði að halda forystunni yfir hinni vopnuðu andstöðu gegn her Víetnam í Kampútseu. Fáir fréttaskýrendur telja að skæruliðar Pol Pots hafi nokkra möguleika á að sigra heri Víetnam en flestir eru sammála um að Kínverjar muni halda áfram að styðja við bakið á þeim í viðleitni þeirra til að hrinda árás Víetnama og áhrifum þeirra. Forsætisráðherra Kína, Zhao Ziyang, sagði við Morodon Sihanouh prins og fyrrverandi leiötoga Kampút- seu fyrir nokkrum vikum: „Að dómi Kínverja verður baráttan i Kampút- seu gegn hernámi Víetnam að halda áfram allt til enda. Með því að halda fast við þessa baráttu má frelsa Kampútseu á þrem, fjórum eða fimm árum.” Þessi möguleiki er þó ekkert ann- að en hrein óskhyggja að mati flestra fréttaskýrenda og sú er líka skoðun Sihanouks prins. Sihanouk hefur verið einn af þeim mönnum sem Kín- verjar hafa getað sætt sig við sem leiðtoga í andstöðunni gegn Víetnam en hann hefur jafnan skorazt undan því. Hann hefur margsinnis lýst því yfir að hann muni ekki fást við stjórnmál framar og að hann muni aldrei vinna fyrir „morðingjaklíku” Pol Pots. Hann iítur á Pol Pot sem stærri ógnun við Kampútseu en það sem hann kallar hina víetnömsku „nýlendudrottnara’ ’. Annar hugsanlegur leiðtogi sem Kínverjar gætu líklega fallizt á er fyrrverandi forsætisráðherra Siha- nouks, Son Sann. Hann hefur einnig þvertekið fyrir að vinna með liðs- mönnum Pol Pots. Sjálfur hefur hann hins vegar ekki við neinn þann "^liðsafla að styðjast sem máli skiptir: í umfjöllun Sameinuðu þjóðanna í október siðastliðnum um málefni Kampútseu var tekin ákvörðun um að halda alþjóðlega ráðstefnu um Kampútseu á næsta ári. Ákvörðunin var tekin eftir tillögu frá Asíulöndun- um og náði hún fram að ganga þrátt fyrir andstöðu Kínverja. (Dagens Nyheter)

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.