Dagblaðið - 28.01.1981, Síða 4

Dagblaðið - 28.01.1981, Síða 4
4 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 1981. Yfirlitsmynd yfir bæjarhúsin að Lundi. Yzt til hægri sést það eina, sem eftir stendur af fjósinu, mjólkur- húsið, en fjósið sjálft sópaðist burt með öllu sem i þvi var. Má teljast kraftaverk að nokkur nautgripanna i fjósinu skyldi sleppa lifandi. Jarðýtan og traktorsgrafan standa við það sem eftir varð af hlöðunni. Snjóskriðan yzt til vinstri staðnæmdist við vegg fjárhússins, en það var fullt af kindum, sem allar sluppu. Milli fjárhússins og hlöðunnar var litið hesthús, en þar urðu tveir hestar, folald og trippi undir farginu. Myndin er tekin ofan af hólnum, sem fyllan losnaði úr og féll yfir húsin. Stórtjön af völdum aurskríðunnar sem féll á útihúsin að Lundi: Lítil þúfa velti miklu hlassi —ekki munaði miklu að manntjón yrði því fólk var við vinnu í fjósinu klukkutíma áður en skriðan f éll „Ég heyrði eitthvert hljóð á tíunda tímanum en hélt að það hefði verið þruma, það var svo ekki fyrr en langt gengin ellefu að ég fór út í fjárhús að athuga hvort j>ar hefði flætt inn > leysingunum er ég sá hvers kyns var,” sagöi Þorbjörn Gíslason bóndi að Lundi i Lundarreykjadal, þegar við spurðum hann í gær hvort heimilis- fólkiö hefði ekki orðið vart við skriðuna sem sópaði burt fjósi og hlöðu á bænum í fyrrakvöld. Ekki munaði miklu að manntjón yrði í skriðunni því heimafólk á Lundi hafði réttum klukkutíma áður en skriðan féll lokið fjósverkum. Það var ljót aðkoma þegar við kom- um að bænum um miðjan dag í gær. Þar sem áður stóðu fjós, hlaða og áfast hesthús voru nú tættur einar og hópur björgunarmanna vann ötuiiega Björgunarmenn unnu ötullega að þvi i gær að bjarga þvi heyi sem óskemmt var i hiöðunni. Var það vélbundið og siðan fiutt i hús. I gærdag um fimmleytið voru nautgripirnir sem eftir lifðu fluttir með bil að næsta bæ, Hóli, þar sem þeir fengu inni i auðu fjósi. Margir voru boðnir og búnir að hýsa gripina, að sögn Þorbjörns bónda. að því að bjarga því heyi sem verið hafði í hlöðunni og sloppið óskemmt undan skriðunni. Það má teljast næsta ótrúlegt að jafnlítil þúfa skyldi geta velt svo stóru hlassi sem þarna varð raun á. Á ein- hvern óskiljanlegan hátt, hefur stór fylla úr lágum hól fyrir ofan bæinn losnað, sennilega af völdum samspils frosts og þíðu, og síðan fallið með ógnarþunga á steinsteypt útihúsin og bókstaflega sópað þeim burt. „í húsunum var 21 nautgripur og Þorbjörn Gislason bóndi að Lundi: „Það eru allir boðnir og búnir að hjálpa manni þegar svona stendur á”. þrjú hross,” sagði Þorbjörn. Af þeim björguðust ellefu úr fjósinu og einum hestinum tókst að bjarga, en af honum stóð aðeins hausinn upp úr skriðunni. Af þeim nautgripum, sem voru I fjósinu voru 13 mjólkandi kýr en aðeins fjórar þeirra björguðust. Sambyggð húsunum, sem lentu í skriðunni eru fjárhús, sem sluppu nær alveg viðskemmdir.en á bænum eru 274 kindur. Strax og ljóst varð hvað gerzt hafði dreif að menn til aðstoðar, bæði úr ná- LJÓSM YINJDIR: SIGURDUR ÞORRI SIGUROSSON

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.