Dagblaðið - 28.01.1981, Síða 28

Dagblaðið - 28.01.1981, Síða 28
Verkakonur senda atvinnumálanef nd Suðumesja tóninn vegna samþykktar hennar um batnandi ástand í atvinnumálum á svæðinu: „KOLD KVEÐJA TIL ATVINNULAUSRA” fiýálst, úháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 28. JAN. 1981. Verðbólga sfðasta árs varð 59,75% Verðbólgan varð 59,75 prósent á árinu 1980, að sögn Klemens Tryggvasonar hagstofustjóra. Þetta varð hækkun á vísitölu fram- færslukostnaðar frá ársbyrjun til árs- loka. Verðbólgan árið 1979 var með sams konar reikningi öllu meiri, eða 60,78 prósent. Verðbólgan sedcli áfram með gifurlegum hraða slðustu tvo mánuði siðasta árs. Hækkun vlsitölu fram- færslukostnaöar frá 1. nóvember til 1. janúar var 12,49 prósent. Slik hækkun á tveim mánuðum sam- svarar 102,6 prósent hækkun á ári, ef húnhéldi áfrarn. Saiukviumt bréðahirgðalögunum um áramótin verða verðhækkáhir siðustu tvo mánuði ársins 1980 ekki bættar i veröbótum 1. marz, he|dur var vísitalan sett á 100 um áramótin. f>ó segir í bráðabjrgðalögunum, að skerðing veröbóta 1. marz skuti ekki vera meiri en 7 prósent, miðað viö það semellahefðiverið. -HH. Mikið vatn á vegum eftir leysingar í gær Vlða um land urðu skemmdir á venum eða þeir iokuðust veftna vatnavaxtu í ieysinnunum i gcer. Í Borgarfirði, þar sem þessar myndir voru teknar, var mikið ratn á vegum. Við llvítárvelli fór vegurinn nœr á kaf. í Norðurárdai flwddu tvær ár yfir yeginn, þannig að hann tepptist um tíma og Borgarfiarðarhraut lokaðist fyrri partinn I gterdag skammtfyrir neðan Hest, þar sem Grímsáflæddi inn á veginn og skildi eftir jukahrunnir. Seinni hluta dags sjatnaðiflóðið í Grtmsá og þá var stærri myndin tekin. DB-myndir: Sig. Þorri. Reykjavík íþróttamaður Norðurlanda verður útnefndur hér í Reykjavík um hádegisbilið á föstudag. Er þetta i fyrsta skipti sem kjör hans fer fram hérlendis. Formenn samtaka í- þróttafréttamanna á öllum Norður- iöndunum munu koma saman á föstudagsmorgun og verður kjörinu síðan lýst um hádegið. Það er Volvo-fyrirtækjð. sem stendur fyrir kjöri þessu og hefur svo verið um nokkurra árá skeið. Undanfarin ár hafa skíðajöfurinn Ingemar Stenmark og tennis- snillingurinn Björn Borg skipzt á um að hirða verðlaunin. Volvo- umboðið, Veltir hf., er fram- kvæmdaaðili kjörsins hérlendis. -SSv. FunduríVerðlagsráði: Átta hækkun- arbeiðnir ræddar Á fundj Verðlágsráðs kl. 15 i dag verða teknar fyrir ýmsar hækkanir, sem fjalla átti um á gamlársdag, en var frestað. Þar á meðal er brauð- verðið, en það hefur verið mikið um- fjöllunarefni siðustu vikur. Bakarar hafa farið fram á 23,8% hækkun á brauðum er heyra undir verðlags- ákvæði og er það hækkun frá aug- lýstu brauðverði. Hins vegar hafa bakarar ákveðið sitt brauðverð sjálfir og fara fram á 9,2—13% hækkun á sínuólöglega verði. Þá hafa ölgerðir farið fram á 24,2% hækkun ágosi og20,9% á öli. Kvikmyndahúsin hafa farið fram á að miðaverð á almennum sýningum hækki úr 1600 krónum gömlum i 2000 kr. Þá hcfur einnig verið óskað eftir hækkunum á innanlands- fargjöldum, smjörliki og miðaverði sérleyfishafa og Landleiða á milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Björgvin Guðmundsson sagði í samtali við DB í morgun að ljóst væri að strangri stefnu yrði fylgt i af- greiðslu þessara mála og aðhalds gætt. Þá verður einnig á fundinum rætt um stefnu rikisstjórnarinnar í verðlagsmálum vegna bráðabirgða- laganna 31. des. Hvaða áhrif þau lög hafa á Verðlagsráð og hvernig beri að vinnaéftirþeim. -ELA. Atvinnumálanefnd Suðurnesja lét frá sér fara plagg í fyrradag þar sem dregið er úr að atvinnuástandið á svæðinu sé eins slæmt og af er látið. Þannig hafi 49 manns verið á at- vinnuleysisskrá í Keflavík föstu- daginn 23. janúar, en í vikunni þar áður 88 manns. Útlit sé fyrir að atvinnuleysið verði úr sögunhi að mestu eða öllu leyti, þegar vertíð hefst. Þá upplýsir nefndin að 9 séu skráðir atvinnulausir í Njarðvík, 2 í Garðinum, 4 í Vogum en enginn í Grindavík, Sandgerði og Höfnum. -............ Sérstaklega er tekið fram að margir vörubílstjórar séu i hópi at- vinnuleysingja. Stjórn og trúnaðarmannaráð Verkakvennafélags Keflavíkur og Njarðvíkur tók óstinnt upp þennan boðskap atvinnumálanefndar Suð- nesja og „lýsir furðu sinni” á honum. Forysta verkakvennafél- agsins ræddi málið á fundi í fyrra- kvöld og segir fundarsamþykkt að þetta þyki „heldur köld kveðja til þess fólks sem gengið hefur at- vinnulaust undanfarnar vikur”. Vitnað er í skýrslur Vinnumiðlunar um að 30% meirá atvinnuleysi sé í Keflavik í upphafi ársins en var árið 1980. Skýringu á fækkun at- vinnulausra milli vikna í janúar sé að finna í því að fólk hafi leitað í önnur byggðarlög eftir atvinnu. Einnig hafi konur fengið synjun um at- vinnuleysisbætur vegna þess að tekjur maka reyndust of háar (tekjumarkið er 67 þús. nýkrónur, 6.7 milljónirgkr. síðustu 12mánuði). Konur sem urðu af bótum vegna þessa skráðu sig ekki næstu viku á eftir — og af þeim sökum lækkaði tala atvinnulausra á pappirnum en var sú sama í raunveruleikanum. Stjórn og trúnaðarráð Verka- kvennafélags Keflavíkur og Njarðvíkur bendir ennfremur á, að í atvinnumálanefnd Suðurnesja, sé enginn fulltrúi verkalýðsfélaganna og fulltrúi Keflavíkur sé einn, Steinþór Júlíusson bæjarstjóri. „Atvinnumálanefndin kom þrisvar saman á liðnu ári og hefur aldrei gert tillögur í atvinnumálum á Suðurnesj- um,”segjaverkakonur. -ARH. INFLUENSA LEGGUR LANDSMENN í RÚMIÐ -1- Margir landsmenn verða að þola það þessa dagana að liggja í rúminu nótt sem nýtan dag með háan hita, höfuðverk og beinverki. Þykir ýmis- legt benda til að hér sé á ferðinni inflúensa. Farsóttir af því tagi gera okkur lífið leitt reglulega á 2ja—3ja ára fresti, gjarnan kenndir við fjar- læga staði og lönd: Rússland, Ástralíu, Hong Kong. Rannsóknarstofa Háskólans er með sýni í ræktun til nákværnrar greiningar á veikinni og ættu niður- stöður að liggja fyrir síðar í vikunni. Veikin hefur lagt fjölda manna í rúmið á höfuðborgarsvæðinu, Akur- eyri og víðar um landið. Heimir Bjarnason aðstoðarborgarlæknir sagði í samtali við Dagblaðið i morgun að yfirgnæfandi líkur væru á að hér væri komin inflúensa, veikin lýsti sér þannig. Einkenni veikinnar er að meðgöngutiminn er stuttur. Aðeins líða 1—2 dagar frá því menn smitast þar til þeir veikjast og tekur flesta 3—6 daga að ná hreysti á ný. „Aðalatriðið er að láta sér batna og taka það róléga,” sagði Heimir. Hann sagði ennfremur að veikin væri þegar orðin útbreiddari en svo að ónæmisaðgerðir næðu tilgangi sínum nema að takmörkuðu leyti. Ólafur H. Oddsson héraðslæknir á Akureyri sagði heimilis- og vakt- lækna þar um slóðir verða vara við „veiki sem líkist því sem er í Reykja- vík”. Ólafur hafði ekki frétt af mikl- um forföllum á vinnustöðum i bænum, en að veikin hafi herjað tals- vert áskólanema. -ARH —atvinnuleysingjum fækkar á pappímun en ekki í raunveruleikanum

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.