Dagblaðið - 05.02.1981, Page 18

Dagblaðið - 05.02.1981, Page 18
18 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1981. . 1ÉL Veðrið ignlngui vestanj norðan. t meðj SpáÖ er auðtcagrl átt meðrlgi eöa alyddu sunnanlands og vestan, en þurrt eð meetu fyrir Slðdegis gengur I vestanátt áljum sunnenlends, en norðanátt fyrir norðen með snjókomu. Klukken 6 ver sunnen 3, slydda og 1 stig í Reykjavlc, sunnan 6, rigning og 2 sig é Qufcakáken, hssyfeg átt, 2, snjókoma og - atlg á Qaltarvita, suðsuðeustan 1, skýjað og -10 sðg á Akureyri, suðeustan 3, alskýjaö og -10 sig á Raufarhöfiv brayQsg átt 1, alskýjað og -6 stlg á Dalatanga, norðan 3, alskýjað og -4 stig á Höfn og suðaustan 4, rigning og 1 stig á Stórhöfða. I Þórshðfn var skýjað og -6 stlg, ál og 2 stlg ( Kaupmannahöfn, skýjað og -9 stlg í Osló, snjókoma og -2 stíg ( Stokkhóknl, láttskýjað og -1 stig I London, láttskýjað og 0 stig ( Hamborg, heiðskírt og 0 stlg í Parfa, heiðsklrt og 3 stig ( Madrid og heiðskfrt og 6 stig (Lissabon. Andlát Olivert A. Thorstensen, sem lézt 25. janúar, fæddist 27. júlí 1918 i Reykja- vík. Foreldrar hans voru Ánine og Ole Thorstensen.. Ungur að aldrei hóf Olivert nám í Vélsmiðjunni Héðni og vann þar i allmörg ár. Árið 1957 stofnaði hann ásamt félaga sínum járn- smíðaverkstæði að Granaskjóli 9, sem hann rak til dauðadags. Árið 1946 kvæntist Olivert Katrinu H. Sigurðar- dóttur og áttu þau 4 syni. Margrét Jörundsdóttir, sem lézt 29. janúar, fæddist 15. nóvember 1888 á Hliði á Álftanesi. Foreldrar hennar voru Jóhanna Jónsdóttir og Jörundur Jóhannsson. Margrét fór ung að vinna og vann m.a. í fiskvinnslu og við' heimilisstörf. Hún rak i mörg ár mat- sölu í Reykjavik. Margrét bjó með Filipusi Magnússyni í um 40 ár. Ölvir Gunnarsson, Reykjabraut 14, Þorlákshöfn, lézt 3. febrúar. Helga Haraldsdóttir, Laxárnesi, Kjós, lézt í Landakotsspítalanum 4. febrúar. Jónina Kristjánsdóttir frá Þórshöfn, Hvassaleiti 153, sem lézt 27. janúar, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginnó. febrúarkl. 13.30. Beinteinn Bjarnason fyrrv. útgerðar- maður, Lindarflöt 44, Garðabæ, lézt4. febrúar sl. Karl Auðunsson, Jaðarsbraut 31, Akranesi, lézt í Landspítalanum 3. febrúar. Guðný Sveinsdóttir frá Sæbóli, Aðalvik, sem lézt 25. janúar sl. verður jarðsungin frá Fossvogskirkju 6. febrúar kl. 10.30. Þórey Þorsteinsdóttir kaupkona, Snorrabraut 61, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 6. febrúar kl. 15. Karólina Kristjánsdóttir, Vatnsnesvegi 25 Keflavík, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju 7. febrúarkl. 14. ÝmisKegt Sælkerakvöld með austurlenzku ívafi I kvöld, 5. febrúar, verður fyrsta sælkerakvöld ársins í Blómasa! Hótels Loftleiða. Gestgjafinn verður enginn annar en hinn þjóökunni ferðamálafrömuður og tón- listarmaður Ingólfur Guðbrandsson. Ingólfur er með viðförlustu Íslendingum og þvi kunnugur matargerð margra þjóða. Hann mun stjórna matseldinni að hætti Pekingbúa og verða nokkrir af kínverskum eftirlætisréttum hans á mat seðlum kvöldsins. Kinversk matargerðarlist er viðfræg og kinverskir veitingastaðir vel sóttir viða um lönd. Meðal þess sem Ingólfur hefur á matseðlinum verða kinverskar rækjubollur, hænsnakjötsseyði, austur- lcnzkur kjúklingaréttur, „sweet and sour pork” og kin- verskt te. Þetta fyrsta sælkerakvöld ársins verður meðaustur- j lenzku ivafi. Linda Meehan frá Korean Airlines sem kemur sérstaklega til sælkerakvöldsins mun færai austurlenzkar smágjafir. Kínverski gitarsnillingurinn Jósef K. Cheung Fungj frá Hong Kong mun leika japanska og spænska gitar ' tónlist og sópransöngkonan Margrét Pálmadóttirj syngur lög eftir John Dowland og J. Rodriques viðj undirleik Jóseps. Margrét er nýkomin til landsins að loknu fjögurra ára námi við tónlistarháskólann i Vinarborg. Samkomur Þorravaka í Mennta- skólanum við Sund Dagana 5.—1 l.febrúar verður haldinsvokölluðþorra vaka i Menntaskólanum við Sund. Þessa viku fellur öll kennsla niður og verður skammt stórra högga á milli hvað menningarviðburði snertir. Dagskráin í dag og á morgun er sem hér segir: Fimmtudagur 5. feb.: kl. 12.30: Þorravaka sett. Kór skólans syngur. Kl. 21.00 Hljómsveitin Þeyrspilar. Föstudagur 6. feb.: Kl. 12.30 Sveinbjörn Beinteinsson allsherjargoði spjallar um ásatrú. Kl. 21.100 Leik- listarsvið skólans, Thalia, flytur einþáttunginn Gum og Goo eftir Howard Brenton. Opið hús, ýmsir skcmmtikraftar. Hvað er Baháí-trúin? Opið hús aðÓðinsgötu 20 öll fimmtudagskvöld frá kl. 20.30. Allir velkomnir. Leiklist Frumsýning hjá Alþýðuleikhúsinu I kvöld, fimmtudaginn 5. febrúar, frumsýnir Al þýðuleikhúsið I Hafnarbiói ærslaleikinn Stjórnleysingi ferst af slysförum eftir Darió Fó. Leikir Darió Fó eru íslendingum að góðu kunnir sem uppspretta hláturs og eftirþanka,. alla vega frá því að Þjófar, lik og falar konur var sýnt hjá LR fyrir um tuttugu árum. Vinsældir leikja hans virðast vaxa með hverju árinu ef marka má þann fjölda fólks sem sá Við borgum ekki, við borgum ekki hjá Alþýðuleik- húsinu. Leikritið Stjórnleysingi ferst af slysförum hefur verið sýnt við miklar vinsældir viða um Evrópu og varð meðal annars til þess að Bretar vonum seinna uppgötvuðu þennan meistara beinskeyttra farsaleikja (Stjórnleysinginn gengur þar enn fyrir fullu húsi). Leikritið er upprunalega tilkomið vegna atburða sem gerðust 1969 — i upphafi þeirrar hryðjuverka öldusem viðsjáumekkifyrirendanná. Segja má að lögreglan leiki aðalhlutverkið i þessuni leik sem gerðist á lögreglustöðinni i Milanó. á þeim stað þar sem stjórnleysinginn eða anarkistinn Pinelli féll út um glugga og beið bana eftir þriggja sólar- hringa yfirheyrslur. Margir héldu því fram að lög- rcglan hefði „hjálpað” honum út um gluggann, cn talsmenn lögreglunnar sögðu hann hafa framiðsjálfs morð. Daríó Fó lætur brjálaðan (eöa leiksjúkan) mann komast inn á lögreglustöðina og inn i herbergi þaðsem Pinelli flaug út úr. Hinn leiksjúki, dárinn. bregður sér i hlutverk rannsóknardómara útsendara hæstaréttar og ýmis fleiri hlutverk leikur hann, til að velta hinum ábyrgu lögreglumönnum upp úr þeim tvi-, þrí- og fjór sögnum sem þeir hafa flækzt i mcðan málið var óúl kljáð og eins við rannsókn sem gerö var af héraðsdónv stólnum í Milanó. Það er athyglisvert að Darió Fó notar aðeins raun verulegar missagnir og falsanir lögreglunnar í Pinelli málinu þegar hann skrifaði þennan sprellfjöruga ærslaleik. Sannast þar hið fornkveðna að raunveru leikinn getur orðið svo ótrúlegur að hann virðist fáránlegur eða bráðskemmtileg dclla i bók eða á leik sviði. >5 fiv ATLI RUNAR HALLDORSSON Áfangar, Bakkagerðisblús og gamall djass Gærkvöldið í ríkisfjölmiðlunum var hvorki betra né verra en gengur og gerist á miðvikudagskvöldum. Það eru yfirleitt þau kvöld sem ég helzt ekki kveiki á sjónvarpi nema rétt á meðan fréttir rúlla í gegn. Áfangar útvarps eru yfirleitt eini fasti liðurinn sem fær mig til að halda þvi opnu fram yfir kl. 20. Fréttatímar á báðum stöðum liðu án þess að eitthvað sérstakt yrði til þess að eyrun sperrtust. Þó lagði ég við hlustir þegar þingmaðurínn Stefán Jónsson lýsti því í útvarpsvið- tali hvers vegna hann vildi að útlend- ingar, sem kjósa að flytja upp á þetta auma sker, mættu halda sínum nöfn- um en ekki vera þröngvað til að skírast á ný til að verða löglegir íslendingar. Ég held ég sé sammála þingmanninum — og Salóme og Eiði sem skrifuðu upp á frumvarpið með honum. Ég reyndi auðvitað að bregðast ekki þungbærri skyldu minni að sinna Qölmiðlarýni í gær og valdi mat- seðil kvöldsins með hliðsjón af þessu ábyrgðarstarfi. Þar sem ég kom ekki j heim úr vinnu fyrr en rétt fyrir kvöld- . fréttir útvarps, þurfti maturinn að verða til fljótt svo hann yrði bærilega ætur þegar kæmi að sjónvarpsfrétt- um. Fyrir valinu varð kjötfars sem í eru settar tvær dollur af Kotasælu- osti frá KEA, salt á hnífsoddi og rifnar gulrætur. Öllu dengt inn í ofn óg beðið þangað til fingramálið byrjar í sjónvarpinu. Þá er sett rönd af kartöflumús meðfram 1 eldfasta mótinu, paprikudufti stráð yfir og bakað í 10 mínútur í viðbót. Þá er rétti tíminn til að setjast að borði og horfa á fréttirnar. Á öllum venjuleg- um heimilum stendur borðhald á miðvikudagskvöldum ekki lengur en sjónvarpsfréttir af hefðbundinni lengd. Sé borðhaldi ekki lokið þegar auglýsingar bresta á, má kúpla yfir á Áfanga. Og reyndar var enginn svik- inn af því í gærkvöldi. Ég las í Vísi í gær að þátturinn væri orðinn rúmlega 6 ára gamall, kominn vel á skólaskyldualdurinn á mannlegan mælikvarða. Á þessum aldri eru út- varpsþættir hins vegar alla jafnan gamlir og lúnir. En Áfangar held ég ætli bara ekkert að fótfúna. Að minnsta kosti var þátturinn ágætlega sprækur og skemmtilegur í gær- kvöldi. Uppvaskið dróst á langinn; ég skellti mér í það um leið og Áfangar kvöddu. Ætlaði reyndar að slökkva á tækinu um leið, en gaf Þorkeli Sigur- björnssyni tækifæri. Þátturinn hans um nútímatónlist hefur alltaf farið viljandi fram hjá mér. Sjálfsagt inn- byggðir og áskapaðir fordómar. Ég hafði þó bara lúmskt gaman af þessu. Einhverjir myndu vafalaust kalla nú- tímatónlistina hálfgerðan Bakka- gerðisblús og ulla á hana umsvifa- laust. Ég lýsi mig á hinn bóginn reiðubúinn til að hlusta betur næst þegar nútímatónsmíðar verða á veg- inum. Afganginn af útvarpsdagskráinni lét ég öðrum eftir að hlýða á og hafa gaman af. Ég hafði ekki nokkurt geð í mér til að hlýða á útvarpssögu, frá- sagnir af frönskum rithöfundi sem ég hafði aldrei heyrt um getið og kvöld- tónleika með israelskri síonistahljóm- sveit. Svei. Hins vegar rak ég augun í það í blaði að í sjónvarpi væri endur- tekinn þáttur með Tradkompaníinu þar sem þeir félagar, reyndar al- íslenzkir, spiluðu gamlan djass. Ég að sjónvarpinu. Það var ákaflega ljúf stund. Kvöldið í heild var því hreint ekki svo bölvað af miðvikudags- kvöldi að vera. Stanzlaus tónlistar- hlustun frá sjónvarpsfréttum til hálf- ellefu! Sagan er að vísu ekki öll sögð enn- þá, því ég gleymdi að geta Vettvangs- ins Ástu og Sigmars B. Sá þáttur er á bezta útvarpstíma að kvöldi og er mjög oft þess virði að hlusta á. Ég reyni að minnsta kosti að missa aldrei af Jóni Viðari Þjóðleikhúsbana flytja gagnrýna pistla um leikhúslífið. í gærkvöldi tók hann Alþýðuleikhúsið í bakaríið og hældi því nógu mikið til að ég ákvað að skella mér á stykkið. Ég afskrifa nánast umsvifalaust leik- verk sem þessi orðhvati Vettvangs- maður hefur rakkað niður í vetur. Og þau eru ekki fá. Segið svo að gagn- rýnendur haft ekki áhrif. Björg Árna- dóttir flutti að vanda ágætan pistil frá London. Hún og Sigurborg Ragnarsdóttir eru oft á ferðinni í Morgunpósti og nú líka á Vettvangi, með Lundúnapistlana sina. Það finnst mér undantekningarlítið ákaf- lega áheyrilegt og skemmtilegt efni. Góð dæmi um hve oft er hægt að matreiða efni sem virðast lítilfjörleg, þannig að úr verði ágætasta fóður handa útvarpshlustendum. Guðmundur Magnússon sagn- fræðingur flutti okkur líka pistil um bók í Vettvangi. Auðheyrilega hið forvitnilegasta ritverk, en pistillinn var fluttur í óþarflega hátíðlegum tón. Rétt eins og hvarflaði að flytj- andanum að skutlast i framboð til biskups þegar sól hækkar á lofti og kýrnar fara að bera í sveitum. Að svo mæltu minni ég á aðalfund Svarfdæl- ingasamtakanna á laugardaginn. Sundmót Ægis verður haldið í Sundhöll Reykjavíkurdagana 9. og 10. febrúar næstkomandi. Keppt verður í eftirtöldum greinum: Mánudaginn 9. febrúar: 1500 m skriðsund karla 1500 m skriðsund kvenna Þriðjudaginn 10. febrúar: 400 m fjórsund karla 400 m fjórsund kvenna 200 m bringusund karla 200 m bringusund kvenna 200 m skriðsund karla 100 m skriðsund kvenna 200 m baksund karla 200 m baksund kvenna 200 m flugsund karla 100 m flugsund kvenna 4 x 100 m skriðsund karla 4 x 100 m fjórsund kvenna Þáttöku skal skila á tímavarðarkortum SSÍ fyrir laugardaginn 7. febrúar til Kristins Kolbeinssonar, Granaskjóli 17 Rvk, simi 10963, eða Guðfinns Ólafs- sonar, Gyðufelli 10 Rvk, sími 72379. Með þátttöku skulu fylgja 5 nýkr. fyrir hverja grein. Islandsmótið í handknattleik Fimmtudagur 5. febrúar Laugardalshöll: Valur—Þróttur, 1. deild karla. kl. 20. Víkingur—Valur, 2. fl. karla B. kl. 21.15. íslandsmótið í körfuknattleik Fimmtudagur 5. febrúar Iþróttahús Kennaraháskólans: ÍS—Ármann, úrvalsdeild, kl. 20. Tónleikar Tónleikar á Hótel Borg íslenzka sveitahljómsveitin Amon Ra flytur moðrokk. Þekktur óbóleikari einleikari hjá Sinfóníunni Na^tu tónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands, sem eru jafnframt hinir fyrstu á siðara misseri þessa starfs- árs. verða í Háskólabíói i kvöld, fimmtudag 5. febrúar. Efnisskráin verður sem hér segir: Hándel: Flugelda- svítan; Haydn: Konsert fyrir óbó; R. Strauss: Konsert fyrir óbó og Rosenkavalier, svíta. Þrjú síðastnefndu verkin hafa ekki verið flutt hér á landi fyrr. Stjórnandi þessara tónleika er Jean-Pierre Jacquillat. Einleikarinn. Maurice Bourgue, er franskur og er einn virtasti og eftirsóttasti einleikari á óbó nú um stundir. Undir fölsku flaggi Undanfarið hafa drengir verið á ferðinni og reynt að selja almanök i nafni Styrktarfélags vangefinna og líklega fleiri líknarsamtaka. Þessir drengir eru ekki á vegum líknar- félaganna og er fólk beðið að vara sig á þeim. Styrktarfélag vangefinna hefur verið með jólakort og happdrætti og er það þá vandlega merkt félaginu. GENGIÐ GENGISSKRÁNING Ferðamanna- NR. 24-4. FEBRÚAR1981 gjaldeyrir Einingkl. 12.00 Koup Sala Sala 1 Bandarfkjadollar 6,230 6,248 6,873 1 Steriingspund 14,650 14,892 16,161 1 Kanadadollar 5,208 5,223 5,745 1 Dönsk króna 0,9515 0,9543 1,0497 1 Norskkróna 1,1517 1,1550 1,2705 1 Sœnskkróna 1,335297 1,3689 1,5036 1 Hnnsktmark 1,5048 1,5092 1,8601 1 Franskur franki 1,2676 U713 1,3984 1 Belg. franki 0,1821 0,1826 0,2009 1 Svfasn. franki 3,2322 3,2415 3,5657 1 Hollenzk fiorina 2,6939 2,7017 3,9719 1 V.-þýzkt mark I 2,9226 2,9310 3,2241 1 Itöbk Ifra 0,00617 0,00618 0,00680 1 Austurr. Sch. 0,4126 0,4138 0,4552 1 Portug. Escudo 0,1113 0,1117 0,1229 1 Spánskurpeseti 0,0743 0,0745 0,0820 1 Japanskt yen 0,03060 0,03069 0,03376 1 Irsktpund 10,913 10,945 12,040 SDR (sérstök dráttairóttindi) 8/1 7,6934 7,7157 * Breytíng fró siðustu skráningu. Simsvari vegna gengisskráningar 22190.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.