Dagblaðið - 07.02.1981, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 07.02.1981, Blaðsíða 1
7. ÁRG. — LAUGARDAGlfR 7. FKBRÚAR 1981 — 32. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11.—AÐALSÍMl 27022. Stjömumessa hakfin áfimmtudag: Sala aðgöngu- miða hefst ídag Sala aðgöngumiða á Stjörnumessu ' Dagblaðsins og Vikunnar hefst á Hótel Sögu kl. 16 i dag. Stjörnumess- an verður haldin á fimmtudags- kvöldið og er útlit fyrir að mikil sókn verði í aðgöngumiða ef marka má jiann fjölda fyrirspurna sem blaðinu hefur borizt. Æfingar þeirra listamanna, sem fram koma á Stjörnumessunni ásamt Stjörnuhljómsveitinni ’81, eru þegar hafnar og munu standa linnúlítið fram á fimmtudag. Um helgina kemur skreytingameistari Stjörnu- messunnar heim frá Kaupmannahöfn með hluta þeirra skreytinga sem not- aðar verða og strax eftir helgina hefst vinna við uppsetningu nauðsynlegra taekja og tóla í Súlnasal Hótel Sögu. Rétt er að minna á að um lcið og væntanlegir Stjörnumessugestir kaupa miða sina á Hótel Sögu í dag — og eftir heigi — tryggja þeir sér ákveðin borð i salnum. Verð að- göngumiða er 285 krónur. -ÓV / ÁT Ekkert fisk- verðenn Smyglmálið íFríhöfninni á Keflavíkurflugvelli: RÍKISSAKSÓKNARIKREFST FRAMHALDSRANNSÓKNAR Embætti ríkissaksóknara hefur krafizt framhaldsrannsóknar í smygl- máli sem upp kom i Fríhöfninni á Keflavikurflugvelli um mánaðamót september-október sl. Var þá talið sannað að einhverjir starfsmenn Frí- hafnarinnar hefðu látið smiða sér lykil að birgðageymslu Fríhafnarinn- ar og komið með þeim hætti umtals- verðu magni af vörum — einkum áfengi — út af Keflavíkurflugvelli. Egill Stephensen, fulltrúi hjá ríkis- saksóknara, sagði i gær að krafa um frekari rannsókn „nokkuð margra atriða” i málinu hefði verið send lög- reglustjóranum á Keflavíkurflugvelli, þar sem frumrannsókn fór fram um mánaöamótin. Sagði Egill að ræða þyrfti við allmarga starfsmenn vegna þessarar rannsóknar en færðist að öðru leyti undan að tjá sig um málið. Þorgeir Þorsteinsson, lögreglustjóri á Keflavíkurflugvelli, sagði i samtali við DB í gær að málið væri „komið til rannsóknar” en vildi að öðru leyti ekkert um það ræða að svo stöddu. Það var 1. október sl. að einn starfsmanna Frihafnarinnar var hnepptur í gæzluvarðhald vegna gruns um aðild hans að málinu. Fimm dögum siðar var hann látinn laus. Fyrst í stað beindist grunur einkum að 5—6 starfsmönnum en síðar urðu þeir fjórir. Fljótlega kom fram játning eins þeirra um að smíð- aður hefði verið sérstakur lykill að tollvörugeymslunni eftir lykli sem geynidur var í svokölluðum eldvarna- kassa innanvert við dyrnar að geymslunni. Sá lykill fannst hins vegaraldrei. Rannsóknin beindist einkum að meintu smygli á tíu mánaða tímabili og var talið að rýrnunin hefði numið allt að 100 dollurum á dag. Svaraði það til að 10—20 flöskur af áfengi hefðu verið fluttar út af Vellinum daglega. Saksóknari fékk síðan málið til meðferðar snemma i nóvember — og hefur nú krafizt frekari rann- sóknará tilteknum þáttum þess. -ÓV Veour var heldur hryssingslegt í Reykjavík í gœr, kuldi og skafrenn- ingur. Bí/ar voru víða í vandrœðum og gangandi fólk þeirri stund fegnast er það komst I húsaskjól. Myndin var tekin i grennd við hinn nýja miðhæ Reykjavíkur og Hús verzlunarinnar er íbaksýn. DB-mvnd Einar Ólason. Bolungarvíkur- málið: „Óþolandi framkoma afhálfu skólastjóra” — segir kennarinn sjábls.5 Fáránleiki erallt Leikdómur Ólafs Jónssonar — sjá bls. 7 Kvikmyndahá- tíðhefstídag -sÍáWs.16 Slökkvistöðin vígð meðan slökkviliðs- mennimirvoru áhafiúti — sjábls.6 Dýrtaðkoma upphúsnæði — sjá neytendasíðu bls.4 Úthlutun lista- mannalauna — sjábls.6 Engin niðurstaða fékkst um nýtt fiskverðá fundiyfirnefndar verðlags- ráðs sjávarútvcgsins sem haldinn var i gær. Stóð hann þó i röska tvo klukkutima, en sem fyrr segir var engin ákvörðun tekin um fiskverðið. Ekki var alveg ákveðið hvort fundur yrði aftur haldinn i nefndinni fýrr en eftir helgi, en verið getur að fundaö verði um helgina afturef nýj-, ar ástæður gefa tilefni til. .35 Skyndileg hálka og: Fjöldi árekstra Ökumcnn áttuðu sig ekki á skyndi- legri hálku i Reykjavik i gærmorgun eftir greiðfærar götur slðustu daga og lögðu misjafnlega búnir til aksturs út á götur bæjarins. Lögreglan í Reykjavik hafði nóg að gera þvi um hálfsexleytið í gærmorgun höfðu borizt tilkynningar um 26 árekstra. Ekki var um nein slys að ræða en í sumum tilfellum talsvert tjón á öku- tækjum. - ELA

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.