Dagblaðið - 17.02.1981, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 17.02.1981, Blaðsíða 2
ORGAÐUM FLUGSKÝU Siggi flug skrifar: Ólafur Ragnar Grímsson (skamm- stafað ORG) hefur undanfarið haft mikið að gera, eins og svo oft áður er honum er att fram fyrir Alþýðu- bandalagið, er mikið liggur við. Höfuðpaurarnir sjálfir i flokknum láta ekki svo lítið að vera að skipta sér af smábyggingum eins og flug- skýlum á Miðnesheiði, því til þess eru ráðherrastólarnir allt of þægilegir. Það gæti líka verið að þeir yrðu tekn- ir alvarlega og Gunnar segði þeim bara að fara, en það stendur ekki aldeilis til. Ég hef sagt það áður, að þingmenn verða ekki neinir sérfræðingar í t.d. flugskýlamálum bara ef þeir álpast á þing. Til þess þarf nieira, sem ORG hefur ekki, þótt hann eigi sæti I utan- rikisnefnd. ORG er att fram til þess að skammast út af þessum flugskýlum, en veit ekkert um málið. Flugvélar eru ákaflega viðkvæm tæki, sem þurfa góðar geymslur vegna íslenzkrar veðráttu og hins að alltaf má eiga von á vinum Alþýðu- bandalagsins í austri, sem hafa geysi- legan áhuga á íslandi, sem nota mætti sem stökkbretti til árása á Bandaríkin, þetta eina land sem stendur eitthvað á móti útþenslu- stefnu USSR. Það væri ósköp auðvelt að hætta við byggingu þessara stórhættulegu flugskýla, sem eingöngu eru byggð DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1981. Flugskýli á Keflavfkurflugvelli. vegna varnarflugvéla Bandaríkjanna á. íslandi ef Rússar hættu við út þenslustefnu sína. Það gæti e.t.v. flokkur ORG séð um með hinu nána sambandi sem flokkurinn hlýtur að hafa viðUSSR. Ef útþenslustefna Rússa myndi ekki vera eins og hún er rekin, myndi allur her Bandaríkjanna á íslandi verða sendur heim og hermennirnir gætu eytt frístundum sínum á meðal vina og ættingja í stað þess að gegna herskyldu á íslandi. Við báðum á sínum tíma Banda- rikjamenn um að taka að sér hervarn- ir landsins vegna ásælni USSR manna og útþenslustefnu þeirra. Þessi stefna Rússa er enn við lýði, það sýnir árás þeirra á Afgani. ORG á því að beina kvörtunum sínum um byggingu flugskýlanna á Miðnesheiði til skrifstofu USSR í Garðastræti 33 Reykjavík íslandi, en þeir vita hvers vegna flugskýlin eru byggð. Mér datt þetta (svona í hug. ■ m/nrAI A — stjómmálamenn ættu að LLI llVltULn athuga hvað orðið merkir Bréfritari segir stjórnmálamenn ekki fara eftir þeim leikreglum sem stjórnarskráin setur þeim. Tryggvi Bjarnason stýrimaður, 8938—9372, skrifar: í Dagblaðinu fyrir stuttu voru við- töl við nokkra stjórnmálamenn og fólk á förnum vegi, spurning blaða- manna var á þá leið: Hvort fólk væri orðið þreytt á stjórnmálamönnum. Ýmis svör voru, t.d. Æi, það er sami rassinn á þeim öllum. En stjórnmála- mennirnir voru ekki á sama máli, vildu vera svolítið virðulegir og nefndu að aðgerðir væru i vændum (bezta helming af fjórðungnum), þárna kom upp tuggan hjá þeim, (þeir skyldu þóekki vera citt af undra jórturdýrum jarðar). Þetta eru ná- kvæmlega þau svör sem fólk er orðið þreytt á. Einn stjórnmálamannanna hafði mjög gott orð að segja, leik- regla, sem þeir sjálfir ættu að fara að athuga. Nefndi sá góði maður að fólk yrði að fara eftir ýmsum leikreglum, og er það nokkuð langt gengið þegar slikir tala svo, því gallinn er sá að þeir hafa sjálfir ekki eftir neinum leikregl- um að fara rétt eftir, þó að hún sé til, er hún löngu orðin úrelt (Stjórnar- skráin). HVERNIG ER HÆGT AD KOMA SVONA FRAM VID VIÐSKIPTAVINI? Sigurbjörg Særnundsdóttir, Barma- hlíð 39 Reykjavík, skrifar: Um jólin 1979 varð móðir mín fyrir því óhappi að þeytari í hrærivél- inni hennar skemmdist. Hrærivélin er rétt rúmlega tuttugu ára gömul af gerðinni Kitchen Aid. Móðir mín fór upp í Samband til að kaupa þeytara. Þar var henni sagt að þeytararnir væru á hafnarbakkanum og kæmu von bráðar. Af og til í rúmt ár höfum við spurt um þeytara og fengið það svar að þeir væru væntanlegir. 3. feb. sl. fór ég í Sambandið og spurði um þeytara. Þar fékk ég vægast sagt hin furðulegustu svör. Fyrst var mér sagt að það væri hætt að framleiða þessa gerð (týpu) af hrærivél og þar af leið- andi alla aukahiuti í þær. Ég sagði af- greiðsludömunni að fyrir ári hefði okkur verið sagt að þessi hlutur lægi á hafnarbakkanum. Daman kallaði á aðra stúlku, sem sagði að þetta hefði komið fyrir ári en klárast svo í sumar. Ég sagði þeim að mér þætti þetta hálfskrýtið þar sem við hefðum komið hér af og til í þeim erindum að fylgjast með hvort þeytarinn kæmi. Þá þóttust þær allt I einu ekki vita hvað ég ætti við og spurðu hvert týpunúmerið væri. Ég hafði ekki hugmynd um það. Stúlkan sem kom seinna inn i spilið sagði að maður þyrfti að vita týpunúmerið til að fá þeytara. Hin apaði upp eftir henni: ,,Já, týpunúmeriðer þaðsemgildir.” Áður en þeim hugkvæmdist að blanda týpunúmerinu inn í þetta, vissu þær vel hvernig þeytara mig vantaði. Ég sagði þeim að það væri bagalegt að hrærivél i fullkomnu lagi væri ónothæf vegna eins þeytara, þó svo að hún væri rúmlega tuttugu ára gömul. önnur stúlkan greip aldurinn og sagði að það væri ekki boðið upp á varahlutaþjónustu nema í tuttugu ár. En það væri hægt að breyta skrúfganginum á hrærivélarfætinum og þá væri hægt að fá aðra skál sem passaði fyrir þá þeytara sem til væru. Þessi „viðgerð” kostaði ekki nema ca.: 100.000 krónur (sjálfsagt í göml- um). Ef þetta væri gert væri hægt að kaupa hnoðara o.fl. fyrir vélina. Mér ofbauð hræsnin, þakkaði fyrir mig og gekk út. En þetta eru ekki einu furðuvið- skiptin sem við höfum átt við Sam- bandið. því fyrir ca 3 árum bil- aði þvottavélin hér á heimilinu. Það kom viðgerðarmaður frá Samband- inu og sagði að það vantaði gorm en hann væri því miður ekki til. Hann sagði að það tæki um hálft ár að fá stykkið. Leið nú og beið, í þvottavél- arleysinu þurftum við að þvo hjá ætt- ingjum og vinum og er það allt annað en gaman að vera uppá aðra komin. Þegar við vorum búin að vera þvotta- vélarlaus í tæpa 4 mánuði þá á heim- ilisvinur okkar erindi i Sambands- búðina og dettur í hug að athuga hvort ekki sé eitthvert stykki til sem hægt væri að nota I staðinn fyrir gorminn. En viti menn, afgreiðslu- maðurinn dregur upp úr skúffu gorminn sem vantaði og var gormur- inn búinn að vera til allan tímann!!! Ég spyr bara, hvernig er hægt að koma svor.a fram við viðskiptavini? Það getur ekki verið svo erfitt fyrir starfsmennina að athuga hlutina áður en þeir fara að segja hvað sem er og koma þannig slæmu orði á fyrirtæki sitt. Ég vil taka það fram að móðir mín á 28 ára gamla Nilfisk ryksugu. Fönix hefur með hana að gera og þar hefur öll þjónusta verið til fyrir- myndar (þó hún sé þetta gömul). DB hafði samband við Matthías Kristjánsson deildarstjóra rafmagns- deildar SÍS. „Ég mun taka afstöðu tii þessa bréfs þegar það kemur í blað- inu, og þá mun ég auðvitað fyrst at- huga hvort ég get hjálpað konunni með það sem hana vantar." Aibert Guðmundsson alþingismaður. Albert Guðmundsson: MIKILHÆFUR STJÓRNMÁLAMAÐUR 1262-6746 hringdi: Ég vildi óska að það væru fleiri menn eins og Albcrt Guðmundsson, sem vilja hjálpa þeim sem eiga við vandamál að striða. Þá væri fólk ekki í vandræðum með húsnæði og annað sem af veikindum ýmiss konar stafar. Albert er þjóðarsómi og er hann alltaf að sýna það betur og betur. Hann hjálpar fólki sem verr er sett í þjóðfélaginu og er hann að mínum dómi hinn mesti mannvinur, en þeir eru fáir. Væri gott að fleiri þingmenn fet- uðu í spor hans og gæfu færri kosn- ingaloforð sem aldrei eru efnd. En Albert Guðmundsson stendur við sín og gerir betur ef hann getur. t

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.