Dagblaðið - 17.02.1981, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 17.02.1981, Blaðsíða 3
I DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1981. 3 Allar horfur á því að Sovétríkin ráðist á Pólland Guðgeir Magnússon fyrrv. blaða- maður skrifar: Einu sinni stautaði ég mig framúr ummælum eftir Karl Marx á þýzku, þýðingin er ekki orðrétt en kjarninn er þessi: „Pólland er barómet yfir þjóðskipulög i álfunni”. Mér verður stundum hugsað til þessara ummæla þegar ég heyri frétt- ir frá Póllandi þessa dagana. Nú virð- ast allar horfur vera á því að Sovét- rikin ráðist á Pólland til að bjarga pólska kommúnistaflokknum. Þetta yrði illt verk, með alls konar hörm- ungum. Einu sinni vann ég á dagblaðinu Þjóðviljanum bæði sem auglýsinga- stjóri og blaðamaður, því veit ég hver viðbrögðin yrðu hjá Þjóðviljanum, ef til innrásarinnar kæmi. Þeir hringja í einn heiðursmann í Hveragerði sem heitir Gunnar Bene- diktsson, sem hefur unnið þar við kennslu um árabil og biðja hann að afsaka illvirkið. Þessi mynd sýnir sovézka skriðdreka á heræfingu i Póllandi fvrir nokkrum árum. Eiga sovézkir skriðdrekar eftir að ryðjast um svipaðar slóðir á næstunni? Hefur Hafrannsóknastofnun traust þitt varðandi takmarkanir ó yfir- standandi loðnuvertíð? — Spurt um borð ( Jóni Kjartanssyni SU-111, EskHlrði. Ómar Jónsson háseti: Nei, ég get ekki treyst þeim. Þeir hafa svo litið verið á miðunum. Þeir hafa aðallega haldið sig í vari við Langanes. Við höfum t.d. ekki séð „rannsóknarskipin” á þessari vertíð. Rúnar Hákonarson háseti: Ég veit það ekki. Það virðist alla vega vera meira magn af loðnu á miðunum en þeir segja. Mér finnst að skipstjórar loðnu- veiðiskipanna eigi að vera meira með i ráðum. LEGGJUM NKHJR FEGURDARSÝNINGAR Sigurbjörg Guðmundsdóttir hringdi: Ég vil að í tilefni af ári fatlaðra verði í virðingarskyni við ólán þeirra felldar niður hvers konar verðlauna- veitingar til þeirra sem eru svo gæfti- samir að vera heilbrigðir og/eða betur eða fallegar skapaðir en aðrir. Leggjum niður fegurðarsamkeppnir að minnsta kosti á alþjóðaári fatl- aðral981! Bréfritari vill leggja niður fegurðarsamkeppnir. Myndin er tekin á fegurðarsamkeppni tslands 1980. Plástursem eyðirvörtum 2667—6010 skrifar: 1621—8898 skrifaði í blaðið laug- ardaginn 7. febrúar sl. og spurðist fyrir um plástur sem eyðir vörtum. Þar sem ég hef átt við þetta vanda- mál að stríða og náð góðum árangri, langar mig til að benda fyrirspyrj- anda á þá aðferð sem hjálpaði mér. f apóteki var mér bent á plástur, sem er ,,40170 salicylic acid plaster”, hann heitir Cornina og er sniðinn þannig að efnið sem brennir vörtuna er lítill hringur í miðjum plástrinum en í kringum er filt til hlífðar svo að skinnið umhverfis vörtuna brenni ekki. Loks er gagnsæ fólía sem er límingin eins og á venjulegum plástri. Þessi plástur er límdur á vörtuna og látinn vera í 1—2 daga, þá er hann fjarlægður og vartan þá orðin lin og „dauð”. Framhaldsmeðferð er síðan Cornina fótabað sem blandað er heitu vatni og fæturnir látnir vera í baðinu í 10—20 mín. Til að full- komna svo verkið keypti ég mér síðan Cornina svamp sem er harður fóta- raspur og með honum strauk ég síðan yfir vörtuna og reyndar allan fótinn og losaði allt dautt skinn. Vartan ’hvarf algerlega og vellíðan á eftir var ólýsanleg. Við teljum að notaðir VOL VO bílar séu betri en nýir bílar af ódýrari gerðum. VOLVO 245 GL ÁRG. 1980, beinsk., vökvastýri, ekinn 18000 VOLVO 245 GL ÁRG. 1979, sjálfsk., vökvastýri, ekinn 36000 VOLVO 244 GL ÁRG. 1979, beinsk., vökvastýri, ekinn 30000 VOLVO 244 DL ÁRG. 1978, beinsk., ekinn 38000 VOLVO 244 DL ÁRG. 1977, sjálfsk., ekinn 44000 VOLVO 244 DL ÁRG. 1976, beinsk., ekinn 77000 VOLVO 264 GL ÁRG. 1976, sjálfsk., vökvastýri, ekinn 55000 Vantar nýlega bíla í sölu. kr. II 0.000 kr. 105.000 kr. 102.000 kr. 80.000 kr. 44.000 kr. 65.000 kr. 75.000 VOLVO m VELTIR HF Suðurlandsbraut 16, R. Sími 35200. Ásbjörn Hjaltason háseti: Ég er ekki dómbær á störf fiskifræðinga. Hitt er svo annað mál að ég hef ekkert séð þá á miðunum á þessari vertið. Hallgrimur Hallgrimsson 2. slýri- maður: Mér finnst þeir ekki halda sig nógu mikið á miðunum til að geta sagt rétt til um stærð loðnustofnsins. Einnig hefur maður heyrt að þeir hafi ekki nógu fullkomin tæki til rannsóknanna. Ari Þ. Hallgrimsson matsveinn: Það er nú erfitt að segja til um það. En við höfum alla vega litið orðið varir við fiskifræðinga á miðunum. Þorsteinn Kristjánsson skipstjóri: Ég geri það kannski varðandi takmarkan- irnar sem slíkar. En ég tel að meira magn sé af loðnu á miðunum en fiski- fræðingar telja. Manni finnst nú stundum að það sé fyrirfram ákveðið loðnumagn í sjónum áður en farið er til mælinga á stofninum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.