Dagblaðið - 17.02.1981, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRUAR 1981.
MÖRGUMVERD-
UR GÆTNIN
AÐ GAGNI
, Mér var bent á grein i Dagblaöinu
laugardaginn 24. jan. $1. Grein þessi
er eftir ÓUÍ nokkurn Björnsson ör
| Kcflavik suður.
Uppistaöa greinarinnar er svar lil
Karls G. Sigurbergssonar bæjarfull-
trúa Alpvöubandalagsins um oliu-
stöö i Kcfiavik. Ekki hafði ég hugsaö
mér aö laka þátt í karpi þeirra félaga.
En þar scm ólafur dregur nafn mitt
I inn i þessa umræðu veröur ekki und-
I an þvi vikist aö svara því atriöi sem
1 aö mér snýr — og þá ekki sist „vegna
I þess aö Ólafur gæli af litt kunnugum
| veriö tekinn alvarlega, þar sem
I hann titlar sig bæjarráðsmann viö
1 undirskrift greinarinnar.”
Af bæjaratjómarfundi
* I grein sinri segir Ólafur orörétt:
■ „Á bæjarstjórnarfundi 29.7. var
I málið rætt (HelguvikurmáUÖ, inn-
skot mitt) og samþykkt samhljöða
meö 9 atkv. að fela bæjarráði i sam-
ráöi við bæjarráö Njarðvlkur að lýsa
stuöningi við ákvörðun-utanrikisráö-
1 herra og ánægju með mikU og göö
I störf „tankanefndar". A þennan
I bæjarstjornarfund mætti fjrnr
I Alþýöubandalagið ^ varafuUtruinn
I CylH Guðmundsson.”
Gytfl Guðmirdsson
Þaö er að vísu rétt hjá ólafi aö
undirritaöur sat þennan umrædda
bæjarstjörnarfund - *n allt annaö
cru hclber ósannindi.
• Með þvl að samþykkja þessa tillögu var
ég að stuðla að frekarl umræðu um
málið...”
Eg veit ekki hvað vcldur því aö I
ólafur getur ekki tekiö þetta orðrétl I
upp úr fundargerð bæjarráös, en það I
*tti ekki að vcra svoerfitt verk. 1
Fundargerö bæjarráös
KeflavBcur
Orörétt segir i íundargerö bæjar-
ráös frá 28.7. um oliuhöfn l Keflavik:
,,2. mál: Rætt var um fyrirhugaða
oliuhöfn i'Helgtívik og þær deilur
scm hún hefur valdið. Bæjarráö felur
bæjarstjóra aö leita eftir þvi við
bæjarráð Njarðvikur aö haldinn
veröi sameiginlegur fundur bæjar-
ráöanna um máliö.”
Þetta var sum sé fundargerö
bæjarráðs Kenavíkur - og var hún
samþykkt meö 9 samhljóöa atkv. á
bæjarstjórnarfundi 29 7.
Ég greiddi þessari fundargerð at-
kvæöi mitt enda cr þaö í samræmi
viö þá skoöun mina aö þelta mál allt
þurfiaö ræöamjög íiarlega. Mcö þvl
aö samþykkja þessa illlögu var ég aö
stuöla að frekari umræðu um máliö.
En hvar er i fundargeröinni minnst
á ,,að lýsa sluðningi sið ikvöröun
utanrikbráðherra og énægju roeð ,
mikll og góð störf „lankanefnd-
ar” "?? Ekkiséégþað!!
Ekki trúi ég þvi að ólafur Björns-
son sé viljandi aö Ijúga til um fundar- I
aerð bæjarráö* tU þess eins aö gera (
mcr upp skoöanir. Þaö er ekki Hkt .
ólafi Björnssyni. Hins vegar cr þaö I
dæmalaus flumbruháttur og hroð-
virkni að geta ekki sagt satt og rétt
| * fr4 i svo viðkvæmu máli sem Helgu-
vikurmáliö er. Mörgum veröur
gætninaögagni.
Cylfi Guðmundsson.
Olíustöð skal vefða þar en ekki
þar, flugskýli skulu vera úr blikki og
íslendingar eiga að borga flugstöð-
ina. Svo blankir virðast íslendingar
vera að þeir halda að í íslenska
kommaflokknum séu eintómir
Dubcek-ar og Mlynar-ar. Hvemig
geta menn sannfært sjálfa sig um að
hér séu ekki líka Husak-ar og Kar-
mal-ar, jafnvel Quislingar. Sagan
hefir sannað okkur að meðal annarra
þjóða eru nokkrir slikir og ekki þarf
marga til þegar bakhjarlinn er nógu
sterkur og ófyrirleitinn eins og dæm-
in sanna og við höfum nýlega verið
minnt á hér á skjánum. Hér á
landi er flokkur komma, Alþýðu-
bandalagið, orðinn ískyggilega fjöl-
mennur, víst er að ekki er allt það
Þessi óánægja stúdenta hefur m.a.
birst í síminnkandi kjörsókn i stúd-
entaráðskosningum. Síðast munu
hafa kosið 1.461 stúdent af 3.168,
sem á kjörskrá voru. Kjörsókn var
þannig aðeins um 45%, meirihluti
stúdenta sat heima. Óánægjan með
valkostina birtist líka að nokkru i
fjölda auðra seðla og ógildra í síðustu
kosningum. Þeir voru 77, eða um 5%
greiddra atkvæða.
„Miðjumoðið" og
„frjálshyggjan"
Félagshyggja í víðri merkingu er að
minni hyggju ákaflega rík i stúdent-
um. Þeir eru, eins og frjálshyggju-
postular mundu orða það, miklir
„miðjumoðsmenn” í sér.
Stúdentar eiga enga samleið með
íhaldinu, og allra síst með hinum
afturhaldssömu „frjálshyggjumönn-
um”. Stúdentar eru, þegar á heildina
er litið, i hópi þeirra, sem lökust hafa
kjörin í þjóðfélaginu og hljóta því að
berjast við forréttindastéttirnar um
jafnari skiptingu lífsins gæða. Þeir
eru að miklu leyti upp á ríkisvaldið
komnir um framfærslueyri og því
hljóta þeir einnig að berjast gegn
frjálshyggjumönnum fyrir viðgangi
velferðarríkisins.
Enda þótt það sé að sjálfsögðu
órökrétt fyrir frjálshyggjumenn að
standa i baráttu fyrir sérhagsmuna-
málum stúdenta virðist frjálshyggjan
vera í uppgangi innan Vöku. Nú er i
fyrsta skipti um nokkurra ára skeið
flokksbundinn sjálfstæðismaður orð-
inn formaður Vöku og gallharður
frjálshyggjupostuli að auki. Gunn-
laugur Sævar Gunnlaugsson, núver-
andi formaður Vöku, er sem sé i
fylgi kommar. Jafnvist erað kommar
ráða þessúm flokki. Þar við bætist að
nú virðast þeir ráða að mestu yfir
Framsóknarflokknum og Gunnars-
armi Sjálfstæðisflokksins sem virðist
hreint ekki svo fámennur.
í engu leppríkja sinna voru þeir
komnir í slíka aðstöðu þegar þeir
hrifsuðu öll völd. Það er ekki furða
þótt varnarliðið hér sé þeim þyrnir í
augum, þar sem það er nú eina hindr-
unin í þeirra vegi miðað við það sem
gerst hefur í öðrum löndum og er að
gerast enn í dag, samanber Afganist-
an.
Ólafur Björnsson
bæjarráðsmaður,
Keflavik.
stjórn Félags frjálshyggjumanna, og
hefur tekið málstað frjálshyggjunnar
í blaðagreinum.
Vinstri róttœkni
Hinn akademiski hugsunarháttur,
sem stúdentar temja sér í námi sinu,
er andstæður vinstri róttækni. Hugs-
un þorra stúdenta er agaðri en svo,
að þeir leggi trúnað á afdankaðar
kreddur, sem sagan hefur afsannað.
Stúdentar eru yfirleitt of skynsamir
til þess að þeir neiti að viðurkenna
það þjóðfélag sem þeir lifa í, eins og
fyrrverandi oddviti vinstri manna í
háskólanum hefur sagt hjörð sína
gera.
Barátta vinstri róttæklinga fyrir
sérhagsmunamálum stúdenta er álíka
órökrétt og frjálshyggjumannanna.
Með því að stuðla að bættum kjörum
stúdenta slæva þeir heift þeirra í garð
„auðvaldsskipulagsins” og stuðla
þar með að því að skjóta hinni sósíal-
ísku byltingu á frest.
Róttæklingar hafa ráðið mestu I
fylkingu vinstri manna í háskólanum.
Að vísu eiga í orði kveðnu bæði
framsóknarmenn og kratar að rúm-
ast innan þeirrar fylkingar. í raun
hefur það þó verið svo i þeim herbúð-
um, að þeir sem ekki vilja kyngja
hrárri marxiskri skilgreiningu á þjóð-
félaginu — þeir geta að mati „vinstri
mannanna” ekki kallað sig vinstri
menn, og er jafnvel vísað yfir til
Vöku. Samkvæmt því eru þeir t.d.
engir vinstri menn, sem ekki geta
skrifað athugasemdalaust undir upp-
hafsorð leiðara siðasta Stúdenta-
blaðs: ,,Aðhald og sparnaður eru orð
sem sumir nota yfir kreppu auð-
magnsins.”
13
FRANSKA
SAMBANDH)
í tilefni af „breytingu gengisviðmiðunaF’
Eins og öllum er kunnugt er orðið
gengisfelling ekki til í kokkabók Al-
þýðubandalagsins. Að þess sögn er
gengisfelling íhaldsúrræði sem þjóð-
ernissinnaðir verkalýðshyggjuflokkar
eins og Alþýðubandalagið vilja ekki
vita af. Alþýðubandalagið er að eigin
sögn á móti gengisfellingu.
Þegar Alþýðubandalagið breytir
gengi íslenska gjaldmiðilsins verður
það því að heita eitthvað annað en
gengisfelling.
Alþýðubandalagið hefur allra
flokka mesta reynslu í því að skýra
samá fyrirbrigðið mörgum nöfnum.
Sjálft hefur það þrisvar sinnum fram-
kvæmt slíka nafngiftarathöfn á
sjálfu sér með niðurdýfingu og öllu
tilheyrandi:
1. Árið 1930 hét þessi stjórnmála-
flokkur Kommúnistaflokkur ís-
lands.
2. Árið 1938 var sama fyrirbærið
skírt upp og gefið heitið Samein-
ingarflokkur íslenskrar alþýðu —
Sósíalistaflokkurinn. N
3. Árið 1956 var fyrirbærinu gefið
nafnið Alþýðubandalagið.
Það er þvi ekki skrýtið, þótt þessi
„Jóhannes skírari” í íslenskri pólitík
hafi orðið sér úti um mörg nöfn á
gengisfellingu.
Ekki gengisfelling
heldur gengisfelling
Þessi nafngiftasaga má segja að
hefjist frá og með árinu 1971 þegar
Lúðvík Jósefsson gerðist bankamála-
ráðherra í ríkisstjórn Ólafs Jóhannes-
sonar. Þá upphóf Lúðvík Jósefsson
hinn furðulega nafnaleik þar sem
gengisbreytingar hafa með reglulegu
millibili verið umskirðar og kallaðar
hinum og þessum nöfnum.
Kjallarinn
Sighvatur
Björgvinsson
Þannig var það að Lúðvík Jósefs-
son sem fyrstur tók upp á því úrræði
að kalla gengisfall gengissig — og svo
skrifaði Svavar Gestsson leiðara á
leiðara ofan í Þjóðviljanum þar sem
hann fullvissaði kjósendur Alþýðu-
bandalagsins um að gengissig væri að
sjálfsögðu allt annað en gengisfell-
ing. Eftir að Svavar Gestsson er sjálf-
ur orðinn ráðherra fara nafnskiptin
fram með ennþá meiri hraða en
nokkru sinni fyrr, og líða ekki nema
svo sem eins og fjórir mánuðir milli
þess sem nýtt og frumlegra nafn er
upp tekið. Af nafngiftum Alþýðu-
bandalagsins á fyrirbærinu gengis-
felling eru þessar einna helstar:
^ „Meö sama hætti er löngu orðið tíma-
bært að taka Alþýðubandalagið til nýrrar
niðurdýfingarskírnar...”
1. Gengissig.
2. Gengissig í einu stökki.
3. Gengisaðlögun. __
4. Breyting á gengisviðmiðun.
Síðasta nýyrðið er aðeins fárra
daga gamalt.
Sig gengisviðmiðunar
Þótt undirritaður hafi hvergi verið
nærstaddur þar sem Alþýðubanda-
lagið ástundar niðurdýfingarskírn
sína á gengisfellingu getur hann gert
sér í hugarlund hvaða nýmæli kunni
að vera næst í nafngiftaröðinni. Vel
gæti Alþýðubandalagið átt til að nota
eitthvaðaf þessu:
1. Sig gengisaðlögunar.
2. Aðlögungengisviðmiðunar.
3. Breyting á viðmiðun gengisaðlög-
unar.
4. Aðlögun gengisviðmiðunar í einu
stökki.
5. Sig viðmiðunar gengisaðlögunar.
Þetta ætti að geta nægt ráðherrum
Alþýðubandalagsins fram á næsta
haust.
Franska sambandið
Með sama hætti er löngu orðið
tímabært að taka Alþýðubandalagið
til nýrrar niðurdýfingarskírnar og
ætti vel við að slíkt yrði framkvæmt
nú i ár, þegar 25 ár eru liðin frá því
að síðast var skipt um nafn á því
fyrirbæri. Sjálfsagt koma mörg nöfn
til greina í þessu sambandi. Miðað
við nýliðna atburði þætti mér hlýða
að nota t.d. einhver af eftirgreindum
heitum:
1. Franska sambandið (á ensku The
French Connectiori — sbr.
Guði unu og Gervasoni).
2. Farandpólitíski flokkurinn (sbr.
(,laf Rui’iiarGrimsson)^
3. Átvarnavaglið (sbr. ummæli Ól-
afs Jóhannessonar á fundi utan-
ríkisnefndar þann 11. þ.m.).
4. Alþýðubrandaralagið (sbr.
stefnuogstörf).
Frekari ábendingar eru sjálfsagt
vel þegnaraf hlutaðeigendum.
Sighvatur Björgvinsson
alþm.
Ráðsmennska
vinstri manna
Það er kannski ekki von að rót-
tæklingar hafi haft mikið þrek afiögu
til praktiskra afreka í málum stúd-
enta þegar þeir hafa tekið sér hvíld
Kjallarinn
Kjartan Ottósson
frá andlegum stórvirkjum á sviði
„fagrýni” og annarrar pólitiskrar
naflaskoðunar. Annar núverandi
fulltrúi vinstri manna í háskólaráði
vann t.d. það afrek ekki alls fyrir
löngu að sýna fram á það í grein sem
hann ritaði í Stúdentablaðið, að
stunduð sé innræting á borgaralegri
hugmyndafræði í sérhverju nám-
skeiði innan guðfræðideildar —
nema einna helst í tónfræði! Slík
skrif eru langt frá því einsdæmi í
Stúdentablaðinu undanfarin ár.
Stúdentar eru svo langþreyttir á slíku
að þeir eru líklega flestir hættir að
líta f það blað, sem þeim er þó gert að
greiða til við árlega innritun.
Stúdentar eru líka óánægðir með
ýmislegt I stjórn vinstri manna á
Félagsstofnun stúdenta. Vinstri menn
hafa t.d. ekki getað losað Matsölu
stúdenta úr þeirri sjálfheldu, sem hún
er í. Þar er matarverðið nú svo hátt
til að fá upp í fastan kostnað, að fáir
stúdentar láta sig hafa það að borða
þar. Þá er þess skemmst að minnast,
er stjórn Stúdentaráðs, skipuð full-
trúum vinstri meirihlutans, sam-
þykkti nú í haust hækkun á leigu á
Görðunum langt umfram það sem
eðlilegt gat talist. Aðeins með skel-
eggri andstöðu Garðsbúa varð leigu-
okrinu afstýrt, a.m.k. í bili. Bókhald
Félagsstofnunar hefur reyndar um
nokkurra ára skeið verið verulega á
eftir tímanum, t.d. voru síðustu árs-
reikningar stofnunarinnar, nefnilega
reikningar ársins 1979, ekki lagðir
fram fyrr en nú í þessum mánuði. Sjá
allir í hendi sér, hve erfitt er að taka
raunhæfar rekstrarákvarðanir við
slíkar aðstæður.
Vaka enginn
valkostur
Málflutningur Vöku í hagsmuna-
málum stúdenta hefur ekki verið
traustvekjandi. Afstaða Vöku ti!
lánamálanna hefur t.d. verið allmjög
á reiki siðustu árin, en fyrir síðustu
stúdentaráðskosningar kynntu þeir
nýjar lánamálatillögur, sem áttu að
slá allt annað út: „Stórbætt lán til
stúdenta” kölluðu þeir kosninga-
bombuna. Þessar tillögur fólu m.a. í
sér að tekjur yrðu ekki að neinu leyti
dregnar frá námsláni. Þannig átti t.d.
læknanemi á síðustu námsárunum,
sem í krafti náms síns gat rakað inn
milljónum yfir sumarið, að fá jafn-
hátt lán og nýneminn, sern aðeins
komst í almenna verkamannavinnu.
Vökumenn hafa réttilega bent á
það, hve mjög það veikti stöðu stúd-
enta í lánamálabaráttunni, ef þess
væri krafist að ekki skyldu nema
sumir borga námslánin til baka. Hin
nýja krafa Vöku væri ekki síður
skaðleg. Krafa námsmanna um að
endurgreiðsluhraðinn miðaðist við
tekjur að námi loknu, sem Vaka
hefur tekið undir, hefur alllaf stuðst
við þau rök, að námslán séu fram-
færslulán en ekki fjárfestingarlán.
Fengi krafa Vöku hljómgrunn væri
kippt stoðunum undan þeirri rök-
semdafærslu. Hins vegar mun nú að
því stefnt að hvetja stúdenta til sem
mestrar tekjuöflunar með því að
hluti tekna þeirra dragist ekki frá
námsláni, enda var slikt kerfi við lýði
fyrir fáum árum.
Félagshyggja eða
„frjálshyggja"
Alda vinstri róttækni er nú að
hníga meðal stúdenta. Hins vegar
hefur draugur óhefts kapítalisma
verið vakinn upp í liki frjálshyggj-
unnar svonefndu. Nú skiptir sköp-
um, hvort stúdentar vilja heldur leiða
uppvakninginn til öndvegis eða víð-
sýna, umbótasinnaða félagshyggju.
Kjartan Ottósson
íslenskunemi.