Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 21.02.1981, Qupperneq 2

Dagblaðið - 21.02.1981, Qupperneq 2
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1981. ► 2 t • Í ! ! í Sjónvarp: Ástandið óþolandi —ekki verður lengur við það unað Hallbjörn J. Hjaltason, Skaga- strönd, hringdi: Okkur Skagstrendingum og Hún- vetningum er ekkert öðruvísi farið en öðrum landsmönnum, við viljum fylgjast með því sem er að gerast, m.a. í sjónvarpi sem við borgum fyrir eins og aðrir. En svo er mál með vexti að við erum sáróánægðir með viðhald og eftirlit sjónvarpsendurvarpsstöðvar- innar við Hnjúka á Blönduósi. Því er þannig farið að við það verður ekki lengur unað. Það má segja að eftirlit með henni sé ekkert. Ef hún er ekki algjörlega biluð eru meiri eða minni truflanir á útsendingu svo litil unun er á að horfa. Þriðjudaginn 17. þ.m., eftir óveðrið, var rafmagnslaust á köflum hér eins og reyndar víða. Þegar út- sending sjónvarps hófst kl. 20 um kvöldið var Hnjúkastöðin ekki inni. Þegar leitað var eftir ástæðum fyrir því var sagt að það stafaði af raf- magnsleysi á Blönduósi en það voru ósannindi því rafmagn hafði komið aftur á Blönduósi kl. 11.30 um morg- uninn og haldizt síðan. Það virðist sem enginn ábyrgur aðili sjái um viðhald á þessari endur- varpsstöð síðan fyrrv. rafveitustjóri, Ásgeir Jónsson, yfirgaf Blönduós, síðan þá hafa þéssi mál verið í sí- felldri óreiðu. Við íbúar á þessu svæði, sem eig- um að njóta sjónvarpssendingar frá Hnjúkastöðinni, viljum að þessum málum verði kippt i lag og það strax. Annars verðum við að grípa til rót- tækari aðgerða. Bréfritari er óánægður með að sjá ekkert I sjónvarpi langtimum saman. Hann hefur t.d. misst af sýningu hins frábæra handboltaleiks íslendinga ög Austur- Þjóðverja sl. þriðjudagskvöld. Hér er Bjarni Guðmundsson landsliðsmaður að skora eitt af mörkum sinum. LOKUÐU HUÐ- INU MEÐ SNJÓ Hestamaður i Garðabæ skrifar: Eitt er það fyrirtæki í Garðabæ sem nefnist Olíumöl hf. Mikið hefur verið um það rætt og ritað og þarf því ekki frekari kynningar við, enda frægt að endemum bæði í heima- byggð og að heiman. Innræti, hugarfar og smekkleysi ráðamanna á þeim stað blasa hvar- vetna við augum vegfarenda. Þegar gengið er þar um garða blasa við hálfhrundir skúrar og alls kyns járna- rusl á við og dreif um starfssvæði fyrirtækisins Nokkrar ótiðarvikur nú undanfar- ið hafa hestamenn i Garðabæ, sem eiga hesthús sín hjá Gusti í Kópavogi, lagt leið sína eftir vegatroðningum, sem liggja í gegnum starfssvæði fyrir- tækisins, þar sem aðrar leiðir hafa ekki verið færar vegna snjóa, og meðal annars framkvæmda hjá Garðabæ, sem stöðvuðust vegna vetrarveðráttunnar. Nýjasta dæmið um ómannlega starfshætti á þessum stað er að eftir síðustu hríðargusu tóku þeir sig til, Olíumalarfurstarnir, og lokuðu þess- ari leið fyrir okkur hestamönnunum með því að ýta snjó i hliðið sem liggur út úr svæði Olíumalar og upp á vegarkafla þar meðfram til hesthús- anna. Þetta kostaði þá ærna fyrir- höfn og fjármuni því snjónum urðu þeir að ýta talsvert langa leið til þess að fá nægjanlegan snjó til að loka leiðinni tryggilega. Okkur hesta- mennina kostar það að fara fyrst í Kópavog til þess að komast í hesthús- in. Þetta er táknrænt dæmi um stjórnun, starfshætti og innræti þeirra sem þarna ráða ríkjum og er sjálfgefin skýring hvers vegna helzt enginn heiðvirður maður vill láta kenna sig við þetta löngu gjaldþrota óreiðufyrirtæki. Það er von og ósk okkar hestamanna og áreiðanlega margra annarra að nýr og betri andi svífi þar yfir vötnum með nýjum eig- endum og starfsmönnum. Bréfritara finnst illa komið fram við hestamenn I Garðabæ. Frábært: UTANGARÐSMENN - r r W%ÆTi flffFAf — góðskemmtunfyrir r/CLI/ I Erf lítinn pening Garri skrifar: Leikrit á útsölu. Það var það sem mér datt í hug þegar ég fór í Alþýðu- leikhúsið og sá leikritið Pæld’i’ðí. Það kostaði ekki nema 60 nýkr. að sjá leikritið og svo voru hljómleikar með Utangarðsmönnum á eftir.- Þetta kalla ég sko ekki dýrt, ég varð meira að segja hálfhneykslaður þegar ég heyrði verðið. Leikritið var alveg frá- bært.mjög fyndið og fóru leikararnir alveg á kostum. Þetta eru greinilega mjög efnilegir leikarar. Ég lýsi furðu minni á því að sumum krökkum er meinað að sjá þetta leikrit. Það ætti ekki að hneyksla neinn heldur er það mjög fræðandi. Það er víst alveg öruggt að ungling- arnir nú til dags eru ekki mikið fræddir um kynlif. Hljómleikarnir á eftir voru líka mjög góðir. Utangarðsmenn voru hressir og sýndu að þeir eru langbezta hljómsveitin sem við eigum. Bubbi Morthens er greinilega orðinn hálfgerður íslenzkurTravolta, hvað vinsældirnar varðar, því þarna var mikið af stelpum á aldrinum 10— 14 ára, burstaklipptar og i leðurjökk- um. Þær görguðu og létu öllum illum látum þegar Bubbi sýndi sinn vöðva- stælta kropp. En sem sagt, þetta var ódýr og frábær skemmtun sem ég hefði ekki viljað missa af.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.