Dagblaðið - 21.02.1981, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 21.02.1981, Blaðsíða 6
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1981. ' Eyjólfur Friðgeirsson f iskif ræðingur í áliti um loðnustof ninn: LOÐNAN NU EKKIMINNI EN A UNDANFÖRNUM ÁRUM —túlkar á engan hátt skoðanir Haf rannsóknastof nunarinnar, segir Jón Jónsson f orstjóri „Það sem Eyjólfur hefur tjáð sig um i þessu áliti sínu túlkar á engan hátt skoðanir stofnunarinnar eða leiðangursstjóra rannsóknarferða við loðnurannsóknir,” sagði Jón Jóns- son, forstjóri Hafrannsóknastofnun- arinnar, í viðtali við DB. „Þetta mál hefur verið afgreitt innan stofnunar- innar og er því lokið,” sagði Jón Jónsson. Sú er skoðun leiðangursstjóra og fiskifræðinga, t.d. Hjálmars Vil- hjálmssonar, að loðnan sem nú mælist sé mun minni en verið hefur undanfarin ár. Sé því skynsamlegt að minnka veiðimagnið frá því sem verið hefur talsvert mikið. Mikið ber á milli í mati flestra fiskifræðinga Hafrannsóknastofnun- arinnar á magni loðnustofnsins og Eyjólfs Friðgeirssonar fiskifræðings hjá Hafrannsóknastofnun. Hann telur að gangan fyrir austan land sé nú sennilega 5—600 þúsund tonn, allavega ekki innan við 500 þúsund tonn. Sé þetta þvi svipað magn og verið hefur nokkur undanfarin ár. „Þetta er „sjónmat” mitt og auð- vitað loðnuskipstjóranna,” segir Eyj- ólfur, „og sennilega Hjálmars Vil- hjálmssonar líka þótt hann hafi látið annað í veðri vaka í fjölmiðlum.” „Mælingin staðfestir „sjónmatið” og er miklu skárri en við var að búast eftir mælinguna í haust,” segir Eyj- ólfur. Þá segir Eyjólfur að í fyrri mæling- unni, sem eingöngu hafi verið gerð af Bjarna Sæmundssyni, hafi stofninn mælzt nær 450 þúsund tonn. „í þeirri mælingu var komið að ís austan við Kolbeinsey. ísinn og veður komu í veg fyrir að hægt væri að Ijúka mælingunni vestar. Þar sem komizt var norðvestast fundust enn torfur rétt við ísinn. í hvorugri mæl- ingunni var mæld loðna uppi á land- grunninu en þar höfðu fundizt stakar torfur,” segir Eyjólfur Friðgeirsson fiskifræðingur. Bæði Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson framkvæmdu fyrri hlutann af seinni mælingunni, að sögn Eyjólfs. Hann segir og að Bjarni Sæmundsson hafi hætt í miðri mælingunni til að mæla magnið sem bátarnir voru að veiða úr syðst í göngunni. Árni Friðriksson hafi því einn lokið seinni hluta þeirrar mæl- ingar. „Ekki var mælt vestan við 17 gráður og mælingunni því ekki full- lokið að vestan. Svæðið við Kol- beinsey og vestar var enn skilið út- undan og raunar aldrei kannað fylli- lega og ekkert kannað síðari hluta janúar,” segir Eyjólfur Friðgeirsson. Þá telur Eyjólfur að allan fyrir- vara verði að gera á niðurstöðum Árna Friðrikssonar af ýmsum ástæð- um. „Gangan fyrir austan núna er svipuð og 1978. Þá var sennilega veitt allt of mikið úr loðnugöngunni fyrir austan. Er það sennilegasta orsökin fyrir því hversu árgangurinn frá 1978 er lélegur. 1/3 eða 1/2 af veiðinni 1978 ætti að tryggja að hvorki verði tekið of lítið úr göngunni né ofveiðin 1978 endurtekin,” segir Eyjólfur,- BS Tillaga stjórnvalda á ári fatlaðra: Afsláttarbíl- ar fyrir fatí- aða verói SOOáári —Albert flytur breytingartillögu og vill að þeir fái af sláttarbíl sem trún- aðarlæknar telja að þess þurf i I vikunni mælti fjármálaráðherra unarhátt að takmarka fjölda bifreið- fyrir frumvarpi um að lækkuð yrðti anna við 500. „Ég sé ekki af hverju á eða fclld niður gjöld af allt að 500 fólksbifreiðum árlega fyrir bæklað fólk og lamað svo og fólk mcð Itingnasjúkdóma, hjartasjúkdóma og aðra hliðstæða sjúkdóma, allt á svo háu stigi að það á erfitt með að fara ferða sinna án farartækis. Lækkun gjalda af hvcrri bifreið má nema allt að 12000 krónum og heildarlækkun að meðtöldu innflutningsgjaldi allt að24 þúsund krónum. Þá eru í frumvarpinu ákvæði um að lækka megi gjöld af 25 bifreiðum um allt að 24 þúsund kr. fyrir þá sem mestir eru öryrkjar en geta þó ekið sjálfir sérstaklega útbúinni bifreið. Heildarlækkun með innflulnings- gjaldi má af þcssum 25 bilum nema •48 þúsund kr. á bifreið. I.oks gerir fruntvarpið ráð fyrir að ráðuneytinu sé heimilt að lækka eða fella niður fyrir framangreint fólk gjöld af gervilimum, sem ekki verða geröir hér á landi, svo og af áhöldum og hjálpartækjum sem sérstaklega eru gerð með tilliti til þarfa þess og hentaekkiöðru fólki. í umræðum um málið laldi Albert Guðmundsson (S) það sntáan hugs- að takmarka fjölda bifrciða sem ár- lega er úthlutað til fólks, sjúklinga á einn eða annan hátt. Auðvitað á að afgreiða slík mál til allra sent eiga rélt á því hver sem fjöldi þeirra er,” sagði Albert. Albert benti á að frumvarpið gerði ráð fyrir að 5 manna nefnd ætti að úrskurða umsóknir um eflirgjöf bif- reiðagjalda. Skulu 4 í nefndinni vera læknar og skipaöir af öryrkjabanda- lagi íslands. „Af hverju nægir þetta, fjórir iæknar trúnaðarmenn um úthlut- un?” spurði Albert. „Þessunt mönn- um er gert að gera upp á milli fólks sent allt á sama rétt og er hreyfi- hamlað cf það fær ekki bifreið.” Loks vildi Albert ekki una við að það væri heimildarákvæði ráðherra að fclla niður gjöld af gervilimum og hjálpartækjum. „Auövitaö á skil- yrðislaust að fella slík gjöld niður en ekki heimila aö slíkt verði hugsanlega gert.” Albert hefur nú lagt fram breyl- ingartillögur varðandi umræddar þrjár breytingar á stjórnarfrumvarp- inu. -A.St. ATVINNUHÚSNÆÐI TIL LEIGU Höfum til leigu á Skemmuvegi 6 Kópavogi at- vinnuhúsnæði 130—170 m2 á 1. hæð. Hentar vel fyrir hvers konar skrifstofur, léttan iðnað eða verzlun. Möguleikar á að skipta húsnæðinu niður í 2 eða 3 sjálfstæða hluta. Upplýsingar gefur Páll Hannesson í síma 75722 HLAÐBÆR H.F. Rétti tíminn til að snyrta í garðinum „Nú er bezti tíminn til að klippa tré og runna. Allur gróður er alveg í dvala og blæðir ekkert þó klippt sé nú,” sagði Björn Hallgrimsson á skrifstofu garðyrkjustjóra borgarinnar í samtali við DB í gær. Starfsmenn garðyrkjustjóra fara nú vítt um borg og bí og klippa trjágróður á opinberum svæðum —einkum stærri stofna, sagði Björn Hallgrimsson. Hann sagði það gera minna til með hekk og runna, slíkan trjágróður mætti í rauninni klippa hvenær sem væri, en bezt væri að taka allt á meðan það lægi i dvala. Þegar kemur fram í apríl og sól fer að hækka verulega á lofti byrjar gróður að lifna við aftur og þá er rétt að fara sér hægt við snyrtingu lægri trjáa þar til fullri rækt er náð. Þessir heiðursmenn voru að klippa á Miklatúni í gær þegar DB-menn áttu Ieið þar um. - ÓV / DB-mynd Sig. Þorri. Laun teljara í manntali berast í pósti fljótlega — skólanema farið að lengja eftir greiðslunum Óþolinmæði ýmissa teljara í mann- talinu er farið að gæta vegna þess að greiðslur hafa ekki borizt fyrir við- vikið. Þarna er að miklu ieyti um nemendur í hinum ýmsu skólum að ræða og því þörfin brýn fyrir launin. „Þetta er talsvert stór hópur, í upphafi 1200 manns, en urðu fleiri, þannig að þetta hefur tekið tíma,” sagði starfsmaður aðalmanntals. „Þetta eru góðar greiðslur og teljur- um var gerð grein fyrir því í upphafi að ekki væri ljóst hvenær greiðslur yrðu inntar af hendi. Það eru nú ekki nema tvær vikur frá því að talningu lauk. Meiningin er að senda greiðslurnar í pósti og það verður alveg á næst- unni. Samkvæmt nýjustu upplýsing- um ætti að vera hægt að póstleggja greiðslurnar á mánudag. Skólanem- endur eru bráðlátir en okkur sem erum á mánaðarlaunum þætti gott að fá launin þó þetta fljótt. Þetta hefur í raun gengið fljótar en' gert var ráð fyrir.” - JH

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.