Dagblaðið - 09.04.1981, Síða 28

Dagblaðið - 09.04.1981, Síða 28
Nýju lögin of stór biti fyrir stjómina: Verðbætur á sparimerki fást ekki greidd út — og þess verða spar'rfjáreigendur að gjalda — peningaleysi hrjáir húsnæðismálastjórn „Þetta stafar fyrst og fremst af peningaleysi hjá húsnæðismála- stjórn. Einnig hafa komið „feilar” hjá Reiknistofnun bankanna. Þetta er alveg hroðalegt ástand og við stöndum hér í vandræðum alla daga. Ríkisstjórnin lofar upp í ermina á sér og getur síðan ekki við neitt staðið í þessu máli,” sagði Jóhannes Jens- son, fulltrúi i Veðdeild Landsbank- ans, í samtali viðDB. Samkvæmt nýjum lögum um skyldusparnað átti að greiða verð- bætur á sparimerkin 1. febrúar. Margir höfðu reiknað með þessum peningum sem Veðdeildin gat, þegar allt kom til alls, ekki greitt fólki. Það sama gildir um úthlutun húsnæðis- lána. „Með þessum nýju lögum átti að bæta upp hvernig unglingar hafa verið féflettir í gegnum árin með þessum skyldusparnaði en þetta hefur líklega verið of stór biti hjá ríkisstjórninni því hún getur ekki greitt þetta,” sagði Jóhannes. í staðinn fyrir að reiknuð verði visitala á sparimerki einu sinni á ári verður hún nú reiknuð út mánaðar- lega. „Við biðum lengi eftir þessu frá ráðuneytinu. Svörin sem við fengum voru þau að fyrst ætti þetta að koma fyrsta febrúar, síðan 15. febrúar. Þau svör höfum við gefið viðskiptavinun- um sem nú eru orðnir mjög þreyttir á þessu. Það eina sem þeir sætta sig við er að þeir fá greidd út sparimerkin strax, og verðbæturnar þegar þær koma. Það nýjasta er að þær verði tilbúnar til útborgunar um næstu mánaðamót,” sagði Jóhannes Jens- son. Gatnamót Laakjargötu og Skólabrúar í Reykjavfk eru hœttuleg og þar munar oft mjóu, eins og menn segja. f gœr var þar allharður árekstur er bfll er kom sunnan Lœkjargötu beygði vestur Skólabrú. Bfll á leið suður Lœkjargötu skall á honum. Ungur farþegi í fyrmefnda bflnum hlaut sár og var fluttur í slysadeild. í morgun var ekki talið að þau meiðsl vœru hættuleg. DB-mynd S. r ...............■■■■■ Flugstöðin: Alþýðubandalagið hótaði öðrum stjórnarliðum að endi væri bundinn á stjórnarsamstarfið, yrði tillaga stjórnarandstæðinga um heimild til lántöku vegna flugstöðvarbyggingar samþykkt. Ólafur Jóhannesson utan- ríkisráðherra greiddi samt atkvæði með stjórnarandstöðunni og tillagan féll á jöfnum atkvæðum í efri deild i gær. Ólafur sagðist hafa látið bóka í rikisstjórn að hann kynni að fylgja slíkum breytingartillögum. Aðeins væri um heimild að ræða. Áfram gilti það ákvæði stjórnarsáttmálans að allir aðilar í stjórninni yrðu að samþykkja, ætti að nota slíka heim- ild. Tómas Árnason ráðherra, sem var talinn svipaðrar skoðunar og Ólafur, var fjarstaddur atkvæðagreiðsluna í gær. Varamaður kom í hans stað og greiddi atkvæði gegn tillögunni, sem gerði gæfumuninn. Fjarstaddir voru einnig Ólafur Ragnar Grimsson (AB) og Kjartan Jóhannsson (A), sem munu báðir erlendis. Varamenn eru ekki í þeirra stað, svo að fjarvistir þeirra „jöfnuðust út”. Aðsjálfsögðu var mönnum í deildinni, svo sem for- seta deildarinnar Helga Seljan (AB), fyrirfram ljóst að tillagan mundi falla á jöfnu. Ella hefði atkvæðagreiðslu verið frestað enn. Lárus Jónsson (S) og Karl Steinar Guðnason (A) breyttu breytingartil- lögu sinni í gær í samráði við Ólaf Jó- hannesson og Iækkuðu umrædda lánsupphæð úr 20 í 5 milljónir ný- króna. - HH frjálst, úháð dagblað FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1981. Skákmótið íLone Pine: lóhann náði íáfangann Frá Jóni L. Árnasyni á skákmótinu í Lone Pine, Kaliforníu: Jóhann Hjartarson tryggði sér áfanga að alþjóðlegum meistaratitli með því að gera jafntefli við alþjóðlega meistarann Federowicz frá Bandaríkj- unum í lokaumferð mótsins. Hann tefldi við 6 stórmeistara og 3 alþjóðlega meistara og hlaut 4,5 vinninga. Jón L. Árnason hlaut einnig 4,5 vinninga eftir jafntefli við Domason frá Bandaríkj- unum í síðustu umferð. Bandaríkj- maðurinn nældi þar með í áfanga að al- þjóðlegum titli. „Þetta var stutt skák. Ég vildi ekkert vera að stríða honum, nennti ekki að vinna hann,” sagði Jón L. i gaman- sömum tón í samtali við blaðamann DB i morgun. Guðmundur Sigurjóns- son gerði jafntefli við stórmeistarann Shankovich og hlaut 5 vinninga. Viktor Kortsnoj tryggði sér 15 þús- und dollara með því að verða einn í efsta sæti mótsins. Hann gerði jafn- tefli við Sosonko í síðustu umferð og hlaut 7 vinninga. í 2.—4. sæti urðu Sosonko, Seirawan og Gligoric með 6,5 vinninga. Sigurvegarinn frá því i fyrra, Dzind- chiashvili, var gjörsamlaga heillum horfinn og hlaut aðeins 3,5 vinninga. - GAJ Sígarettuaug- lýsingar ef tir 10 ára bann Þrjár sígarettutegundir, Kool, Winston og Kent, eru auglýstar í því tölublaði tímaritsins Samúels sem út kom í gær. Eru þetta vel þekktar amerískar sígarettutegundir og hver þeirra auglýst með heilli síðu í litum. Ólafur Hauksson, annar ritstjóri tímaritsins, segir í inngangsgrein að margar ástæður liggi að baki þessum auglýsingabirtingum. Aðalástæðuna kveður hann þá að blaðið vilji vekja athygli á því að lög um bann við hvers konar tóbaksauglýsingum frá 1977 brjóti í bága við ákvæði stjórnarskrárinnar um prentfrelsi. Heilsíðuauglýsingar þessar eru prentaðar upp úr þrem bandarískum timaritum, sem öll eru til sölu í bóka- og blaðsöluverzlunum hér á landi. Umboðsfyrirtæki Winston er Rolf Johansen & Co. en Winston er ein þeirra tegunda, sem Samúel auglýsir. Hinar eru Kool, sem Globus hefur umboð fyrir, en Heildverzlun Alberts Guðmundssonar hefur umboð fyrir Kent. „Þetta er í engu samráði við okkur,” sagði Friðrik Theodórsson, sölustjóri, Rolf Johansen&Co. „Við tókum þá stefnu að hlýða lögunum, sem ætluð eru til varnar gegn tóbaks- reykingum, í einu og öllu,” sagði Friðrik. Hann bætti við: „Hitt er svo annað mál að flestir telja mikið ósamræmi vera í framkvæmd lag- anna. Má nefna öll þau erlendu blöð sem hér fara inn á velflest heimili þar sem tóbaksauglýsingar eru margar og áberandi.” Telja má víst að ríkissaksóknari hlutist til um rannsókn sígarettuaug- lýsinganna í Samúel og að ákvörðun verði tekin um það hvort þær verða kærðar. -BS.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.