Dagblaðið - 21.04.1981, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 21.04.1981, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1981. DB á ne ytendamarkaði ER NEYTENDUM SELT GAMALT KJOT? — Eigum heimtingu á að kjötið sé merkt með sláturdagsetningum Það læðist að manni lúmskur grunur um ástæðuna fyrir því að ártalið er ekki stimplað á kjötið. Þegar slátrað er er kjötið merkt með flokkamerki. Væri ekki alveg hægt I leiðinni að stimpla það með dagsetningu söludags þannig að það liggi ekki I frysti árum saman. DB-mynd Sv.Þ. „Ég er sannfærður um að kjötið sem ég fékk var eldgamalt. Það var ekki beinlinis óbragð af því en eitthvað undarlegt var það. Margir af gestunum sem boðið var upp á þetta kjöt höfðu orð á að það væri eitthvað undarlegt. Ég hef samt ekki frétt af því að neinn hafi látizt eða orðið veikur. ” Eitthvað á þessa leið mælti maður sem hringdi til okkar. — Hann hafði valið tvö úrbeinuð læri úr kæliboröi viðurkenndrar kjðtverzlunar 1 borginni. Eftir að kjötið hafði verið steikt kom í ljós að það var langt frá því að vera eins og eðlilegt mætti teljast. „Ég ræddi málið við gamla búkonu úr sveit,” sagði maðurinn ennfremur. „Hún sagði að það leyndi sér ekki að þetta væri gamalt kjöt. Ég vil leyfa mér að halda þvl fram að kjötiðnaðarmaðurinn sem úrbeinaði lærin á sínum tima hafi hlotið að sjá að eitthvað var bogið við kjötið,” sagði maðurinn. Ekki hægt að aldursgreina kjötið Við höfðum samband við Odd Rúnar Hjartarson hjá Heilbrigðis- eftirliti ríkisins. Hann sagði aö ekki væri hægt að aldursgreina kjöt. Aö visu væri hægt að sjá hvort um gamla skepnu væri að ræða, sérstaklega ef skrokkurinn allur væri fyrir hendi, sem ekki er í þessu tilfelli. Enda ekki verið að ræða um hvort kjötið var af ungri eöa gamalli skepnu, heldur hvað lengi væri búið að geyma kjötið i frysti. Oddur sagðist vera því fylgjandi aö sláturdagsetning væri stimpluð á miðann sem kjötið er merkt með. Við tökum heilshugar undir þau orð Odds. Auðvitað á að merkja sláturdag á þá miða sem kjötið er merkt með. Ekki hefur fengizt svar við því hvers vegna það er ekki gert. Enginn veit raunverulega hve gamalt kjötið er Það má i rauninni segja að enginn viti hve gamalt kjötið er, sem við erum að borða. Það getur verið síðan í síðustu sláturtið, en það getur lika hæglega verið eldra! Ekki svo að skilja að þeir sem af- greiða kjötið til verzlana og neytenda selji því vísvitandi gamalt kjöt. Það getur verið af misgáningi. Kjötið getur ruglazt saman í frystigeymslum og ef það er ekki merkt, hvernig vita menn þá hvað er hvað? Þá má einnig benda á að fyrir kemur að skyndilega er ekkert kjöt til á markaðnum, rétt fyrir boðaða verðhækkun. —Eftir að verðiö hefur hækkað er allt í einu nóg til af kjötinu! Neytendur eiga heimtingu á að fá slátrunardagsetningu á kjötið. Þeir eiga einnig heimtingu á að sælgæti eins og t.d. páskaegg verði merkt með framleiðsluári. Auðvitað ætti að dagmerkja allt sælgæti, en sér- staklega þó svo „tímabundið” sælgæti eins og páskaegg. — Þess eru dæmi að fólki hafi verið seld gömul og skemmd páskaegg í mat- vöruverzlun i höfuðborginni. -A.Bj. Smurbrauðstofan BJORNINN Njálsgötu 49 — Sjmi 15105 tegundir af lifrarkæfu Kjötbúð Suðurvers kynrtir eigin framleióslu Stigahtíð — Sími 35645 Grófhökkuð áleggskœfa, ein sú allra hezta Óbökuö íifrarkœfa og berið kæfuna heita fram sem forrétt, einnig frábær sem álegg. Tvær stærðir, ca 250 gr og 500 gr. Verz.lit) hjá vidur- kenndum kjötiónaóar mönnum Getraunir og happdrætti: EKKIVIÐ HÆFIOG DÝRT í LOKIN Sigríður Haraldsdóttir á skrifstofu verölagsstjóra sendi okkur eftirfar- andi linur um getraunir og happ- drætti. Víða erlendis er þetta tvennt. notað til þess að selja vöru og hér hefur það svo sem verið reynt. Dag- blöðin eru ekki bamanna bezt með áskrifendagetraunir og slíkt. Hvers vegna mega seljendur ekki laða til sín viðskiptavini með því að úthluta happdrættismiðum eða þess háttar og hvers vegna mega þeir ekki hleypa af stokkunum einhverri get- raunasamkeppni og úthluta vinning- um með hlutkesti? Flestum þykir gaman að því að mega eiga von á einhverjumvinningi. Eru slík uppátæki ekki saklaust gaman sem ástæðulaust er aö amast við? Þvi er fljótt svarað.Slíksölustarf- semi er ekki við hæfi. Skulu hér nefnd nokkur dæmi. Seljandi sem býður t.d. neytendum upp á að koma í verzlunina og gizka hve margar skrúfur hann geymir þar í sultukrukku, fær sennilega margar heimsóknir i verzlunina. Seljandi sem býður neytendum að leysa úr getraun sem einungis sá sem kynnir sér vandlega þær auglýsingar sem hann birtir tryggir sér óneitan- lega mikla athygli. Þau fyrirtæki sem hafa sams konar vörur eöa þjónustu á boðstólum neyðast til að finna nýjar söluað- feröir til þess að verða ekki undir í samkeppninni. Forráðamenn fara ef til vill að útbúa aðra getraun með glæsilegri vinningum en keppinautamir bjóða. Fyrr eða síðar fer slik sölustarfsemi að veröa kostnaðarsöm. Seljendur neyöast til að bæta kostnaðinum ofan á verðið á þeirri vöru eöa þjónustu sem þeir hafa á boðstólum. Hins vegar skiptir verð og gæði vara og sú þjónusta sem fylgir við- skiptunum mestu máli fyrir neyt- endur. Þeir velja og hafna vörum og þjónustu í samræmi við óskir og þarfir hverju sinni og þeir verða að takmarka neyzlu sína í samræmi við fjárhagsgetu. Haldgóðar og traustar upplýsingar um þær vörur sem þeir hafa í hyggju að festa kaup á auðveldar þeim vöru- valið. Góð sölustarfsemi er fólgin í því að veita slíkar upplýsingar. Happ- drættismiðar og aðrar sölubrellur skipta í raun engu máli. Þeim sem hafa gaman af happ- drættismiðum skal á það bent að hér á landi hafa stofnanir, líknarfélög og önnur félög selt happdrættismiða til styrktar starfsemi sinni. Upplýsingaseðill til samanbuiðar á heimiliskostnaði Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlega sendið okkur þcnnan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak- andi i upplýsingamjðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar fjölskyldu af sömu stærð og yðar. Þar að auki eigið þér von um að fá nytsamt heimilis- tæki. Nafn áskrifanda Heimili i Sími I I Fjöldi heimilisfólks. I 1 Kostnaður í marzmánuði 1981 i I -------------------;------- i Matur og hreinlætisvörur kr. i Annað kr. Alls kr. m vimx

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.