Dagblaðið - 21.04.1981, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 21.04.1981, Blaðsíða 6
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1981. Feðgar Islandsmeistarar í fyrsta sinn í sömusveit — þegar sveit Egils Guðiohnsen, Reykjavík, varð íslandsmeistari í bridge Sveit Egils Guðjohnsen, Reykja- vik, bar sigur úr býtum á 31. íslands- mótinu i bridge i sveltakeppnl um páskana eftir hörkukeppni við sveit Ásmundar Pálssonar, Reykjavik. Þessar sveitir mættust i siðustu umferðinni og hafðl sveit Ásmundar þá eins stigs forustu. Sveit Egils sigraði 15—5 i úrslltalelknum og hlaut þar með íslandsmeistara- titilinn. Leikurlnn var sýndur á sýningartöflu á Hótel Loftleiðum að viðstöddum fjölmörgum áhorf- endum. Sveitir Egils og Ásmundar náðu fljótt forustu á mótinu og var oftast eins stigs munur á þeim. Aðrar sveitir komust eiginlega aldrei i snertingu við Íslandsmeistaratitilinn. Átta sveitir kepptu til úrslita en áður haföi farið fram forkeppni víðs vegar um landiö, síðan undanúrslit, þannig aö þátttakendur á mótinu í heild skiptu mörgum hundruðum. í sveit Egils spiluðu auk hans Stefán Guðjohnson, faðir Egils, og þetta er í fyrsta sinn, sem feðgar veröa íslandsmeistarar í sömu sveit, Óli Már Guðmundsson, Sigtryggur Sigurösson og Þórarinn Sigþórsson. Stefán varð þarna Islandsmeistari í sveitakeppni í 12. sinn og hefur eng- íslandsmeistarar í bridge 1981. Frá vinstri Egill Guðjohnsen, Óli Már Guðmundsson, Sigtryggur Sigurðsson, Stefán Guðjohnsen og Þórarinn Sigþórsson. DB-mynd Bjarnleifur. inn sigrað eins oft og hann. Stefán varð fyrst íslandsmeistari 1956 eða fyrir 25 árum í sveit Brynjólfs Stefánssonar. Hinir félagar sveitar Egils hafa orðið íslandsmeistarar nema fyrirliöinn Egill, sem nú sigraði í fyrsta sinn á íslandsmótinu. Röð sveitanna í úrslitakeppninni varð þannig: 1. Egill Guðjohnsen 96 stig 2. Ásmundur Pálsson 87 stig 3. Sigurður Sverrisson 85 stig 4. Samvinnuferðir 5. Guðm. Hermannsson 6. örn Amþórsson 7. Gestur Jónsson 8. Sævin Bjarnason 83 stig 78 stig 53 stig 45 stig 23 stig - hsim. Náttúruveradarmenn gengu ílið með gæsunum í Þjórsárverum: SÆLUREITUR GÆSANNA FRIÐLÝSTUR Náttúruverndarmenn hafa ástæðu til aö brosa litillega i kampinn þessa dagana. Þeim hefur tekizt aö ná samningum um friðlýsingu Þjórsár- vera, gróðurvinjarinnar á milU vestari upptakakvísla Þjórsár úr sunnan- verðum Hofsjökli. Þjórsárver er svipaöur sælureitur heiðagæsanna og Kristjania fyrir norrmna hippa. Þar (í Þjórsárverum) ert s'u varpstöðvar heiðagæsar í vei .mii. Varplöndin urðu kunn áriö 1951, eftir leiöangur Finns Guömunds- Arnþór Garöarsson prófessor i liffræði útskýrlr fyrir fréttamönnum friðun Þjórsárvera i húsakynnum Náttúru- verndarráðs. -DB-mynd: Einar Ólafsson. lega votlendi. Staðurinn hefur sérstöðu í óbyggöum, bæði hvað varðar jarðveg og gróðurlendi — að ógleymdri mikiUi og óvenjulegri náttúrufegurð. Steindór Steindórsson fyrrum skólameistari segir í bókinni Landið þitt að Þjórsárver séu ,,einn af merkustu stöðum lands vors og því full ástæða að þeirra verði gætt í framtiðinni.” Honum virðist nú hafa orðið að ósk sinni. -ARH. Mallorkaveður á Austfjörðum: Þusund manns á skíðum f Oddsskarði um páska Um bænadagana og páskana hefur verið dásamleg veðrátta á Austfjðrðum, hitinn 10—14 stig. Kirkjusókn hefur verið góö. Þá var Austurlandsmót á skiðum fyrir 7—12 ára böm á föstudaginn langa og á iaugardaginn og voru þá um eitt þúsund manns á skíðum í Odds- skarði. Mér er sagt að bilar hafi veriö um 200 auk þess sem stórar rútur fluttu börnin, sem tóku þátt í skíðamótinu, en alls tóku á annaö hundraö böm af Austurlandi þátt fmótinu. Að sögn Boga Nilssonar, sýslumanns í S-Múlasýslu, var fenginn snjóblll með plóg til að leggja brautina f Oddsskarði. Báðar lyfturnar voru i gangi en í þá stærri komast 52 i hvern hring. Litla lyftan var einnig i gangi og notar sér hana einkum eldra fólk og smáböm. Hólmatindur var búinn að fá 160 tonn í gærmorgun eftir fjögurra daga útiveru. Skipstjóri i þessari ferð er Sturlaugur Stefánsson. Hjá Þór sf. hefur verið unnið alla daga nema á föstudaginn langaogpáskadag. Sömu sögu er að segja af fiskverkun Friðþjófs hf., en í morgun var byrjað að pakka þar saltfiski. Ég skrapp þangað siðdegis I gær og eru þar fallegir og stæðilegir staflar af drifhvitum saltfiski. Skólabörn hér hafa haft drjúgar tekjur i páskafríinu við fiskvinnsluna. Að sögn Bjarna Stefánssonar hjá Friðþjófi er þetta beztí vinnukraft- urinn, þvi skólakrakkarnir koma með mikinn áhuga og em staðráðin í að afla sér skotsilfurs. Hjá Friðþjófi vinna að staöaldri 14—15 manns en í páskahrotunr: ha fa unnið þar um 25 manns. -Regína, Eskifiröi. sonar, Péturs Scott og James Fisher. Fyrr á öldum voru þau nytjuð. Sérfræðingar unnu aö viötækum lif- fræðirannsóknum i Þjórsárverum 1971—1974, sem að mestu leytí voru kostaðar af Orkustofnun en framkvæmdar á vegum Náttúru- fræðistofnunar tslands og Lif- fræðistofnunar Háskólans. Rannsóknirnar hófust upphaflega i framhaldi af virkjunarhugmyndum, Hér ATLI RUNAB HALLDORSSGIM P sem gerðu ráð fyrir aö svæðið færi undir vatn. Þvi mótmæltu náttúm- vemdarmenn eindregið. Seint og um siöir náðist samkomulag um varanlega vemdun Þjórsárvera. Þau munu verða fyrir minniháttar spjöllum þegar að þvi kemur að Fljótsdalsvirkjun ris. Þjórsárver em að mestu gróið land, 100 ferkilómetrar að flatarmáli, aöal- Skýrsla um Raufarhafnartogarann ,,Hvað liður gerð skýrslunnar um togarakaupin til handa Útgerðar- félagi N-Þingeyinga?” var efni stuttr- ar fyrirspumar Matthfasar Á. Mathiesen i neðri deild fyrir helgina. Gunnar Thoroddsen hafði lofað þessari skýrslu 24. febr. sl. Gunnar svaraði og kvað gerð skýrslunnar langt komna og hún myndi sjást i þingsölum strax eftir páska. -A.St.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.