Dagblaðið - 21.04.1981, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 21.04.1981, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1981. Gott veður um allt land um páskana: MEÐ ALRÓLEGUSTU PÁSKUM —þó ölvun hafi verið töluverð á nokkrum stöðum „Með alrólegustu páskum sem ég man eftir,” sagði einn lögreglumaður í samtali við DB i gær. Sama svarið var gefið viðast hvar á landinu, þó á sumum stöðum hafi borið töluvert á ölvun. Gott veður gerði það að verkum að fólk flykktist úr stærri stöðum upp f fjöll á skiði, á hestbak eða bara f bfltúr. Alls staðar var mikil umferð, hvort sem það var gangandi fólk eða akandi. í Reykjavfk var helgin mjög róleg, að sögn lögreglunnar. ölvun var nokkur á miðvikudagskvöld en með minnsta móti önnur kvöld helgarinnar. Þó var fjöldi manns samankominn f miðborginni aðfaranótt páskadagsins. Sömu sögu hafði Slökkviliðið að segja þó nokkur útköll hafi verið vegna sinuelda. Sem sagt gott veður og róleg- heita helgi um allt land. -ELA. íslenzk kona í Bandaríkjunum seldi málverk svo sonur hennar gæti fermzthérálandi: Áhugi reyndist mikill fyrir Þingvallamyndum f Bandaríkjunum — og mæðginin komust til íslands „Greinin vakti mikla athygli og pantanir steymdu inn. Sérstaklega var áhugi mikill fyrir Þingvallamyndum og blómamyndum,” sagði Ólöf Kristjáns- dóttir Wheeler myndlistarmaður í samtali við DB. Dagblaðið sagði frá þvi i lok marz að fslenzk kona búsett f New Baltimore f Bandaríkjunum seldi málverk til að geta fermt son sinn á íslandi. Greinin var þýdd úr Lögbergi- Heimskringlu. Ólöf hefur búið erlendis i um tvö ár og stundar þar nám i myndlist. Sonur hennar átti þá ósk heitasta að geta fermzt hér heima á tslandi og til að draumurinn geti rætzt, þurfti Ólöf að selja málverk sin. „Við komum i fyrradag og verðum hér i þrjár vikur. Fermingin fer fram í Dómkirkjunni á annan dag páska og við erum nú á kafi i undirbúningi. Ég hef fengið sal i Brautarholtinu til að halda veizluna. Þetta verður örugglega indælt, dóttir min, Margrét Pálma- dóttir óperusöngkona.ætlar að syngja og við vonumst til að þetta geti orðið eftírminnilegtl Fermingar f Bandarfkjunum þekkjast varla svo þetta var tilvalið tækifæri tíl aö koma heim. Ég á ekki von á að annaö tækifærí gefist. þetta er svo ógurlega dýrt fyrirtæki aö koma til íslands. Námiö mitt í Banda- ríkjunum tekur fimm ár. Nei, ég hef ekki hugsað mér aö flytjast aftur hingað heim,” sagöi Ólöf Kristjáns- dóttír Wheeler myndlistarmaður. -ELA. SfcíT'' - v ~4 r- Fólk flykktist úr bænum þessa góðviörisdaga, hvort sem það var upp f fjöll á skfði eða á hestbak. Þessir reiðmenn viðruðu hestana sina i Nauthólsvfk á föstudaginn langa. DB-mynd S. Tillaga alþýðuflokksmanna á Alþingi: „Alþingi ályktar að fela rikis- stjóminniaðsameinaallan flugrekstur rfkisins undir yfirstjórn Landhelgis- gæzlunnar með það að markmiði að auka hagræðingu og spamað i rekstrí”. Þannig hljóðar tillaga tíl þingsályktunar sem Magnús H. Magnússon, Arni Gunnarsson og Vil- mundur Gylfason hafa borið fram. 1 greinargerð segir að Gæzlan sé langstærstí flugrekstraraðilinn og hafi á hendi gæzluflug, leitarflug, björgunarflug, sjúkraflug, isflug o. fl. Flugmálastjórn annast flugprófanir, leitarflug, sjúkraflug o. Sameining flugrekstrar ríkis- ins undir stjórn Gæzlunnar fl.Landgræöslanannast sáningu og á- buröardreifingu úr loftí og Land- mælingar annast mælingaflug með leiguflugvélum. Á vegum Lands- virkjunar er ýmiss konar eftirlitsflug og þannig mættí lengi telja. Auk þess kaupir svo rikið ýmiss konar þjónustu af einkaaðilum i flugrekstri. Hér er um umfangsmikinn rekstur að ræða og sjálfsagt að setja hann undir eina stjóm til að ná fram aukinni hagræðingu og spamaöi f rekstri, segir í greinargerðinni. „Nýting flugvéla 1 eigu ríkisins er mjög litíl. T.d. var heildarflugtfmi flugvélar Flugmálastjórnar á sl. árí 350 klst., eða innan við 1 klst. á dag að jafnaði. Fokker F27 vélar Land- helgisgæzlunnar flugu á sama tima samtals 1399 klst., sem er innan við 2 klst. á flugvél á dag að jafnaði. Á sama tima var meöalflugtfmi Fokker- véla Flugleiða4.71 klst. á dag. Meöan nýtingin er svo lftil eru Landmælingar með fastan samning við einkaaðila um a.m.k. 70 klst. flug á ári fyrir 72 þúsund dollara. Þessu flugi gæti flugvél Flugmálastjórnar auðveldlega annað. Einnig gæti hún auðveldlega annað t.d. iskönnunar- flugi Gæzlunnar samhliða verkefnum Flugmálastjómar. Rekstrarkostnaður Fokkervélar Gæzlunnar er margfalt meiri en rekstrarkostnaður King Air vélar flugmálastjómar, en hún hentar þó mjög vel til margra verkefna Gæzlunnar. Með sameiningu alls flugrekstrar á vegum rikisins er unnt að auka nýtíngu véla verulega, auka hag- ræðingu og sparnað i rekstri. Og þar sem Landhelgisgæzlan er langstærsti flugrekstraraðilinn á vegum rikisins er lagt til að sameinaöur flugrekstur rfkisins verði undir hennar stjórn,” segir í greinargerð þremenninganna. -A.St. ennqrplýsmgar sem gætu losað pig við Qárhagsáhyggjur Dæmi -0111 nokkmvalkDStl af mörgum æm bjóöast. SPARNAÐAR- TÍMABIL DÆMI UM MÁNAÐARLEGA INNBORGUN SPARNAÐUR í LOK TÍMABILS IÐNAÐARBANKINN LÁNAR ÞÉR RÁÐSTÖFUNAR- FÉ MEÐ VÖXTUM MÁNAÐARLEG ENDURGREIÐSLA ENDURGR. TÍMABIL 3 . man. 700.00 1.000.00 1.500.00 2.000.00 2.100.00 3.000.00 4.500.00 6.000.00 2.100.00 3.000.00 4.500.00 6.000.00 4.277.50 6.130.00 9.192.50 12.260.00 741.60 1.059.40 1.589.10 2.118.80 3 , man. 5 . man. 600.00 1.000.00 1.500.00 2.000.00 3.000.00 5.000.00 7.500.00 10.000.00 3.000.00 5.000.00 7.500.00 10.000.00 6.217.50 10.362.50 15.541.25 20.725.00 653.95 1.089.95 1.634.95 2.179.90 5 . man. 9 . man. 800.00 1.000.00 1.500.00 2.000.00 7.200.00 9.000.00 13.500.00 18.000.00 7.200.00 9.000.00 13.500.00 18.000.00 15.638.00 19.177.50 28.763.75 38.355.00 922.21 1.152.75 1.729.15 2.306.10 9 . man. Banklþelim sem hyggja aó fiamtíóinni Iðnaðarbankinn Akureyri: Glerárgata7 Hafnarfjörður: Strandgata 1 Selfoss: Austurvegur38 IB-LANIN HAFA BREYST: HÆKKUN INNBORGUNARUPPHÆÐA. VERÐTRYGGING EF ÞÚ VILT Hafðu samband við Iðnaðarbankann og kynntu þér breytingar á IB-lánafyrirkomulaginu. Nú getur þú t. d. með 1500 kr. sparnaði í 3 mánuði hafttil ráðstöfunar9.192 krónur(tæp milljón gamlar). Og með 2000 kr. sparnaði í 5 mánuði hefurðu til ráðstöfunar 20.725 krónur (rúmar tvær milljónir gamlar). Þá áttu nú kost á verðtryggingu. Hún gildir fyrir sparnað og útlán til lengri tíma. Að loknum sparnaði hefurðu þá til ráðstöfunar: Sparnað þinn + verðbætur + vexti og IB-lán. Það geta orðið verulegar upphæðir. Við höfum sagt það áður og segjum það enn: Það býðurenginn annar IB-lán. Reykjavík: Dalbraut 1, Drafnarfell 14-16 Háaleitisbraut 58-60, Lækjargata 12 fc§ fl 55

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.