Dagblaðið - 21.04.1981, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 21.04.1981, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1981. d Erlent Erlent Erlent Erlent I REUTER D Islenzka sendinefndin: Sótti páska- guðsþjónustu íBeijing íslenzka vináttusendinefndin sem nú er stödd i Kína sótti guðsþjónustu i mótmælendakirkju á páskadagsmorg- un i Beijing. Kristnihald i Kina er nú mjög að eflast á nýjan leik en það hafði legið nær algjörlega niðri eftir að kommúnistar komust til valda i landinu og þó einkum eftir menningarbylting- una sem stóð sem hæst á siðari hluta sjöunda áratugsins. Getið var um það i fréttaskeytum Reuters, að um sjö þús- und manns hefðu sótt guðsþjónustur kaþólsku safnaðanna f Beijing á páska- dag og er þaö mun meira en verið hefur undanfarin ár. Harðir bardag- ar í S-Líbanon Harðir stórskotaliösbardagar stóðu i Suður-Líbanon i morgun í kjölfar loft- árása ísraelsmanna á búðir Palestinu- skæruliða, að þvi er palestínska frétta- stofan Wafa skýrði frá. Einkum voru árásir ísraelsmanna harðar á búðir skæruliða i Nabatiyeh. Skegg prests- insáuppboði Margar leiðir eru farnar til að afla fjár i þágu kirkjulegra málefna. 1 söfn- uði einum í Hannover í Vestur-Þýzka- landi höfðu margir vanþóknun á al- skeggi prests sins. Á safnaðarfundi bauðst einn af hin- um óánægðu til að leggja fram 200 mörk til þróunarhjálpar kirkjunnar ef prestur rakaði skegg sitt. Aðrir, sem fannst skeggiö hin mesta prýði, buðu fram hærri upphæð ef presfur héldi skegginu. Fyrr en varði voru menn farnir aö bjóða hver 1 kapp viö annan. Að lokum sigruðu skeggandstæðingar með tilboði upp á 1007 mörk. Hinn sléttrakaði prestur verður nú aö hús- vitja af kappi þar sem enginn þekkir hann lengur eftir skeggmissinn. Þrfr þingmenn reyndu árangurslaust að fá Sands til að hætta hungurverkfallinu ígær: DAUUNN BLASIR WD NÝJA ÞINGMANNINUM —sem hef ur létzt um meira en f immtán kíló á síðustu vikum Bobby Sands er 27 ára gamall íri sem eytt hefur stærstum hluta full- orðinsára sinna I fangelsi og er nú aö dauða kominn. f gær heimsóttu þrír þingmenn írska lýðveldisins hann i Maze-fangelsið á Norður-írlandi þar sem hann hefur verið i hungurverk- falli sföan 1. marz síðastliðinn. Þing- mennirnir ræddu við Sands í hálfa aðra klukkustund og reyndu án ár- angurs að fá hann til að láta af hungurverkfallinu því reiknað er með að dauði hans mundi auka mjög á óeirðir og ofbeldisverk á Norður-ír- landi, sem þykja þó ærin fyrir. Sands krefst þess að félagar hans i IRA sem sitja i.fangelsi verði meðhöndlaðir sem pólitiskir fangar. Fyrir rúmri viku var Sands kosinn sem þingmaður á brezka þingið. Aðeins nokkrum dögum áður sagði hann: „Ég verð dáinn innan hálfs mánaðar.” Hann hefur þfegar létzt um yfir fimmtán kíló og er mjög af honum dregið. Á síðastliðnum niu árum hefur Sands stöðugt setið i fangelsi ef undan eru skildir sex mánuðir. Hann var dæmdur i fjórtán ára fangelsi fyrir að bera skotvopn. f siðasta mánuði var boðað til aukakosninga i Fermanagh og Suður Tyrone á Norður-írlandi er þing- maður þessa kjördæmis lézt. Aðrir frambjóðendur úr röðum þjóðernis- sinnaðra kaþólikka drógu sig i hlé er fréttist af framboði fangans Sands. Meðal þeirra var fyrrum þingmaður, Marcella systir Sands og Rosaleen móöir hans eftir að Ijóst var orðið að fanginn Bobby Sands hafði verið kjörinn á brezka þingið. Bemedette Devlin McAliskey, serr enn gengur við hækjur eftir skotárás- ina sem hún varð fyrir i janúar siðast- liðnum. „Sigur mun bjarga lifi hans,” sagði McAliskey. ,,Ég held að jafnvel Margaret Thatcher geti ekki horft aðgerðalaus upp á að löglega kjörinn þingmaður á brezka þingið svelti til bana.” Aðeins einn frambjóðandi keppti um þingsætið við Sands. Það var harðlínu mótmælandi, Harold West að nafni, 63 ára gamall. „Atkvæði greitt Sands,” sagði hann, „er at- kvæði með því ofbeldi sem er að eyðileggja þetta hérað. Óánægja með frambjóöendurna tvo leiddi til þess að meira en þrjú þúsund kjósendur skiluðu auðu, kjósendur sem ekki vildu gera upp á milli mótmælenda IRA-byssumanns. En i héraði þar sem kaþólikkar eru í meirihluta var það ekki nægilegt til að stöðva Sands. Sands hlaut 30.492 atkvæði en West 29.046. Rikisstjórnin hefur lýst þvi yfir að Sands fái ekki aö yfirgefa fangelsið til að taka sæti á þinginu. Væntan- lega breytir það engu þar sem Sands er ekki þannig á sig kominn að hann geti ferðazt. „Hann er kominn niður i 55 kiló,” sagði móðir hans er hún heimsótti son sinn er hann hafði veriö kjörinn á brezka þingið. „Hann kastar upp þvi vatni sem hann reynir að drekka og hann er aö missa sjón- ina. Hann er meö magakrampa og er orðinn mjög veikur og máttfarinn.” Móðir hans, Rosaleen Sands, sakar fangaverðina um að auka á þjáningar hans með þvi að setja þrjár máltiðir á dag við rúm hans. Slikt telur hún ekki getað þjónaö neinum góöum tilgangi þar sem sonur hennar hefur lýst þvi yfir að hann ætli ekki að neyta matar. í fyrstu hafði Sands lýst því yfir að ef hann ynni sigur i þingkosningun- Bobby Sands krefst þess að hann og félagar hans i IRA verði meðhöndlaðir sem pólitiskir fangar. um myndi hann aðeins „lána” þing- sætið og siðan draga sig í hlé svo McAliskey og aðrir kaþólikkar gætu keppt um það í nýjum kosningum. En eftir að atkvæðin höfðu verið tal- in sagði Sands: „Hvaða tilgangi þjónar það fyrir mig að draga mig I hlé? Ég á aðeins hálfan mánuð eftir ólifaðan.” Brezka þingið ákvaö að ógilda ekki kosningu Sands þrátt fyrir að tillaga þess efnis hafi komið fram. Óttazt var að það yrði aðeins til þess að auka á óróleikann á Norður-írlandi. Sigur Sands þykir mikUl áróöurssigur fyrir írska lýðveldisherinn, IRA, og nú þegar ekkert virðist geta komið í veg fyrir dauða Sands nema breytt af- staða brezku stjórnarinnar má reikna meö að aUt fari í bál og brand enn einu sinni á Norður-írlandi. I fUJ 24.-27 apríl Þá er vorið komið í London, sumartískan komin í verslanir og borgin öll í sumarskapi. Og við efnum enn til stuttrar og bráðsmell- innar helgarferðar, útvegum miða í leikhús og á skemmtistaði, efnum til kvöldferðar á Shakespeare Tavern og förum e.t.v. á aðra fyrsta flokks skemmtistaði ef svo ber undir. Greiöslukjör Útborgun kr. 500 og eftirstöðvar eftir samkomulagi Vinsamlegast pantið strax - aðeins tveir virkir dagar eru til brottfarar! Aóildarfélagsafsláttur kr.200 næstkomandi föstudag Miðar eru fyrirliggjandi á leik Tottenham og Liverpool og alla aðgöngumiða má greiða með íslenskum peningum. Þú nýtur lífsins í London fyrir ótrúlega lágt verð og nýtur hvíldar og umhverfisbreytingar sem lengi má búa að. Gisting á Royal Scott Verö frá kr. 2.413 Innifalið í verði: Flug, gisting með morgunverði, 1/2 dags skoðunarferð um London og íslensk farar- stjórn. Samvinnuferóir-Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.