Dagblaðið - 21.04.1981, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 21.04.1981, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1981. Er kvennabyltingin merkilegri en byltingar kommúnista? Karlmenn mundu hætta vígbúnaði efþeir hugsuðu meira um bömin sín — segirMarilyn French, konan sem skrifaði „Kvennaklósettið” og „ The Bleeding Heart” «c „Karlmenn halda að konur séu alltaf að hugsa um þá, en það er mesti misskilningur, þvi konur hugsa lang- mest um börn sin,” segir Mari- lyn French. Marilyn French er bandarísk og hafa tvær bækur hennar um líf og tilfinningar kvenna hlotið óhemju vinsældir og selzt í milljóna upplögum, bæði i heimalandi hennar og í Evrópu. í „Women’s Room” lýsir hún lífi amerískra millistéttarkvenna og kom sú bók út hjá Iðunni í fyrra undir nafninu „Kvennaklósettið”. Nýrri bók hennar „The bleeding heart”, snýst um fráskilda miðaldra konu og giftan mann á svipuðum aldri, ástarsamband þeirra og rökræður um viðhorf karla og kvenna til mikilvægra hluta. Hér fer á eftir stytt viðtal, sem „Alt for damerne” átti við Marilyn nýlega og var hún fyrst spurð eftirfarandi spumingar: „Þótt bókin Kvennaklósettið seljist eins og heitar lummur hefur hún sætt gagnrýni, til dæmis fyrir það að í henni segir nær ekkert frá karlmönnum. Er hægt að skrifa bók um konur, þar sem karlmenn eru næstum ósýnilegir?” Karlmenn geta bara leyst vanda sinn sjálfir „Karlmönnum er í þessari bók lýst frá sjónarmiði kvenna,” svarar Marilyn French. „Karlmenn halda sjálfir að þeir séu það eina sem konur hugsa um, en það er algjör mis- skilningur. Konur hugsa langmest um börnin sín. Auk þess skrifa karlmenn oft bækur, þar sem konur koma lítið sem ekkert við sögu og það finnst öllum alltílagi.” „En karlmennirnir í þinni bók eru tilfinningalega bæklaðir. Eiga þeir ekki við vandamál að stríða eins og konurnar?” „Karlmenn verða sjálfir að leysa sín vandamál. Þeir hafa fjölda rithöfunda, og öll völd í þjóðfélaginu, fyrir utan það, að þeir stjórna fjármagninu og vilji þeir breyta lífi sínu, þá er þeim það í lófa lagið. Við konurnar verðum að taka okkur í gegn til að öðlast mannsæmandi lif, við þurfum að breyta heiminum fyrir okkur sjálfar, og kannske koma karlmennirnir þá á eftir.” Móðurstarfiö er merkilegra en skrifstofustjórn „Ég held, að bókin mín geti kannske hjálpað konum, að minnsta kosti á Vesturlöndum, til að gera sér grein fyrir að þær leysa af hendi stór- kostlega hluti. Að fæða böm og ala þau upp, hlynna að fjölskyldunni og halda heimilinu gangandi er merkileg- asta starf sem hægt er að hugsa sér, og ekkert kemst í hálfkvisti við það nema ef vera skyldi að yrkja jörðina og sinna búfé. Forstjórastörf á skrifstofu eða bilaviðgerðir eru ekki nærri þvi eins þýðingarmiklar athafnir eins og að ala upp börn — og samt fá konur engin laun fyrir móðurstarfið. Þess vegna nýtur það heldur engrar virðingar. Konur verða að læra að meta framlag sitt mikils og hætta að vera auðmjúklega þakklátar karlmanni, sem réttir hjálparhönd við heimilisstörf og barnagæzlu. Karlmaðurinn ber jafna á- byrgð á þessum vettvangi og konan.” Ólaunað en hver á að borga? „Ætti þá að greiða konum laun fyrir barnauppeldi?” „Auðvitað ætti að gera það, en það er erfitt í framkvæmd. Það er nógu flókið að eiginmaðurinn sé fyrirvinna, þótt hann sé ekki gerður að at- vinnurekanda. Og varla er þess að vænta, að ríkisstjórnin geti tekið að sér launagreiðslur fyrir uppeldi. Nei, eina ráðið er að hjón axli á- byrgðina í sameiningu, bæði á heimilinu og á vinnumarkaðnum. Og þegar karlmenn eru farnir að sinna bömunum sinum get ég ekki imyndaö mér annað en þeir hætti að sinna jafn sjúklegri vitleysu eins og aö framleiða eitraö taugagas eða byggja sprengjuflugvélar til aðdrepa böm.” Égerhrœdd viðþásem hafa völdin í heiminum „Konur ættu kannske að hrifsa öll völd.” „Enginn á að hafa öll völd. Karlar og konur, svartir og hvítir, fátækir og ríkir, allir eiga að njóta réttinda, sem manneskjur. Við konurnar þurfum að vinna að réttlátara kerfl, og þótt ég sé svartsýn að eðlisfari, þá hef ég að minnsta kostí ekki áhyggjur af því að konur geti ekki unnið saman. Við höfum allar sömu sögu að segja. Tökum dæmi: Joan Kennedy, sem er af velstæðu fólki og hefur gift sig inn í mjög ríka ætt — hún veit samt hvað það er að vera kúguð. Við stríðum allar við hliðstæð vandamál. Hins vegar lízt mér afar illa á þá sem fara með völdin í heiminum: alþjóða- fyrirtækin, ríkisstjórnir stórveldanna, þá sem stjórna vígbúnaðar- kapphlaupinu, guð má vita til hvers. Það eru þessi valdamiklu öfl sem gera mig dauðskelkaða. Að brjóta þau á bak aftur er enginn hægðarleikur. Eina ráðið: gera öll börn friðelskandi með uppeldinu „Hvað getum við gert til að breyta heiminum?” „Ala börnin okkar upp þannig að þau verði tilfinningarík, elskuleg og full af umhyggju fyrir öllu því sem lífs- anda dregur. Þá verða karlmenn orðnir blíðir eins og konur eftir tvær þrjár kynslóðir — og hver á þá að heyja styrjaldir?” „Þú gerir þér háar hugmyndir um konur?” „Auðvitað veit ég, að konur geta drepið — ég gæti það sjálf undir viss- um kringumstæðum. En fæstar konur þjást af valdasýki, því þær eru of ná- tengdar þeim sviðum lífsins, þar sem kærleikur og umhyggja fyrir ungviðinu erallsráðandi.” Marilyn ræddi margt fleira, meðal annars hvað það væri erfitt sálarlega fyrir konur að vera árum saman einangraðar yfir börnum sínum og útivinna nútíma kvenna mundi gera þær víðsýnni og andlega heilbrigðari. Loks fullyrti hún að kvennabyltingin væri fyrirboði nýrrar aldar og langtum merkilegri en byltingar kommúnista. „Markmið kommúnistabyltinga eru fyrst og fremst efnahagsleg og beinast að því að auka hagvöxt en kvenna- byltingin kollvarpar skoðunum okkar á því hvað það er sem raunverulega gefur lífinu gildi. -ihh. ar ISIENSK FRAMLEIÐSIA apar styttri afgreiöslutími “ lægra verð Einn skápur, tveir skápar eða tíu skápar. Þú getur alltaf bætt við eftir eigin hentisemi. Staðlaðar einingar lækka verð og stytta afgreiðslutíma nnniTimmrFi di breiddir- fjöldi viðartegunda ■ innréttingar - hagkvæm nýting Útborgun 1/3 - eftirstöðvar á 6 mánuðum AXEL EYJÓLFSSON HÚSGAGNAVERSLUN SMIÐJUVEGI 9 KOPAVOGI SIMI 43577 Sterkar innanáfelldar lamir Vinsamlegast sendið mér nánari upplýsingar um Syrpuskápa. Nafn ________________________________________ Heimili. Sendum um allt land

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.