Dagblaðið - 21.04.1981, Blaðsíða 19

Dagblaðið - 21.04.1981, Blaðsíða 19
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1981. 19 Ólæti íVestmannaeyjum: Brotizt inn í áfengisverzlunina — og slegið upp balli aðfaranótt mánudagsins Brotizt var inn i áfengisverzlunina í Vestmannaeyjum um þrjúleytið að- faranótt mánudagsins. Af einhverj- um óskiijaniegum orsökum virkaði ekki þjófavarnarkerfi verzlunarinn- ar. Þjófarnir náðust ekki en sézt hafði til mannaferða við verzlunina á þessum tima. Ekki er vitað hversu miklu var stolið þar sem ekki hafði verið fyllt upp i hillur eftir lokun á miðvikudag. Lögreglan i Vestmannaeyjum hafði nóg að gera yfir hátiðina. Mikil ölvun var i bænum, rúður brotnar og skemmdir unnar á blaðatumi i bæn- um. Þá var slegið upp balli eftir mið- nætti á. páskadag i Kiwanishúsinu. Lögreglan gat ekki stöðvað dansleik- inn þar eð sagt var að þetta væru fé- lagssamtök að skemmta sér. Lögregl- an hafði þó grun um að fleiri bæjar- búar en þeir 1 félagssamtökunum hefðu fengið að skemmta sér ræki- lega á dansleik þessum. Dansleikur- inn stóð til kl. 4 aðfaranótt mánu- dagsins. -ELA. Góðir SATT- tónleikar SATT gekkst fyrir heijarmiklum tón- leikum i Austurbæjarbíói á laugardags- kvöld og var aðsóknin svo mikil að endurtaka varð þá strax á eftir. Hús- fyllir var i fyrra sinnið en ekki alveg fullt á þeim seinni. Margir hafa vafalitið komið til þess eins að berja fyrstu islenzku kvenna- hljómsveitina, Grýlurnar, augum. Þær léku nokkur lög við ágætar undirtektir og myndirnar hér á siðunni sýna með- limi hennar á fullri ferð. Nánar verður sagt frá tónleikunum i blaðinu á morg- un. -SSv. DB-myndir SSv. Lögreglan stöðvaði bensínsölu hjá Bæjarleiðum: Margir höfðu beðið á þriðja tfma eftir dropanum dýrmæta Strax á föstudag var farið að gæta bensínskorts hjá höfuðborgarbúum. Löng röð bila myndaðist á Langholts- veginum en þar biðu bilar eftir að komast að hjá Bæjarleiðum. margir höfðu beðið timunum saman eftir hin- um dýrmæta dropa er lögreglan skarst í leikinn og stöðvaði söluna. Þá var ekki minni röð viö bensinsöl- una við Umferðarmiðstöðina á skirdag eftir að bensinstöövum haföi verið lok- aö. Þar náði röðin allt frá Umferðar- miðstöðinni aö Gamla Garði. -ELA/DB-MYND S. Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir marsmánuð Í981, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 27. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virk- an dag eftir eindaga uns þau eru oröin 20%, en síðan eru viðurlögin 4,75 % til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. maí. Fjármálaráðuneytið, 20. apríl 1981 JJYTT' og fyrírtæki athugið Bókahúsið hefur tekið upp þá nýung að bjóða meðlim- um starfsmannafélaga í landinu 10% afslátt af öllum vör- um verzlunarinnar nema af íslenzkum bókum. Afsláttur þessi er gefinn allt árið og er því ekki tímabundinn. Eina sem fólk þarf að sýna eru skilríki frá starfsmannafé- lagi sínu eða fyrirtæki sem það vinnur hjá um leið og greitt er. Auk enskra bóka og blaða er mikið úrval ritfanga, leik- fanga og allt til skólans, svo eitthvað sé nefnt. Fyrírtækjum er einnig gefinn kostur á 10% afslætti af öllum vörum okk- ar nema íslenzkum bókum svo framarlega sem mánaðar- reikningar séu greiddir fyrir 15. hvers mánaðar. Lítið við og kannið okkar mikla úrval. 80KAhusið LAUGAVEG 178. SÍMI 86780. (NÆSTA HÚS VH) SJÓNVARPHV. Escort 1975. Rauður. Verð kr. 25 þús. Vönduð luxusbifreið. Ford L.T.D. II Brougham 1979, biá- sanzeraður m/rinyltopp, 8 cyl. (302), sjáifskiptur. Aflstýri, aflbremsur, út- varp, rafknúin sæti. Ekinn aðeins 15 þús. Verð kr. 135 þús. (Skipti möguleg). Lada Sport 1979. Rauður, ekinn 39 þ. km. Sflsalistar o. fl. Verð kr. 65 þús. ■ ■ ■ ■ .ý:.>.v. ....■ - Mazda 626 2000 Coupé 1979, drapplitur, sjálfskiptur, fallegur bfll. Verð kr. 82 þús. þ. km. Snjód. + sumard. Verð kr. 73 þús. Alfa Sud ’78. Rauður, ekinn 38 þús. km. Mjög fallegur bfll. Verð 53 þús. Framdrifsbfll. G.M.C. (35) Rally Wagon, 1977, rauðbrúnn, 8 cyl. (350) m/öliu. 11—12 manna. Eftirsóttur Qallabill. Verð kr. 110 þús., skipti möguleg. Volvo 343 sjálfskiptur ’77. Brúnn, ek- inn aðeins 26 þús. km. Verð 60 þús. Datsun Cherry ’81. Gulllitaður, er sem nýr, ekinn aðeins 4 þús. km. Toyota Hiace 1976. Blár. Verð 47 þús. Bflamarkaðurinn Grettisgótu 12-lS—Sími25252

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.