Dagblaðið - 21.04.1981, Blaðsíða 32

Dagblaðið - 21.04.1981, Blaðsíða 32
19 ára piltur í gæzluvarðhaldi grunaður um manndráp: LÉZT EFTIR SLAGS- MÁL í HEIMAHÚSI Nítján ára gamall Reykvikingur, Þorlákur Víkingur Þórðarson, hefur' verið úrskurðaður f gæzluvarðhald til 13. mai, grunaður um að vera valdur að dauða Sigurðar Sævars Jónsson- ar, 38 ára, sambýlismanns móður piltsins. Honum hefur jafnframt verið gert að sæta geðrannsókn á tímabilinu. Það var sl. miðvikudagskvöld að þeir Þorlákur og Sigurður Sævar lentu í átökum á heimili móður pilts- ins í Ferjubakka i Breiðholti. Lyktaði þeim átökum þegar Sigurður hafði misst meðvitund og nærstaddir höfðu komið höndum yfir piltinn. Málavextir voru þeir aö þau Sig- urður Sævar og móðir piltsins hafa undanfarin niu ár verið 1 sambýli, með nokkrum hléum þó, og hafði Sigurði og Þorláki jafnan samið heldur illa. Móðirin er skipverji á bát, sem um siðustu helgi kom úr siglingu. Á miðvikudagskvöldið kom Sigurður heitinn þangað heim, en hann hafði skömmu áður slitið sambúðinni við konuna. Voru þá einnig þar heima skipsfélagi konunn- ar og faðir hennar, maður á sjötugs- aldri. Allir voru ölvaðir, eitthvað mismunandi þó. Kom til nokkurra deilna milli Þor- láks og móður hans og vildi pilturinn að Sigurði heitnum yrði visað á dyr, nú í eitt skipti fyrir öll. Mögnuðust deilumar stig af stigi og snerust upp i þjark Sigurðar Sævars og konunnar. Þegar hún brá sér svo frá skipti eng- um togum, að þeim tveimur lenti saman. Mun pilturinn hafa haft und- irtökin allan timann. Skipsfélagi móður hans, sem sofið hafði ölvun- arsvefni i ibúðinni, vaknaði við há- reystina og reyndi hann, ásamt móð- urinni og föður hennar, að stilla til friðar en árangurslaust. Komst hann þá út og hringdi á lögreglu, um kl. 21:30 á miðvikudagskvöldið. Sjúkra- bUl var einnig kallaður til og var Sig- urður Sævar þegar fluttur á slysa- deild Borgarspitalans, þar sem hann lézt skömmu síðar af völdum þeirra áverka er hann hafði hlotið. Áður en lögreglan kom á staðinn tókst Þorláki Vikingi að sleppa út úr íbúðinni og náðist hann ekki aftur fyrr en undir kl. sjö á Skírdagsmorg- un þegar hann kom aftur heim til sín. Beið þá lögreglan þar eftir honum. Viðurkenndi pilturinn þegar að hafa lent i átökum við Sigurð heitinn og voru þá hin þrjú látin laus. Rannsókn málsins hefur staðið yfir alla páskahelgina og verður haldið áfram. -A.St. Viktor Kortsnoj var hress og glaðlegur, þegar hann steig á íslenzka grund réttfyrir kl. 16 I gœr, enda vel fagnað af fulltrúum Tajlfélags Reykjavikur ogfleirum. Sonja Guðjinnsdóttir, 10 ára gömul dóttir Guðfinns Kjartanssonar, formanns Tajlfélagsins, fœrði stórmeistaranum forkunnarfagran blómvönd. Á myndinni eru þaufeðginin Guð- Jinnur og Sonja, Hólmsteinn Steingrímsson, fyrrverandiformaður Taflfélagsins, Ein- ar S. Einarsson, fyrrverandi forseti Skáksambands íslands, og stórmeistarinn sjálfur brosandi út að eyrum. DB-mynd: Einar Ólason. Viktor Kortsnoj kom til íslands í gær: „Set mikinn þrýsting á sovézk stjómvöld” — þegar ég hef unnið einvígið við Karpov Viktor Kortsnoj, skákmeistarinn landflótta frá Sovétrikjunum, kom til landsins skömmu fyrir kl. 16 i gær. Heimsókn hans er liður i hátíðahöldum Taflfélags Reykjavíkur í tilefni 80 ára afmælis þess á síðasta hausti. Kortsnoj var hress, ákveðinn og fullur sjálfstrausts er hann kom út úr flugvélinni á Keflavikurflugvelli i gær. Hann kom frá Kaupmannahöfn en þangað kom hann aðeins 10 mínútum áður en Flugleiðavélin átti að fara, með vél frá Barcelona. Höfðu menn veru- legar áhyggjur af þvi að hann myndi ekki ná vélinni til Islands i tæka tið en stöðvarstjóri Flugleiða á Kastrup bjargaði málunum með þvi að koma Kortsnoj á milli flugvéla án þess að hann þyrfti að fara í gegnum „kerfið”. „Ferð mín hingað er ekki liður í þjálfun minni fyrir einvigið við Karpov heldur kem ég til að votta islenzkum skákmönnum virðingu mína. f leiðinni vil ég einnig segja frá fjölskyldumálum minum í einu landinu i viðbót,” sagði stórmeistarinn við komuna 1 gær. „Þeir álita mig pólitiskan and- stæðing og halda fjölskyldu minni í gíslingu,” sagði Kortsnoj er hann var spurður um deilu sina við sovézk stjórnvöld. „Án þrýstings frá hinum siðmenntaða heimi sé ég enga leið út úr þessari stöðu.” Nýlega var stofnuð hér á landi nefnd til stuðnings fjölskyldu Viktors Korts- noj. Sem kunnugt er af fréttum fær fjölskylda hans ekki leyfi til að flytjast frá Sovétríkjunum og sonur hans er í fangabúðum fyrir að neita að gegna herþjónustu. En hvað finnst Kortsnoj um þetta íslenzka framtak? „Já, vinir minir á fslandi hafa sett á stofn stuðningsnefnd. Þetta er ein leið til að vinna á i þessu máli. ” Skákmeistarinn er sannfærður um sigur 1 einvíginu við Karpov sem verður í Meranó á ftaliu 1 september. „Þegar ég hef unnið einvigið set ég mikinn þrýsting á sovézku stjórnina. ” Hér á landi teflir Kortsnoj þrjú fjöl- tefli, það fyrsta i sjónvarspsal í kvöld og segir nánar frá þvi á siðu 31 í blað- inu i dag. Hin tvö fjölteflin eru við bankamenn og félagsmenn Taflfélags Reykjavikur. -KMU. frjálst, nháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL1981. Hekla á föstudaglnn langa. Gosinu var þá loldð en atbygll vaktl að enga gufu- bólstra lagði upp frá eldfJaUinu. Heklugos- inu lokið — útilokað að spá um hugsanlegt f ramhald Eldgosinu í Hekiu virðist nú vera lokið, i bili a.m.k. Talið er að siðustu gígar fjaUsins hafi lokazt aðfaranótt föstudagsins langa en þó varð vart við hraunrennsli á laugardag. Kom það hraun úr göngum sem virðast hafa legið i gegnum fjaUið og opnazt i miðjum hlíðum. Eru slik fyrirbæri ekki óalgeng i eldgosum. Jarðvisindamenn telja útilokað að segja nokkuð um hugsanlegt framhald á eldsumbrotum í Heklu en þeir virðast vera nokkuð sammála um að gosið nú hafi verið framhald eldsumbrotanna sl. sumar. Það vakti athygli manna sl. mið- vikudag að Hekla myndaði stórt V i hUðum sínum er tvær hraunár samein- uðust i eina. Sást þetta V víða að og velta menn þvi fyrir sér hvort drotting islenzkra eldfjaUa hafi þarna verið að minna á afmæli forseta íslands, Vigdís- ar Finnbogadóttur, sem var sama dag, 15. aprU. -KMU. Benzinn gegnum bílskúrshurð — og Lada-bfll íbflskúrsgaflinn Mjög árla, eða um kl. 6, að morgni föstudagsins langa varð óvenjuleg ákeyrsla í Grindavík. Þar var ungur maður með nýlegt bUpróf eitthvað að reyna sig og farkost sinn og sú tUraun varð dýrkeypt. Eftir eða i ofsaakstri missti hann stjórn á bílnum, lenti aftan á forláta Benz sem stóö í innkeyrslu við bUskúr. Benzinn kastaðist fram, gegnum bU- skúrshurðina, en þar reyndist Lada-bif- reið standa í sakleysi sínu. Við höggið kastaðist Lada-bUUnn af stað og lenti i gafli bilskúrsins. BUarnir þrír eru stór- skemmdir, Benzinn og Ladan bæði að aftan og framan. Tjónið er gífurlegt. _____________________- A.St. Skákþing íslands: Jóhann efstur fslandsmeistarinn Jóhann Hjartar- son er efstur á Skákþingi íslands með 4 vinninga og biðskák að loknum 6 um- ferðum. Jón L. Árnason, Helgi Ólafs- son og Björn Þorsteinsson koma næstir með 4 vinninga. Guðmundur Sigur- jónsson stórmeistari hefur 3,5 vinn- inga. Elvar Guðmundsson hefur 3 vinninga og biðskák og Bragi Kristjáns- son 3 vinninga. Ráðgert var að tefla 7. umferð i kvöld en henni verður frestað vegna einvigis skákmeistarans Viktors Korts- noj við nokkra af sterkustu skákmönn- um okkar i sjónvarpssal i kvöld. -GAJ. diet pepsi MINNA EN EIN KALÓRÍA í FLÖSKU Sanilas

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.