Dagblaðið - 24.04.1981, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 24.04.1981, Blaðsíða 4
4 A DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 1981. DB á ne ytendamarkaði Dóra Stefánsdóttir k Dularf ull ákvörðun f iskverðs: STÓRMÖRKUÐUM LEYFIST AÐ SEUA DÝRARA ENFISKSÖLUM —málið í athugun hjá verðlagsstof nun „Okkur finnst það furðulegt að á meðan við megum selja fiskflökin á 17 krónur kilóið mega stórverzlanir selja þau á27,”sagði fisksali einn hér í bæ við umsjónarmann Neytenda- síðunnar. Okkur fannst að þarna hlyti honum að skjátlast eitthvað, sama verð hlyti að vera í gildi fyrir alla. Við höfðum samband við Jóhannes Gunnarsson hjá Verðlags- stofnun og spurðum hann út i þetta. „Auðvitað mega stórmarkaðirnir þetta ekki en gera það samt, það er staðreynd,” sagði hann. Verðlags- stofnun gefur út hámarksverð á fiski i smásölu en ekkert er sagt um heild- söluverð. Jóhannes sagði að stór- markaðirnir keyptu sinn fisk af heild- sölum sem oft greiddu fyrir hann upp undir það sem smásöluverðið vásri. Eitthvað yrðu þeir að hafa fyrir sinn snúð, svo og búðimar. „Borga þeir þá fiskimönnunum meira fyrir aflann en þeir sem eru með fiskbúöir?” spurði ég. ,,Já, það litur út fyrir það,” sagði Jóhannes. Hann sagði að mikið hefði verið kvartað yfir þessu og væri málið í athugun og fyrr en að henni lokinni væri ekkert hægt að segja meira. Satt að segja datt yfir mig af undrun. Ég taldi næsta öruggt að væri gefin út verðskrá gilti hún um alla og þyrfti ekkert að athuga með það nánar. Ef menn seldu dýrara væri það einfaldlega brot á þessari verðskrá og ekkert með það. Hvað þeir keyptu sina vöru á kæmi því máli ekkert við. Það hefur að minnsta kosti verið sagt um þá sem selja egg að ekki skipti máli hvað þau kostuðu í framleiðslu, verðið væri þetta og ekkert hærra. Um fiskinn virðast hins vegar gilda einhver sér- lögmál sem gáfaðri mann en mig þarf til að skilja. í byrjun ársins þegar ekki var búið að ákveða fiskverð leyfðist fisksölum að hækka verðið upp á sitt eindæmi þrátt fyrir að gamla fiskverðið væri formlega enn í „Fisksalinn „á horninu” verður að fara eftir ákvörðun fiskverðs á meðan stór- markaðurinn við hliðina á honum má selja fiskinn á allt öðru verði. -DB-mynd Sigurður Þorri. gildi. Núerloksinskomiðfiskverðog hvers er eiginlega verið að gefa út enn leyfist seljendum fisksins að verðskrá? ákveða eitthvað allt annað verð. Til -DS. Hvað geymist lifrarkæfan lengi? „Ég kaupi oft lifrarkæfu fráKEA sem ég er afskaplega ánægð með. En á dósinni stendur ekki hvað óhætt er aö geyma kæfuna lengi eftir að dósin hefur verið opnuð og langar mig að biðja ykkur að vita hvort þið getið komizt að þvi fyrir mig,” sagði kona ein sem hafði samband við Neytenda- síðuna. Ég hafði samband við Óla Valdi- marsson forstjóra Kjötinaðarstöðvar KEA. Hann sagði aö ekki hefðu farið fram nákvæmar prófanir á þessu at- riði. Æskilegt væri að taka kæfuna sem fyrst úr dósinni og setja það sem ekki ætti að nota í álpappír eða plast- filmu. Bezt væri að sem minnst loft væri innan við umbúðirnar. Kæfuna ætti síðan að geyma i kæli og entist hún þá að minnsta kosti f viku eða 10 daga og að öllum likindum lengur. Það færi svo ekkert á miili mála þegar kæfan væri orðin skemmd. Þá súrnaði hún þannig að menn gætu ekki borðað kæfu sem væri það skemmd að þeir yrðu veikir af henni án þess að finna það á bragðinu. Ef skemmdin væri það litil að ekki fyndist á bragðinu fengju menn í mesta lagi smásting i magann sem engum ætti að gera til. Óli sagði að KEA seldi einnig lifrarkæfu i loftþéttum umbúðum og væri rannsakað að hún geymdist í 18 daga. Sú í dósunum ætti að geymast að minnsta kosti jafn lengi ef ekki kæmist loft að henni í ríkum mæli. -DS. íslendingar drekka manna mest af mjóik. í fyrra drakk hvert mannsbam 212 lítra. Ef reiknað er með undanrennu, súrmjólk og jógúrt, fer þessi tala upp 1 243 litra á mann. Hver íslendingur borðaöi sjö kg af skyri og drakk nærri 6 kg af rjóma. í fréttabréfi frá Upplýsinga- þjónustu landbúnaðarins er þessar upplýsingar að finna. Innvegin mjólk hefur minnkaö um 13,2% á sl. tveimur árum. Er það i samræmi við fyrirhugað kvótakerfi. Talið er að mjólkurframleiðslan i ár verði um 100 milljónir litra, en þaö er nokkru minna en ársneyzlan er. Smjörframleiðsla landsmanna dróst einnig saman. Framleidd voru 1000 tonn af smjöri sem er 358 tonnum minna en árið 1979. Alls á smjörsöluna á árinu. Hún varð voruseld 1673 tonn af smjöri, en árið aftur á móti mjög lítil f janúar, en áður voru seld 1500 tonn af smjöri. glæddist aðeins í febrúar. Smjörútsalan í vetur hressti mjög upp -A.BJ. Mjólk hefur lengi verið talinn heilsudrykkur. Kannski það sé mikilli mjólkur- drykkju að þakka að íslendingar verða allra manna elztir. DB-mynd Hörður. Alltaf eru íslendingar mestir: Drekkum mest af mjólkinni — eða 212 lítra yfir árið Upplýsingaseðill til samanburðar á heimiliskostnaði Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak- andi í upplýsinganúðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar fjölskyldu af sömu stxrð og yðar. Þar að auki eigið þér von um að fá nytsamt heimilis- tæki. Nafn áskrifanda Heimili Sími Fjöldi heimilisfólks- l i Kostnaður í marzmánuði 1981 Matur og hreinlætisvörur kr._______I Annað kr.____!_____:__1 i Alls kr. _ i m r/KU ii

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.