Dagblaðið - 24.04.1981, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 24.04.1981, Blaðsíða 14
22 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 1981. Veðrið 1 \ Qert er ráfi fyrir hngviðH og Mtt- •kýjuðu framon af dagi vföaat hvar á landinu en þykknar upp mefl kvöid Inu. Vestanlands má þá búast vifl •uflvestan golu efla kalda og súld an björtu austanlands. A morgun gengur f norflanátt og vsflur fsr kólnandi. Kiukkan 8 var sunnan 1, þokumófla og —4 stig í RsykJavBt, suflsuflaustan 3, láttskýjafl og —4 stig á Qufuskál- um, suflðustan 3, Mttskýjafl og —1 stig á Qaharvha, suflsuflaustan 2, skýjafl ofl -7 stlg á Akureyri, sufl- vestan 4, hálfskýjafl og -8 stig á Raufarhöfn, norflan 2, háifskýjafi og —6 stig á Dalatanga, norflnorflvestan 2, láttskýjafl Ofl -3 stlfl á Höfn og norflan 4, Mttskýjafl og —2 atig á Stórhöffla. í Þórshöfn var snjókoma og —1 stlg, Mttskýjafl og 2 sdg í Kaup mannahöfn, Mttskýjafl og 1 stig I 0*10, láttskýjafl og —2 sdg í Stokk hóbni, alskýjafl og 3 stig í London, Mttskýjafl og —1 atig í Hamborg, helflskirt ogOstigl Peris, þoka og 8 •tig f Madrid, heiflskirt og 10 stig f Lisaabon og súld og 9 stig f New Yorft. Andlát Krístjana Fenger, sem lézt 14. apríl sl., fæddist 17. marz 1895. Foreldrar henn- ar voru Geir Zoéga og Helga Jónsdótt- ir. Kristjana fór ung til Danmerkur og dvaldi þar um tíma við nám í hannyrð- um hjá Clöru Wæver. Kristjana var gift John Fenger og áttu þau 6 börn. Hún verður jarðsungin i dag, 24. apríl, kl. 10.30 frá Dómkirkjunni í Reykja- vík. Anna Maria Gisladóttir, sem lézt 10. apríl sl., fæddist 18. marz 1893 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Vil- borg Frímannsdóttir og Gísli Jónsson. Ungri var önnu komið í fóstur til Karitasar Tómasdóttur og Gunnars Hafliðasonar. Árið 1917 giftist Anna Guðmundi Guðjónssyni og áttu þau 5 börn. Hún verður jarðsungin í dag, 24.1 apríl, kl. 13.30 frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Haraldur Hermannsson, Faxabraut 2 Keflavik, lézt i Landspítalanum 21. apríl sl. Ingólfur Magnússon bifreiðarstjóri, Aðalgötu 23 Keflavík, lézt í Borgarspit- alanum 16. apríl sl. Jarðarförin fer fram frá Keflavíkurkirkju laugar- daginn 25. apríl kl. 14. Ingólfur Gislason, Skúlagötu 58, lézt 20. apríl sl. i Borgarspítalanum. Vilhjálmur Aðalsteinsson, Skaftahlíð 8, sem lézt í Landspítalanum 16. apríl, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, 24. apríl, kl. 16.30. Slgurjóna Júliusdóttir, Skipasundi 10, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30. Margrét Flnnbogadóttir, Birkimel 6, sem lézt 16. apríl sl., verður jarösungin frá Dómkirkjunni í dag kl. 15. SIGRUIM JÓNSDÓTTIR Útvarpið kom á óvart Jæja, góðir hálsar, þá er sumarið komið, a.m.k. samkvæmt almanak- inu og við skulum vona að framund- an sé betri tíð með blóm í haga hjá okkur öllum, einnig hjá ríkisfjölmiðl- um vorum. Útvarp og sjónvarp hafa ekki verið upp á marga fiska í vetur en það skrítna gerðist þó á síðasta vetrardag að siðasti þáttur útvarps á þessum vetri (ekki seinna að vænna) kom á óvart. Það var hinn „heims- frægi” Hermann Gunnarsson sem kom, sá og sigraöi með ágætis af- þreyingarþátt. Þáttur þessi var vel saman settur og liflegur og á Hemmi Gunn skUið hrós fyrir hann. Sjónvarp á sfðasta vetrardag var allsæmUegt, fyrir kvöldmat átti að vera barnaefni, eða það hélt ég. En bömin sem voru í heimsókn hjá mér nenntu ómögulega að horfa á fræðsluþátt um kanínur, kannski að önnur börn hafi gert það, þó ég efist um það. Af óviðráðanlegum ástæð- um missti ég af fréttum sem ég geri annars helzt ekki. Það næsta sem ég barði augum í sjónvarpi voru grínistarnir Abbott og Costello. Frekar fannst mér kimni- gáfa þeirra langdregin og mikið fór manngreyið (man ekki nafnið og vil ekki muna það) sem skældi sig á mUU atriða í taugarnar á mér. Vökuþáttur var næstur á dagskrá. þar var vakin athygU á lista- og menningarlífi á Akureyri, vel tU fundið. Þar er greinUega ýmislegt að gerast á öUum sviðum lista en furðu- legt þykir mér hið mikla misrétti sem myndUstarunnendur eru beittir. Það er ekkert gert fyrir þá miðað við tón- Ustarunnendur. Framhaldsþátturinn um konuna á krossgötum var síðastur á dagskrá sjónvarps. Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki fylgzt með þessum þætti, sá bara fyrsta og annan þátt, en mér sýnist ég ekki hafa misst mikið úr. Og ég held að konunni ætti að vera orðið ljóst núna að hún er ekki á krossgöt- um lengur heldur er hún komin á rétta leið. Útvarpshlustun mín á sumardag- inn fyrsta var í minna lagi enda ann- að að gera á þessum merka degi. Þó heyrði ég slitrur úr syrpu Páls og Þor- geirs og var hún góð að vanda. Fimmtudagsleikritið var af léttara tagi og vel til fundið að útvarpa þessu skemmtilega leikriti Thorbjörns Egner, Kardemommubænum, og held ég að ungir jafnt sem aldnir hljóti að hafa getað skemmt sér yfir því. Að sfðustu ætla ég að nefna hin svokölluðu danslög útvarpsins i gær- kvöldi, þau voru miður góð. Einu sinni var það þannig að danskennarar sáu um að velja danslögin og komu þá oft ágætis syrpur út úr því, en þessi danslagasyrpa í gær var það síður en svo. Sumum finnst þetta kannski ekki skipta máli en það er þó ílagiaðnefnaþað, ekkisatt? -SJ Happdrætti Almanakshappdrœtti Leiknis Dregiö hefur veriö í almanakshappdrætti íþrótta- félagsins Leiknis. Upp komu þessi níimer: jan. 1393 og 6912, feb. 2912, marz 1356 Upplýsingar eru veittar I síma 71727, 71392, 73818 og 71711. Vorhappdrætti Krabbameinsfélagsins: Bflar og reiðhjól Vorhappdrætti Krabbameinsfélagsins hefur nú veriö hleypt af stokkunum og miöar sendir um allt land með sama hætti og tíðkazt hefur. Byrjað er að senda mönnum miða þaö ár sem þcir verða 23 ára gamlir en út falla þeir sem verða 68 ára á árinu. Þeir sem fá ekki senda miða heim eða vilja bæta við sig miðum geta pantað þá á skrifstofu happdrættisins i Suður- götu 24 i Reykjavik (sími 15033). Að þessu sinni er aðalvinningurinn hið nýja ..trornp” Chryslerverksmiðjanna amerisku, Dodge Aries, sparneytin glæsibifreið að verðmæti meira en 150 þúsund nýkrónur. Þá eru þrir vinningar, bifreiö að eigin vali fyrir 100 þúsund, 80 þúsund og 70 þús- und krónur. Loks eru 8 vinningar þannig að hver um sig er tvö tiu gira reiöhjól, Schauff, samtals að verð- mæti um 5000 krónur. Samtals eru vinningarnir þvi tólf og heildarverðmætiö um 440 þúsund krónur. Miðaverö er 17 krónur en hverjum viðtakanda eru sendir 2 miöar að venju. Dregið verður í vorhappdrættinu 17. júní en að sjálfsögðu er mjög vel þegið að móttakendur greiði miðana viö fyrstu hentugleika. Happdrætti Krabbameinsfélagsins hefur frá upp- hafi verið ómissandi stoð fyrir krabbameinssamtök- in í landinu. Er svo enn að veigamestu þættimir i starfsemi þeirra byggjast að verulegu leyii á happ- drættistekjunum og þar með stuðningi þeirra fjöl- mörgu landsmanna sem miðana kaupa. Aðatfundir Aðalfundur Verkstjóra- fólags Reykjavíkur 61. aöalfundur VFR var haldinn sunnudaginn 29. marz 1981 í fundarsal félagsins Skipholti 3 Rvík. Mikið fjölmenni var á fundinum. Félagsmenn eru um 600 verkstjórar úr öllum starfsgreinum. í stjórn voru kjörnir: formaður Haukur Guðjónsson, ritari Anna M. Jónsdóttir, gjaldkeri, Jörgen M. Berndsen, varaform. Högni Jónsson og vara- gjaldkeri Birgir Davíðsson. Einar K. Gíslason, sem verið hefur í stjórn félagsins í 18 ár og Rútur Egg- ertsson, fráfarandi gjaldkeri, báðust undan endur- kjöri. Á fundinum voru kjörnir 16 fulltrúar á 19. þing Verkstjórasambands Islands, sem haldið verður 19.—21. júní að Bifröst í Borgarfirði. Fundurinn samþykkti að gefa þjálfunartæki til Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í tilefni af ári fatlaðra. VFR á þrjú sumarhús og dvelja þar að sumarlagi 30—35 fjölskyldur sér til hvíldar og ánægju. * Árbók Akureyrar 1980 komin út Út er komin ný bók hjá Bókaforlagi Odds Björns- sonar á Akureyri, Árbók Akureyrar 1980. í bókinni er gerð grein fyrir öllu því helzta sem gerðist á síðasta ári í máli og myndum. Fréttir ársins eru raktar í tímaröð og þjóna fjölmargar Ijósmyndir stóru hlutvekri við að koma því efni til skila. I bók- inni eru einnig lengri greinar um einstaka mála- flokka sem ofarlega voru á baugi í bænum og var leitað til margra mætra manna um ritun þeirra. Fjalla greinarnar um skipulagsmál, dómsmál, félagsmál, verkalýðsmál, skólamál, stjórnmál, at- vinnuvegina, fjölmiðla, menningarstarf ýmiss koanr, íþróttir, félagslíf og tómstundir. Einnig eru birt atriði úr kirkjubókum Akureyrarprestanna um fermingarbörn á Akureyri og látna Akureyringa. Lokakafli bókarinnar er uppsláttarkafli, þar sem ýmsum upplýsingum um stofnanir og þjónustu á Akureyri er ra'ðað í stafrófsröð, þannig að hand- hægt er að leita upplýsinga þar. Markmiðið með útgáfu Árbókar Akureyrar er að safna saman á einn stað fréttum ársins og umræðu um málefni sem ofarlega voru á baugi. Meginstefn- an við vinnslu bókarinnar hefur verið að segja rétt og hlutlaust frá, án tillits til stjórnmála eða hags- munahópa. Fyrirhugað er að gefa Árbók Akureyrar út á hverju ári ef viðtökur hennar verða góöar. Þannig mun fást gott yfirlit um sögu Akureyrar i aðgengi- legu formi. Árbók Akureyrar er 168 blaðsíður, sett, prentuð og bundin i Prentverki Odds Björnssonar á Akur- eyri. Ritstjóri bókarinnar er Guöbrandur Magnússon blaðamaður. Umræðurnar um bflbeltin 4. apríl hélt Klúbburinn öruggur akstur almennan umferðarmálafund í Félagsheimili Hvoli á Hvolsvelli í samráði við iandlæknisembættið. Aðalumræðuefnið var öryggis- eða bilbeltin svokölluðu. Erindi um það efni flutti héraðs- læknirinn, Isleifur Halldórsson, og sýnd var sænsk bílbeltamynd. Á þessum fundi voru afhent 50 merki Sam- vinnutrygginga 1980 fyrir öruggan akstur: 29 Fimm ára — 15 tíu ára — 5 tuttugu ára og 1 þrjátíu ára. Stjórn klúbbsins var öll endurkosin en hún hefur starfað óbreytt á 2. áratug.Forma >ur hennar er Albert Jóhannsson kennari við Skógaskóla. Fundinn sóttu 45 manns víðsvegar úr héraðinu. Efnahagskreppan og viðbrögð verka- lýðshreyfingarinnar Prófessor Mandel við Frjálsa háskólann í BrUssel flytur opinberan fyrirlestur á vegum félagsvísinda- deildar Háskóla íslands laugardaginn 11. apríl kl. 14 í stofu 1011 Lögbergi. Fyrirlesturinn fjallar um efnahagskreppuna og viðbrögð verkalýðshreyfingarinnar. Prófessor Mandel er víðkunnur fræðimaður, einkum á sviði marxískrar hagfræði. Hann hefur gefið úi I jölda bóka og haldiö fyrirlestra víða um heim. Kynning á rekstrar- ráðgjöf og tölvuþjónustu fyrir f iskiðnaðinn Fiskiðn, fagfélag fiskiðnaðarins, gengst fyrir kynningu á rekstrarráðgjöf og tölvuþjónustu fyrir fiskvinnslufyrirtæki þann 10. apríl nk. í ráðstefnusal Hótels Loftleiða. Mun fyrirtækið Rekstartækni s/f kynna starfsemi sína. Dagskráin hefst kl. 9.30. Fjallað verður unji marga þætti Fiskvinnslunnar og útgerðar. Þar á meðal eru ýmsar nýjungar, s.s. bónus í aðstoðarstörfum I frystihúsum, sem byrjaður er að ryðja sér til rúms; bónusnámskeið fyrir almenna starfsmenn og námsefni því tilheyr- andi; bónus í saltfisk- og skreiðarverkun, sem hlýtur að vera áhugavert nú einmitt á þessum tímum. í sambandi við tölvuþjónustuna eru nýjungar sem bent er á, s.s. tölvuunnið gallaeftirlitskerfi i frystihúsum; framlegðarútreikningar fyrir fiskveiðac (togara og báta); aflabókhald fyrir veiðiskip: birgða- bókhald fyrir frystihús. Einnig verður kynning á samstarfi nokkurra frystihúsa suðvestanlands sem felur í sér rekstrar- eftirlit og mánaðarlegan samanburð á rekstri bónus- kerFis og framlegð. Að kynningunni lokinni, um kl. 16.15 verða pallborðsumræður um ráðgjafar- og tölvuþjónustu og hlutverk þjónustufyrirtækja. Áskorun til Reagans og Brézjnefs Þann 8. marz sl. gengust Menningar- og friðarsam- tök íslenzkra kvenna fyrir almcnnum fundi í. Norræna húsinu um efnið ,,Hvað gerist á íslandi, ef til kjarnorkustyrjaldar kemur?” Ræðumenn voru Guðjón Petersen, Guðsteinn Þengilsson og Berg- þóra Einarsdóttir. Að loknum málflutningi þeirra báru fundarmenn fram fyrirspumir og umræður spunnust um efnið. í fundarlok var samþykkt að senda eftirfarandi ályktanir til íslenzku ríkisstjórnar- innar og forseta Bandaríkjanna og Sovétríkjanna: „Almennur fundur haldinn í tilefni af Alþjóða- baráttudegi kvenna 8. marz 1981 beinir þeirri áskorun til rikisstjórnar íslands, að hún beiti sér fyrir samvinnu Norðurlandanna um kjarnorkulaus Norðurlönd og að Norður-Atlantshaf verði friðlýst af öllum hernaðaraðgerðum.” „Almennur fundur haldinn í tilefni af Alþjóða- baráttudegi kvenna 8. marz 1981 beinir þeirri áskorun til forseta Bandaríkjanna, Ronalds Reagan, og forseta Sovétríkjanna, Leóníds Brézjnef, að þeir hefji nú þegar viðræður um stöðvun vigbúnaðar- kapphlaupsins, svo að þeim hildarleik verði bægt frá dyrum mannkynsins, sem hefði í för með sér tortlm- inu siðmenningar og helför allra jarðarbúa.” Bann við togveiðum fyrir Austfjörðum Að undanfömu hefur orðið vart við verulegt magn af smáþorski i afla togara á svæði úti fyrir Austur- landi, sem nefnt hefur verið Fóturinn. Hefur af þess- um sökum margoft orðið að grípa til skyndilokunar. Sjávarútvegsráðuneytið hefur nú, að tillögu Haf- rannsóknastofnunar, gefið út reglugerð, sem bannar allar veiðar í botn- og flotvörpu á Fætinum, sem markast af eftirfarandi punktum: a) 64°56?0 N 12°H'6V b) 65°00'5N 11°33'0 V c) 64°33'0N 12°06'0 V d) 64°27'2N 12°43'1V. Reglugerð þessi gildir í óákveðinn tíma, en áfram mun verða fylgzt með svæðinu. Mosfell s/f flytur í nýtt og betra húsnæði Fyrirtækið Mosfell s/f Hellu flutti sl. miðvikudag, 8. april, frá Þrúðvangi 18 að Þrúövangi 5 Hellu. „Við frestuðum því að taka oriofið í vetur en samkvæmt reglum þarf að taka út vetrarorlof fyrir 1. maí og við erum ekki til viðtals um að fresta því frekar,” sagði Þorgeir Magnússon aðstoðarflugmaður hjá Flugleiðum. Hann ásamt tveimur flugstjórum tóku sér vetrarorlof annan páskadag og var haft eftir blaðafulltrúa Flugleiða í DB á þriðjudag að þar með hafi þeir brotið Eigendur Mosfells eru Jón Óskarsson (t.h.) og Einar Kristinsson og hefur fyrirtækið starfað i full 18 ár. MoseU verzlar með gjafavörur, ferðabúnað og hljómflutningstæki svo eitthvað sé nefnt. í sama húsi starfrækir Mosfell s/f einnig gistiheimili og saunastofu. munnlegt samkomulag við fyrirtækið ^um að fresta orlofinu. „Það er alrangt að munnlegt sam- komulag hafi verið gert um þetta,” isagði Þorgeir. „Með tilliti til þess að Flugleiðir hafa ibrotið samninga á okkur og að við erum i deilu vegna þess, erum við ekki tilbúnir til að hliðra til gagnvart félaginu.” -ARH. GEIMGIÐ GENGISSKRÁNING NR. 76 - 22. APRlL 1981 Ferflamanna- gjaldeyrir Einingkl. 12.00 Kaup Sala Sala 1 Bandarikjadollar 6,653 6,671 7,338 1 Steríingspund 14,449 14,488 15,937 1 Kanadadollar 5,570 5,585 6,143 1 Dönsk króna 0,9718 0,9746 1,0720 1 Norskkróna 1,2127 1,2160 W76 1 Sœnskkróna 1,4097 1,4136 1,5649 1 Hnnsktmark 1,6981 1,6025 1,7628 1 Franskur franki 1,2929 1,2964 1,4260 1 Belg. franki 0,1870 0,1875 0,2063 1 Svissn. franki 3,3667 3,3668 3,7024 1 Hollenzk flor(no 2,7637 2,7612 3,0373 1KV.-þýzkt mark 3,0689 3,0671 3,3738 l ltölak líra 0,00614 0,00618 0,00678 1 Austurr. Sch. 0,4324 0,4336 0,4770 1 Portug. Escudo 0,1138 0,1141 0,1256 1 Spánskurpeseti 0,0754 0,0756 0,0832 1 Japansktyen 0,03068 0,03067 0,03374 1 Irskt Dund SDR (sérstök dráttarróttindi) 8/1 11,162 8,0356 11,192 8,0472 12^11 * Breyting fré siflustu skréningu. Simsvari vegna gengisskréningar 22190. Vetrarorlof f lugmanna: „Munnlegt samkomu- lag lá ekki fyrir” - segir Þorgeir Magnússon aðstoðarflugmaður

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.