Dagblaðið - 24.04.1981, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 24.04.1981, Blaðsíða 16
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 1981. Menning Menning Menning Menning 2 r V Kramar vs. Kramsr Lalkstjóri: Robart Banton Laikandur: Dustin Hoffman, Maryl Btraap, Juatin Hanry Sýningarstaður: Stjömubló Sigurvegari Óskarsverölaunanna 1980 var ótvírætt Kramer vs. Kramer, myndin hlaut hvorki meira né minna en fimm styttur. Það eru því óneitanlega talsverðar kröfur sem maöur gerir til myndarinnar — ekki kannski vegna þess að verðlaunin séu óbrigðull mælikvaröi á kvikmynda- list. Flestum held ég að sé ljóst að Óskarsverðlaunin gegna aðeins efna- hagslegum tilgangi og að tengsl þeirra við kvikmyndalistina séu bara að nafninu til. Engu aö síður eru verð- launin staðreynd og afskaplega erfitt að víkja þeim úr huganum, þau blunda í undirmeðvitundinni líkt og kannski nóbelsverðlaunin. Því miður stendur Kramer vs. Kramer ekki undir öllum þeim kröfum sem ég geri. Vissulega er efni myndarinnar nýstárlegt og þarft, leikstjórn og leikur óaðfinnanlegur en ég get alls ekki sætt mig við óþarf- lega væmið handrit og að sumu leyti fordómafullt. Nú verð ég ábyggilega aldrei sakaður um að vera kvenrétt- indatalsmaður, frekar karlrembu- svín, en þó verð ég að segja, að leik- stjórinn Robert Benton gengur full- langt í verðlaunahandriti sínu. Mér finnst gæta skilningsleysis og litillar samúöar á aðstæðum konunnar. Mikil tilfinninga- kvikmynd Það er óhætt að segja aö efni Kramer vs. Kramer sé óvenjulegt miðað við amerískar kvikmyndir, en sama verður ekki sagt um efnistökin. Ted og Joanna Kramer eru hjón sem hafa verið gift i nokkur ár. Tilfinn- ingakuldi hefur sest að i hjónaband- inu og Joanna er óánægö með sitt hlutskipti sem húsmóðir, hún flytur aö heiman og skilur Ted eftir til að gegna uppeldishlutverki gagnvart syni þeirra. Myndin er mjög trúverðug fyrst í stað. Ted er sýndur sem algjör eigin- hagsmunakarl, ófær um að vera upp- alandi. Brátt vinnur hann traust sonar síns og samúð áhorfenda. Þetta tímabil myndarinnar er það besta, enda mjög markvisst frá hendi leik- stjórans. Hér eru flest atriði hvert öðru betra og sérstaklega gaman að fylgjast með því hversu Ted þroskast af sínu nýja hlutverki. Seinni hluta myndarinnar get ég hins vegar ekki alveg sætt mig við, þar gengur væmnin of langt og að mínum dómi er hlutur konunnar ein- faldaður. Joanna snýr aftur og sækir um yfirráðarétt yfir syninum. Málið fer fyrir rétt og þar fara fram asna- legustu yfirheyrslur sem ég hef séð. Joanna er yfirheyrð og svínbeygð af körlunum, við fáum aftur smásamúð með henni. Þessari samúð er síðan eytt þegar Ted er yfirheyrður, hann er beygður. Þá kemur rúsínan: Joanna biður Ted fyrirgefningar á því að hún skuli hafa látið sækja málið svona fast i réttarsalnúm, að sjálfsögðu grátandi. Góður leikur og leikstjórn Eins og áður sagði gengur myndin of langt í væmninni. Vissulega spila miklar tilfinningar inn i mál af því tagi, sem myndin greinir frá, en fvrr má nú vera Meryl Streep er vot i aug- unum nær alla myndina. Endir myndarinnar er einnig síður en svo frumlegur. Miðað við dramatíska uppbyggingu myndarinnar getur hún ekki endað á annan veg, vægast sagt ameriskan. Leikendur gera hlutverkum sínum góð skil. Það er langt síðan maður hefur séð Ðustin Hoffman eins af- slappaðan og öruggan. Hann er greinilega orðinn þroskaður leikari og hefur sannarlega vaxið mikið frá fyrstu hlutverkum sínum sem hin taugaveiklaða anti-hetja. Meryl Streep er leikkona sem vert er að fylgjast með. Að nokkru leyti er hún 1 fararbroddi fyrir nýrri tegund amer- ískra leikkvenna, sem ætla að leika, en ekki að striplast meö silicone- brjóstin framan í myndavélina. Hins vegar skemmir það ekkert fyrir henni að búa yfir klassískri evrópskri feg- urð sem maður fær aldrei leiö á. Heilinn á bak við Kramer vs. Kramer er svo Robert Benton leik- stjóri sem áður hefur vakið athygli fyrir frumlegar myndir (The Late Show). 1 gegnum tiðina hefur hann haft orð á sér sem nýjungamaður og vissulega er Kramer vs. Kramer nýstárleg kvikmynd hvað varðar efni en þar stoppar hann líka. I heild er Kramer vs. Kramer bæði góð og vond kvikmynd. Leikur og efni eru plúsar en mínusar eru efnis- tök. Kaldranaleg og ópersónuleg kvikmyndataka Nestor Almendros er góð umgjörð fyrir allar tilfinningarn- ar í myndinni. Það er samt hverjum manni ljóst, að myndin stendur ekki undir nafni sinu sem bezta mynd Ameríku 1980 og líklegt má teljast að hún muni gleymast fljótt. Óskarsverðlaunamynd veldur vonbrigðum í> Meryl Streep og Justin Henry i hlutverkum sinum EKKIER ALLT SEM SÝNIST myndir Mér hefur nú nýlega borizt í hendur listi yfir væntanlegar kvik- myndir í Stjörnubíói. Eins og flestum er kunnugt hafa bíó Reykjavlkur um- boð fyrir ákveðin fyrirtæki utan úr heimi og hefur Stjörnubió eitt slíkt fyrir Columbia í Evrópu. Myndimar sem Stjörnubíó á von á eru því flest- allar framleiddar af Columbia í Ameríku. Á þessum lista yfir væntanlegar kvikmyndir eru mörg gullkorn og veröa myndimar væntanlega sýndar á þessu áti og fram á það næsta. Þrátt fyrir mörg gullkom er þvi ekki að neita að flestar myndirnar em frá Bandaríkjunum og er því ekki hægt aö tala um mikla fjölbreytni á því sviði. AthygUsverðustu myndirnar sem Stjörnubíó á von á eru vafalaust AU That Jazz, Gloria, . . . And Justice for All og sérútgáfan af Close En- counters of The Third Kind. Allt em þetta kvikmyndir sem vakið hafa mikla athygU erlendis og fengið sums staðar frábæra dóma. Einnig á Stjörnubió von á mörgum minni myndum, nokkurs konar miHi- myndum, sem verður að telja til af- þreyingarmynda, til dæmis Bear Island. Snilldarverk? Sú mynd sem vekur mesta eftir- væntingu mína er án efa AU That Jazz. Þessi kvikmynd er nokkurs konar sjálfsævisaga leikstjórans Bob Fosse (Lenny o.fl.). Lík og 8 1/2, sem henni hefur verið likt við, fjaUar myndin um leikstjóra sem lendir í vangaveltum um sköpunarhæfUeika sína, dauöann og annað sem kemur upp. AU That Jazz ku ekki vera við allra hæfi, en samkvæmt heimUdum, sem hægt er að treysta, er setu undir MARGAR GÓDAR Væntanlegar kvikmyndir í Stjörnubíói myndinni bezt lýst sem veru í öðrum heimi. Gloria er önnur kvikmynd sem maður bíður eftir. Þessi nýjasta mynd John Cassavettes hefur hlotið mjög góða dóma og meiri vinsældir en fyrri myndir hans, en hún fjáUar um sérstakt samband hörkukvendis og stráks sem hún bjargar frá mafí- unni. Norman Jewison leikstýrir víst með góöum árangri . . . And Justice for AU og A1 Pacino leikur vel lög- fræðing sem trúir á réttlætið. Síðast en ekki sízt fáum við svo að sjá í Stjörnubíói nýja útgáfu af Close En- counters, en í þessari útgáfu hefur leikstjórinn Steven Spielberg breytt endinum, við fylgjumst með Dreyf- uss fara um borð í geimskipið. Alls konar af þreying Væntanleg er einnig í Stjörnubíó næsta kvikmynd Spielbergs eftir Close EncountCTS, en það er 1941. Þessi mynd Spielberg mun sverja sig í ætt við National Lampoon mynd- irnar og ætti því húmorinn að vera af groddalegra taginu. Ekki ætti að saka að John Belushi leikur stórt hlutverk. Af myndum sem væntanlegar eru nú alveg á næstunni eru helztar Bear Island. Bjamarey er að sjálfsögðu kvikmynd eftir sögu AUstair Maclean og ættu þau Donald Sutherland og Vanessa Redgrave að lífga verulega upp á það sem vantar á efnislegu hliöina frá Maclean. Framhald af vinsælum myndum er aUtaf vinsælt. Eitt slíkt er Lost and Found með þeim Glendu Jackson og George Segal, leikstjóri Melvin Frank. Man ekki einhver eftir A Touch of Class í Hafnarbíói? f þessum pistU mínum hef ég aðeins drepið á nokkrar helztu væntanlegu myndirnar 1 Stjörnubíó. Vist er hægt að nefna margar fleiri sem þó verður ekki gert að sinni. Það Utur út fyrir nokkuð gott ár í hinum skemmtilega sal við Laugaveginn, hvernig sem á er litið. - ÖÞ

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.