Dagblaðið - 24.04.1981, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 24.04.1981, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 1981. i Útvarp 31 Sjónvarp 9 RANIÐ MIKLA—sjónvarp kl. 22,25: Glæpaf lokkur kemst undan með gffurlegar fjárfúlgur — nýleg sjónvarps- myndbyggðá atburðumsem gerðustfyrir þrjátíuárum Rannsóknarlögreglumaöur (Leslie Nielsen) skýrír blaðamönnum frá gangi rannsóknarinnar. ÓSKALÖG SJÚKUNGA—útvarp í fyrramálið kl. 10,25: ÞATTURINN ATTI30 ÁRA AFMÆLI í GÆR Þrjátíu ár voru liðin i gær, fimmtudag, frá þvi fyrsti óskalaga- þáttur sjúklinga í útvarpinu var sendur út. Þátturinn í fyrramálið verður helgaður afmælinu Qg munu Kristin Sveinbjörnsdóttir og Ása Finnsdóttir báðar verða við stjórn. Otsendingartíminn verður einnig óvenjulegur. Þátturinn er á dagskrá frá kl. 10.25 til 12 en venjulega hefst útsending hans kl. 9.30. Að þessu sinni verður farið í heimsókn á nokkrar heilbrigöis- stofnanir og rætt við fólk sem þar dvelur. Verður þvi boðið að senda vinum og ættingjuni kveðjur. Á þessum þrjátíu árum hafa verið sendir út um 1560 þættir. Samtals hafa átta manns verið stjórnendur en sá fyrsti var Bjöm R. Einarsson. Aðrir eru Ingibjörg Þorbergs, Bryndís Sigurjónsdóttir, Þorsteinn Helgason, Sigríður Sigurðardóttir, Anna Kristin Þórarinsdóttir og núverandi stjómendur, Kristín Sveinbjörnsdóttir og Ása Finns- dóttir. Kristín hefur stjómað óskalögunum i fjórtán ár en í fyrra fékk hún Ásu til liðs við sig. Eru þær til skiptis með þáttinn en það fyrir- komulag hafði ekki tíðkazt áður. -KMU. Asa Finnsdóttir og Kristín Sveinbjörnsdóttir ásamt Heröi Jónssyni tæknimanni og Marinó Má Magnússyni, 9 ára gömlum syni Kristinar, viö upptöku á afmælisþættinum. DB-mynd Bjarnleifur. Kvikmynd sjónvarpsins i kvöld segir frá raunverulegum atburðum, sem gerðust í Boston fyrir þremur ára- tugum. Árið 1950 rændi bófaflokkur tæplega þremur milljónum Bandaríkja- dala úr fjárhirzlum fyrirtækis og vakti þetta rán gífurlega athygli á sinum tíma. Var það nefnt Brinks- ránið. Leitin að ræningjunum va í fyrstu árangurslaus. Það var sem jörðin hefði gleypt þá og það var ekki fyrr en þremur árum seinna sem lögreglunni tókst að hafa hendur í hári þess fyrsta. Og næstu árin komu þeir hver á fætur öðrum í leitirnar. Árið 1956 voru allir ræningjarnir komnir bak við lás og slá. Kvikmyndin, sem er frá árinu 1976, er gerð fyrir sjónvarp. Leikstjóri hennar er Marvin Chomsky en í aðal- hlutverkum eru Darren McGavin, Cliff Gorman, Michael Gazzo, Art Metrano og Leslie Nielsen. Þýðandi er Ragna Ragnars. -KMU. Vegna fjölda áskorana veröur í Fréttaspegli endursýnd stutt mynd um för geim- skutlunnar. FRÉTTASPEGILL - sjénvarp kl. 21,15: EMBÆTTIÖRYGG- IS- 0G VARNAR- MÁLARÁÐUNAUTS I fréttaskýringaþætti sjónvarps, Fréttaspegli, sem er á dagskrá í kvöld, verður að venju fjallað um það helzta sem er á döfinni í dag, bæði innanlands og úti í heimi. í innlenda hlutanum, sem Helgi E. Helgason annast, verða tvö mál tekin fyrir. Annars vegar verður fjallað um hugmyndir sem komið hafa fram um stofnun embættis öryggis- og varnar- málaráðunauts. Tveir menn, Jón Baldvin Hannibalsson ritstjóri og Ólafur Ragnar Grímsson alþingis- maður, mæta I sjónvarpssal og ræða þessar hugmyndir. Hitt innlenda málið er að um þess- ar mundir er þess minnzt að 10 ár eru liðin frá því að Danir afhentu íslend- ingum fyrstu handritin. Verður litið inn í stofnun Árna Magnússonar í Árnagarði og rætt við forstöðumann- inn, dr. Jónas Kristjánsson. Er DB ræddi við ögmund Jónas- son síðasta vetrardag um erlenda hlutann var ekki komið á hreint hvaða mál af erlendum vettvangi yrðu á dagskrá. Þó var búið að ákveða að endursýna, vegna fjölda áskorana, mynd um för geimskutl- unnar. -KMU.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.