Dagblaðið - 01.06.1981, Síða 28
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 1. JÚNÍ 1981.
28
r
Hægt aö framleiöa\
skjannahvíta ull á íslandi
— „Ekki mál bændanna eingöngu,” segir dr. Stefán Aðalsteinsson sem undanfarið hefur unnið að
rannsóknum á bættri ullarf ramleiðslu
„Það er ekki mál bændanna einna
hvernig ullin er þegar hún kemur til
vinnslu. Það er mál þjóðarinnar
allrar því ullin skipar svo stóran sess í
útflutningi landsmanna.” Eitthvað á
þessa leið mælti dr. Stefán Aðal-
steinsson en hann stjórnaði svoköll-
uðu „ullarverkefni” á vegum Rann-
sóknastofnunar landbúnaðarins.
Fólst verkefnið í framleiðslu á al-
hvítri ull, óskemmdri af húsvist, og
tilraunavinnslu úr þeirri ull. —
Nýlega var boðað til blaðamanna-
fundar í Keldnaholti þar sem frétta-
mönnum voru sýnd sýnishorn af til-
raunaullinni og einnig mismunandi
afbrigði af annarri uU.
Vetrarrúningur
og þurr hús
„UUarverkefni” Rannsóknastofn-
unar landbúnaðarins hefur staðið
undanfarin tvö ár að Reykhólum í
Austur-Barðastrandarsýslu og einnig
að Skriðuklaustri í Fljótsdal. Á
báðum þessum stöðum er búið að
rækta upp stofna af fé með alhvíta
ull. Það þýðir að ekki er eitt einasta
mislitt hár í ullinni. Er ótrúlegt hve
miklu munar á litbrigðum ullarinnar
þegar slík úrvalsull er borin saman
við blöndur af úrvals- og 1. flokks
hvítri ull. Blaðamönnum voru sýndir
treflar sem unnir voru úr þessum ull-
artegundum. { fljótu bragði virtust
allir treflarnir vera hvítir. Þegar þeir
voru bornir saman kom í ljós að þær
flíkurnar sem voru úr Reykhólaull-
inni voru langhvítastar og munaði
þar talsvert miklu, þó ekki svo miklu
að það kæmi fram á svarthvítri
blaðaljósmynd. — Blm. var sýnd
skjannahvít, kUppt gæra, einnig frá
Reykhólum. Var með ólíkindum hve
gæran var hvít. Var einna líkast að
þarna væri um „gervi-gæru” að
ræða.
Tilraunaullin
langtum betri
Tilraunaullinni var gefin einkunn
fyrir sex atriði og hún borin saman
við ull úr blöndu af úrvalsflokki og 1.
flokki. Fengið var til að dæma um
ullina fólk sem vinnur við sölu og
ullarvinnslu, tveir frá Handprjóna-
sambandinu, einn frá Heimilis-
iðnaðarfélagi íslands og einn frá
Rammagerðinni. — Þrir aðilar unnu
flíkurnar úr Reykhólabandinu, Ála-
foss hf., Mosfelissveit, Hilda hf.,
Reykjavlk, og Saumastofan Sunna,
HvolsveUi. Flikurnar voru aðeins
merktar með númerum þannig að
dómararnir höfðu enga hugmynd um
úr hvaða uU hver flik var.
HlutföUin í einkunnagjöfinni voru
þau að Reykhólaullin var 43% betri
en sú ull sem hingað til hefur verið
okkar aðalútfiutningsvara.
Það er því ljóst að miklu má bæta
við ullargæðin.
Þurrari fjárhús og
vetrarrúningur
Eitt af því sem er alger forsenda
þess að góð uU fáist af fé er að fjár-
húsin séu vel loftræst og að um vetr-
arrúning sé að ræða. Ef mikill loft-
raki er í fjárhúsunum verður ullin
gulleit og getur þar að auki hlaupið í
svo mikinn fióka að ekki er hægt að
greiða úr honum. Ef ekki er gætt
allrar varúðar við heygjöf á garða í
fjárhúsum, þannig að heyið fari I
túlar áttir, getur slíkt einnig skemmt
ullina. Heyið sezt á féð og nærri
ómögulegt er að ná mikium heyrudda
úr uUinni.
Á blaðamannafundinum voru
sýnishorn sem sýndu hve mikill
munur getur verið á ull eftir því
hvernig húsin eru og á hvern hátt hey
er gefið á garða. Sú ulUn sem verst
var útUts var svo léleg að hún
dæmdist ónothæf. Hún var alveg stíf
af heyrudda og öðrum óhreinindum.
Hún gat nánast staðið sjálf, uppreist.
— önnur sýnishorn voru mismun-
andi „skemmd” en það sýnishornið
sem kom úr endurbættu fjárhúsi frá
Reykhólum var þvi líkast að þar væri
um þvegna ull að ræða.
í skýrslu Rannsóknastofnunar
landbúnaðarins er nákvæm lýsing á
því hvernig koma má fyrir loftræsti-
búnaði í fjárhúsum en því fylgir
ærinn kostnaður. Hins vegar bentu
þeir á, bæði dr. Stefán Aðalsteinsson
og dr. Björn Sigurbjörnsson, fram-
kvæmdastjóri Rannsóknastofnunar
landbúnaðarins, að hægt væri að
stjórna loftræstingunni með því einu
að gæta þess að gluggar væru opnir
þegar á þyrfti að halda.
Þá er í niðurstöðum rannsóknanna
einnig greint frá grindum úr steypu-
járnsteinum sem látnar voru I jötur
fjárhúsanna. Grindurnar lokuðu
jötunum meðan verið var að gefa
heyið. Slðan voru grindurnar látnar
leggjast yfir heyið og féð át það upp í
gegnum grindurnar.
Tilgangurinn með þessum grindum
var að koma í veg fyrir að hey lenti
ofan I hálsullina á fénu. Einnig
dregur féð síður hey niður I króna
þegar grindin liggur ofan á. Hey sem
kemst í ullina að vetrinum getur
komið fram í fullunnum flíkum og
stórspiUt þeim.
- A.Bj.
„Á ferðum minum erlendis hef ég
tekið eftir vinsældum íslenzku ullar-
innar og fatnaðar sem búinn er til úr
henni,” sagði dr. Bjöm Sigurbjörns-
son á blaðamannafundi á dögunum.
— „Mér finnst bara að þessar
islenzku ullarframleiðsluvörur séu
ekki nægilega dýrar miðað við
gæðin.”
Hvað er það sem gerir islenzku uU-
ina svona sérstæða að erlent verð,
sem er yfirleitt fjórfalt á við það sem
er hér heima, er ekki nægilega hátt að
dómi dr. Björns og veit hann vel um
hvað hann er að fjalla?
íslenzka ullin hefur langt tog og
þéttan þelfót. UU af erlendum
kindum hefur ekki togið og heldur
ekki léttleika þelsins.
íslenzki fjárstofninn er sá sami og
landnámsmenn komu með hingað til
lands fyrir rúmum ellefu hundruð
árum frá Noregi. Hann er afkomandi
þessa landnámsfjárkyns, en hann
hefur breytzt og fjarlægzt uppruna
sinn.
Öðru séreinkenni getur hið is-
lenzka fjárkyn státað af, en það eru
mislitu kindurnar. Útlendingar hafa
varla fengizt til þess að trúa því að
„sauðalitirnir” væru náttúrlegir litir.
Erlendis er yfirleitt ekki nema um
hvítt fjárkyn að ræða. Dr. Stefán
Aðalsteinsson sagði frá því á blaða-
mannafundinum á dögunum að hann
hefði orðið til þess að „finna” mis-
lita kind á Nýja Sjálandi. Og sér
þætti það „hálfhart”, en við því
hefði ekki verið gert. Hann hefði
verið beðinn að skoða féð og varð að
greina frá þvi sem hann fann.
Eftirspurn eftir íslenzkum ullar-
vörum á erlendum markaði, bæði
austan hafs og vestan, er griðarlega
mikill. — Útfiutningur á ull og ullar-
varningi var á sl. ári 15,3 milljarðar.
Má geta þess að ál og álmelmi var
54,2 milljarðar. UUin vegur hins vegar
ekki nægilega þungt í ærgildinu. Enn
er það svo að bóndinn fær meira fyrir
feitt kjöt og lélega ull, heldur en hann
fær fyrir gott, en ekki feitt kjöt, og
góða ull.
Þessu þarf greinilega að breyta. Að
vísu greiðir ríkið ákveðið gjald á
hvert kg af innveginni ull og mun
meira á góðu ullina heldur en þá lé-
legu. Uppbætur þessar ættu því að
hvetja bændur til þess að bæta ullar-
framleiðsluna.
Mjög athyglisvert er, að nú skila
sér um 1,9 kg af ull af hverri kind I
landinu. Af tilraunafénu á Reyk-
hólum skiluðu sér hvorki meira né
minna en 3,45 kg af hverri kind! Og
þetta gerist á meðan mjög góður
markaður er fyrir ullina erlendis.
Þeir sem stóðu að „ullarverkefni” Rannsóknastofnunar landbúnaðarins. Talið frá vinstri: Jón Steingrfmsson, Stefán Gfsla-
son, dr. Björn Sigurbjörnsson forstjóri, dr. Stefán Aðalsteinsson og Konni Hjaltadóttir.
ÁRLEGA „TÝNAST” UM 1,5
KG AF ULL AF HVERRIKIND
Þama eru mismunandi gæði uilarinnar
augljós. Efst er ónothæf ull sem verður
að fleygja vegna þess að hún er þykk af
óhreinindum og hlandstækju.
Er því augljóst mál að gera verður
bændum ljóst á hvern hátt þeir geta
bætt ullina á sem ódýrastan og fyrir-
hafnarminnstan hátt.
„Okkar hlutverk er að rannsaka
þetta og skila síðan niðurstöðunum.
Okkar hlutverk er ekki að upplýsa
bændur um niðurstöður rannsókn-
anna,” sagði dr. Stefán Aðalsteins-
son á blaðamannafundinum. Sagði
hann það vera hlutverk Búnaðar-
félags og ráðunauta þess að koma
upplýsingunum áleiðis til bænda.
Einnig taldi hann að fjölmiðlar gætu
þarna unniö þarft starf.
- A.Bj.
V