Dagblaðið - 26.06.1981, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 26.06.1981, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1981. Útboð Hitaveita Þorlákshafnar óskar eftir tilboðum í lagningu 5. áfanga dreifikerfis (ca. 1350 metrar). Útboðsgögn fást afhent á Verkfræðistofunni Fjölhönnun h/f., Skipholti 1, Reykjavík gegn 500 króna skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað 6. júlí kl. 11.00. Ch. Sport Van 30 árg. '77. Ný 8 cyl. disilvél og nýr kassi. Ný dekk, tveir gangar. Framdrif, litafl gler, dráttarkrókur, gófl ferflainnrétting, 12. sœti, silsalistar, alltaf i drifum, aldrei verifl í vöruflutningum. Rauflur og hvítur. Vélin ekin 4 þús. míl. Einstakur ferflabill, til sýnis á staðnum. ^ |H|| ll'jl I1 i 1 |l| .... BÍ.LAKAMP • SKEIFAN 5 — SÍMAR 86010 og 86030 TILKYNNING til dísilbifreiðaeigenda Frá og með 1. júlí nk. fellur niður heimild til þess að miða ákvörðun þungaskatts (kílómetragjalds) við þann fjölda ek- inna kílómetra, sem ökuriti skráir, nema því aðeins að þannig sé frá ökuritanum gengið að hann verði ekki ' opnaður án þess að innsigli séu rofin, sbr. reglugerð nr. 264/1981. Af þessum sökum skulu eigendur þeirra bifreiða, sem búnar eru ökuritum, fyrir 1. júlí nk. snúa sér til ein- hvers þeirra verkstæða, sem heimild hafa til ísetningar öku- mæla, og láta innsigla ökuritana á þann hátt sem greinir í nefndri reglugerð. Að öðrum kosti skulu þeir láta útbúa bifreiðar sínar ökumælum, sem sérstaklega hafa verið viðurkenndir af fjármálaráðuneytinu, til skráningar á þungaskattsskyldum akstri. Fjármálaráðuneytið, 22. júni 1981. Eftirtaldar stöður eru lausar til umsóknar við Heilsuverndarstöð Reykjavíkur Stöður hjúkrunarfrœðinga við heimahjúkrun og heilsugæzlu í skólum. Heilsuverndar- nám æskilegt. Staða sjúkraliða við heimahjúkrun, til afleysinga. Staða Ijósmóður við mæðradeild. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 22400. Staða deildarstjóra við áfengisvarnadeild. Æskileg er háskólamenntun, helzt á félagsvísinda- eða hjúkrunarsviði. Staða félagsráðgjafa við áfengisvarnadeild. Staða ritara Góð íslenzku- og vélritunarkunnátta nauðsynleg. Reynsla við tölvuvinnslu æskileg. Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri í síma 22400. Umsóknareyðublöð eru afhent á skrifstofu Heilsuverndar- stöðvar Reykjavíkur v/Barónsstíg, og skal skila umsóknum þangað eigi síðar en 3. júlí nk. Heilbrigðisráð Reykjavíkurborgar Meðal þess erfiðasta sem Ijósmyndarar gera er að taka myndir af börnum, enda krefst það mikillar þolinmæði og lengri tima en 5—6 minútna. DB-mynd: Einar Ólason Oheiðarleg auglýsing Móflir á Akranesi skrifar: Ég var að lesa i Dagblaðinu um óheiðarlega viðskiptahætti og vil þvi vekja athygli á óheiðarlegri auglýs- ingu sem birtist í blöðunum i vor. Þessi auglýsing var frá Kodak og Ljósmyndarafélagi íslands og aug- lýstu þessir aðilar ókeypis mynda- tökur af börnum. Ljósmyndarinn á Akranesi tók ekki þátt í þessum myndatökum og þvi varð ég að fara til Reykjavíkur með mitt barn. Tók mér fri úr vinnu og fór sem sagt í myndatöku. Ljósmyndarinn sem ég leitaði til var fúll og leiðinlegur og nennti ekki að fórna nema 5—6 minútum í myndatökuna. Þegar ég fór svo til að sækja myndirnar sýndi _ hann mér tvær myndir sem voru 18 sinnum 24 sentimetrar á stærð. Þess- ar myndir voru ekki góðar, sem var e.t.v. afsakanlegt, en verra var að ljósmyndarinn krafðist 30 þúsunda gkr. fyrir myndirnar, sem hann hafði auglýst að væru ókeypis. Ég varð svo reið að ég sagði honum að hirða myndirnar sjálfur og gekk svo út. Nú hefur mér verið sagt að aUir ljós- myndarar á landinu nema á Akranesi hafi tekið þátt í þessu og því spyr ég: Eru þetta ekki brot á lögum um al- menna verzlunarhætti? Bæði ég og vinkona mín lentum í þessu sama og viljum við fá að vita hvort ekki sé hægt að kæra Kodak og Ljósmynd- arafélagið og hvert við eigum að snúa okkur í því sambandi? RagnhUdur Ásmundsdóttir hjá Hans Petersen hf., sem hefur umboð fyrir Kodak á Íslandi, gaf DB þær upplýsingar að því miður hefði aug- lýsingin sem birtist I fjðlmiðlum verið misskiUn af mörgum og margir því staðið 1 þeirri trú að fólk gæti fengið ókeypis myndir. Svo var þó ekki, þvl að einungis myndatakan var ókeypis, en fólk þurfti svo að greiða fyrir framköllun og stækkanir ef það vUdi halda myndunum. RagnhUdur sagði að ekki hefði orðið vart við þennan misskilning fyrr en langt var liðið á samkeppnina og því of seint að breyta auglýsingunni, en hana hefði vafalaust mátt orða betur. MISTÖK AÐ LÁTA MANN- INN BORGA FYRIR SÍMANN Gunnar Einarsson, stöðvarstjóri Pósts og sima I Hafnarfirði, hringdi: Ég vU taka það fram að það er rangt eftir mér haft að ég hafi sagt við manninn sem var að kvarta í Dagblaðinu að hann gæti fengið síma eftir nokkur ár. Það rétta er að ég sagði að hann gæti fengið sima seinni partinn í sumar eða i haust. Þá er það heldur ekki rétt að ég hafi beðið manninn að mæta í viðtal, heldur bað ég hann um að hafa sam- band við mig og það gat hann gert símleiðis. Hitt er svo aftur rétt að það voru mistök að láta manninn borga fyrir símann, áður en það var tryggt að síminn yrði tengdur og það játa ég fúslega. Venjan hefur verið sú að láta engan borga fyrir síma nema tryggt sé að viðkomandi fái símann. V Oréttíátt að telja laugardaga með við útreikningorlofs Eiginmaður hringdi: Mig langar til að fá svar við ákveð- inni spurningu, sem ég vonast til að viðkomandi yfirvöld hjá Reykja- vfkurborg geti svarað. Þannig er mál með vexti að konan mín vinnur á einu af barnaheimUum sem Reykjavíkurborg rekur og hefur hún alltaf unnið fimm daga i viku, þ.e.a.s. frá mánudegi til föstudags. Nú er hún að fara í frí og þá bregður svo við að vinnuvikan er talin sex dagar og laugardagar taldir með til vinnudaga. Hún á 25 virka daga í ifí og því munar um þessa þrjá eða fjóra laugardaga sem taldir eru með. Hvemig útreikningar eru þetta eigin- lega? Ég er sjálfur farmaður og fæ því borgað orlof af þeim dögum sem ég vinn, en ekki öðrum. Er þetta eitt- hvað öðru vísi hjá Reykjavikurborg? Höskuldur Frímannsson, hjá Launadeild Reykjavikurborgar, gaf DB þær upplýsingar að öll orlofs- ákvæði væru bundin í kjarasamning- um. Allir þeir sem þægju mánaðar- laun og væru t.d. félagar í Starfs- mannafélagi Reykjavíkurborgar eða Sókn, ættu rétt á lágmarksfrídögum og samkvæmt kjarasamningum væru laugardagar reiknaðir þar með sem virkir dagar. Hðskuldur sagði að aldrei væri þó hægt að reikna meira en fjóra laugardaga með við útreikn- ing orlofstímabils.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.