Dagblaðið - 26.06.1981, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 26.06.1981, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ1981. STEYPUSTYRKTAR- STÁLVERKSMIÐJAN BYGGIR EKKI Á OPINBERRIVERND Kjallarinn Ritstjórnargreinar í Dagblaðinu dagana. 1. og 11. júní sl. vöktu furðu mína, en steypustyrktarstál- verksmiðjan var meðal umfjöllunar- efnaígreinunum. í fyrri leiðaranum var rætt um of- framleiðslu og ríkisvernd og í síðari greininni var farið niðrandi orðum um einn samstarfsmanna minna, sem undirritaður hafði ánægjuna af að starfa með að áætluninni um stál- bræðsluna, sem gerð var í fyrra. Fyrir utan hvað persónulega árásin var ósönn og ósæmandi Dagblaðinu var einkennilegt að lesa dylgjur um að stálbræðslan gæti orðið eitt af þeim fyrirtækjum, sem þurfa ríkis- styrktan rekstur, og til að bæta gráu ofan á svart hafði höfundur leiðar- anna uppi efasemdir í garð stál- bræðslumanna. Þessi andi í ritstjórnargreinunum er þeim mun furðulegri þegar tekið er tillit til þess, að Dagblaðið hefur verið mjög virkt við að benda á van- kanta íslenskrar atvinnustarfsemi og barist fyrir skynsamlegri uppbygg- ingu nýrra greina. Auk þess hefur blaðið stutt hlutafjársöfnun Stál- félagsins hf. í leiðara og sýnt og sannað, að blaðið einskorðar sig ekki við gagnrýni, heldur styður virkar aðgerðir til aukinnar fjölbreytni at- vinnulífsins. Þarf því aðstandendur Dagblaðsins ekki að undra, þótt menn verði hissa og láti jafnvel eitt og eitt orð fjúka, þegar þeir taka sér Dagblaðið í hönd til lestrar og eiga von á jákvæðri umfjöllun um gagn- leg málefni, en fá í staðinn dylgjur og efasemdir. Bylting í fjárfestingarmálum Aðstandendum stálbræðslunnar er stuðningur nauðsynlegur. Sú leið, sem Stálfélagið hf. fer, boðar bylt- ingu í fjárfestingarmálum atvinnu- lífsins, þ.e.a.s öflun hlutafjár frá öllum, sem vilja taka þátt í atvinnu- uppbyggingu á þeirri forsendu, að starfsemin skili eðlilegum efnahags- legum afköstum og þar með arði til hluthafa, sem af frjálsum vilja hafa hætt fé sinu. Framtíð atvinnustarf- seminnar í landinu er mjög undir því komin, að aðilum eins og þeim Stál- félagsmönnum megi takast og virðist barátta þeirra í samræmi við stefnu þá, sem komið hefur fram í Dag- blaðinu. Niðurstaðan af áætluninni, sem gerð var í fyrra, var, að steypu- styrktarstálverksmiðjan yrði arðbær, jafnvel með því lága verði, sem verið hefur á innflutningnum síðustu árin, og að hún gæti fyllilega keppt við innflutninginn. Þótt niðurstöðurnar hafi verið jákvæðari en undirritaður hafði átt von á, komu þær í sjálfu sér ekki á óvart, sérstaklega vegna þess að fjöldi lítilla stáliðjuvera er starf- andi í heiminum, þar á meðal á Vesturlöndum. Það er athyglisvert, að litlu stáliðjuverin hafa ekki notið sams konar styrktaraðgerða opin- berra aðila og þau stóru. Til dæmis hefur steypustyrktarstálverksmiðja Quarnshammar í Sviþjóð ekki fengið neinn ríkisstyrk meðan stóru fyrir- tækin hafa fengið fúlgur og sænski byggingaiðnaðurinn verið í lægð. Þetta stafar m.a. af því að litlu stál- iðjuverin eru sveigjanlegri og einskorða sig við minni svæði og hafa þvi minni dreifingarkostnað sem verður mikilvægara eftir því sem verðið á sjálfri vörunni fellur. Friðrik Danfelsson OfframleúBsla á brotajárni hérlendis í sögu stáliðnaðarins hafa skipst á offramleiðslutímabil og vöntunar- timabil. Einmitt núna er eitt slíkt of- framleiðsluástand erlendis þótt jafn- vægi sé nú aftur í sjónmáli. Verðið á steypustyrktarstálinu hér hefur þó ekki verið lægra en svo síðustu árin að íslensk framleiðsla hefði vel getað staðið undir sér og keppt við inn- flutninginn, sem hefur stundum verið í meira en 30% lægra verði en í fram- leiðslulandinu. í lok síðasta árs fengu til dæmis islenskir innflytjendur tonnið á að meðaltali 1.600 norskar krónur meðan heildsalar í fram- leiðslulandinu þurftu að greiða 2.200 A „Aftur á móti hefur aldrei veriö meinins- ^ in, að ríkið styrkti fyrirtækið með ein- hvers konar niðurgreiðslum á taprekstri, enda ekki von á taprekstri.” norskar krónar eða meira fyrir sama magn. Síðan kemur auðvitað flutningskostnaður og fleira ofan á, þannig að verðið til notenda hér er meiraen tvöfalt verðið úti. Það skal að vísu játað, að það er sældarlíf að geta notið offramleiðslu ríku landanna í kringum okkur án þess að leggja mikið af mörkum, en sú sæla er ekki eilíf eins og stálnot- endur hafa fengið að reyna. Stál- markaðurinn sveiflast upp og niður og hefur gert það lengi, meira að segja dyggustu viðskiptavinir stál- framleiðendanna fá að kenna á duttlungum markaðarins. Þarf ekki að orðlengja það, að þegar verðið nær toppnum verður ekki vandi fyrir íslenska stálverksmiðju að keppa við innflutninginn, ekki sist þegar tekið er tillit til þess að lengi hefur verið of- framleiðsla á brotajárni hérlendis. Mikið af því, sem fallið hefur til, hefur verið látið ryðga niður. , Alþingi og ríkisstjórn hafa nú ákveðið að ríkið taki þátt í stál- bræðslunni, en þó sem minnihluta- aðili þannig að fyrirtækið geti orðið fyllilega sjálfstætt. Aftur á móti hefur aldrei verið meiningin að ríkið styrkti fyrirtækið með einhvers konar niðurgreiðslum á taprekstri, enda ekki von á taprekstri. í áætluninni umræddu var þó gerður sá fyrirvari, að viðskiptayfirvöld landsins gætu þurft að grípa inn í, ef um yrði að ræða verðfellingu (dumping) erlendrá framleiðenda á íslenska markaðnum. Hér er ekki um að ræða ríkisvernd til að halda uppi óheil- brigðum rekstri, heldur er skylda stjórnvalda að koma í veg fyrir óheil- brigða viðskiptahætti, hvort sem um er að ræða stálbræðslu eða eitthvað annað. Þeir aðilar, sem stunda slíkan viðskiptamáta, gera það ekki vegna góðsemi, heldur til að ná undir sig markaðnum og hindra aðra að komast inn á hann í þvi augnamiði að sitja einir að hitunni og geta svo hækkað verðið að vild, þegar þeir eru orðnir sæmilega öruggir um sig. Með þökk fyrir birtinguna. Friðrik Daníelsson efnaverkfræðingur f blöðum nýverið var sagt frá aðal- fundi KEA fyrir síðasta ár en þar kom fram að matvöruverzlun félags- ins var í fyrsta sinn í sögu þess rekin með halla. Tapið var 26 milljónir, eða 0,11% af veltunni sem var 22,5 milljarðar. Orsökin, stefna stjórn- valda, er haft eftir framkvæmda- stjóranum. Á aðalfundi SÍS sem haldinn var i Bifröst kom fram að fjöldi kaupfélaga er rekinnmeð tapi. Sagt er að allar matvöruverzlanir KRON séu reknar með tapi utan ein eða tvær þær stærstu. Allt ber þama að sama brunni. Þetta á við um alla matvöruverzlun í smásölu í landinu. Allur tilkostn- aður hefur aukizt og margfaldazt og það svo að til vandræða horfir. Síðasta leiðrétting á álagningu fékkst fyrir tveim árum, en nýlega fékkst að endurmeta lager við ný innkaup. Lokunartíminn Ég sagði í fyrri grein minni að ég ætlaði að fjalla um lokunarmálið og af því það tengist svo mjög afkom- unni, þá verður þetta nokkuð blandað í þessari grein. Nokkurt fjaðrafok hefur átt sér stað undanfarið út af nýrri reglugerð um opnunartíma/lokunartíma verzl- ana í Reykjavík. Reglugerðin var sett og samþykkt í borgarstjóm þ. 15/1 sl. og útg. af stjórnvöldum þ. 26/1 sl. og tók hún þá gildi. Þar segir að óheimilt sé að hafa verzlanir opnar (í Reykjavík) á laugardögum frá 1. júní til 1. septem- ber. í gildandi kjarasamningum við launþega (VR) segir aftur á móti að launþegum sé bannað að vinna á laugardögum á tímabilinu frá 20. júní til ágústloka. Ekki er víst að allir hafi áttað sig á þessum mun. Kaup- menn, þeir sem það gátu vegna verzl- unarstærðarinnar, hafa sumir hverjir haft verzlanir sínar opnar á þessum tíma undanfarin ár. Nú er þetta bannað, er brot á lögum. Ýmsir þess- ara manna eru nú mjög óhressir með þetta og benda á að opið sé í ná- grannasveitarfélögum og þangað fari fólk til innkaupa um helgar. Þeir telja sig geta haft nokkuð upp úr þessu með því að standa sjálfir. Það er aftur á móti alveg vist að ef alls- staðar væri opið þá borgaði þetta sig ekki því það eru tiltölulega fáir nú- orðið sem verzla á þessum tima og þessi tími er mjög dýr verzluninni því Lokunartími og álagning að öll laun eru greidd með helgidaga- taxta. Skylda er að greiða fyrir 4 klst. þó svo alUr viti að opnunartíminn sé bara 3 klst. og þar af er dauður tími fyrstu 2 klst. Það er líka mjög útbreiddur mis- skilningur hjá kaupmönnum, þegar þeir segja að þeir geti þetta án aðstoðar launþega, þeir standi þetta með konunni. Þeir verða að greiða sér laun líka og skattalögin hafa undanfarið kveðið á um það að þeir greiði sér þau laun sem þeir annars hefðu fengið í sambærilegri vinnu hjá öðrum (59. greinin). Kaupmenn á Nesinu Geir Andersen skrifaði 1 DB nýlega um þetta og kallar þetta öfgafulla öfugþróun. Ekki er það rétt hjá Geir að það séu bara verzlanir í Rvk. sem loki í tvo daga í viku. Verzlanir á Reykjavíkursvæðinu eru hvergi opnar á laugardögum og sunnu- dögum nema á Seltjarnarnesi og i Mosfellssveit. Annarsstaðar er lokað og raunar held ég að víðast hvar á' landinu sé lokað þessa tvo daga og það jafnvel á veturna líka. Athygli vekur að ekki hafa aðrir kaupmenn í Mosfsv. og á Seltn. en matvörukaupmenn opið. Öðrum dettur þetta ekki í hug og engum dettur í hug að gagnrýna það heldur. Á Akranesi t.d.held égaðallar verzl- anir hafi haft lokað þessa tvo daga í Kjallarinn Ólafur Björnsson ' mörg ár og þar dettur engum í hug að breyta þessu eða gagnrýna. Geir Andersen segir í sinni grein, „ekki hefur heyrzt að vörur séu dýr- ari á Nesinu en annars staðar”. Þetta er alveg rétt. Athugum þetta nánar. Þessi setning er gott innlegg í þetta mál. Ætli fólk viti það að kaup- maðurinn á Nesinu fær töluvert meira fyrir það að selja smjörstykkið heldur en sá í Reykjavík. Hvernig má það vera? Jú, það er vegna þess að sá á Nesinu þarf ekki að greiða nema A „Hér er saumað svo að verzluninni, og W kannski ekki hvað sízt hér í Reykjavík, að það er bara ekki hægt að láta í té þessa, í rauninni sjálfsögðu, þjónustu.” 0,5% í aðstöðugjald af veltunni þegar kolleganum í Rvk. er gert að greiða 1,3%. Þetta er lítið dæmi um það ranglæti sem verzlunin þarf að búa við og þá sérstaklega matvöru- verzlunin, og bara þetta bætir að- stöðumun þeirra á Nesinu töluvert því að þetta á auðvitað ekki bara við um smjörstk. heldur um alla veltu matvöruverzlunarinnar. Þarna erum við komin að kjarna málsins. Verð- lagsráð hefur samþykkt að álagning skuli vera frjáls þar sem næg sam- keppni sé fyrir hendi og það hlýtur að eiga við um matvörudreifmgu á Reykjavíkursvæðinu, en þetta hefur ekki ennþá hlotið samþykki ríkis- stjómarinnar. Það er skoðun mín að um leið og þetta gengur í gildi, þá eigi að fella úr gildi allar hömlur um lok- unartimann. Saumað að verzlun G.A. segir „hvernig geta verzlanir í öðrum löndum veitt þessa þjón- ustu?” og vitnar t.d. til Bandaríkj- anna. Þetta er rétt. í lítilli borg á stærð við Rvk. í Washingtonríki á vesturstrðnd Bandaríkjanna, þar sem ég þekki vel til, eru 10 matvöruverzl- anir, allar stórar (í Rvk. eru þær á annað hundrað í allt) og eru þær opnar frá 8 f.h. til 10 e.h., sunnud. 10 f.h. til 8 e.h. og meira að segja ein er opin allan sólarhringinn. Þarna er allsstaðar vaktafyrirkomulag. En þar er frjáls álagning. Fyrirtæki sýna ágóða og þess vegna geta þau veitt þessa þjónustu. Þarna er ekki stunduð núllstefna af stjórnvöldum eins og hér. Hér er saumað svo að verzluninni, og kannski ekki hvað sízt hér í Reykjavík, að það er bara ekki hægt að láta í té þessa, í raun- inni sjálfsögöu, þjónustu. Ég gat lítil- lega um aðstöðumuninn á Nesinu og í Rvk. Ekki dugði það heldur sam- vinnufélögunum, sá gífurlegi að- stöðumunur sem þau hafa í sköttum umfram einkaverzlunina. Ekki spurði G.A., af hverju KRON-búð- irnar væru ekki opnar á laugar- dögum, þetta eru þó verzlanir fólks- ins. Sannleikurinn er sá að hvorki KRON né heldur kaupmaðurinn á horninu eiga frystihús í Hrísey sem gekkvelásíðastaári. Svona má lengi telja. Ef betur er búið að verzluninni þá er hægt að veita betri þjónustu. Það er svo aftur annað mál sem kannski Geir Ander- sen veit ekki um. En af því að hann talar um „tvenns konar veðurfar á íslandi, annars vegar langan og dimman vetur með heimskautaveður- fari og hins vegar bjart og nokkurp veginn viðsættanlegt sumar” og ,,þá þyki það heilög skylda að allt við- skiptalíf leggist niður”, þá má það vel koma hér fram að það er allt annað en auðvelt að fá fólk til þess að vinna um helgar yfir sumarið eða fram eftir á kvöldin. Helzt vildi fólk hætta fyrr að degi til, t.d. kl. 5 en ekki kl. 7 eins og í matvöruverzlunum (og seinna á föstudögum) einmitt vegna þessa atriðis sem G.A. bendir svo réttilega á. Þess vegna er þetta kannski séríslenzkt fyrirbæri sem við verðum alltaf að búa við. Að lokum þetta, hvað varðar lok- unarmálið: Þegar viðræður stóðu milli Seltjamarneskaupstaðar og Reykjavíkurborgar um ný landamörk o. fl. ritaði bæjarstjórinn á Sel- tjarnarnesi, Sigurgeir Sigurðsson, borgaryfirvöldum í Rvk. bréf, dag- sett 20. febrúar 1976, en í því bréfi segir meðal annars: „Jafnfrámt mun bæjarstjórn tryggja að innan bæjar- marka Seltjarnarness gildi ekki rýmri afgreiðslutími verzlana en í gildi er í Reykjavík hverju sinni”. Var þetta ekki eitt atriðið sem lá til grundvallar þegar þessir samningar voru gerðir? Hvar var þetta bréf um það leyti? Vill nú ekki Dagblaðið komast eftir því og kannski birta það? i Að síðustu þetta. Kaupmaðurinn á horninu mun standa örlítið lengur, í þeirri von að leiðrétting nái fram að ganga, því að mjög margir væru illa á vegi staddir ef þessi starfsemi legðist af. Ólafur Björnsson, formaður Félags matvörukaupmanna.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.