Dagblaðið - 13.07.1981, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 13.07.1981, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 13. JÚLl 1981. FÁEIN ORD UM LAUNAKERFIÐ HJÁ TRÉSMIÐJU REYKJAVÍKURBORGAR —f rá trúnaðarmanni húsasmiða á vinnustaðnum Stefán Andrésson, trúnaðarmaður húsasmiða hjá Trésmiðju Reykjavík- urborgar, skrifar: Mér finnst ég knúinn til að koma nokkrum línum á framfæri í sam- bandi við grein, sem birtist í Dag- blaðinu þann 6. þ.m., þar sem rætt var við samstarfsmann minn um launakerfið hjá Trésmiðju Reykja- víkurborgar. Þar er talað um að mikil óánægja hafi ríkt undanfarið vegna premíu- kerfis. Sú óánægja var aðallega framan af og kom upp vegna mis- taka, ef svo má að orði komast. Þau mistök voru á þá leið að ekki var nægilega vel kynnt fyrir mannskapn- um hvað var á ferðinni en til eru samningar er lúta að meðferð slíkra mála. Betri kynning hefði fyrirbyggt mikinn misskilning. Þegar á leið skýrðust málin þó og höfðu þá starfs- menn aðgang að sérstökum premíu- trúnaðarmanni til þess að afla vitn- eskju um launakerfið. Óánægja er minni í dag en áður, þótt ýmislegt mætti betur fara, einkum í einingaskránni. Eins árs rammasamningur var gerður tl reynslu. í honum er kveðið á um að skipuð verði samstarfsnefnd til þess að fjalla um ágreinings- og hags- munamál beggja aðila. í þessu launa- kerfi er jú margt gott sem við megum. ekki gleyma meðan óánægja ríkir. Starfssvið Trésmiðju Reykjavíkur- borgar er mjög fjölþætt og með til- komu þessa premíukerfis og nýráðins rekstrarstjóra eru menn að miklu leyti valdir saman í hópa eftir því hvernig verkum þeir koma til með að gegna. í slíkum málum er þvi miður ekki hægt að gera svo öllum líki. Orð Kristjáns Kristjánssonar, sem komið hefur fram fyrir hönd Rekstr- arstofunnar í Kópavogi, um það að kerfið hafi yfirleitt mæLzt vel fyrir, kunna að eiga við þegar á heildina er litið. Annars þekki ég ekki nógu vel inn á það hjá öðrum stofnúiwm borgarinnar. Ég er ekki að leggja blessun mina á þetta launakerfi því samningsárið sker úr um það en ég vildi fjalla um málið frá minum bæjardyrum séð. að lokum vil ég nefna að í ramma- samningnum er kveðið á um að „óski menn þess sérstaklega að vinna utan premíulaunakerfisins, skal þeim það heimilt”, svo enginn er nauðbeygður til að vinna eftir því. Stefán Andrésson, trúnaðarmaður húsasmiða hjá Trésmiðju Reykjavíkurborgar. DB-mynd: Einar ÓL FUK STOUÐ AF SNÚRU í KÓPAVOGI — látið ekki þvott hanga úti að næturlagi Það borgar sig að hata gxtur i snúruþvottinum. Hulda Grímsdóttir, Borgarholtsbraut 5, Kópavogi, hringdi: Ég varð fyrir óskemmtilegri reynslu vegna þess eins að hengja út þvott sem ég í mesta sakleysi lét vera útí yfir nóttina. Þar á meðal var hvítur samfestingur og var hann Bílamarkaðurinn Grettisgötu 12-18 - Sími25252 Subaru 4X4 1978. Rauður, ekinn 57 þús. km., snjódekk, sumardekk. Verð 60 þús. Mikil sala Vantar árgerðir ’80—’81 á staðinn Datsun Cherry ’SO. Blir, ekinn 14 þða. Itm, útvarp, sumar- og vetrar- dekk. Verð 80 þ.lur. Renault 4 sendibiil 1975. Rauður, ekinn 100 þús. km. Verð 26 þús. Blazer K5 1974. Grænsánseraður, afi- stýri- og -bremsur, útvarp, disilvél. Toppbfil. Verð 140 þús. VW rúgbrauð '71. Ferðabill. Eldhús, svefnbekkur, tjald, útvarp, snjó- og sumardekk. Toppgrind. Verð 50 þ.kr. Mazda 626 2000 1980. Eldnn 14 þús. km, útvarp, segulb., sumar- og vetrardekk. Verð 96 þús. Einnig árg. '79 sömu tegundar. Saab 99 1978. Ljósblár, eldnn 47 þús. sjálfskiptur, afistýri, mjög gott ástand. Verð 90 þús. Subaru 1600 GRF. Harðtopp. Rauður, ekinn 10 þús. km. útvarp, snjó- og sumardekk. Verð 65 þús. Toyota Cresslda Grand Lux 1980. Eklnn 8 þ.km. Útvarp, segulband. Sumar- og vetrardekk. Verð 128 þ.kr. Fiat Rithmo 1980. Grcnn, ekinn 13 ‘ þús. km. Verð 83 þús. Ford Fiesta 1979. Ljósblár, ekinn 15 þús. km, skráður 1980. Verð 65 þús. Chevrolet Caprice 1979. Silfurgrár, sjálfskiptur, aflstýri- og -bremsur, út- varp. Verð 150 þús. Lada 1600 1979. Drapplitur, ekinn 35 þús. krn. Verð 51 þús. Alfa Romeo Guiletta 1978. Rauflur, eldnn 22 þús. lun, útvarp, snjód., sumard. Verð 85 þús. Sldptl mögu- leg. Volvo 244 GL 1979. Rauður, ekinn 49 þús. aflstýri- og -bremsur, útvarp- segulband. Verð 135 þús. Citroen GS Club station 1978. Rauður, ekinn 37 þús. km., útvarp, sériega fallegur. Verð 70 þús. AMC Concord '79. Drapplitur, 6 cyi., eldnn 12 þús. km, sjálfsldptur, afistýri og -bremsur, útvarp, sumar- dekk. Verfl 115 þús. Sldpti möguleg. Blazer '78. SUfurgrár/svartur, S cyl., 350 cub., sjálfsldptur, aflstýri og -bremsur, útvarp, segulband. Verð 165 þús. Daihatzu Charade Runabout ’80, vinrauður, eidnn 20 þús. lun, útvarp Verð: 70þ.kr. BMW 520 1980. Blár, ekinn 23 þús. km, útvarp- segulband, sílsalistar, afl- stýri- og -bremsur. Verð 160 þús. Fiat 127 1978. Rauður, ekinn 38 þús. km. snjó- og sumardekk. Verð 41 þús. horfinn kl. 9 næsta morgun, fimmtu- daginn 9. júlí. Samfestíngurinn er úr bómullar- efni, alveg hvítur, með silfurlituðum rennilás alveg upp í háls. Einnig eru rennilásar á skálmum og á vösum framan á. Það er teygja í mittið, engir vasar aftan á, kínakragi og flik- in er langerma, með litlum spælum og einni tölu framan á ermunum. Auk þess var búið að stytta samfest- inginn í setuna, tylla rennilásnum neðst með nokkrum handsaumuðum sporum og samfestingurinn er á manneskju sem er 162 cm á hæð. Ég pantaði hann eftír vörulista en man ekki vörumerkið. Ég bið þann, sem hlut á að máli, að skila flikinni, annaðhvort á snúruna eða skilja hana eftir við húsið, þó ekki væri meira. Einnig vil ég gjarnan biðja mæður að athuga hvort einhver dóttírin segist nýlega hafa fengið að láni, eða gefins, flík sem gætí verið umræddur samfestingur. Að síðustu vil ég vekja athygli hús- mæðra í Kópavogi á því að fylgjast vel með þvotti sínum og láta hann ekki hanga útí á nóttunni. Ef einhver skyldi vita eitthvað um hvarf þessarar flíkur þá er simanúm- erið 44793. Uniroyal dekk frábær — segirhrifinn kaupandi Helgi Már Haraldsson hringdi: Ég hringi vegna kanadísku Uni- royal dekkjanna sem verið er að setja hvað mest út á. Ég vil taka fram að ég nota þau undir minn eigin bíl og fjóra bíla Ferðaþjónustu fatlaðra, auk þess sem þau verða sett undir fimmta bíl Ferðaþjónustunnar um leið og hann verður afgreiddur úr tolli. Uniroyal dekk Gúmmívinnustof- unnar kostuðu í janúarmánuði i ár kr. 3000 undir einn bíl en tíl saman- burðar vil ég benda á að Firestone dekk kostuðu kr. 3000 haustíð 1978 (í báðum tilfellum negld vetrar- dekk), svo ekki er um neinn smá- ræðis verðmun að ræða. Ending Uniroyal dekkjanna er stórkostleg að mínu áliti. Þau eru næstum óslítandi og hvergi 1 ef ég átt kostálægraverði. Ég vil taka fram að ég er ekki á nokkum hátt tengdur innflytjendum umræddra dekkja né þekki þá per- sónulega heldur hef ég frábæra reynslu af Uniroyal dekkjunum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.