Dagblaðið - 13.08.1981, Page 18

Dagblaðið - 13.08.1981, Page 18
18 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1981. Tílkynntngar GENGIÐ Þórólfur Ólafsson hæstaréttarlögmað- ur lézt að heimili sínu 6. ágúst sl. Hann fæddist i Reykjavik 14. desember 1909. Foreldrar hans voru hjónin Ólafur Árnason og Margrét Friðriksdóttir Möller. Þórólfur stundaði aðallega lög- fræðistörf og málflutninga. Hann var skrifstofustjóri ríkisskattanefndar, vararíkisskattstjóri, en eftir 1973 rak hann svo lögmannsskrifstofu í Reykja- vík til dauðadags. Þórólfur kvæntist 1942 Þorgerði Gísladóttur. Þau eign- uðusteitt barn, Geir. ( Maria Salómonsdóttlr lézt að Hrafn- istu 2. ágúst. Hún var fædd í Drápu- hlíð i Helgafellssveit 21. febrúar árið 1891, dóttir hjónanna Guðrúnar Sigurðardóttur og Salómons Sigurðs- sonar. Maria átti lengst af heima í Fjalakettinum, Aðalstræti 8, en fluttist síðar á Lokastíg 24 með Sæmundi Runólfssyni. Þegar hann lézt árið 1966 fór hún á Hrafnistu þar sem hún andaðist. Slgurður Sæmundsson frá Hallorms- stað í Vestmannaeyjum verður jarðsunginn frá Hábæjarkirkju, Þykkvabæ, 15. ágústkl. 14. Skeggi Ásbjarnarson, fyrrverandi kennari, Laugarnesvegi 40, verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju 14. ágúst ki. 15. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Hjartavernd eða Styrkt- arfélag vangefinna í Reykjavík. Sigurður Harðarson, Fjölnisvegi 18,| verður jarðsunginn frá Dómkirkjunnij 14. ágúst kl. 13.30. Guðni Ólafsson, fyrrum póstur f Vest- mannaeyjum, andaðist í Landakots- spitala 12. ágúst. Steinunn Magnúsdóttir, Eyvík Grims- nesi, lézt 8. ágúst I Hafnarbúðum.Út- förin verður gerö frá Stóru-Borgar- kirkju 15. ágúst kl. 14. Málverkasýning í Eden í Hveragerði Gunnar Halldór Sigurjónsson hefur opnað mál- verkasýningu i Eden í Hveragerði. Á sýningunni eru 40 myndir og eru þær flestar til sölu. Þetta er níunda einkasýning Gunnars Halldórs en auk þess hefur hann tekið þátt i samsýningum. Sýningin verður opin til 23. þ.m. Árndis Árnadóttir frá Bildudal lézt 6. ágúst. Hún verður jarðsungin frá Bildudalskirkju 14. ágúst kl. 14. Guðný Bjarnadóttir frá Hraunsnefi verður jarðsett frá Borgarneskirkju 15. ágúst kl. 14. Kjartan Ólafsson héraöslæknir 1 Kefla- vik er látinn, 60 ára að aldri. Hann var sonur hjónanna Ólafs Ólafssonar skólastjóra á Þingeyri og Kristinar Guðmundsdóttur. Hann lauk læknisprófi frá Háskóla fslands 1949 og var héraðslæknir á ýmsum stöðum, síðast i Keflavikurhéraöi, einnig var hann læknir elliheimilisins Hlévangs i Keflavik. Hann var formaður ýmissa félagshópa og Garðprófastur 1947. Eftirlifandi kona hans er Ásdís Helga Jóhannsdóttir og varð þeim þriggja barna auðið. Ferflafélag íslands Helgarferðlr 1,—16. ágúst: 1. Snæfellsnes — Helgrindur (873 m). Gengið á Helgrindur frá Grundarfirði. Gist i tjöldum. 2. Hveravcllir — Þjófadalir. Gist í húsi. 3. Landmannalaugar — Eldgjá. Gist í húsi. 4. Þórsmörk. Gönguferöir við allra hæfi. Gist í húsi. Álftavatn á Fjallabaksleið syðri. Skoðunarferðir um nágrennið. Gist í húsi. Gönguferð: Landmannalaugar — Þórsmörk 14.—19. ágúst (aukaferö). Gist i húsum. Farmiða- sala og allar upplýingar á skrifstofunni, Öldugötu 3. Grafískir kvikmyndadagar Almenn kvikmyndasýning. Föstudaginn 14. ágúst kl. 20:00—23:00 að Kjarvalsstöðum. „Framleiðsla grafískra kvikmynda”. Sýndar verða kvikmyndir sem fjalla um grafiskar kvikmyndir og grafiska kvikmyndagerðarmenn. Hér er um aö ræða kvikmyndir sem skýra og sundur- greina þessa listgrein. — Hverjir gera slíkar kvik- myndir? Hvernig eru þær gerðar og hvers vegna? MYNDALISTI: The Light Fantastlck: Yfirgripsmikil kvikmynd um sögu grafískrar kvikmyndagerðar hjá kanadísku kvik myndastofnuninni sem hvaö mest hefur stuðlað aö efiingu og framþróun þessarar listgreinar síðustu árin. Moving Pictures: Heimildarmynd um framleiöslu grafiskrar kvikmyndar sem unnin var af pólska grafikhönnuðinum og kvikmyndageröarmanninum Jan Lenica. The Eye Hears, The Ear Sees: Yfirlitsmynd um brautryðjandann Norman McLaren hjá kanadísku kvikmyndastofnuninni. Sannar sögur í Suðurkvísl Ennþá þykir okkur Löður skemmtilegra en Dallas. Þessir sannrasöguþættir úr Suðurkvisl eiga þó margt sameiginlegt með sápunni — helzti munurinn sýnist manni vera sá aö hlátursmaskínan er ekki sett í gang með vissu millibili í Dallas eins og I Löðri. Og brandaramir eru ekki jafngóöir. Skrítin samsetmng þessir Dallas- þættir. Ef ég man rétt var fólk nokkuð almennt þeirrar skoðunar þegar þessar sönnu sögur byrjuðu, að þetta „hlyti nú að lagast”. Satt að segja hélt ég það llka — mér var að öðrum kosti lífsins ómögulegt að skilja hvað hafði valdið miklum vinsældum Ewing-fjölskyldunnar um heim allan. Ég skal játa það hér og nú að ég skil það ekki enn — Tommi og Jenni voru mínir menn. Dagskrá útvarps og sjónvarps í gærkvöld var I rauninni ágæt fyrir minn smekk. Fréttirnar ollu mér að vísu nokkrum vonbrigðum — ekki fyrir það aö fréttamenn ríkisfjöl- miðlanna séu svona ógurlega lélegir, heldur vegna þess eins að það er hreinlega ekkert merkilegt í fréttum þessa dagana. Meira að segja veður- fréttirnar eru ómerkilegar í þessu tilliti. Sjónvarpið er með þeim ósköpum gert (eða er það mannfólkið?) að setjist maður niður og hafi ekkert annað sérstakt að gera þá er allt að því erfitt að lyfta sitjandanum upp úr mjúkum stólnum aftur. Því sátum við sem fastast undir Tomma og Jenna, auglýsingunum, Dallas og meiri vondum auglýsingum. Þá kallaði skyldan og á meðan sýndur var mestur hlutí mynd- ar um hjartasjúkdóma — sem ég var búinn að einsetja mér að missa ekki af — lá ég í símanum. Það gerði kannski ekkert til — á hinum enda línunnar var góður maður. Óli lokbrá læddist svo inn tíl min þegar Þorgeir fluttí þrettán- hundraðasta Bítlaþáttinn. Segir ekki meiraaf þvi. A k Til Heiðurs Heðin Brú í þórshöfn 1 Færeyjum eru út komin Bókatíðindi, ritstýrð af Emil Thomsen, bókaútgefanda þar. Tíðindin eru að þessu sinni helguð rithöfundinum Heðin Brú sem nú er áttræöur og eru í þeim margar greinar um ritstörf hans. Norski prófessorinn Reidar Djupedal fjallar um uppbyggingu sagna hans, Carin Sandquist frá Svíþjóö fjallar um málfar þeirra, Vé- steinn Ólason dósent skrifar ,,Nokkur orð um góöan granna”, Bjarne Nielsen Brovst, lektor frá Dan- mörku, skrifar persónulegar endurminningar um Brú, Hanus A. Samuelsen kennari i Færeyjum sendir Heðin Brú kveðju og William Heinesen sendir starfsbróður sínum skemmtilega kveðju. Stórgjöf til Krabbameinsfélagsins Nýlega barst Krabbameinsfélagi Islands 30.000 krónur gjöf til minningar um hjónin Ingibjörgu Þ. Guðmundsdóttur og Jóhann Kristófersson sem bjuggu á Aöalbreið i Vestur-Húnavatnssýslu. Gef- andinn óskaði þcss að nafn sitt yrði ekki birt. Slíkar gjafir koma sér einkar vel fyrir félagið þar sem þaö hyggst hefja húsbyggingu á lóð þeirri sem Reykjavíkurborg úthlutaði þvi viö Hvassaleiti 1 sumar. Það er ætlun stjórnarinnar aö láta allar gjafir sem félaginu berast renna i húsbyggingarsjóö nema ein- hvers annars sé eindregið óskaö. Minna má á að gjafir til Krabbameinsfélagsins eru skattfrjálsar. Varð á heyi Á vegum búreiknistofú landbúnaðarins hefur verið reiknaöur framleiðslukokstnaður á heyi nú f sumar. Miöaö viö vélbundið hey og að baggamir séu teknir á túni er áætlaöur framíeiðslukostnaður kr. 1,40 á kg. Sé heyið komið i hlöðu, er kostnaöurinn áætlaöur kr. 1,50 á kg. Nýlistasafnið Fimmtudaginn 13. ágúst kl. 20 opnar sýning á verki eftir hollenzkan myndlistarmann, Paul MOller að nafni. Hér er um svipað verk aö ræöa og þau sem sýnd voru f safninu fyrr f sumar, þ.e. verk háö tíma og rými. Verk þetta er svokölluð ..installation” og gæti þýtt ..uppsetning”. Hér er á ferðinni install- ation með videoi og er ugglaust fyrsta video- installation sem sett er upp hér á landi. Þessi installa- tion er afsprengi annarrar sem kallaöist ..Tracking” og átti sér stað 1 járnbrautalest og hollenzku land- slagi. Fjallar hún um skynjun á hreyfingu f tíma og rými. Hér samanstendur hún af video-bandi Ijós- myndum og texta. Á fimmtudaginn 20. ágúst kl. 20 mun Paul Múller framkvæma geming sem hann kallar „Black- square” er samanstendur af verknaði hans og kvik- mynd, þar á sér stað samspil hans og þess sem i kvik- myndinni er. Sýningin er opin frá 16—22 virka daga og 14—22 um hdgar, henni lýkur fimmtudaginn 20. ágúst. dóttur. Kvikmyndir Osvaldar Knudsens hafa verið sýndar eftir hlé. Yfirlitssýningunni á vcrkum Þorvaldar Skúla- sonar lýkur um næstu helgi eöa sunnudaginn 16. ágúst. Sýningin er opin daglega kl. 14—19. Doppa fór að heiman frá Stórholti 25 sl. miövikudag. Hún er gulbrún á skrokkinn, með hvitar lappir og bringu. Þeir sem kynnu að hafa séð hana eða geta gefið einhverjar upplýsingar um ferðir Doppu, vinsamlega hringií sima 14013. 85 ára er i dag, 13. ágúst, Sigurrós Jónasdóttir, Ásvallagötu 53 hér i bæ. Hún tekur á móti gestum sínum I kvöld á heimili sonar sins og tengdadóttur aö Heiðarbæ4Rvík. AA-samtökin I dag, fimmtudag, veröa fundir á vegum AA-sam- takanna sem hér segir: Tjarnargata 5 (s. 91-12010), græna húsið kl. 14 og 21 (ungt fólk), Tjamargata 3 (s. 91-16373), rauða húsið kl. 21, Luagameskirkja safnaðarheimili kl. 21, Kópavogskirkja kl. 21, Akureyri, Geislagata 9 kl. 21, Dalvík, Hafnarbraut4 kl. 21, Blönduós, Kvennaskóli kl. 21, Patreks- fjörður, Ráðhúsinu við Aðalstræti kl. 21, Sauöár- krókur, Aöalgata 3 kl. 21, Seyðisfjörður, Safnaðar- heimili kl. 21, Vestmannaeyjar Heimagata 24 kl. 20.30. Staðarfell Dalasýslu, Staðarfell kl. 19, og Vopnafjörður, Hafnarbyggö 4 kl. 21. Á morgun, föstudag, verður fundur 1 hádeginu að Tjamargötu 5, kl. 12 og 14. Kaupið hækkar um 8,92% Kauplagsnefnd reiknaði út á fundi sínum i gær visitöluhækkanir, sem koma til framkvæmda 1. september næstkomandi. Hækkun verðbótavísitölu er 8,92% við hærri mörk og hækka öll laun um þá hlutfallstölu upp að 8.304 krónum. Lægri mörkin em hins vegar 7,90% og kemur sú hækkun ofan á laun fram yfir 8.304 krónur. Framfærsluvísitala hækkar um 8,96% um mánaðamótin. Reykjavfkurvika 17.—23. ágúst1981 Myndina á spjaldinu teiknuöu Siguröur Kristjánsson 11 ára og Stefán Hrafnkelsson 10 ára I hugmynda- samkeppni sem framkvæmdanefnd Reykjavikur- viku efndi til meðal grunnskólanemenda i Reykjavík sl. vetur. Norræna húsið Siðasta Opna hús sumarsins i Norræna húsinu verður fimmtudagskvöld 13. ágúst kl. 20:30. Nanna Hermansson borgarminjavörður flytur þá erindi á dönsku og sýnir litskyggnur um Reykjavlk fyrr og nú. Eftir hlé veröur sýnd kvikmynd Osvaldar Knudsens Reykjavlk 1955, en þaö er 35 min. kvik- mynd tekin í lit og sýnir þróun borgarinnar, ýmsar byggingar og ibúa. Myndin er meö islenzku tali. Góð aðsókn hefur verið að Opnu húsi 1 sumar og hafa ferðalangar frá Norðurlöndunum fengiö að hlýða á erindi um upphaf byggðar á íslandi, þjóð- visur, islenzkar nútimabókmenntir, ísland idag, eld- virkni á íslandi og nú siðast um Reykjavik fyrr og nú, auk þessa hafa þjóödansar verið á dagskrá sem og tónleikar Manuelu Wiesler og Helgu Ingólfs- Strætó Í50 ár Reykjavíkurvika ff? 17.-23. ágúst 1981 GENGISSKRÁNING Ferðamanna- Nr.148-10. ágúst 1981 £ gjaldeyrir Einingkl. 12.00 Kaup Sala Sala 1 Bandaríkjadollar 7,676 7,695 8,466 1 Stariingspund 13,504 13,539 14,893 1 Kanadadollar 6,168 6,184 6,802 1 Dðnsk króna 0,9486 0,9510 1,0461 1 Norsk króna 1,2225 1,2257 1,3483 1 Sœnsk króna 1,4191 1,4228 1,5661 1 Hnnsktmark 1,8361 1,6404 1,8044 1 Franskur franki 1,2418 U451 1,3696 1 Belg. franki 0,1822 0,1827 0,2009 1 Svissn. f ranki 3,4681 3,4772 3,8426 1 Hollenzk florina 2,6886 2,6936 2,9984 1 V.-þýzktmark 2,9841 2,9918 3,2910 1 (tölsk líra 0,00605 0,00606 0,00667 1 Austurr. Sch. 0,4249 0,4260 0,4686 1 Portug. Escudo 0,1133 0,1136 0,1250 1 Spánskur peseti 0,0746 0,0760 0,0834 1 Japansktyen 0,03221 0,03229 0,03493 1 frsktDund 10,904 10,933 12,159 SDR (sérstök dráttarréttindi) 8/1 8,4789 8,5012 Sfcnsvari vegna gengisskráningar 22190. ÖMAR VALDIMARSSO mr I GÆRKVÖLDI Gert ar ráð fyrir suðlwgri átt um aNt land, skúrum á Suður- og Vasturtandl og Iftils háttar fyrir norðen. Kl. 6 var hasgvlðri, akúr og 9 stíg í Reykjavlt, sunnan 3, rigning og 9 stig á Gufuskákim, haegviðri, akýjað og 10 stig á Gaharvita, hasgvlðri, akýjað og 7 stig á Akureyri, haagvlðri, akýjað og 6 stig á Raufarhðfn, þoka ( grennd, hasgvlðri og 6 stig á Deletanga, eustan 4 , alskýjað og 8 stig á Hðfn, suðaustan 5, úrkoma f grennd og 9 stig á Stórhðfða. I Pðrshðfn var skýjað og 10 stig, I Kaupmannahðfn þokumóða og 18 stig, ( Osló þokumóða og 17 stig, I Stokkhólmi skýjað og 19 stig. i London lágþokublettlr og 13 stig, ( Hamborg þokumóða og 14 stig, í Paris þokumóða og 16 stig, í Madrid heiðrikt og 17 stig, ( Ussabon þoku- móða og 15 stig, (Washlngton mtetur og 23 stlg. Andlát Sýningar ItJ.I J s t

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.