Dagblaðið - 14.09.1981, Blaðsíða 22

Dagblaðið - 14.09.1981, Blaðsíða 22
 22 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1981. Menning Menning Menning Menning Hvað á að verða um Jda? Leikfélag Reykjavikur: JÓI Höfurtdur og leikatjóri: Kjartan Ragnarsson Leikmynd: Steinþór Sigurðeson Lýsing: Daniei Wiiliamsson Er það segin saga að „hæli”, „stofnanir” séu af hinu illa? Ekki finn ég betur en það sé segin saga í þeim bókmenntum, sögum og leikrit- um sem í seinni tíð fjalla um stofnan- ir og hæli, líf og hagsmuni þess fólks sem slika staði byggir. Eins og Jói eftir Kjartan Ragnarsson. Eins og það er að sínu leyti segin saga að fólk sem fæst viö verslun og viðskipti, ég tala nú ekki um ef það stendur í heildverslun, er óttaleg dauðans ómenni í slíkum sögum og leikjum. Eins og Bjarni bróðir í leikritinu um Jóa. En skyldi það nú endilega vera vist að örkumla menn, eða vangefnir, gamalmenni, sinnisveikt fólk, eða drykkjusjúklingar, eða hverjir þeir sem ófærir eru um að bjargast á eigin spýtur ,,úti í þjóðfélaginu” eins og sagt er, skyldi vera víst að það sé allt betur komið heima hjá sér, þar sem það njóti persónulegrar umönnunar og ástúðar, allra helst hjá sinni eigin fjölskyldu? Það er að vísu svo margt sinnið sem skinnið. En má ekki allt eins hugsa sér þá almennu reglu að sliku fólki sé þrátt fyrir allt best borg- ið á stofnunum sem eru sérstaklega samdar að þörfum þess, til þess að veita því þann bata sem auðið er og verða að öðr i k(".u )"' 'skjól sem það þarfnast? Það eru ekki gild svör í því máli að þessi og þessi stofnun sé svona og svona illa rekin. Bætum þá stofnan- irnar! Það er í senn skylda og réttur heilbrigðra manna og sjúkra sem eiga félag saman um stofnanirnar eins og þjóðfélagið að öðru leyti. En þótt vandamál af þessu tagi sé tilefnið þá er það tæplega yrkisefni Kjartans Ragnarssonar. Jói er sér á parti, eins og hver og einn eins- taklingur auðvitað er, uppkominn maður, vinnufær, en hefur alla sína ævi búið í skjóli móður sinnar og þarf á því að halda til frambúðar ef líf hans á að vera bærilegt. Jói eirir alls ekki á hæli. Nú er mamma dáin, faðir hans treystist ekki til að taka á sig hennar hlutverk, og berast þá böndin að systur Jóa, Lóu. Hún er að fara til þriggja ára náms úti í Þýska- landi, maðurinn hennar, málari, að efna í sína fyrstu sýningu. Eiga þau nú að láta allt þetta í sölurnar, vonir sínar um frama og fullnægju, hjú- skaparhamingju sína, í sölurnar fyrir heill og hag Jóa? Á ég að gæta bróður míns? Já, segir Kjartan Ragnarsson skýrt og skörulega í leikriti sínu um Jóa. Það eiga þau að gera. Lóu er það Svipmynd frá gestaleik Þjóðleikhússins. leikurinn einn að sýna fram á síngirni og lítilmennsku sem ræður breytni og skoðunum föður hennar og Bjarna bróður í máli Jóa. Þeir eiga engan rétt til að krefjast þess af henni, bara af því að hún er kvenmaður, að hún geri það fyrir bróður sinn sem þeir þykjast ekki geta sjálfir. En hún kemst ekki svo auðveldlega undan skylduboðinu í sínu eigin brjósti sem segir að henni beri sjálfri að gæta bróður síns, að kærleikurinn, fórnar- lundin sé hin æðsta dyggð eða gildi og allt annað einskis vert ef hana bresti. Þeim er að sönnu báðum mætavel ljóst, Lóu og Kjartani, að þær kring- umstæður geta orðið í lífi hvers manns að ógerningur sé að lifa lífinu samkvæmt sínu eigin eðlisboði og innsta vilja. Kjartan Ragnarsson er, eins og hann hefur sjálfur sagt, að lýsa vandamáli, ekki leysa það í leik- ritinu. Lóa veit fullvel að það er svikasátt sem samin er í leikslokin: Jói fellst sjálfur á að vistast á hælinu næstu þrjú árin, en þegar þau koma heim aftur frá Þýskalandi, Lóa og Dóri, ætla þau að taka-hann til sín. En það er því miður fátt líklegra en einnig þá komi eitthvað uppá, þeim bjóðist einhver þau gæði sem ógern- ingur sé að hafna til að þau geti tekið Jóa. Þess vegna hefur Lóa líka nokk- urs misst i leikslokin. Henni er orðið ljóst að ef virkilega reyndi á það ættu þau Dóri ekki það hald og traust hvort í öðru sem þau þyrftu og ættu kannski rétt til. Það stendur hver og einn aleinn uppi um síðir. Og það er sárt. Lýsing Lóu, hinnar sterku konu sem umkringd er veiklunduðum karl- mönnum sem allir þurfa á henni að halda, átökin á milli skyldu hennar við sjálfa sig og skyldunnar við aðra, DOMUSI Barnapeysur frá Marks og Spencer Verð frá kr. 69,- Síðbuxur kvenna - 295,- Blússur - 154,- Kjólar frá Marks og Spencer - 255,- Herraskyrtur 99,- T-bolir, herrastærðir — 22,- Háskólabolir, 8 litir 78,- Loðfóðraðar mittisblússur herra — 679,- ísaumuð amerísk handklæði - 45,- l Götuskór kvenna og karla - 260,- Kínaskór stærðir 25—43 49,- Kitchenaid hrærivélar - 3.706,- Nýkomiö mikið af smærri raftækjum og búsáhöldum MUNIÐ10% AFSLÁTTARKORTIN. NÝIR FÉLAGSMENN FÁ AFSLÁTTARKORT. J kröfunnar um fórn eða fullnægju, er í rauninni yrkisefnið í leiknum. Það liggur eins og óútkljáð í sambýli þeirra Lóu og Dóra, skiptum hennar við föður sinn og bróður, en það er brýnt í odd í viðskilnaði þeirra Jóa. Mér fannst Hanna Maria Karlsdóttir fara einkar skilvíslega með hlut- verkið, hennar veigamesta verk til þessa, að ég ætla, á meðal annars af því hvað það var látlaust af hendi leyst. En eins og stundum endranær hjá Kjartani Ragnarssyni er eins og hann hafi miklu meira efni í takinu en hann gerir i rauninni skil í leikn- um. Leikurinn festir sjónir á vandamáli Jóa, alveg raunverulegum vanda sem vera kann mun algengari en við heil- brigðir leikhúsgestir gerum okkur í fljótu bragði grein fyrir. Og þess vegna má líka finna það að leiknum að það geri ekki sjálfu vandamáli Jóa skil til hlítar. Eitt er að sá kostur a- alls ekki ræddur hvort auðið sé að kaupa Jóa eða útvega með öðrum hætti þá þjónustu sem hann þarf á að halda. Er eftirlaunadæmi föður hans: Guðmundar Pálssonar rétt reiknað í leiknum? í öllu falli á Bjarni bróðir: Þorsteinn Gunnarsson nóga peninga, og ekki er hann ofgóður aðblæða. Hitt er samt verra að Jói getur samkvæmt leiknum orðið hættulegur sjálfum sér og öðrum. Þótt Dóri mágur hans: Sigurður Karlsson geti tuskað hann til er svo sem ekki víst að faðir hans eða Bjarni bróðir gætu það ef á reyndi. Og Jói er kominn á flugstig með að nauðga Maggí mágkonu sinni: Elfu Gísladóttur. Hann er ekki bara umkomulaust blessað barn heldur líka fullburða karlmaður. Þau koma sér saman um það Maggí og Dóri að gleyma þessu og láta eins og ekkert sé —: af því að Jói er nú einu sinni Jói. Er það ekki ansi ábyrgðarlaust gagnvart Jóa sjálfum og þeirri stúlku sem næst kynni að verða fyrir honum? Kannski Jói sé þrátt fyrir allt best geymdur á hæli, og það þótt hælið sé ófullkomið? Leikurinn einbeitir sér að dæmi Jóa — það er undirstaðan sem hin siðferðislega eða heimspekilega umræða hans og erindi við áhorfand- ann ris á. Þess vegna er líka mikils vert að það dæmi sé rétt lagt fyrir í leiknum. En rétt að taka alveg skýrt fram að þessar aðfinningar, ef það eru aðfinnslur, breyta engu um það að Jói Kjartans Ragnarssonar, sýn- ingin í Iðnó er áhrifamikið verk og tekst sín tilætlun býsna vel: að leggja fyrir áhorfandann til úrlausnar raun- verulegt mannlegt og félagslegt vandamál, án þess að svíkjast undan neinum þáttum þess. Og þess vegna lýkur leiknum eins og vera ber: á spurn. Sjálft hlutverk Jóa hygg ég að sé það sem Kjartan Ragnarsson hefur hingað til skrifað best, og ungur húsinu, frakkneskur látbragðsleikari frá leikhúsi sem kennir sig við rauðan hatt, Théatre de Chapeau Rouge í Avignon. Nú er mímulist, látbragðsleikur einhver hin skemmtilegasta listgrein. En vera má að hún sé ein af þeim greinum lista sem tvennt er til um: annaðhvort að leysa verk sitt af hendi með fullkomnum hætti eða láta það alveg vera, annaðhvort sé mímu- leikur afbragðs-góður eða ekkert i Lóa og Dóri (Hanna María Karlsdóttir og Siguröur Karlsson) i Jóa eftir Kjartan Ragnarssson. hann varið. Hér hjá okkur er að sönnu fátt til viðmiðunar. Fer ekki hjá því að manni verði efst i huga þeir meistarar þessarar greinar sem sótt hafa okkur heim, sjálfur Marcel Marceau fyrir allmörgum árum, og nýmóðinsmaður í mímuleik, Yves Lebreton á listahátíð fyrir nokkrum árum. Samanburðurinn er sjálfsagt ósanngjarn. En á við þessa höfðingja og ógleymanlegar stundir með þeim í leikhúsinu varð satt að segja ekki mikið varið í einleik Yanns Collette í sýningu eftir Pierre Pradinas, and- spænis erfiðum degi nefndist hún, í Ieikhúsi hins rauða hattar. Sagan í leiknum er ofur-einföld og látin uppi með einföldum meðölum, svipbrigðaleik fremur en látbragðs, náinni samstillingu leiks og leik- hljóða. Hún snýst um raunaferil einstæðingsmanns, misheppnaða listamannsins sem elur með sér draum um frægð og frama, ósamda sinfóníu sína, en elur önn fyrir sér með pianókennslu, alveg aleinn í ÓLAFUR JÓNSSON Leiklist v •... ,• leikari, Jóhann Sigurðarson fór þann veg með það að maður trúði hverju hans orði, hvert andartak leiks. Og það er að endingu mest um vert: þann mannlega veruleik sem siðaspeki leiksins rís á eða stafar af. Þá er af þátttakendum aðeins ógetið um dúkku Jóa, Súpermann: Jón Hjartar- son í hlutverkinu. Það voru reglulega fallegar senur þeirra á milli: einföld tjáning barnshugarins i leiknum: — Á annarri sýningu, í gærkvöld var Jóa prýðisvel tekið, hlustað á hann í mikilli alvöru, án þess að fyndni leiks og sýningar spillti neinu í erindum hans. Það efast ég ekki um að hér er enn ein sýning komin frá Kjartani Ragnarssyni sem á langa líf- daga fyrir höndum Með síðan Kött í fyrrakvöld var gestur í Þjóðleik- heiminum. Auðvitað á Monsieur Guy ósköp bágt. En mér var því miður um megn að fá svo sem neinn áhuga á eða finna til hluttekningar í raunar- rollu hans. Það sem helst virtist taka heima hjá áhorfendum var mjög svo einföld fyndni í töktum og texta, fremur en hlutverkið, leikurinn sjálfur. Vera má að sýningin nyti sín betur í miklu minna húsiþar sem nánara gæti orðið með leikanda og áhorfendum en varð í Þjóðleikhúsinu. Samt efast ég um það, fannst satt best að segja að leikni og tækni leikandans, mýkt og sveigja andlitsfalls og líkamans kæmi hér fyrir lítið, hefði fráengu að segja nema sjálfri sér. Vona bara, mín vegna, að þetta stafi ekki af einum saman ókunnugleik, ónæmi á þessa nýstárlegu list — sem að sönnu er ein uppistaða alls leiks á sviði.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.