Dagblaðið - 17.09.1981, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 17.09.1981, Blaðsíða 1
7. ÁRG. — FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1981 — 210. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11.—AÐALSÍMI 27022. Noregur: Stefnir í minni- hluta- stjóm í dag klukkan tólf að norskum tima hittast borgaraflokkarnir þrír að nýju og ræða áfram stjórnarmyndun. Talið er sennilcgt að landstjórn Kristi- lega flokksins, sem kemur saman i dag, muni ieggjast gegn þátttöku fiokksins i stjórn. Vandamálin eru tviþætt fyrír Kristilega flokkinn: Hörð afstaða flokksins gagnvart fóstureyðingarlögunum og veikari staða flokksins eftir kosningarnar. Káre Willoch hefur sagt að ef Kristilegi flokkurinn og Miðflokkur- inn telji sig ekki geta myridað rikis- stjórn með Hægri flokknum nú, geti þeir hugsanlega komið inn í ríkis- stjórnina siðar. Það ætti að verða ljóst nú um helgiria hvort Hægri- flokkurinn neyðist til að myndá minnihlutastjórn. -SJ, Osló. Bændakór- inn tekur lagið i Tungunum — þar sem réttað varígær Tungnamenn réttuðu í gær í Tungnarétt — líflegustu réttum landsins, eins og þeir sögðu sjálfir þegar Dagblaðsmenn litu við í gœr. Þá var búið að draga og „bœndakórinn” söng há- stöfum í miðjum almenningnum undir stjórn réttarstjórans, Sig- urðar Þorsteinssonar frá Heiði (með húfu, að ofan). Fossinn Faxi lék undir svo undir tók í sveitinni og féð jarmaði milli- raddir í dilkunum. DB-myndir: ÓV. Fjárlagafrumvarpið fyrir1982: Verðbólgunni verði komið niðurí 30% — ogsíðan enn neðar—Myndiþýða að verðbólguhraðinn kæmistniðurundir 20% á síðari hluta ársins Sú stefna er sett fram í fjárlaga- frumvarpi ríkisstjórnarinnar, sem er í prentun, að verðbólgunni verði komið niður í 30 prósent á næsta ári. Þá er miðað við meðaltalshækkun milli áranna 1981 og 1982. Þetta mundi þýða að verðbólguhraðinn kæmist niður undir 20 prósent á síðari hluta næsta árs, eigi þessu meðaltali að verða náð. Hraði verðbólgunnar er nú um 40 prósent, sé miðað við heilt ár. I fjárlagafrumvarpi fyrir árið í ár var gert ráð fyrir rúmlega 40 prósent verðbólgu. En í fyrra sást í fjárlaga- frumvarpinu sú stefna, að verðbólg- unni yrði komið lengra niður, eða í um 30%. Svo fór í það sinn að verðbólgan var yfir 50% þegar upp var staðið. Ríkisstjórnin vinnur enn að mótun þeirra „aðhaldsaðgerða” sem eiga að sjá til þess að markinu um 30% verðbólgu árið 1982 verði náð. -HH. Alvarlegar ásakanir í bókun útvarpsráðsmanns: Einkasamtal Kjartans leikið af segulbandi Ályktanir og bókanir ýmiss konar varðandi starfsmenn fréttastofu út- varps flæða nú yfir landslýð. Nýjasta ályktunin varð til á sameiginlegum fundi starfsmannafélaga útvarps og sjónvarps sem haldinn var í gær- kvöldi og um 50 manns sóttu. Þar segir m.a.: „Fjórir útvarps- ráðsmenn (Ellert B. Schram, Erna Ragnarsdóttir, Guðni Guðmundsson og Markús örn Antonsson — innsk. DB) hafa í bókun 11. september sl. veitzt að fréttamönnum Ríkisút- varpsins með þeim hætti að ekki verður flokkað undir málefnalega gagnrýni.” Vitnað er í bókun fjór- menninganna en því næst segir í ályktun starfsmannanna: „Enn einu sinni hafa útvarpsráðsmenn byggt af- stöðu sína á pólitík í staðreynda stað og má ætla að annaðhvort séu þessir menn ekki starfi sínu vaxnir eða þá að núverandi fyrirkomulag útvarps- ráðs sé ekki heppilegt til að tryggja hag neytenda og stofnunarinnar. Það má heita hlálegt að starfsmenn Ríkisútvarpsins þurfi að minna út- varpsráðsmenn á að fréttamenn njóta sömu mannréttinda og aðrir þjóðfé- lagsþegnar. Þeir hafa fullt leyfi til þess að hafa pólitiska skoðun og vera í pólitískum flokki svo framarlega sem það kemur ekki fram í starfi þeirra. Eðlilegt er að þeir sæti gagn- rýni sé um slikt að ræða.” Undir lok ályktunarinnar segir að hvorki árásir Vilmundar Gylfasonar né bókun fjórmenninganna í útvarps- ráði geti flokkazt undir málefnalega gagnrýni heldur atvinnuróg af versta tagi og að fjórmenningarnir hafi enn ekki getað bent á nein dæmi um notkun fréttamanna á starfi sínu í pólitiskum tilgangi. í bókun útvarpsráðsmannanna fjögurra segir m.a.: ,,. . .þess hefur orðið vart að trúnaðarbrot frétta- manna og formleg tengsl sumra þeirra við ákveðna stjórnmálaflokka vekja tortryggni og kalla á pólitiskar deilur eins og dæmin sanni.” Þá lögðu þeir Ellert Schram og Markús Örn á umræddum útvarps- ráðsfundi fram sínar eigin bókanir. í fjölmennurfundur starfsmanna útvarps og sjón- varpsályktarum mannréttindi fréttamanna bókun Markúsar segir að staðfest sé að einkasamtal Kjartans Jóhannsson- ar við fréttamann hafi verið leikið af segulbandi fyrir starfsmenn stofnun- arinnar. Segir að settur útvarpsstjóri hafi lagt fram gögn i málinu sem á engan hátt hnekki ummælum um tor- tryggni i garð fréttamanna. Telur Markús að skýrsla frá viðkomandi fréttamanni kalli ótvírætt á ítarlega rannsókn þar sem í þeirri skýrslu hafi verið athugasemdir sem séu mjög al- varlegs eðlis. -KMU.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.