Dagblaðið - 17.09.1981, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 17.09.1981, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1981. Fjölbreytt og skemmtilegt tungumálanám Enska, þýzka, franska, spánska Norðurlandamálin. íslenzka fyrir útlendinga. Áherzla er lögfl á létt og skemmtileg samtöl i kennslustundum. Samtölin fara fram á þvi máli sem nemandinn er að læra, svo afl hann æfist i talmáli allt frá byrjun. Siðdegistimar — kvöldtimar. Mimír, Brautarholti 4 — sími 10004 (kl. 1—5 e.h.) Einkaritaraskólinn • Veitir nýliflum starfsþjálfun og öryggi. • endurhæf ir húsmæflur til starfa á skrif stof um • stufllar afi betri afköstum, hraflari afgreiðslu • sparar yf irmönnum vinnu vifl afl kenna nýliðum • tryggir vinnuveitendum hæfan starfskrafta • tryggir nemendum hærri laun, betri starfsskilyrfli • sparar námskostnafl og erlendan gjaldeyri. Mímir, Brautarholti 4 — Sími 11109 (kl. 1—5 e.h.) EIGNANAUST HF. SKIPHOLTI5 SÍMAR 29555 OG 29558 OPIÐ KL. 1-5 LAUGARDAGA OG SUNNUDAGA. Dvergabakki 3ja herb. 83 ferm íbúð á 3. hæð, mjög vönduð og góð eign, verð kr. 500.000,00. Laufvangur 3ja herb. íbúð á fyrstu hæð, þvottur og búr inn af eldhúsi. Verð 530.000,00. Melgerði 3ja herb. 70 ferm risíbúð í tvíbýli, verð kr. 400.000,00. Hörgshiíð Einstaklingsíbúð til sölu. Verð tilboð. Ljósheimar 3ja herb. íbúð á 4. hæð, 80 ferm, fæst helzt í skiptum fyrir sams konar eign með stórum stofum. Leirubakki 4 herb. plús eitt herb. í kjallara, mjög fallegt tréverk, vönd- uð eign, verð kr. 700.000,00. Lækjarkinn 3 svefnherbergi plús tvær samliggjandi stofur og 2 stór her- bergi í kjallara, alls 120 ferm, bílskúr, verð kr. 780.000,00. Kársnesbraut 4 herb. risíbúð, 110 ferm, í tvíbýli, verðkr. 510.000,00. Kaplaskjólsvegur 5 herb. íbúð á 4. hæð og í risi, alls 140 ferm, verð kr. 650.000,00. Átfheimar 4 herb. íbúð, 110 ferm, á 3. hæð, fæst í skiptum fyrir góða 3ja herb. íbúð. Reykjavegur — Mosfellssveit Einbýlishús sem er 4 stór svefnherbergi, 2 samliggjandi stofur, eldhús og bað plús 50 ferm bílskúr, verð 1.000.000,00. Esjugrund, Kjalarnesi Sökklar að raðhúsi, allar teikningar fylgja, búið að greiða öll lóðargjöld. Verð 180.000.00. Sandgerði Einbýlishús, 140 ferm plús 50 ferm bílskúr, verð kr. 850.000,00. Selfoss Einbýlishús á 2 hæðum, stór bílskúr, verð kr. 600.000,00. Skerjafjörður Höfum verið beðnir að útvega góða byggingarlóð fyrir mjög fjársterkan kaupanda. Óskum eftir 3ja herb. íbúð á Grundunum Kópavogi eða Fossvogi, einbýlishúsi í gamla bænumn, með bílskúr, einbýlishúsi eða góðri sérhæð í Kópavogi, sérhæð eða raðhúsi í Heima- hverfi, Langholti eða Laugarnesi. SK0ÐUM 0G METUM ÍBÚÐIR SAMDÆGURS. GÓÐ OG FUÓT ÞJÓNUSTA ER KJÖR0RÐ 0KKAR. AUGLÝSUM AVALLT Í DAGBLAÐINU Á ÞRIÐJUDÖGUM 0G FIMMTUDÚGUM. EIGNANAUST, ÞORVALDUR LÚÐVÍKSSON HRL. f 7642—6783 fer fram á það við Þjóðleikhúsið að þeir, sem eru með „fasta-miða”, njóti forkaupsréttar í fáeina daga, llkt og tiðkast hjá Iðnó. Ábending til Þjóðleikhússins: Takið Iðnó til fyrirmyndar — látið fastagesti njóta forkaupsréttar 7642—6783 hringdi: ekki vör við auglýsingar um þetta ákveðinn dagafjölda. Þá er fólki gert "Við erum nokkur hjón sem höfum efni fyrr en að kvöldi dags og þá viðvart með bréfi. verið með fastamiða á sýningar Þjóð- reyndist allt vera uppselt á þá sýningu leikhússins í mörg ár, — svokölluð sem við erum vön að sækja. Hvernig væri að Þjóðleikhúsið áskriftarkort. Iðnó gefur sínum viðskiptavinum tæki þetta fordæmi til fyrirmyndar? Nú vill svo til að í ár urðum við kost á að endurnýja áskrift sína í Enn varað við spákonu: Spáir f spily bolla og lófa og segir öllum það sama —vörumerki hennar er orðið „kærleikur” Um daginn var varað við „spákonu” við Suðurgötu og nú er varað vlö starfssystur hennar á Njálsgötunni. Báðar eru sagðar „spá” eins fyrir öllum. Habba hringdi: Ég hringi vegna lesendabréfs frá „fjórum reiðum” sem vara við spá- konu i Suðurgötu (DB 14. septem- ber). Ég og kunningjafólk mitt fórum til spákonu á Njálsgötu og urðum fyrir nákvæmlega sömu reynslu og greint er frá í þessu lesendabréfi. Sú á Njáls- götunni „spáir” í bolla, spil og lófa — og segir öllum það sama. Auk þess stóðst ekki orð af þvi sem hún sagði við neitt okkar. Vörumerki hennar virðist vera orðið kærleikur og veltir hún sér upp úr því og öllum hugsanlegum sam- böndum þess. Þessi „spákona” tók kr. 70 fyrir hvern spádóm, fyrir um það bil þrém mánuðum síðan, og hafði nóg af við- skiptavinum. Það er full ástæða til þess að vara fólk við svindli sem þessu. Auk þess ætti skatturinn að kynna sér tekjur þessara kvenna. Þeir ættu að vakta þessar kerlingar í nokkra daga og margfalda verð með fjölda þeirra, sem þangað koma, því það yrði fróð- leg útkoma til samanburðar við skattaskýrslur þeirra. Um Háskólabíó: Misþyrming á góðri kvikmynd —tæknigallar í sýningu mánudagsmyndarinnar Stefán hringdi: Ég sá Sakleysingjann í Háskóla- bíói núna siðastliðinn mánudag og varð fyrir miklum vonbrigðum. Ég hef séð myndina áður, í Banda- ríkjunum, og hlakkaði til þess að sjá þetta frábæra verk aftur. Nú brá hins vegar svo við að leiðinda tæknimis- taka gætti í sýningu hennar. í fyrsta lagi var myndin allt of dimm. í öðru lagi féll tal ekki saman við varahreyfingar. í þriðja lagi var mikið um aukahljóð, eitthvert surg, ennfremur hvítir flekkir. Það er leitt til þess að vita að kvik- myndahúsi skuli líðast að misþyrma góðum kvikmyndum á þennan hátt. í rauninni hefði átt að endurgreiða miðana, að minnsta kosti að hluta. Leiðinlegra tæknimistaka gætti við sýningu mánudagsmyndar Háskólabiós, Sak- leysingjans, að sögn Stefáns. ta -1

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.