Dagblaðið - 17.09.1981, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 17.09.1981, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1981. Daglegt líf: Störf húsmóöur lítils met/n og verkamenn illa settir — „Vilmundur hef ur rétt fyrir sér” Halldóra Ingólfsdóltir hringdi: Það kom mér mjög á óvart, hversu lítils störf húsmóður eru metin, þegar á reynir. Ég þarf að leggjast inn á spítala, vera þar í eina 10—14 daga og síðan er mér ætlað að vera heima i 4—5 vikur — án þess að vinna á neinn hátt. Ég hringdi í Sjúkrasamlagið og fékk þau svör að þar sem ég væri ,,aðeins heimavinnandi húsmóðir” þá fengi ég einungis 1/3 af sjúkradag- peningum, þ.e.a.s. heilar 15 kr. á dag. Jafnframt var mér sagt að ég gæti einungis fengið heintilishjálp 2 daga í viku og þarf að greiða hluta af launum þeirrar konu að auki — 1/3 minnir mig. Það er talinn tekjumissir ef úti- vinnandi kona þarf að fara á sjúkra- hús. Hins vegar erum við húsmæður algjörlega réttlausar. Að auki þarf ég nú að taka við mínum smábörnum, rótlausum eftir fjarvistir, þegar ég kem heim af spítalanum og þarfnast næðis hvað mest. Það hefði verið eðlilegra að útvega okkur heimilis- hjálp — og ódýrara fyrir alla. Maðurinn minn er verkamaður og við eigum 4 börn; 12 ára, 7 ára, 2 ára og ársgamalt barn. Móðir mín þarf að taka sér frí frá vinnu í heilan mánuð til þess að geta haft það yngsta. Tengdamóðir mín er með sina vinnu heima hjá sér, svo hún getur haft tveggja ára barnið. Hins vegar eru þær báðar búsettar i bæjarfélögum langt frá okkur, svo það er ógerningur að eldri börnin tvö geti verið hjá þeim, eða annarri hvorri. Maðurinn minn, sem eins og ég sagði.ervei kainaður og vinnur venju- lega frá 8 á morgnana til kl. 10 á kvöldin, auk allra laugardaga yfir- leitt, verður því að láta dagvinnu sína nægja þessar 4—6 vikur. Hann þarf að fara heim til þess að sinna eldri börnunum tveim; gefa þeim að borða, koma þeim í háttinn, o.s.frv. Vegna þessa fáránlega trygginga- fyrirkomulags verður ein manneskja, móðir mín, að taka sér algjörlega fri frá vinnu — og hver bætir henni það? Enginn. Tengdamóðir mín þarf að fylgjast með 2 ára barni, á meðan hún vinnur sina vinnu, og maðurinn minn getur einungis unnið dagvinnu, svo hann stórtapar kaupi, eða rúm- lega helmingslaunum. Svona er farið með þær sem „bara” eru húsmæður og svona er farið með verkamannafjölskyldurn- ar. Þeir ættu að raupa meira þessir menn, sem sitja á margföldum verka- mannalaunum og þykjast vera að vinna verkalýðnum gagn. Hvar voru þeir þegar samið var um kjör verka- manna? Hvar voru þeir þegar samið var við Sjúkrasamlagið og Trygging- arnar um sjúkradagpeninga. Vilmundur Gylfason hefur rétt fyrir sér, þessir „verkalýðsleiðtogar” hafa brugðizt, enda leggjast allir á eitt um að þagga niður í honum og gera hann tortryggilcgan á allan hátt. Raunar ætti það að reynast tiltölu- lega auðvelt því sannleikurinn er slíkur að varla trúir honum nokkur maður. Vcrkamannasamhand íslands: Dagblaðið hafði samband við Þóri Daníelsson, hjá Verkamannasam- bandi Íslands, og spurðist fyrir um sjúkrasjóði og hvað væri hægt að gera í svona sambandi. „Svo framarlega sem ég veit,” sagði Þórir, ,,þá er ekkert um það i samningunum að eiginmaður fái greiit frí vegna veikinda eiginkonu, þar eð sú hlið snýr að Almannatrygg- ingum og Sjúkrasamlaginu. Hins vegar eru sjúkrasjóðir á vegum ýmissa verkalýðsfélaga, en þá er um að ræða sérstakar reglugerðir fyrir hvert félag, svo rétt er að þetta fólk snúi sér til verkalýðsfélags eigin- mannsins.” „Það er talinn tekjumissir ef útivinn- andi kona þarf að fara á sjúkrahús. Hins vegar erum við húsmæður al- gjörlega réttlausar,” segir Halldóra Ingólfsdóltir. Raddir lesenda Hringið ísí",a 2j02 milli kl. 13 og 15, eöaskrifiö ÆFINGA GALLAR f stórkostlegu úrvali. • Badminton-spaðar frá 158 kr. • Töskur, mikið úrval. • Adidas skór í öllum stœrðum. Verð frá 171 kr. • Henson regngallar — Adidas regngallar í öllum stœrðum. PÓSTSENDUM ikorinn Skólavörðustíg 14 - Sími 24520 er á réttu línunni ANNIVERSARY 1 Jte-'H — BlÖdÖQöb-O JpöO' o o o ö lpQ' 30 * Komið og hlustið á heimsins minnstu hljómtæki, sem hljóma ekki síður en þau stærstu. Það þarf ekki að fjarlægja margar bækur til þess að AIWA hljómtækja-samstæðan komist vel fyrir. AJft tU hljómflutníngs fyrir: HEIMILID - BÍLÍNN OG DISKÓTEKID D i r í\acno ’ ARMULA 38 tSelmúla megirú 105 REYKJAVIK ^IMAR: 31133 83177 POSTHOLF 1366 Spurning dagsins Heldur þú að Geir og Gunnar nái sáttum? Árni B. Bragason, bændaskólanemi: Nei, það tel ég ekki. Það skilur of mikið á milli. Guðrún Jósafalsdóllir, skrif- stofumaður: Ég hef lilla trú á þvi. Reynir Magnússon, vélsljóri: Ég hcf litinn áhuga á þcint tnálum, svo ég get ekki svarað þvi. Birgir Dungal, húsbóndi: Það lel ég liklegt. Eygló Gránz: Ég vona það, Sjálf- stæðisflokksins vegna, en ég hugsa ekki að úr þvi verði.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.