Dagblaðið - 17.09.1981, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 17.09.1981, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1981. Sigurbjörg Jönsdóttir, annar eigandi verzlunarinnar Móðurást, sýnir þarna Snugli burðarpokann. Eins og sjá má hvilir „barnið” þarna sem f móðurkviði væri. Fær það nóga snertingu og hlýju frá þeim sem ber það auk þess sem sá getur stungið höndunum inn um fótagötin til þess að gá að barninu. DB-mynd Bj. Bj. Tvöfaldur burðarpoki undir bamið: LÍKT EFTIR ÞVÍ SEM GERIST í AFRÍKU Læknar og ýmsir vísindamenn sem farið höfðu til Afríku furðuðu sig mjög á því að afrísk börn grétu mun sjaldnar en börn í Evrópu. Eftir miklar vangaveltur komust þeir að því að líklega var þetta vegna þess að mæður barnanna báru þau með sér 'um allt, í sérstökum pokum sem þær hengdu á maga eða bak. Þessi hug- mynd kom síðar fram í ýmsum barnapokum á Vesíurlöndum. Víða erlendis hafa pokar sem þessir notið vinsælda í áraraðir. En það er fyrst núna sem þeir sjást að einhverju marki hér á landi. Flestir eru þessir pokar einfaldir að allri gerð, líkastir burðarpokum undir vörur og hengdir eru framan eða aftan á fólk. En danska fyrirtækið Snugli hefur framleitt poka sem tekur langt fram þeim öðrum sem ég hef séð. Þessir pokar fást hér á landi, meðal annars í verzluninni Móðurást í Hamraborginni í Kópavogi. Pokinn er í rauninni tvöfaldur. Innri pokinn er lítill og passar utan um sitjanda nýfædds barns. Eftir því sem barnið stækkar er síðan hægt með einföldum hætti að stækka pok- ann. Þessum innri poka er smellt i ytri pokann. Smellur eru á þrem stöð- um og fer það eftir stærð barnsins hvaða staður er notaður. Ytri pokinn er síðan með götum fyrir hendur og fætur þegar bamið er það stórt að útlimir þess komast ekki fyrir í pokanum. Efst á pokanum er síðan nokkurs konar strengur sem smelltur er að höfði eða baki barnsins. Báðir pokarnir eru með rennilás og þvi þægilegt að smeygja barninu úr og í þá. Hægt er að hafa börn í þessum pokum alveg frá fæðingu og þar til þau eru orðin það stór að foreldr- arnir gefast upp á að bera þau. Hægt er að fara með barnið um allar jarðir í pokanum og ef rignir að smeygja sér hreinlega í regnslá utan y fir. Verzlunarstjóri skrifar: ,,í tilefni greinar á neytendasíðu DB hinn 29/8, þar sem rætt er um hvort hagkvæmt sé að kaupa lamba- kjöt í heilum skrokkum, vil ég benda á eftirfarandi. í athugunum þeim, sem ég hef gert á mismun á verði eins skrokks, sé hann keyptur í heilu, skipt að ósk kaupanda eða niðurbrytjaður í kóti- lettur, lærissneiðar o.s.frv. hefur komið í ljós að skrokkurinn er um það bil 20% ódýrari sé hann keyptur í heilu. Rýrnunin er hverfandi. Menn þurfa ekki að vera kæfumeistarar til að það borgi sig að kaupa í heilum skrokkum. Það sem helzt fer til spillis hjá fólki eru hálsbitar og slögin. Hálsbitarnir og rifin af slögunum eru ágæt í súpukjöt. Ef fólki likar Eini ókosturinn við pokann er að hann er fremur dýr. Kostar 505 krónur. Er hægt að fá einfalda, litla kerru fyrir það fé. En fylgismenn svona poka segja börnin miklu ánægðari í þeim en kerru. -DS. það ekki í súpukjöt má láta það þiðna og skera af þvi í hakk. Gæðin eru ótvíræð þegar keypt er í heilu. Sá sem kaupir í heilum skrokkum getur verið viss um að hann fær jafnt góðu og slæmu bitana. Þá má benda á að umbúðir þær sem notaðar eru undir kjöt í frysti- borði kosta sitt fyrir þann sem kaupir. Til dæmis þarf um tuttugu og fimm bakka undir hvern skrokk af kjöti. Og ef hver bakki vigtar 20 gr. þá kostar það viðskiptavininn um 20—25 kr. aukalega. Síðast en ekki sízt má benda á að ef menn birgja sig vel upp af kjöti fyrir verðhækkanir getur síðasti bitinn af skrokknum verið helmingi ódýrari en sambærilegur biti keyptur úti í búð.” Síðasti bitinngæti verið helmingi ódýrari „Verzlunarstjóri” á þvíað það sé hagkvæmara fyrir neytandann að kaupa lambakjöt „í heilu” þótt hann sé ekki kæfumeistari Bréf frá konu í Kópavogi: Allt „skítbil- legt” f Danmörku Okkar ágæta. vinkona „Kona i Kópavogi” hefur sent okkur langt og skemmtilegt bréf. Er í því að finna ýmislegt fróðlegt bæði að heiman og heim og látum við það fylgja hér með. „Kæru vinkonur á „síðunni”. Loksins kemur miði eftir 2 mánaða hlé. Þetta lang hlé stafar af því að við fórum í frí til Danmerkur og þar var bókhaldið svolítið loftkennt enda allt svo skítbillegt (lauslega snarað af máli innfæddra) að það tók þvi varla að vera að skrifa það. Mér er sem ég sjái fjölskylduna (5 manna) borða kóngafæði bæði heima og á veitinga- stöðum fyrir 2100 krónur á 3 vikum. Að vísu vorum við boðin í mat nokkrum sinnum en máltíðir á veitingahúsum voru fljótar að bæta fyrir þann sparnað. Til dæmis um mismun á verði á hreinlætisvörum keypti ég áður en ég fór 36 stykki af bréfbleium á 76 krónur sem mér þótti ekki dýrt. En úti keypti ég pakka með 48 stk. á 56 danskar krónur en þá var gengið nær • alveg það sama og á íslenzku krón- unni. Auk þess reyna framleiðendur á matvælasviðinu ekki að setja i verzl- anir meira og minna stórgallaða vöru, eins og hér er gert án þess að blikna eða blána. Það er ekki bara mjólk og kartöfiur sem um ræðir heldur ýmislegt fleira. Ég sendi t.d. son minn að kaupa örlítið af beikoni út í kjötfars um daginn. Ég fékk u.þ.b. 2 rúmsentimetra af kjöti umvafið gulri fitu sem var ekki minna en 9/10 af stykkinu. Voga þeir hjá S.S. sér að kalla þetta manna- mat? En nóg um það. Ég er sem sagt farin að viðurkenna þessar stjarn- fræðilegu tölur aftur. Það þýðir vist ekki annað því ekki lækka þær við að nenna ekki að skrifa. Heimilisbókin beið eftir mér við heimkomuna. Hún er svo sem ágæt Raddir neytenda en ég gafst samt upp við hana. Mér fannst hún svo ruglingsleg vegna þess að hún byrjar hverja viku á þriðju- degi. Þið megið til að laga það næst. Að lokum langar mig að gefa gott ráð þeim sem eiga bleiubörn eins og húsfaðir Árni sem fékk vinninginn um daginn. Það er rétt hjá honum að bréfbleiur eru mun miskunnsamari við viðkvæma bossa en þær „gömlu góðu”. En það er vitað mál að þær eru anzi dýrar. Til er nokkuð í apótekum og kannski víðar sem kallast þurrbleyjur en það er bréf sem lagt er á taubleiuna og gerir það að verkum að barnið helzt þurrt og hlýtt þótt taubleian blotni og kólni. Þetta er miklum mun ódýrara en bréfblei- ur og auk þess að hafa sömu kosti og hún er sá að auki að svona útbúnaður er fyrirferðarminni. að visu losnar maður ekki við bleiuþvott. Þetta ætti nú að vera orðið gott i bili. Ég þakka allt gamalt og gott. Kona I Kópavogi. P. S. Annað-liðurinn er ekki nákvæmur núna því ég gizkaði á bensínið að þessu sinni. Ég tek alltaf nótur en þær fundust ekki í þetta sinn þegar átti að færaþærinn.” Svar: Við þökkum Konu í Kópavoginum kærlega fyrir hlýlegt og skemmtilegt bréf. Þegar við Anna fáum svona góð bréf lyftumst við í sætinu af ánægju. Óskandi að fleiri sendi okkur línu við og við. Hvað varðar heimilisbókina góðu höfum við heyrt þessa athuga- semd fyrr og verður þessu liklega breytt um áramót. En ég hef notað það ráð með hana að rúnna af í eitt skipti fyrir öll og hér eftir sem hingað til byrjar mín vika á sunnudegi og ég skipti mér ekkert af dagsetningunni á síðunni. Fyrir Árna hönd og fleiri þökkum við góða ábendingu um þurrbleiurnar. Kær kveðja. " Dóra. V Otrúlegur verðmun- urá brjóstaglasi Enn fréttum við af mismunandi verði á samskonar hlut. Rannveig hringdi og sagðist hafa keypt brjósta- glas fyrir dóttur sína sem nýbúin var að eignast barn. Glasið keypti hún í Ingólfsapóteki á 29 kr. Sama dag átti hún erindi í Reykja- víkurapótek. Spurði þá af rælni eftir bíjóstaglasi þar. Það var til, nákvæmlega eins og það sem fékkst í Ingólfsapóteki og kostaði 5,80 kr.! Þetta er meiri verðmunur en hægt er að kyngja í einum bita, eða hvað finnstykkur? -A.Bj. I I I ! til samanl J Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlega scndið okkur þcnnan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak- : andi í upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar I fjölskyldu af sömu stærð og yðar. Þar að auki eigið þér von um að fá nytsamt heimilis- 1 tæki. 1 Nafn áskrifanda 1---------------------------------------------------- J Heimili____________________________________________ i i Sími 4 —-------- J j Fjöldi heimilisfólks----- »l J Kostnaður í ágústmánuði 1981 i'-----------:---------------- i Matur og hreinlætisvörur kr. i Annað i i kr. Alls kr. \m viKi v

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.