Dagblaðið - 17.09.1981, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 17.09.1981, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1981. 5 Húsgagnafyrírtækið Lukkuhúsið á hausinn töluverður söluskattur í vanskilum og viðskiptavinir eiga fjármuni inni hjá fyrirtækinu NUER TÆÍKIEERIÐ AD EIGNAST ELDHtJSÁ HAGKVÆMUM KJÖRUM Nú er tækifærið að eignast glæsilegar innréttingar á sérstöku kynningarverði og greiðslukjörum." ‘ Komið á Smiðjuveg 44 og skoðið og kynnið ykkur eldhúsinnréttingar - bað- innréttingar og fataskápa í stórum og björtum sýningarsal. , Ráðgjafaþjónusta á staðnum. uukkuhOsið yHEIMILISINNRÉTTINGAR Smifl|uvq. 44. 200 Kóp*vog-. »lmi 7110^ Húsgagnafyrirtæki í Kópavogi, Lukkuhúsið, er nú svo til gjaldþrota. Fyrirtækið er fyrir nokkru hætt allri starfsemi og hafa flestar ef ekki allar eigur þess þegar verið hirtar með lögtökum og fjárnámum. Gjaldþroti hefur ekki verið lýst en búizt við að það gerist mjög fljótlega. Ýmsar skuldir hvila á Lukkuhúsinu. Það skuldar m.a. töluverðan söluskatt og einhver þinggjöld. Þá hafa nokkrir einstaklingar ekki fengið neitt fyrir fyrirframgreiðslur sem þeir hafa innt af hendi vegna innréttinga sem þeir hugðust láta Lukkuhúsið smiða. Hefur ein kæra af því tilefni borizt til rannsóknarlögreglu ríkisins. Ekki er þó útséð hvort hægt verður að koma eitthvað til móts við þá einstaklinga, sem eiga inni fjármuni hjá fyrirtækinu. Það mun hafa verið um miðjan júní K Þessi auglýsing birtist í einu dag- blaðanna 5. júli sl., en þá þegar vissu for- ráðamenn Lukkuhússins að fyrirtækið væri í raun gjaldþrota. í sumar sem framkvæmdastjóri Lukkuhússins greindi hluthöfum, sem eru fimm talsins, frá því hvernig komið væri. Nokkru síðar, þann 5. júlí, birtist í einu dagblaðanna auglýsing frá Lukkuhúsinu þar sem fólki er boðið ,,að eignast glæsilegar innréttingar á sérstöku kynningarverði og greiðslukjörum”. Aðeins þrem dögum síðar tilkynnir framkvæmdastjóri fyrir- tækisins hluthöfum að hann treysti sér ekki til að halda rekstrinum áfram. Um svipað leyti fóru starfsmenn í sumarfrí og hætti fyrirtækið rekstri upp úr því. Lukkuhúsið er ekki nema um árs- gamalt fyrirtæki. Það var stofnað upp úr öðru húsgagnafyrirtæki, Fífu, sem sömuleiðis lenti í greiðsluþroti. Starfsmenn Lukkuhússins voru um fimm talsins. Fyrirtækið framleiddi hvers konar heimilisinnréttingar og seldi. Að einhverju leyti má rekja gjald- þrot Lukkuhússins til þeirra erftðleika sem islenzkur húsgagnaiðnaður á í vegna afnáms tolla af innfluttum hús- gögnum. Fullyrt er að fleiri íslenzk fyrirtæki í húsgagnaiðnaðinum séu í sömu erfiðleikum og hreinlega rambi á barmi gjaldþrots. -KMU. Kartöfluverksmiðjan á Svalbarðseyri: Miklum verðmætum bjargað Kartöfluverksmiðjan á Svalbarðs- eyri hefur orðið til þess að bjarga miklum verðmætum. Að því er Akureyrarblaðið Dagur greinir frá á þriðjudaginn, hefði líklega orðið að henda 500—600 tonnum af kartöflum á haugana af uppskeru síðasta árs, ef verksmiðjunnar hefði ekki notið við. Verksmiðjan hefur því bjargað verðmætum fyrir nær 4 milljónir króna. Uppskeran í fyrra var það góð, að vonlaust var að koma henni í verð með hefðbundnum hætti. Ástandið er hins vegar á annan veg nú, því uppskeran verður að likindum um þriðjungi minni en í fyrra. Það hefur þvi komið til tals að flytja kartöflur til Svalbarðsstrandar frá Þykkvabæ eða jafnvel erlendis frá. -JH. Lukkuhúsið var til húsa að Smiðjuvegi 441 Kópavogi. DB-mynd: Sigurður Þorri. ur~ Sí/dar- úrva/Sð erhjá okkur Allt frú saltslld upp í sherry- síld. Síld og síldar- réttir frú öllum helztu fram- leiðendum. Síld við öll tœkifœri. Samvinnuferðir-Landsýn býður í vetur upp á viku- legar helgarferðirtil London, frá fimmtudagseftir- miðdegitil sunnudagskvölds. Dvalisterá Hotel London Metropole, fyrsta flokks hóteli sem stendur við Edgware Road, örskammt frá Oxford Street og öðrum helstu verslunargötum í vesturhluta Lundúna. öll herbergi eru búin baði, síma og litasjónvarpi og á hótelinu er m.a. að finna bar, veitingastað og kaffiteríu sem opin erallan sólarhringinn. Verð kr. 3.590.00 Innifalið: Flug, gisting m/morgunverði alla Hópferðír aðOdarfélaga Dagana 8. og 15. október, 5. og 19. nóvember og 3. desember verða farnar sérstakar hópferðir til London sem einkum eru hugsaðarfvriraðildarfélaga. I þessum helgarferðum er unnt að framlengja dvölina í London frá sunnudegi til þriðjudags. Eins og í vikulegu helgarferðunum er gist á Hotel London Metropole. Aðildarfélagsafsláttur kr. 700.00 Verð m/afslætti kr. 2.890.00 Innifalið: Flug, gisting m/morgunverði, flutningur til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. Verð miðað við flug og gengi 27.08.81 Enski boltinn með eigin augum I hópferðunum fimm eru eftirtaldir leikir i London: 10. október: Tottenham - Stoke City 17. október: Arsenal - Manch. City 7. nóvember: Tottenham - W.B.A. 21. nóvember: Tottenham - Manc. Utd. 5. desember: Tottenham - Coventry Á þessa leiki skipuleggurSamvinnuferðir-Landsýn sérstakar ferðir og er þá miðaverð og rútuferð á völlinn sameinuð í einu verði. Aðgöngumiðar í íslenskum krónum Samvinnuferðir-Landsýn tekur að sér útvegun miða á ýmsa menningar- og skemmtiviðburði, s.s. leikhús, tónleika, skemmtistaði, knattspyrnuleiki o.fl. Meðal vinsælla söngleikja og skemmtistaða má nefna Talk of theTown, London Rooms, Shakespeare Tavern, Oklahoma, Annie, The Cat, hina sívinsælu Evitu o.fl. o.fl. Alla slíka miða má greiða með íslenskum peningum, en ráðlegt er að ganga frá pöntunum tímanlega. I hópferðunum verður efnt til sérstakrar kvöldferða á þekkta skemmtistaði og má einnig greiða fyrir þær í íslenskum krónum. ISÆKLIMJARMII KOMMll Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.