Dagblaðið - 17.09.1981, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 17.09.1981, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1981. Fyrirgreiðsla Leysum út vörur, úr tolli og banka, með greiðslu- fresti. Lysthafendur leggi inn nöfn til Dagblaðsins fyrir 21. sept. nk. merkt „Fyrirgreiðsla”. Auglýst er eftir þátttöku í rfiík Skó/amótí m S) Knattspyrnusambands ís/ands Þátttökutiikynningar sendist Knattspyrnusambandi ís- lands, íþróttamiðstöðinni Laugardal, box 1011, 124 Reykjavík, fyrir 25. september, merkt „Skólamót”. Þátttökugjald kr. 500,- sendist með tilkynningunni. K.S.Í. BMW 518 árg. 1977 Renault 18 TS árg. 1979 BMW320 árg. 1980 Renault 5 TL árg. 1980 BMW318 árg. 1978 Renault 12 TL árg. 1977 BMW518 árg. 1981, Renault20 TL árg. 1978 BMW320 árg. 1977 Renault 4 VAN F4 árg. '1977 | BMW316 árg. 1980 Opið laugardaga frá kl. 1-6. J KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20. SÍMI 86633 1 L Á DANSSKOLI Siguröar Hákonarsonar BÖRN — UNGLINGAR — FULLORÐNIR Kenndir allir almennir dansar, svo sem: Barnadansar — Samkvæmisdansar - Discodansar - Gömlu dansarnir - Rock - Tjútt - Dömubeat, o.fl. Brons-Silfur og Gullkerfi DSÍ ATH: BARNAKENNSLA F.INNIG Á LAUGARDÖGUIVI KENNSLUSTAÐIR: Reykjavík: Félagsheimili Víkinga v/ Hæðargarð Þróttheimar v/Sæviðarsund. Kópavogur: Félagsheimili Kóp. v/Fannborg 2. Innritun og allar nánari upplýsingar daglega kl. 10.00—19.00 í síma 41557 74051 og 74651 DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS DSÍ Bréf frá eiginmanni Margaret Thatcher veldur deilum í London: Erfitt að vera kvæntur forsæt- isráðherranum — Er sakaður um að hafa notfært sér hagkvæm tengsl Verður að Eins og blaðið hefur skýrt frá fór vel á með þeim Reagan Bandaríkjaforseta og Begin, forsætisráðherra ísraels, er sá síðarnefndi heimsótti Washington. Enda var Begin í mjög góðu skapi og reytti af sér brandarana i lokahófi því er forsetinn hélt honum í Hvíta húsinu. M. a. sagði Begin frá heimsókn sinni á skrifstofu Reagans og sá hann þá þrjá síma á skrifborðinu, hvitan, bláan og rauðan. Forsetinn sagði að sá hvíti spara væri bein lína til Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, sá blái til Francois Mitterrand, forseta Frakk- lands og sá rauði til Guðs. Þegar Begin spurði hvort hann notaði þann rauða oft, svaraði for- setinn: — Nei, það flokkast undir langlinu- samtal og er alltof dýrt. Eftir allan niðurskurðinn á fjárlögunum er ég nefnilega neyddur til að spara. Bréf, sem Denis Thatcher, eigin- maður Margrétar forsætisráðherra Breta, skrifaði ráðherra vegna starfs síns sem fulltrúi við byggingafyrir- tæki í London hefur nú valdið miklu fjaðrafoki. Í bréfi sem stílað er á forsætisráð- herrabústaðinn Downingstræti 10, kvartaði hr. Thatcher við Nicholas Edwards, ráðherra sem sér um mál- efni Wales, um það að töf hefði orðið á að samþykkja byggingaáætlun á vegum fyrirtækis hr. Thatchers. Mörg þúsund pund hafa þannig verið fryst án þess að gefa af sér nokkurn arð, segir hr. Thalcher í bréfinu, sem er skrifað í desember sl. Beiðnin var um samþykkt á áætluðum byggingum í N-Wales á vegum dótturfyrirtækis þess fyrir- tækis er Thatcher starfar við. Hr. Edwards samþykkti áætlunina í síðasta mánuði þrátt fyrir héraðsmót- mæli. Talsmaður forsætisráðherrans hefur neitað því að hr. Thatcher hafi notið hér nokkurra persónulegra tengsla, heldur Itafi málið verið afgreitt á eðlilegan hátt. Blaðið London Times hefur birt bréf á forsiðunni sem það segir nákvæmt al'rit af bréfi hr. Thatchers. Blaðið hafði það einnig eftir embættismanni sem hefur með hið fyrirhugaða byggingarsvæði að gera, að samþykktin yrði kærð til þingum- boðsmanns þess sem sér um að rann- saka kvartanir á hendur stjórninni. Blaðið sagði að bréfið hefði glatazt úr skjalaskáp í Wales og önnur blöð hvernig það gat komizt í hendur segja að nú sé hafin rannsókn á því blaðamanna. Margaret og Denis Thatcher: Erfitt hlutverk að vera eiginmaður járnfrúarinnar. Reagan og Begin. Erlent Erlent Málaði Dionu nakta: Listaverkið eyðilagt Móðgun við hina verðandi drottn- ingu Breta, Díönu prinsessu, á ekki upp á pallborðið hjá þjóðinni. Málari sem fann upp á því að mála hana nakta og stilla myndinni út i glugga vinnustofu sinnar í Southampton fékk aldeilis að sannreyna það. Að vísu sást bara baksvipurinn en var samt nóg til þess að stórhneykslaður almenningur tók sig til og eyðilagði myndina. Málarinn, Alcorn Hender, hafði málað prinsessuna af Wales þar sem hún situr nakin við snyrtiborð og virðir fyrir sér andlit sitt í speglli. Að sjálf- iögðu notaði málarinn ekki fyrirmynd- na lifandi, heldur aðeins hugarflugið. Hann er mjög sár yfir þessum við- brögðum almennings sem braut sýningargluggann með múrsteinum og eyðilagði siðan listaverkið. — Ég skil þetta ekki, segir hann.— Ég reyndi einmitt að mála myndina þannig að hún gæti ekki hneykslað neinn. Ég geri mér íulla grein fyrir að fólk dáir og virðir prinsessuna og þess vegna gætti ég þess að hafa myndina þannig að hún höfðaði alls ekki til neinna kynferðislegra hvata. Hins vegar hefur konulikaminn ætíð verið vinsælt viðfangsefni málara án þess að nokkrum þætti neitt athugavert við það. Díana prinsessa. Stórtækur videoþjófur Ólögleg leiga og sala á myndsegul- bandsefni er yfirvöldum í Svíþjóð ekki siður höfuðverkur en yfirvöldum hér. Þess vegna hefur sænska stjórnin ákveðið að þyngja refsingar i þessum málum. Viðurlögin eru nú 6 mánaða fangelsisisvist en verða eftir þessa ákvörðun stjórnarinnar tvö ár. Þjófnaður þessi er nú orðinn svo al- gengur að ýmis bæjarblöð eru jafnvel farin að kynna spólur sem ókomnar eru á löglegan markað. Sænska lögreglan hefur lika gengið harkalega til verks við þjófana. 1 síðustu viku ruddust lögreglumenn inn i íbúð í Málmey og stóðu einn að verki. Sá var ekki smár í sniðunum því hann var önnum kafinn við að gera fjölda- upptökur af 15 myndum, allt frá Spitalalífi upp í Tónaflóð . Alls fundust 1000 spólur með stolnu efni i íbúðinni.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.