Dagblaðið - 17.09.1981, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 17.09.1981, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1981. G Erlent Erlent Erlent Erlent I 245 GL 245 DL Verð 166.600 GLT TURBO Verö 185.400 Bretland: Nýttkosn- ingabandalag Samkomulag var gert í London i gær um kosningabandalag flokksbrots- ins, sem klauf sig út úr Verkamanna- flokknum á dögunum og „þriðja aflsins” i brezkum stjórnmálum í 60 ár, Frjálslynda flokksins. Næstu almennar kosningar til brezka þingsins eru fyrirhugaðar 1984. Ofan- greint bandalag er talið hafa góða sigurmöguleika í kosningabaráttu við Verkamannaflokkinn og íhaldsflokk- inn. JÓHANNA I hDAnucnrt™1 Sífellt sorfið harðara að Einingu í Póllandi: Brjálsemismenn verði undirgefnir stjórn — stjórnin segir að slíkt sé eina tryggingin fyrir frjálsu Póllandi Harðorðasta aðvörun kommún- istastjórnarinnar i Póllandi vegna vaxandi kröfu Einingar um sjálf- stæða verkalýðshreyfingu, frjálsa fjölmiðlun og ítök í stjórn landsins yfirleitt var opinberlega tilkynnt í gær. Eining er sökuð um að hafa komizt til aukinna áhrifa með þvi meðal annars að villa á sér heimildir og blekkja þannig fólk til fylgis við sig. Alvarlega er varað við blóðsúthell- ingum og áherzla lögð á að öllum til- tækum ráðum verði beitt til þess að hindra valdatöku Einingar, með hverjum hætti sem hún yrði reynd. Kommúnistaleiðtogarnir i Varsjá hafa gagnrýnt þingið fyrir tillögur um frjálsar kosningar og frjáls verkalýðsfélög í öðrum löndum Austur-Evrópu. Eining er sökuð um stjórnmálalega andstöðu í þeim tilgangi að breyta hinu pólitíska skipulagi landsins undir því yfirskini að efla eigi frjáls samtök verkalýðsins. „Hagsmunir þjóðarinnar krefjast þess, að póli- tiskir brjálsemismenn verði beygðir H 8 prentarar lögðu niður vinnu sína í Gdansk í gær i höfuðstöðvum óháðu verkalýðshreyfingarinnar Einingar. Vildu þeir m.a. þannig mótmæla slæmu skipulagi. Þeir sögðu að Eining hefði ekki haldið loforð sitt um bætta vinnuaðstöðu. Þetta er í fyrsta skipti sem meðlimir lenda í andstöðu við eigin hreyfingu. til undirgefni undir kommúnista- flokkinn, sem sé hin eina trygging fyrir frjálsu Póllandi,” segja stjórn- völd. ATÖK VIÐ KJARNORKUVER VOLVtí^ Meira úrval en nokkru sinni íyrr! * Yfir sex hundruð hafa verið handteknir i tveggja daga mótmælastöðu við nýtt atómorkuver i Diablo Canyon nálægt Avila Beaclt í Kaliforniu. í gær lét lögreglan til skarar skriða og rak mótmælahópinn frá hliðum hins nýja orku- vers. Mótspyrna var veitt og leiddi meðal annars til handtöku rúmlega 600 manna, USA: VIÐRÆÐMR VIÐ SOVET Bandaríkjamenn hafa tjáð banda- mönnum sínum í viðræðum í Brússel að þeir muni gera afdráttarlausar kröfur um gagnkvæmar hömlur á atómvopnavígbúnaði um allan heim. Þessi sjónarmið segjast þeir munu setja fram af miklum þunga í viðræð- um við Sovétríkin um samdrátt í víg- búnaði beggja aðila. Palme íMexíkó Olof Palme, fyrrum forsætisráð- herra Sviþjóðar, fordæmdi smíði og notkun nifteindasprengjunnar á fundi afvopnunarsamtaka sem haldinn er i Mexíkóborg um þessar mundir. Formaður samtakanna tjáði frétta- mönnum í gær, að hann væri eindregið andvígur framleiðslu nifteindasprengj- unnar. Palme situr nú fimm daga fund al- þjóða afvopnunarsamtakanna, sem er hinn sjötti frá stofnun þeirra 1980. Umræður eru á fundinum um ríkjandi kenningar um hernað og vopnabúnað, síaukna útbreiðslu kjarnorkuvopna, kjarnorkuvopnalaus svæði, vopnun al- mennt og efnahagsmál tengd henni. Umræður þessar verða undirstaða skýrslu samtakanna, sem þau hyggjast leggja fyrir sérstaka afvopnunarráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna á næsta ári. Gösta Bohman. Nýrleiðtogi? Hinn skeleggi formaður sænska Hægfara flokksins, Gösta Bohman, sem lagði sitt af mörkum til að sprengja samsteypustjórn borgaraflokkanna í sumar, hefur nú í hyggju að láta af for- mannsstörfunum. Eru margir sem hafa augastað á embætti þessu en nýjustu skoðanakannanir meðal kjósenda sýna að þeir vilja helzt sjá hægfara mann- inn Ulf Adelsohn i sæti hans. Sjálfur var Bohman kosinn for- maður flokksins eftir mikið valdastrið innan hans árið 1970, en fyrirrennari hans, Yngve Holmberg, hafði þá orðið að segja af sér embætti vegna hneykslismála. Ulf Adelsohn Verd 178.000 Verð 126.500 Verð 117.400 Vanessa myndar fyrir PLO Vanessa Redgrave hefur tilkynnt að hún ætli að gera heimildarkvikmynd í samvinnu við frelsishreyfingu Palestínumanna, PLO, um áhrif nasismans á þjóðernishyggju gyðinga á árunum fyrir síðari heimsstyrjöldina. Redgrave, sem þekkt er fyrir stuðning sinn við PLO, kom í boði hreyfingar- innar til Beirut og sat þar þing á vegum hennar. Þetta verður þriðja heimildarkvik- myndin sem leikkonan vinnur við fyrir PLO. Redgrave hefur einnig leikið í umdeildri sjónvarpsmynd sem fjallar um gyðingakonu í útr'ýmingarbúðum Nasista í heimsstyrjöldinni siðari. Vakti það mikla reiði gyðinga að leik- kona, sem opinberlega styður PLO, skyldi valin i slíkt hlutverk. Verð 112.700 Verð 140.000 Nú heiur Veltir á boðstólum tleiri gerðir ai Volvo tólksbilreiðum og á betra verði en nokkru sinni fyrr. Eins og verðlistinn ber með sér er breiddin mjög mikil. en hvergi er þó slakað á kröfum um öryggi. Volvo öryggið er alltal hið saman. Verðmunurinn er hins vegar lólginn í mismunandi stœrð, vólaratli. útliti og íburði. og t.d. eru allir 240 bílamir með vökvastýri. Verðlistinn er miðaður við gengi is- lensku krónunnar 15. sepi. 1981. ryð- vöm er innitalin í verðinu. Hatið samband við sölumenn okkar VELTIR HF Suðurlandsbraut 16 • Simí 35200 REUTER sem fyrr segir.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.