Dagblaðið - 17.09.1981, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 17.09.1981, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1981. (mmm Erlent Erlent Erlent Erlent ■) - . - 1 ■ - — . -r— r _ ÓALDARFLOKKAR UNGUNGA BERIAST í LOS ANGELES —árlega falla 350 til 400 fómarlömb í valinn í eldri kvikmyndum um átök unglingahópa var allt tiltölulega saklaust, samanber til dæmis „West Side Story.” En f nýjustu myndunum eru lýsingarnar svo hrika- Tólf ára stúlka skotin til bana á kirkjuþrepum Talið er að í Los Angeles séu um 300 slíkir óaldarflokkar og alls séu um 30 þúsund unglingar innan vébanda þeirra. íbúar í borginni eru tæpar þrjár milljónir, svo hlutfallið er hátt enda eru lögregluyfirvöld í stökustu vandræðum. Oft fara drápin fram eins og í ekta bíómynd. Bíll ekur niður götuna, byssu er miðað út um opinn bílgluggann og fórnarlambið hnigur til jarðar i kúlnaregni. Venjulega er það einhver meðlimur í öðrum óald- arflokki, sem árásarmennirnir telja sig eiga grátt að gjalda. En stundum verða saklausir vegfarendur fyrir skotunum. Nýlega var tólf ára stúlka skotin niður fyrir framan kirkju eina. Þrír strákar á mótorhjólum sölluðu hana niður. Sumir af þessum ungu morðingjum eru enn á grunnskóla- aldri. Undanfarin þrjú ár hafa fjórir þrettán ára piltar verið ákærðir fyrir manndráp. Flestir eru þó nær tvítugu. Þeir svörtu ræna, en kínverskir stunda fjárkúgun Óaldarflokkarnir skiptast eftir þjóðernum og hafa hver sinn stil. Þeir spönsku eru gífurlega stoltir og ættræknir. Synir taka við, þegar feður falla. Og þeir marka sér ákveðnar götur, þar sem enginn óviðkomandi dirfist að gera sig breiðan. Svertingjahóparnir hafa ekki þessa tilfinningu fyrir eigin umráðasvæði. Hóparnir sem þeir mynda virðast fremur laustengdir. Meðlimirnir skipta oft yfir í aðra hópa og sjaldan verða flokkar þeirra langlífari en svo sem fjögur ár. Þá leysast þeir upp og nýir myndast. Rán eru mikið stunduð af þessum svertingjaflokkum. (e'^Dale . Carnegie námskeiðið virkilcga hjálpaö mér? Haustið er heitt í Los Angeles. Það er samt ekki loftslagið, sem veldur borgarbúum mestum áhyggjum, heldur glæpaflokkur unglinga, sem lögreglan ræður litið við. Götulífið minnir á atriði úr glæpamyndunum sem svo mikið var framleitt af i Hollywood á árum áður. Unglingar hanga á gang- stéttum, gera hróp að vegfarendum og fleygja grjóti í bíla sem aka hjá. Þeir skiptast í flokka, oft eftir þjóðernum og berjast grimmilega innbyrðis. En þetta er engin kvikmynd, þetta er raunveruleikinn sjálfur. Niður- niddar byggingar, sem bera merki um sárafátækt ibúanna, eru ekki leiktjöld heldur bústaðir lifandi fólks. í staðinn fyrir bareflin sem krakkarnir slógust með i kvik- myndunum í gamla daga eru framan- afsagaðar haglabyssur og rifflar. Og þessi vopn eru ekki aðeins notuð til að hræða óvinina. Árlega falla 350—400 fórnarlömb i valinn. Meira en eitt á dag. legar aö sumir telja að þaö hafi slæm áhrif á unglinga að sjá þær. Hér er atríði úr „The Warriors” og þetta eru greinilega engir sunnudagaskólaunglingar. afbrota, en óaldarflokka mynda þau eins og hin og hafa tekið ástfóstri við mótorhjól, sem þau þeysa á um borgina með miklum látum. Félagarnir í hverjum hópi einkenna sig gjaman á einhvern hátt í klæðaburði. Sumir eru allir í eins strigaskóm, aðrir eru með bláar og hvítar baseballhúfur Los Angeles liðsins. Yfirleitt eru þeir allir í gallabuxum og bómullarbolum og tattóveringar eru vinsælar. Stúlkur eru lítið í þessum hópum en þó er það til. Afbrot þeirra eru mest hnupl og þjófnaður. Til að stemma stigu við þessum ófögnuði hefur borgarráðið i Los Angeles veitt sjö milljónir dollara til að stofna sérstaka deild með nærri 150 lögreglumönnum. Vinna þeir aðallega í hverfum blökkumanna og spönskumælandi fólks. Þeir reyna að tala um fyrir unglingunum og fara meðal annars í skólana til að segja krökkunum að lífið hafi fleira að bjóða en þátttöku i hryðjuverkahóp- um. Foreldrarnir bakka þau upp En það kemur fyrir Iitið. Ofbeldi unglinganna fer vaxandi. Oft virðast foreldrarnir eiga nokkra sök. Sérstaklega þeir spænskumælandi virðast lita á óald- arflokkana sem félagslega staðreynd sem börnin þeirra verði að taka þátt í til að vera fullgildir meðlimir samfélagsins. Þau séu mislukkaðir aumingjar ef þau fái ekki inngöngu í slika hópa. ,,Á mörgum heimilum virðast for- eldrarnir ekki innræta börnum sínum virðingu fyrir lífi og eignum anarra,” segir lögreglan í Los Angeles. „Hins vegar fáum við stuðning frá dóms- yfirvöldum sem dæma afbrotaung- lingana til æ lengri fangelsisrefsingar. En það er tvíeggjað vopn — því fang- elsin bæta þá ekki. Þeir verða bara hálfu forhertari við fangavistina.” Lítum saman yfir nokkrar spurningar. * Óskar þú þess oft að þú hefðir betra starf? * Hefur þú nauðsynlega sjálfsstjórn til þess að geta tekið ákvarðanir? * Geturðu tjáð þig af öryggi í samræðum eða á fundum? * Finnst þér þú hafa of miklar áhyggjur? * Er öll sú ánægja og hamingja í lífi þínu, sem ætti að vera? ■k Vilt þú frekar hlaupa einn kilómetra heldur en „standa upp og segja nokkur orð? * Hefur þú stjórn á hlutunum þegar allt fer úr skorð. m? * Getur þú fengið fjölskylduna, vini og samstarlsmenn til að gera það fúslega sem þú stingur upp á? ÞÚ GETUR SJÁLFUR DÆMT um það hvernig Dale Carnegie-námskeiðið getur hjálpað þér. Þú munt heyra þátttakendur segja frá þvi hvers vegna þeir tóku þátt i námskeiðinu og hver var árangurinn. Þér cr boðið, ásamt vinum og kunningjum, að lita inn hjá okkur án skuldbindinga eða kostnaðar. Þetta verður fræðandi og skemmtilegt kvöld er gæti komið þér að gagni. Næsti kynningarfundur verður haldinn fimmtudaginn 17. september kl. 20:30 aðSiðumúla 31. Upplýsingar í sima 82411. Tattóveraðir, á gallabuxum og bol Ekki er vitað hvort hvít ungmenni sérhæfa sig í einhverri tegund Michael Beck og Terry Michos stjórna hvor sínum óaldarflokki i kvikmyndinni „The Warriors”. Um þrjú hundruð slikir flokkar eru í Los Angeles og meðlimir þeirra eru taldir vera um þrjátiu þúsund. Kínversku og kóreönsku ungling- arnir stunda fremur fjárkúgun en rán. Þeir knýja oft innflytjendur á ólöglegum pappírum og fólk, sem ekki getur talað ensku, til að greiða sér fjárhæðir fyrir „vernd” af ýmsu tagi. u « . I . >» d 1 % I 1* U «( U i> 1 1 llá V O llil

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.