Dagblaðið - 17.09.1981, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 17.09.1981, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1981. i Erlent Erlent Erlent Erlent I Vogelkennara, en hánn handlangar trompet George Segal getur fleira en leikið í kvikmyndum: Kom jram með jasshljóm- sveit í Camegie Hall og þótti jlinkur á banjóiö Margir frægir tónlistarmenn hafa komið fram í Carnegie Hall-hljóm- leikahöllinni í New York og má þar á meðal nefna Arturo Toscanini, Igor Stravinsky og Louis Armstrong. En fáir hafa verið jafnánægðir með fyrstu hljómleika sína þar og höfuðpaur og banjóleikari Beverly Hills Unlisted Jazz hljómsveitarinnar, leikarinn George Segal. „Alla mína ævi hefur mig dreymt um að spila í Carnegie Hall. Það var því stórkostlegt að sá draumur skyldi loks rætast. Tónlistin, brosandi andlit áhorfenda og sál hljómleika- hallarinnar runnu saman í eitt og til- finningin var líkust því sem ég svifi,” sagði Segal. Þótt Segal hafi ekki beinlínis flaggað leikni sinni á banjóið hefur hann spilað á það í 40 ár, en hann er nú 47 ára gamall. Hann byrjaði að koma opin- berlega fram er hann var í háskóla, í hljómsveit er hét Bruno Lynch og keisaralega Jazz-hljómsveitin. Hljóm- sveitin lék á næturklúbbum í Green- wich Village á sjötta áratugnum, en þegar George Segal fór að festa sig í sessi sem leikari, hætti hann að hafa tíma fyrir banjóið. Fyrir tveimur árum stofnaði hann síðan ásamt sex vinum sínum Beverly Hills Unlisted Jazz-hljómsveitina og hún lék aðallega á smástöðum í Holly- wood. í fyrra kom hljómsveitin síðan fram í sjónvarpi og i framhaldi af því frétti Johnny Carson af löngun Segal til að leika í Carnegie Hall. Þaðan barst fréttin til Steve nokkurs Lawrence og hann bauð Segal og hljómsveit að koma fram í tónleikahöllinni frægu. Af Segal er það annars að frétta að í okóber verður frumsýnd ný mynd með honum. Hún nefnist Carbon Copy, og mótleikari Segal er Susan St. James. Segal hefur í hyggju að halda sig áfram við leiklistina þótt upp hafi komizt hversu góður banjóleikari hann er. ,,Mér þykir afar gaman að spila á banjóið,” segir Segal, „og það gleður mig og áheyrendur.” Meðal aðdáenda Segal er jassistinn frægi Lionel Hampton. „Suma leikara langaði til að geta sungið og suma söngvara langaði til að geta leikið,” segir Hampton. „George er hins vegar tónlistarmaður og góður leikari. Og það er virkileg sveifla í tónlist hans.” Prinsessur eru ekki verri þótt þœr vökni Carbon Copy hehir nýjasta mynd George Segal, en þar leikur hann á móti Susan St James. Enginn er verri þó hann vökni, segir máltœkið, og það fékk Karólina prinsessa I Mónaco að reyna um daginn. Karólina lá þá og sólaði sig á sundlaugarbakka er tvo flleflda karlmenn bar að og án frekari formála þrifu þeir I hendur ogfœtur Karóllnu og hentu henni út I sundlaugina. t vatninu lenti prinsessan með miklum buslugangi en hún hafði baru gaman af öllu saman og hló innilega að tiltœki piltanna. Íbúar Ifursta- dœminu Mónaco hafa bœðiþetta atvik og önnurfyrirþvl að Karólína sé nú búin að ná sér eftir skilnaðinn við Philipe Junot. Hún sé með öðrum orðum aftur komin út á llfið og byrjuð að slá sér upp með hinum og þessum karlmönnum. Við gritmurlnn i Jerusalem. Gamkt mannlnn langar tHað halda upp á atdaraf- mœllsfttí borginni helgu. Gamall draumur rætist: Heldur upp á 100 ára af- mœliö í Jerásalem Max Rubin hafði lengi átt sér þá ósk heitasta að halda upp á hundrað ára af- mælisdaginn sinn í ísrael — ef hann lifði svo lengi. Og nú er hann búinn að pakka niður í ferðatöskurnar því hann erá förum til Jerúsalem eftir helgina. — Eiginlega eru tveir mánuðir þangað til ég á afmæli, sagði hann við fréttamann sem átti við hann viðtal á heimili sonar hans í Kaliforníu. — En ég ætla að flýta honum dálítið svo að ég geti verið viss um að sjá eitthvað. Heyrn og sjón hefur nefnilega hrakað á þessu 99. aldursári hans. Svo að hann var farinn að hafa áhyggjur af því að ekkert yrði úr ferðinni. — En það er ekkert að heilanum, segir gamli maðurinn brosandi og strýkur snjóhvítt skeggið. — Heilinn er eins og gúmmí. Ef þú teygir ekki á því, þornar það upp. Rubin hætti að reka matvöruverzlun sina fyrir 20 árum og settist i helgan stein. í ísrael verður hann heiðurs- gestur skóla fyrir bágstadda drengi, Boys Town Jerusalem. Það er einnig stofnandi þessa skóla, Ira Guilden, sem greiðir ferð gamla mannsins. Hann komst að þessum draumi hans þegar Rubin gaf skólanum fyrsta tékkann sem hann hefur fengið frá tryggingar- stofnun, en hann var að upphæð 9.000 dollarar. Það var ekki fyrr en í fyrra að hann fékkst til að útfylla þau eyðublöð sem nauðsynleg eru til að fá úr tryggingum það sem honum ber. Og þess vegna átti hann þessa fjárhæð inni hjá stofnun- inni. Rubin fæddist í pólsku þorpi 1881 en flúði til Bandaríkjanna 1905 undan gyðingaofsóknum og einnig til að sleppa við þjónustu í rússneska hern- um. Þegar hann settist í helgan stein 1949 voru ekki til neinar tryggingar fyrir þá sem stunduðu sjálfstæðan at- vinnurekstur. Hann lifði af sparifé sínu og því sem ■ fjögur börn hans létu af hendi rakna. Þegar lögum um ellitryggingar var breytt þannig að hann átti rétt á bótum neitaði hann að sækja um þær. Sagði hann að það væri hann sem væri í skuld við landið en ekki öfúgt. Fjölskyldan álítur að hann hafi verið hálfpartinn gabbaður til að fylla út eyðublöðin. Og þegar tékkinn frá tryggingarstofnuninni kom, neitaði Rubin að taka við honum og gaf hann fyrrnefndum skóla. Dóttir hans Maria hefur skrifað fjöl- skyldubók um líf hans. En gamli maðurinn ypptir bara öxlum og segir: — Ég er ekkert öðruvísi en annað fólk. Ég stofnaði til fjölskyldu, ól upp börn mín og þau hafa heppnast vel. Er þetta ekki bara saga okkar flestra í hnot- skurn?

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.