Dagblaðið - 17.09.1981, Side 17

Dagblaðið - 17.09.1981, Side 17
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1981. 17 hversdagsvenjum fslendinga og lýsir því m.a. skemmtilega hvernig þeir nota heita vatnið í hverunum til matseldar og þvotta. Stjórnaði flóttamanna- prentsmiðju og kvænt- ist spákonu Örlög Daníels eftir ferðina til íslands urðu órjúfanlega samtengd frelsisbar- áttu Tékka. í þá daga voru trúmál og stjórnmál eitt og hið sama, og Tékk- arnir börðust gegn Habsborgurum í hreyfingu sem kallaðist bræðralagið og var að nokkru leyti byggð á trúarskoð- unum Jóhanns Húss, sem brenndur var á báli upp úr 1400. En fyrir Tékka voru þetta harmsögulegir tímar og hreyfing- in var brotin á bak aftur í orrustu árið 1620 á Hvítafjalli rétt hjá Prag. Voru meðlimir Bræðralagsins þá gerðir land- rækir. En þeir hættu ekki andófi sínu og settu upp prentsmiðju í pólsku borg- inni Leszno. Þar gáfu þeir út mikið af ritum, en voru að sjálfsögðu síblankir og er talið að Daníel hafi skrifað ferðasöguna sem skemmtibók til að fjármagna útgáfu pólitiskra verka. Hann sýndi þarna mestu atorku, dyggilega studdur af konu sinni sem Kristín hét og var hin merkasta. Hún var spákona og mesta hörkutól. Þannig fór hún sjálf í herbúðirnar til Wallensteins, eins vold- ugasta hershöfðingja þeirra tíma, og spáði honum öllu illu enda var hann pólitískur andstæðingur. En hún lézt þegar hún hafði alið manni sínum fimm börn, og nokkru síðar var borgin Leszno brennd til kaldra kola. Bræðralagið leystist upp, og Tékkar máttu sætta sig við erlend yfirráð um langan aldur. Passíusálmarnir og frelsisbarátta Tékka Síðasti biskup þess, Komensky, var mikill vinur Daníels. Hann tengist íslandi á annan hátt: byrjendabók hans í latínu var notuð til kennslu hér á landi og til er íslenzk þýðing á henni gerð um 1700. Er sagt að Grunnavíkur-Jón, hinn tryggi skrif- ari Árna Magnússonar, vitni oft til hennar í ritum sínum. Og í umræðum sem urðu eftir fyrir- lesturinn benti sr. Kolbeinn Þorleifsson á viss tengsl, milli Passiusálma Hall- gríms Péturssonar og tékkneskra and- ófsmanna þeirra tima. Eins og áður er sagt var sjálfslæðis- barátta Tékka mjög háð með trúar- ritum þeirra eins og tiðkaðist á þeirri öld. Og Passíusálmar Hallgríms eru ortir undir áhrifum frá bókinni „Eintal sálarinnar” eftir Moller, sem aftur byggir á trúarritum þeirra bræðralags- manna. Þrír Passíusálmanna eru ortir við lög, sem hinir tékknesku bræðra- lagsmenn og þjóðfrelsishetjur sungu til að stappa í sig stálinu í baráttunni við hið austurríska ofurefli. íslenzka þjóðin sótti síðan styrk í Passíusálmana gegn hallærum og hungri. Svona er nú hringrás hugmyndanna merkileg í þessum heimi. -IHH. Helena Kadeckova f lytur skemmtilegan fyrírlestur í Árnagarði: FYRSTITÉKKINN K0M TILÍSLANDS ÁRIÐ1613 — rítaði ferðasögu sína til að fjármagna tékkneska andófsmenn þeirra tíma reykur, svo hárið á þeim reis af skelf- ingu” sagði Helena með orðalagi höfundar. Á Þingvöllum hittu þeir biskupinn i Skálholti. Bauð hann þeim heim og veitti vel í fjóra daga, en leysti þá síðan út með vaðmálsströngum og öðrum minjagripum. Fóru þeir þá ríð- andi til Bessastaða og sigldu þaðan aftur til Þýzkalands. Rómuðu þeir gestrisni íslenciinga i mat og drykk, sem þeir kunnu vel að meta eftir að hafa lifað á sýru og skreið í langan tíma á skipsfjöl. Ýmsar kynjasögur eru í riti Daníels. Til dæmis segir hann að konur geti ekki fætt börn í Vestmannaeyjum og þurfi að flytja þær upp á land til þess. Og nálægt Skálholti sjáist oft fljóta- skrímsli, svo stór að hafskip geti siglt undir kryppur þeirra. Boði þau jafnan tíðindi, til dæmis andlát merkra höfðingja úti í heimi. Þrátt fyrir þetta er bók hans talin ein merkasta ferðasaga útlendings á fslandi frá þessu tímabili. Hann hefur tekið vel eftir mataræði og öðrum Á mióöldum trúðu menn að sæskrimsli, stærri en hafskip, væru 1 sjónum kringum tsland. Tékkinn Daniel segir i ferðasögu sinni að þegar þau sjáist boði það gjarnan stórtiðindi, svo sem andlát erlendra þjóðhöfðingja. „Fyrsti Tékkinn sem kom til íslands, Daniel Feterus, sigldi þangað árið 1613 og skrifaði síðan vinsæla ferðasögu, meðfram til að fjármagna tékkneska útlaga, sem þá börðust upp á líf og dauða til að vernda menningu sína fyrir austurrískum áhrifum Habsborgara.” Eitthvað á þessa leið sagði Helena Kadeckova, sem á mánudaginn var flutti bráðskemmtilegan fyrirlestur hjá Félagi íslenzkra fræða í Ámagarði. Hún talaði íslenzku enda dvaldi hún / hér á landi fyrir nokkrum árum og hefur skrifað doktorsritgerð um efni úr íslenzkum bókmenntum, nánar tiltekið hvernig Bréf til Láru eftir Þórberg olli straumhvörfum í íslenzkum skáld- skap. Nú kennir hún norrænu við háskól- ann í Prag, en hann var orðinn frægur þegar á miðöldum. Þar stundaði meðal annarra nám sá kunni biskup Jón Gerreksson, sem íslenzkir bændur drekktu í poka í Brúará á fjórtándu öld. íslendingar drykkfelldir og ánægðir Ferðasaga Daniels er til á pólsku, þýzku, tékknesku og dönsku. Á ís- lenzku eru aðeins til nokkrir kaflar úr henni þýddir af Sigurði Kristjánssyni frá Húsavík og voru þeir gefnir út í bókinni Glöggt er gestsaugaö árið 1946. Eru þeir hinir fjörlegustu og segir þar frá eldfjöllum, sjóskrímslum, en þó ekki sizt íslendingum sjálfum. Segir Daníel að þeir séu ótrúlega ánægðir með þetta land, þar sem þó vanti svo margt. Þeir séu langlífir, drykkfelldir, áhyggjulausir og þekki hvorki átthaga- fjötra né aðalsvald. Helena sagði að Daníel hefði verið tvítugur námsmaður í Brimum í Þýzka- landi, þegar hann ásamt skólabróður sínum tók sér far með verzlunarskipi til íslands vorið 1613. Hann mundi hafa farið af ævintýralöngun æskumanns- ins, og það hefði þurft talsvert hug- rekki til að leggja í svo langa sjóferð af hálfu Tékka. Því Tékkóslóvakía liggur hvergi að sjó, og sumir landar hans þorðu ekki einu sinni yfir Ermarsund til Englands á þeim tíma. Hárið á ferðamönnun- um reis af skelfingu Þeir tóku höfn á íslandi nálægt Stykkishólmi. Ungur sýslu- eða lög- mannssonur útvegaði þeim hesta til að ríða til Þingvalla á alþing. „Fóru þeir yfir hroðaleg fjöll, sem upp úr steig interRent car rental Bíialeiga Akureyrar Akureyri: Tryggvabr 14-S 21715.23515 Reykjavík: Skelfan 9 - S 31615. 86915 Mesta úrvalið. besta þjónustan Við útvegum yður afslátt á bílaleigubílum erlendis VIÐ BRÝR OG BLINDHÆÐIR . w im r r 'h'i ÞARF ALLTAF AÐ DRAGA ÚR FERÐ Ef allir tileinka sérþáreglu MÍ,IWTRn&R mun margt yRjíjP10*0 vX^beturfara.__ MOTOCROSSKEPPNI Vélhjólaíþróttaklúbbsins og Dagb/aðsins SUNNUDAGINN 20. SEPTEMBER KL. 3.00. Við Kefíavíkurveg (1 kmfrá Keppendur, sem hafa áhuga að taka þáttí50 cc og opnum fíokki, mæti k/. 10 f.h. sunnudag. ,s____ / ^

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.