Dagblaðið - 17.09.1981, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 17.09.1981, Blaðsíða 28
Laxveiðileyf in stöðugt hækkandi: Samþykkt að taka 2,5 milljóna boði í Þverá — Jón Ingvarsson átti hæsta tilboð af tfu háum í Þverá í Borgarfirði Einhver stærsti samningur um lax- veiðiá sem gerður hefur verið á íslandi má nú heita borðleggjandi. Félag veiðiréttareigenda í Þverá í Borgarfirði samþýkkti siðastliðinn .föstudag að taka tilboði sem jafn- gildir 2,5 milljónum fyrir Þverá alla, eða 250 milljónum g.kr. ' Tilboðið átti Jón Ingvarsson, framkvæmdastjóri ísbjarnarins hf., og var það sýnu hæst 10 tilboða sem bárust. Voru þau þó öll há. Leigu- timinn er 3 ár. Undanfarin ár hefur Þverá verið leigð í tvennu lagi. Neðri hlutann hafa þeir Valur Amþórsson, Ólafur Sverrisson, Kristinn Finnbogason, Hannes Pálsson og Markús Stefáns- son haft á leigu. Samningur þeirra rennur út með lokum veiðitímans í sumar. Efri hlutinn hefur verið leigður Svisslendingum. Er nú eftir eitt ár af samningi við þá. Eftir næsta sumar hefur Jón Ingvarsson alla ána á leigu, samtals 14 veiðistangir. Miðað við verðtryggingu í tilboði Jóns, sem miðast við gengi Banda- rikjadals eða byggingarvísitölu, og gjalddaga leigugjaldsins í marz- mánuði næstkomandi, er ekki fjarri lagi að áætla keypta leigu á hverja stöng eitthvað á þriðja þúsund krónur á dag næsta sumar, að minnsta kosti. Jón er mikill útivistarmaður, þegar færi gefst fyrir önnum, meðal annars laxveiðimaður. Ekki veiðir hann þó á sjö stangir hvað þá 14. Ekki er DB kunnugt, hvort einhverjir félaga Jóns standa með honum að tilboðinu. Selji hann veiðileyfi, þegar þar að kemur, ræður framboð og eftirspurn væntanlega verði. Miðað við núver- andi leigusamning er ljóst að verð á laxveiðileyfum fer stöðugt hækk- andi. Fleiri sýndu þessari frægu laxveiði- á áhuga með tilboðum. Meðal þeirra má nefna áðurgreinda fyrri leigu- taka, Örn Petersen, örn Ó. Johnson, Pát Jónsson og Jón H. Jónsson. Öll tilboðin voru mjög há en því hæsta var tekið, eins og áður sagði. -BS. fhe Platters. Söngsveitarstjórinn Herb Reed stendur lengst til hægri. Hann er sá eini af upprunalegu Platters sem gertlu garðinn frægan svo að um munaði á sjötla áraiugnum. Platterskoma í næsta mánuði Bandariska söngsveitin The Platt- ers hyggst sækja íslendinga heim í næsta mánuði. Það er orðinn fastur liður i starfsemi sveitarinnar að skemmta Norðurlandabúum á ári hverju. Verður þctta i annað skiptið sem Platters koma hingað til lands. Það er Þorsteinn Viggósson, veit- ingantaður i Kaupmannahöfn, sem sftndur fyrir heimsókn Platters, eins og í fyrra. Hann sagði i samtali við blaðamann DB í gærkvöld að söng- sveitin héldi þrjá konserta að þcssu sinni. „Platters konta eingöngu frant í Háskólabiói í þetta skiptið,” sagði Þorsteinn. „Reynslan frá þvi i fyrra að fara með þau til Keflavikur og á Hótcl Sögu var nijög slæm og hleypti öllum kostnaði mjög upp. Ég stefni á að Platters komi fram dagana 8., 9. og 10. október.” Þorsteinn sagði að reynslan frá Danmörku og Svíþjóð sýndi að aðsókn ykist á hljómleika Platters eftir því sem þau kæmu oftar. ,,Þau voru með tvo konserta á Sheraton nú fyrir stuttu. Það seldist upp á þá á þremur eða fjórum dögum. í fyrra tók það upp undir mánuð að fylla salinn tvisvar,” sagði Þorsteinn. — Ný hljómsvcit leikur nú undir með Platters. Þorsteinn Viggósson kvaðst ekki hafa á prjónunum að flytja fleiri skcmmtikrafta til Islands að sinni. Unt tima var hann að velta þ<u fyrir sér að efna til hljómleika með dönsku hljómsveitinni Shu bi dua. Það reyndist ekki vera hagkvæmt vegna flutningskostnaðar. -ÁT- Sunnudagslærið á52 krónurkg í dag hækkar kjötið i verði. Smá- söluverðiö hækkar um 15—18% en bændur fá 7,66% hækkun. Niður- greiðslukerfið veldur því hins vegar að kjötið hækkar meira tii neytenda ( en um það sem bændur fá. Læri eða hryggur í sunnudagsmatinn kemur til með að kosta 52 krónur kílóið, heilir skrokkar 41 krónu og slátur með haus 38,60. Innmatur hækkar minnst i verði, um 8,48%. Er það vegna þess að innmatur er ekki niðurgreiddur. Ekki er búið að reikna út nýtt verð á mjólk en við þvi er búizt eftir helg- ina. Búizt er við að hækkun á því verði litil. Kartöflur lækka hins vegar iverðiánæstunni. -DS. Busavlgsla var I Menntaskólanum I Kópavogi og voru busar þú teknir l heldri manna tölu. Ekki voru allir jafhfúsir til að ganga I það samfélag og sumum þurfti að dýfa ofan l vizkubrunninn, þar eð þeir vildu ekki bergja ú honum. -SA/DB-mynd: Sig. Þorri. Ályktun stjómar Lögreglufélags Reykjavíkur: Gæzla geðsjúklinga ekki lögreglustarf — né heldur vaktir lögreglumanna á slysadeild um helgar Stjórn Lögreglufélags Reykjavíkur gerði í gærkvöldi ályktun, sem send verður lögreglustjóra, en i henni er mótmælt gæzluvöktum lögreglu- manna yFir sjúklingum, aðallega geð- sjúkum. Einnig er mótmælt vöktum lögreglumanna á slysadeild Borgar- spítalans um helgar. „Með þessum gæzluvöktum eru lögreglumenn að ganga inn á verk- svið annarra stétta, en starfsrétt þeirra viljum við virða,” sagði Björn Sigurðsson, formaður Lögreglufé- lagsins. ,,Inni á sjúkrahúsum erum við ekki lengur undir stjórn okkar varð- stjóra heldur lútum stjórn starfsfólks sjúkrahúsanna. Gæzla yfir sjúkling- um er hjúkrunarstarf sem eðlilegast er að sjúkraliðar og/eða gæzlumenn annist.” Björn kvað stjórn Lögreglufélags- ins líta það alvarlegum augum að starfsöryggi lögreglumannsins væri rofið þegar honum væri skipað til starfa á sjúkrahúsi, starfaði þar í engum tengslum við yfirboðara sina í lögreglunni en yrði að lúta annarra stjórn. Björn sagði að framhald þessarar samþykktar Lögreglufélagsins helg- aðist af viðbrögðum lögreglustjór- ans. í ályktuninni væri vakin athygli hans á miklum vanda. Ekki væri um neina verkfallsboðun að ræða. Almennur félagsfundur myndi vænt- anlega síðar fjalla um málið. Á fundi stjórnar Lögregluféíags Reykjavíkur í gær var ennfremur rætt um seinagang er varðaði kæru stjórnar félagsins vegna ummæla í Dagblaðinu, sem höfð voru eftir einum lækni Borgarspítalans og mjög vörðuðu lögreglumenn. Upplýstist að málið er nú hjá saksóknara til ákvörðunar en rannsókn rannsóknar- lögreglustjóra liggur fyrir í málinu. Sjö mánuðir eru síðan þetta mál var kært. -A.St. frjálst, óháð dagblað FIMMTU DAGUR 17. SEPT. 1981. Girðingarleysið á Litla-Hrauni: Fáum smá- slettur af og til — en þær duga hvergi til að reisa almenni- lega girðingu „Samgangur fanganna á Litla- Hrauni við Eyrarbakka hefur verið miklu minni hér undanfarin átta ár en var á árum áður,” sagði Helgi Gunn- arsson, forstjóri fangelsisins, i samtali við DB í morgun í framhaldi af viðtali við oddvita Eyrarbakkahrepps í blaðinu í gær. Þar var deilt hart á „gæzuleysi” á Litla-Hrauni og kvartað yfir því að fangar á Litla Hrauni gengju því sem næst lausir utan sjálfra múr- an'na. „Fangelsið á allt land þar sem okkar starfsemi fer fram,” sagði Helgi. „Við höfum skipt á landi við hreppinn, þannig að af þvi þarf ekki að hafa áhyggjur. En það er nú ekki lengra síðan en í fyrravetur að útgerðarfélögin á Eyrarbakka lágu í mér um að fá mannskap í skreið og saltfisk. Áður fyrr önnuðust fangarnir hér t.d. allan þaraflutning í kálgarða Eyrbekkinga, unnu í fiskvinnslunni hjá þeim, sáu um gripahirðingu og mönnuðu jafnvel bát- ana. Þetta hefur allt breytzt síðan ég tók hér við svo ekki þarf að kvarta yfir því.” Helgi sagðist jafnframt hafa verið fyrsti maðurinn sem hefði gert alvarleg- ar tilraunir til að fá mannhelda girð- ingu utan um land fangelsisins. Þeim tilraunum hefði verið haldið áfram all- ar götur síðan en stöðugtfengjust nei- kvæð svör yfirvalda. Að vísu hefði hann fengið „smáslettur öðru hvoru” en það dygði ekki til að byggja girðingu er risi undir nafni. Mishermt var eftir Kjartani Guðjónssyni í DB í gær að girðingar- leysið mætti skrifa á reikning fangelsis- forstjórans. Það sem Kjartan átti við var það sem hann taldi slaka gæzlu fanganna í útivist. -ÓV. p* a rcq (TTí m sz. lyiN Q NIN a 3UR IVIKU HVERRI Áskrifendur DB athugið Vinningur I þessari vikur er 10 gíra Raleigh reiðhjól frú Fúlkan- um, Suðurlandsbraut 8 Reykjavlk, og hefur hann verið dreginn út. Ncesti vinningur verður kynntur I blaðinu ú múnudaginn. Nýir vinningar verða dregnir út vikulega nœstu múnuði. hressir betur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.