Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Eksemplar
Hovedpublikation:

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 17.01.1965, Side 4

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 17.01.1965, Side 4
Eyvindur Jónsson Eyvindur var upprunninn i Hrunamannahreppi. Afi hans, Eyvindur Ólafssön, býr í Hlíð þar i hreppi 1703. Ragn- heiður dóttir hans var móðir Eyvindar. Eyvindur Ólafsson er kjmsæll maður. Ragnheiður og maður hennar, Jón Jóns- son, bjuggu í Hlíð 1729, og þar mun Eyvinduí fæddur, elztur af mörgum systkinum. Eyvindur Jónsson er talinn fæddur 1714, og eflaust skakkar það ekki miklu um aldursákvörðun hans. Eyvind- ur er um þrítugsaldur þegar það ber til sem síðan gerir örlög hans. Ekki er vitað hvað til bar, því Eyvindur virðist aldrei koma fyrir rétt, en þjófnaðargrunur er þó það, sem um er að ræða, en eigi verður það séð að slíkt hafi sannazt. Það er í Alþingisbók- inni, sem fyrst gefst upplýs- ing um það, að hér er eitthvað á seyði. Það er árið 1746 sem sýslumaður Ámesinga, Brynj- ólfur Sigurðsson, lýsir eftir honum burt stroknum frá Traðarholti í Stokkseyrar- hreppi 1 júlí í fyrra, „fyrir utan mög og magt.“ stendur í bókinni og síðan orðrétt: „Einnig með stórum líkindum rigtaður af þjófnaði í Árnes- sýslu“. Lýsing hans er þann- ig: „Grannvaxinn, með stærri mönnum, nær glóbjartur á hár, sem er með liðum að neðan, toginleitur og einleitur (skiptir líklega ekki litum) nokkuð þykkri neðii vör en efri, fótagrannur, mjúkmáll og geðgóður. Hirtinn og hrein- látur, reykir lítið tóbak þá býðst. Hagtækur á tré og járn, góður vinnumaður og liðugur til smávika. Lítt les- andi og óskrifandi. Raular gjaman fyrir munni sér kvæði eða rímur, þó afbakað." Þann- ig var þá Fjalla-Eyvindur frændi okkar Emils Jónsson- ar, og ekki er okkur úr ætt skotið, að hagtækir emm við. Hér sést það, að Fjalla-Ey- vindur er aðeins gmnaður um þjófnað, þegar hann strýkur burt úr Traðarholti í júlí 1745. Árið 1744 hefur þessi grunur á hann fallið. Ekki er að sjá að hann strjúki úr haldi hjá sýslumanni, því Brynjólfur sýslumaður er tal- inn búa að Hrauni á Eyrar- bakka frá 1740-1747, að hann fór að Hjálmholti. Ekki er því þó að fullu að treysta að Brynjólfur hafi ekki búið í Traðarholti frá 1745-1747. En hvað varð af Eyvindi? Þjóðtrúin vill endilega hafa það, að hann leggist út á fjöll, en Alþingisbókin ber því vitni að hann kemur aldrei við neina sakasögu til 1763. Þjóðin vill hafa það að hann búi á fjöllum og sögur eru sagðar í sambandi við það. Það er blátt áfram mark- laust. Þeir, sem fóru á fjöllin, lifðu þar stutt eða vpru gripn- ir, enda er hér um þjóðsögur einar að ræða, sem ekki stað- festast í réttarsögu þjóðar- innar, en ef nokkur saga er dálítið rækilega sögð á þessu tímabili, þá er það sakasag- an. Staðreyndirnar, sem koma fram í málinu era þær, að 1762 eða ’63 eru þau Eyvind- ur og Halla, ásamt Arnesi og Abraham, gripin í útilegu á Ströndum og færð sýslumanni Strandamanna, Halldóri Jak- obssyni, og er öll þessi hers- ing nefnd útileguþjófar. Þau Eyvindur og Halla strjúka frá Halldóri 1763 og er þeim lýst á Alþingi það ár eða hið næsta. Lýsing Höllu er þann- ig:. Lág og þéttvaxin, mjög dimmleit í andliti og á hönd- um, opinmynnt og ógeðsleg. Nú ’er það önnur staðreynd, að þetta sama ár um haustið 1763, leita þau á náðir Hans Wiium sýslumanns á Skriðu- klaustri. Öllum sýslumönnum var boðið á Alþingi 1763 að grípa þau og færa Halldóri, en Hans var á öðru máli, og nú vitnast það, að þau eru í hans trausti á bæjum í Fljóts- I dal til hausts 1764. Er talið að Eyvindur væri á Klaustri en Halla á Hrafnkelsstöðum. Pétur Þorsteinsson sýslumað- ur var skyldurækinn ög eðli- { lega komst hann á snoðir um 5 veru þeirra í Fljótsdal og þar sem Pétur átti í hlut á þess- { um árum, er þetta hæpið fyr- ir Hans, því þeirra vinfengi { var lítið jafnan. Hans sér að { hverju fer, að hann getur ekki haldið þau, en hann átti { víða hauk í homi. Hann lætur ■ þau fara norður á Langanes, og nú gefst mikil upplýsing um þau. Það er árið 1766, að Pétur sýslumaður lýsir eftir þeim á þingi í sinni sýslu og það er á þinginu á Skeggjastöðum á Strönd, sem hann fær nokkuð að vita sem fengur er í. Pét- ur hefur náttúrlega lýsingu á þeim Eyvindi og Höllu á Alþingi, því aldrei sá hann Höllu. Þá er það presturinn á Skeggjastöðum, Séra Sig- urður Eiríksson, sem segir: „Að haustið 17'64 hafi til sín komið og frá sér farið norð- ur eftir, karl- og kvenpersóna sem hann meini að vera þessi sömu Eyvind og Höllu, segir þessar fyrmefndu persónur haldi sína veru norður í Þing- eyjarsýslu, hann á Svalbarði, hún á Sauðanesi. Hinir aðrir þingmenn sem hér nálægir eru segja að sér finnist ekki ólík lýsing á þeirri per- sónu sem hér að framan er umtalaður og á umferð um þessa sýslu nefndi sig Jón Jónsson, en hvað lýsing Höllu áhrærir, segja þeir ei lýsing hennar að öllu leyti líka þeirri persónu sem um er talað og sig nefndi og nefnir Guðrúnu Jónsdóttur. Nálægir þing- menn, spurðir um skilríki er nefndar persónur haft hafi með sér, þá um sýsluna reist hefði svara: að þau bæði haft hafi bón frá sýslumanni Wii- um, þess innihalds, að fólk á leið þeirra vildi beina för þeirra, hennar sérdeilis til heimkynna sinna, sem sagðist burtgripin af tveimur útilegu- þjófum, þeim Ames og Abra- ham í grasaheiði, hans, svo sem þess, er kominn væri úr Strandasýslu og ætlaði að ferðast á Langanes og það- an heim aftur beinleiðis. Hann hefði og haft prestsattest séra Jóns Sigurðssonar í Grunna- vík, undír hans hönd og sign- eti en engin önnur attest segja þingmenn, að þeir hafi hjá þeim persónum séð.“ (Þingbók Nms. 1766). Hér gefast meira en litlar og gagnlegar upplýsingar um þau Eyvind og Höllu og það fyrst, að í þrjú ár em þau búin að vera á þessum slóð- um á Norðausturlandi og þau bæta eflaust þar við þeim tíma er ekki spyrst til þeirra, og ekki er hér um útlegð né fjallalíf að ræða heldur dvöl á fyrirmyndarheimilum. Engum manni er Hans lík- ur, þeirra sem undir hans konunglegu hátign þjóna, enda fór hann í raun og veru með stórsigur af hólmi í þessari uppreisn sinni gegn þessum bjánalegu sakferlisháttum þjóðarinnar, að vera stöðugt að drepa menn. Var það strax árið eftir að Sunnefumálið var búið, að breytt var svo til, að hætt var að hengja þjófana og vildu Danir heldur fá þá í festinguna og rasphús- Framhald á bls. 21. LÖNGUN Eftir Jón frá Pálmholti Mig lángar að koma til þín, og ef ég kem mun ég gánga hægt og hljóðlega, varlega mun ég stíga yfir þröskuldinn klappa á öxl þér og heilsa lágum rómi. Mig lángar að horfast í augu við þig taka í hönd þér og hlusta með þér á rísl veðranna. Eg bý yfir mörg þúsund ára reynslu kynslóðirnar lifa í mér. Margvísar raddir þeirra hvísla að mér launúngarmálum. Eg þekki öll veraldarstríð háð í þögulli einveru. Eg sé, heyri og skil. 3 - ■ ■ ■ Þess vegna lángar mig að koma til þín, (og mundu að ég fer ekki með hávaða þótt ég geti tekið upp í mig ef svo ber undir) taka í hönd þér varlega horfást í augu við þig og finna að einnig þú sérð, heyrir og skiiur. 16 — SUNNUDAGUR

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.