Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Tölublað
Aðalrit:

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 17.01.1965, Blaðsíða 5

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 17.01.1965, Blaðsíða 5
ÞJÓFALEIT í REYÐARFIRÐI Bóndinn í Vattarnesi og Árni bóndi á Löndum, sem áður er getið, voru perluvinir. Það var fastur liður að hann heimsótti Árna einu sinni á ári, og næsta ár heimsótti Árni Vattarnesbóndann. Haust eitt kom Árni að Vattarnesi, og var enginn asi - á honum. Þetta var í slátur- tíðinni. Árni lét þess samt getið, að hann þyrfti að skreppa inn á Reyðarfjörð. Vattamesbóndinn kvað það vera mjög heppilegt því hann þyrfti einmitt að senda pilta sína inn á Reyðarfjörð morguninn eftir til að ná í sláturvörur. Morguninn eftir fara þeir frá Vattamesi inn á Reyðar- fjörð og lofa Árna að vera með. Þeir fóru snemma, því þetta er langur róður. Svo fóm piltarnir að verzla og Árni fór líka í kaupstaðinn og vissu þeir ekkert um ferðir hans. Seinni hluta dags em þeir tilbúnir að fara en þarna var einhver bryggjuómynd og var bryggjan þéttsetin kettunn- um, er áttu vitanlega aðsend- ast til Danmerkur. Þegar allt er tilbúið að fara segir Árni við piltana hvort þeir vilji ekki láta þessa ket- tunnu útí bátinn, og sparkar í eina tunnuna. Jú, sjálfsagt að hjálpa karl- inum að koma tunnunni um borð. Svo fóru hásetar úrytri fötunum til þess að vera létt- ari á sér við róðurinn, en Ámi settist aftur í og dró upp úr vösum sínum óhemju af snærum. Hinir höfðu gaman af að vita hvað karlinn væri að gera og litu heldur forvitnis- lega til hans. Svo byrjar Árni að vefja snæri um báða enda tunnunnar og rekur þarhvem rembihnútinn eftir annan, svo ekkert skyldi bila. Síðan bind- ur hann band milli endaband- anna og hefur það mjög rúm- gott, og endar með því að hafa lykkju á miðju bandi, nákvæmlega á miðri tunn- unni. Þegar það er búið fer Ámi að þurrka svitann af enni sér og líta í allar áttir. Meðan Árni var að þessu bar þá hratt yfir svo þeir voru komnir nokkuð langt út Reyðarfjörðinn þegar Árni hafði lokið þessum umbúnaði. Svo segir Ámi upp úr eins manns hljóði: — Þeim liggur víst eitt- hvað á, sem á eftir okkur koma. Þá taka hásetar eftir því, að bátur kemur á eftir þeim og sýður á hnýflum hjá eft- irfararmönnum, svo mikið er róið. Árni segir við háseta: — Mikið eruð þið búnir að róa, ykkur veitir ekki af smá- hvíld, en biður samt tvo há- seta að hjálpa sér við kútinn þann arna. Þeir vildu fúsir hjálpa gamla manninum, höfðu gaman af og fullir for- vitni á hvað karlinn ætlaði nú að brauka við þetta. Þeir taka tunnuna og láta hana út fyrir. Árni grípur i lykkjuna sem var á miðd tunnunni, rennir henni á stýrislykkjuna og'segir svo: — Þið skuluð bara sleppa henni, hún leitar niður. Við þyngslin á tunnunni fór stýriskrókurinn á kaf. Síðan brýtur Árni upp nest- ispoka sinn og veitir á báða bóga svellþykkt hangikjöt og heldur að þeir séu nú búnir að vinna fyrir bita. Karlarnir eru fullir forvitni hvernig þetta endaði og hvað þetta allt ætti að þýða. En Árni heýkist allur í sæt- inu, rennir haukfránum aug- um aftur fyrir sig og segir svo hálfbrosandi: — Ég held við ættum nú að bíða eftir þessum blessuð- um mönnum, við getum kann- ski eitthvað liðsinnt þeim. Þeir sjá að hásetar á bátn- um sem eftir kemur muni vera mestu ribbaldar, eftir því hvernig þeir haga sér, þeir hægðu ekki róðurinn heldur renna sér upp á síðuna hjá þeim Árna á fullri ferð og þegar bátarnir skella saman stendur formaður á hinum bátnum upp, mesti raumur, bæði stór og sver og eftir því illilegur, kippir stýrissveifinni úr stýrishausnum og reiðir hana til höggs og drundi í honum eins og rokkviða: — Þar náði ég ykkur, bölv- aðir þjófamir! Árni horfir með engilssvip til manna sinna og segir: — Heyrið þið hvað hann segir ? Formaðurinn á hinum bátn- um ryður því nú út úr sér að þeir hafi stolið kettunnu á Reyðarfjarðarbryggju og vej- ið staðnir að verki og þeir séu nú komnir tll að sækja hana. — Ekki má það minna kosta, segir Árni. Heiltunnu af keti! Hafið þið, piltar, orð- ið varir við nokkV-a kettunnu? Hún er ekki það fyrirferðar- lítil að hún sæist ekki í bátn- um. Árni sagði það sjálfsagt að eftirróðursmenn fengju að leita þjófaleit í bátnum, þótt engin fylgsiji væru þar til. Þessi mikli maður, sem var formaður á hinum bátnum, lippaðist hreinlega niður þeg- ar hann sá mistök sín, — það var ógerlegt að fela tunnu í bátnum, hún hefði hlotið að sjást. Árni gerði sig reiðan, strauk skeggið og sagði að þeir ættu ekki skilið að hann leiðbeindi þeim nokkurn skapaðan hrær- andi hlut. — Að bera þjófnað á okk- ur- Sárasaklausa mennina! Svo pírði Árni með öðru auganu og leit á 'háseta sína, eins og hann væri að biðja um leyfi þeirra til að segja það sem hann vildi segja: — Tókuð þið ekki eftir þvi að það var bátur á undan okkur og réri mikið og stefndi á Breiðuvíkur ? Ösköp voru þeir þjófslegir, garmamir, þegar þeir réru framhjá. Hinir bátsverjarnir kváðust hafa tekið vel eftir þessu og settu eftirróðursmenn vel á sig afstöðuna, og ekki vant- aði að Ámi benti þeim á rétta Framhald á bls. 22. SUNNUDAGUR — 17

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.