Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Tölublað
Aðalrit:

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 17.01.1965, Blaðsíða 6

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 17.01.1965, Blaðsíða 6
MERKUR SAGXAMAÐUR Sitthvað skemimtilegt og merkilegt hefur komið fram í sovézkum bókmeimtum á síð- ustu árum. Sögur Aksjonofs og Kazakofs, kvæði Voskress- enskis og Matéévu. Þó hafa einna mesta athygli vakið sjálfsævisögur tveggja höf- unda, sem báðir eru komnir á áttræðisaldur. Axmar er Ilja Erenbúrg. Hinn er ekki eins þekktur erlendis, en hefur um áratuga skeið no’tið mikilla vinsælda heimafyrir — hann heitir Konstantín Pástovskí, fæddur 1892. Hann hefur þeg- ar skrfiað sex „bækur" ævi- sögu sinnar: í Rússlandi hafa menn alltaf skrifað langar bækur og skrifa enn, og eng- inn heyrist kvarta um að ekki gefist timi til að lesa þær. Pástovskí á langa og merkilega reynslu að baki sér. Hann lærði við háskólana í Moskvu og Kíef, var verka- maður, strætisvagnastjóri, sjómaður og guð má vita hvað. Hann birti sínar fyrstu sögur árið 1911, en hefur helgað sig ritstörfum ein- göngu frá 1926. Verk hans eru fleiri orðin en hér verði upp talin — en þeim er gefin sú einkunn að í þeim sameinist rómantísk tilfinning og raunsæjar lýsingar á ýms- um sviðum rússnesks veru- leika. Þessi aldni, ljúfmann- legi sagnamaður á sér sívax- andi aðdáendahóp heimafyrir, sem fyrr segir — það er mjög líklegt að hann og verk hans beri á góma hvar sem rúss- neskt æskufólk kemur saman með skáldlegu hugarfari. Pástovskí hefur og haft þá sérstöðu meðal sovézkra höf- unda sinnar kynslóðar, að hann Iét Stalín alveg afskipta- lausan meðan sá gamli var og hét, tók ekki neinn þátt í þeim mikla bumbuslætti sem hafður var fyrir þeim manni. Þessi sérstaða Pástovskíg hef- ur ekki hvað sízt orðið til að vekja athygli erlendra manna á honum. Fyrir skömmu kom fyrsta bindi ejálfsævisögu hans út í Englandi og hlaut ákaflega góða dóma, og varð sumum fitdómurum tilefni til að velta því fyrir sér, hvers vegna ,rússnesk ævisagnaritun sé hin bezta í heirni". Pástovskí var boðið til Englands í sambandi við útkomu bókarinnar, og lögðu blaðamenn þar fyrir hann ýmsar snörur og höfðu einkum áhuga á tveim at- riðum: hvernig hægt var að skrifa „sannar“ bækur með- an Stalín var og hét, og hvernig hægt sé að kenna verðandi rithöfundum að skrifa, en Pástovskí var ein- mitt um allmörg ár kennari við Gorkí-bókmenntaskólann þar sem skáld og rithöfundar nema fag sitt. STRIKIÐ <JT SNJALLYRÐIN Pástovskí fórust orð á þá leið, að það væri í raun og veru ekki hægt að kenna mönnum að skrifa, þeir gætu aldrei orðið höfundar ef þeir hefðu ekki hæfileika til. En þeir sem kæmu á bókmennta- háskólann hefðu þurft að leggja fram verk sem sönn- uðu að einhver neisti leyndist með þeim. Hins vegar skorti þetta unga fólk reynslu og þekkingu. Það fær almenna þekkingu í fyrirlestrum en auk þess eru þar námsflokk- ar — tíu til fimmtán stúd- entar ganga til ákveðins þekkts rithöfundar eða Ijóð- skálds, sem fylgist svo með þeim allan námstímann. Nefnum starf mitt til dæm- is. Einhver les sögu sem hann hefur skrifað. Hún er rædd. Kannske sátum við fjórar eða fimm stundir yfir sögunni Við fórum yfir hverja setningu. Við köstuðum burt óþarfa orðarusli, sem alltaf var nóg af. Við athuguðum þær mynd- ir, sem höfundurinn bregður upp — voru þær komnar frá höfundinum sjálfum, eða hafði hann sótt þær I verk annarra manna. Eða tökum til dæmis lýsingarorðin. Ung- ir höfundar hafa það gjarnan fyrir-sig að hrúga upp kynstr- um af lýsingarorðum. Ég mælti með því við þá að þeir notuðu ekki nema eitt í einu, að minnsta kosti ekki í byrj- un. Það er ómögulegt að raða upp fjónim í einu, þrjú eru slæm, það er hægt að þola tvö, en það er bezt að kom- ast af með eitt. Aðeins snill- ingur hefur efni á að nota fleiri en tvö. Tolstoj segir til dæmis á einum stað: „Hljóð- ur, grár, heitur dagur" — þú verður að geta staðið undir slíku. Þú verður að henda burt ónauðsynlegum orðum miskunnarlaust. Ég sagði nemendum mínum, að þeir Einn virtasti höfundur Rússa, Konstantín Pástovskí, segir frá uppeldi ungra rithöfunda í landi sínu og frá viðureign skálds við sannleikann á myrkum tímum og björtum. 18 — SUNNUDAGUR

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.