Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Tölublað
Aðalrit:

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 17.01.1965, Blaðsíða 10

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 17.01.1965, Blaðsíða 10
OKKAR Á MIILI VIÐ skulum ekki gerast of hátíðleg þótt árið sé liðið í aldanna skaut, en ekki vil ég láta hjá líða að óska lesendum Sunnudags gæfu og gengis á nýja árinu og þakka þeim fyrir samskiptin á liðna árinu. Þakka öllum þeim er sýnt hafa vin- semd og veitt aðstoð. Sérstaklega þakka ég öllum þeim er sent hafa efni eða bent á það, og óska að njóta slíkrar vinsemdar áfram. Raun- ar átti ég von á að fá meira af frásögnum ykkar af lífi sjálfra ykkar, lífi þess fólks sem borið hefur hitann og þungann af því að í þessu landi okkar býr enn þjóð. Við erum sammála um að slíkt efni sé óþrjótandi. Vitanlega tek ég til greina þá ský: 'ngu ykkar að þið megið ekki vera að því fyrir öðru striti. En finnst ykkur ekki ve'ra orðið eitthvað bogið við fyrirkomulagið á samfélaginu þegar þjóðfélagið er orðið slíkt þrældómshús að alþýðumaður Svar óskast Framhald af bls. 24. — Og hvað gerir Bærinn ef hún er fátæk eða veik eða aumingi? — spyr yngri telp- an. — Á hún kannski samt að hugsa um strákana sína sjálf? Þeir væru kannski ekk- ert ljótir ef þeir væru hreinir og í mátulegum fötum, ann- ar er meira að segj^ með hrokkið hár. — Segir sú eldri. Ég muldra eitthvað, sem ég vona að þær taki sem svar. — Og ef hún er fátæk og ekki aumingi, hvað þá? — — Þá fær hún hjálp frá Bænum. — — Guð, hvað Bærinn er góð- ur, segir yngri telpan. — Við skulum hringja og segja hon- um frá konunni, verst að vita ekki hvort hún er fátæk eða aumingi. — Sem betur fer sjá þær nú vinkonu sína fyrir utan garðs- hliðið. Þær hendast út og loka engum dyrum á eftir sér. Ég geng inn í stofuna og bendi mönnunum tveimur á að nú sé betra fyrir þá að flýta sér, annars komi þeir of seint heim í hádegismatinn. Og ég stend eftir, yfir gull- brúnni steikinni og hugsa: Skyldi hún vera fátæk eða aumingi. Síðan fer ég að leggja á borðið. 22 — SUNNUDAGUR ótin má ekki lengur vera að þvi að hripa hugsanir sínar og lífs- reynslu á nokkrar blaðsíður. Hver er þá lífshamingjan orðin, þegar mikill hluti þjóð- arinnar stritar myrkranna á milli fyrir mat, fötum og húsa- skjóli, en hinn hlutinn æðir sig æran f linnulausu kapp- hlaupi um þægindi og flottheit og lætur selja sér nokkur hávaðakvöld í þeirri trú að hann sé að eignast hamingj- una? En við vonum óðan að tala um frásagnir af atburðum úr lífi ykkar, og kannski eignizt þið fleiri slíkar stundir á þessu ári en því liðna og sendið mér því fleira af slíku efni en á síð- asta ári. ETRAUNIN. Frestur til að skila svörum við síðustu getraun rann út 10. þ.m. Enn hefur ekkert rétt svar borizt. Og þar sem veturinn hefur nú gengið í lið með hörmulegu seinlæti póstsamgangna fram- lengist fresturinn til 30. þ.m. SAFNARAR. Þeim er safna Sunnudegi, og þeir virðast nokkuð margir, skal á það bent að láta afgreiðslu Þjóð- viljans vita fljótlega um þau blöð er þá vantar, 'áður en upp- lagið þrýtur. Þá skal á það bent að síðurnar sem efnisyf- irlitið er á hafa villzt illilega á leiðinni inn í pressuna. Rétt röð þeirra er þannig: Síða merkt III. á að vera II., síða merkt IV. á að vera III. og síða mérkt II. á að vera IV. AÐ lokum þakka ég bréfin með óskum ykkar og á- bendingum á síðasta ári. Nú, á nýbyrjuðu ári er tækifærið til að senda ábendingar ykkar og óskir, og engu síður þótt þið séuð ekki ánægð með blaðið. Verið ekkert myrk í máli! J.B. SKRÁÐ OG SKRÁFAÐ „Islenzkir stjórnmálamenn og stórbændur eiga að gefa konutn sínum chinchillacape". Gunnar Bjarnason ráðu- nautur. - Mbl. 12/1 1965. Þeir geta trútt um talað: „Slúðrið getur blindað menn svo að þeir komi ekki auga á raunveiruleikann.“ Mbl. 12/1 1965. Sagnir Stefóns Framhald af bls. 17. leið. Syo tóku þeir róðurinn í . austurátt, en þökkuðu áður fyrir upplýsingarnar og báðu afsökunar á þessum miklu mistökum. Árni bað sína menn að fara að öllu rólega, langt væri eft- ir og það lægi ekki svo mik- ið á. Þegar hinn báturinn var kominn nógu langt frá þeim bað hann piltana að hjálpa sér að taka kútinn innfyrir, hann væri búinn að vera nógu lengi úti. Segir svo ekki af ferðum þeirra fyrr en þeir koma á Vattames, þá fara þeir að taka upp úr bátnum, og auð- vitað tunnu Árna með. Árni var að dóta sig þegar hinir fóru heim til að borða, en þeir tóku samt eftir því þeg- ar þeir voru að fara, að Árni var kominn með no’kkuð marga poka upp úr pússi sínum. Svo mölvaði Árni upp tunnuna og setti ketið í poka. Þeir fóru svo heim og skildu Árna eftir, en ekkert vissu þeir hvað hann hafði gert við pokana, en hann gekk frá þeim — og lengi var hann. ® Það er að segja af mönnun- um á hinum bátnum, að þeir urðu þess áskynja að þeir hefðu verið heldur gabbaðir, og þar sem þeir voru á ann- að borð sendir til að ná tunnunni ætluðu þeir ekki að fara tunnulausir heim. Og þegar Árni er að borða kvöld- matinn hjá sínum elskulega vini á Vattarnesi koma garp- amir þangað, og ek’kert frið- arlegir á svipinn. Bóndi býður þessum mönn- um að borða, því hann var gestrisinn með afbrigðum. Fyrirliðinn vildi ekkert þiggja en komast til botns í þessu máli svo fljótt sem hægtværi. Árni sagði honum að enginn gæti svangur leitað og ráð- lagði honum að borða matinn sinn fyrst. Þegar þeir voru að borða hafði Árni orð á því, að löng væri ströndin og víða væri hægt að lenda, og þessir hel- vízkir þjófar hefðu alltaf ráð til að koma þvív undan sem þeir væru að hnupla. En svo sagði hann, að sem löghlýð- inn borgari myndi hann rétta þeim hjálparhönd að líta eft- ir mönnunum, það væri sjálf- sagður hlutur, og lét i veðri vaka að hann væri mjög kunnugur alstaðar þarna. Svo fór Ámi með þá af stað. Hann þvældi þeim um allt Vattarnesið, upp í kletta og ofan í sjó og gætti þess að fara þar sem mjög erfitt í Stykkishólmi var að ganga. Semt um kvöld- ið komu þeir að Vattarnesi aftur, allir af sér gengnir, búnir að ganga upp skó sína, allir marðir og bláir eftir skriðurnar. Og allir rómuðu þeir sérstaklega frammistöðu Árna og hvað hann hefði gengið vel fram í leitinni, og formaðurinn lét þess getið, að ef allir menn væru eins lög- hlýðnir og Árni myndu ekki vera eins miklar gripdeildir og nú væru. Vorið eftir var Vattarnes- bóndinn að smala fé í skrið- unum. Þá fann hann nokkra brotna tunnustafi í klettun- um. Og þegar sagan umþenn- an fund barst út var haft eftir formanninum á Reyðar- f jarðarbátnum: — Glöggur er Árni! Á réttri leið var hann þótt. við fyndum ekki þjófinn. En það var haft fyrir satt, að þegar vinur og nágranni Árna á Borgargarði heimsótti hann, þá þótti honum Árni eiga sérstaklega gott spaðket, en Árni hafði sagt kunningj- um sínum að fátæklingarnir ættu stundum jafnvel til bita að borða. FRÍMERKI Framhald af bls. 14. mikilvægt og áhættusamt fyrr á árum. 1 mörgum sveitum voru póstarnir tengiliðirnir við umheiminn lengstan tíma ársins. Fólkið var orðið því vant, að póst- arnir kæmu samkvæmt á- ætlun, og hugsaði sjaldnar út í, hve mikið þeir lögðu stundum á sig til þesg að standa vel í stöðu sinni. En til þess þurfti oft mikið þrek og útsjónaraemi. Þeir eru ó- taldir óveðursdagarnir, sean landpóstarnir gömlu þurftu að stríða við. En mikill var það jafnan hátíðisdagur, þegar póstinn bar á bæ. Allt heimilisfólkið var mætt, til að taka á móti honum og mikil var eftirvæntingin þeg- ar pósttaskan opnaðist. Hér koma nokkrar tölur, sem sýna þróun póstmál- anna á Islandi fram á okkar daga. — Árið 1873 eru gefin út fyrstu íslenzku frímerkin og voru það skildingamerki. 1900 var byrjað að nota hestvagna til póstflutnings. 1916 hófust póstflutningar með bifreiðum. 1928 byrjuðu flugpóstflutningar innan- lands með „tækifærisflug- ferðum“. Sama ár voru gef- in út fyrstu flugfrímerkin. 1945 hófust flugpóstsam- göngur milli Islands, Evrópu og Ameríku.

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.