Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Tölublað
Aðalrit:

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 17.01.1965, Blaðsíða 12

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 17.01.1965, Blaðsíða 12
Smásaga eftir Unni Eiríksdóttur Ég fór ekki til dyra fyr en bjallan hafði hringt tvisvar. Það er svo þreytandi að vera alltaf að opna fyrir ókunnug- um krökkum, úr húsunum í kring, sem eru síspyrjandi eftir dætrum mínum. Og þær eru löngu komnar út að leika sér. En úti fyrir standa í þetta sinn engir ókunnugir krakk- ar, heldur tveir heimiliskunn- ingjar, góðglaðir og hafa ekki borið við að raka sig í morg- un. — Sjáðu til — segir annar, hálfvandræðalega. — Við ætlum eiginlega í sundlaugarn- ar, veðrið er svo dásamlegt, alveg himneskt, get ég sagt þér. Okkur datt bara í hug að líta aðeins inn til ykkar í leiðinni, það — það er svo langt síðan við höfum séð ykkur. — — En þið vitið þó að mað- urinn minn er í siglingu. — Æ, því vorum við alveg búnir að gleyma. — Þeir eru svo umkomuleysis- legir á svipinn að ég verð að vorkenna þeim. Það er ber- sýnilegt að þeir hafa ekki komið heim til sín síðan í gær, og hlakka ekki beinlínis til endurfundanna við eigin- konurnar. — Komið þið bara inn snöggvast, ég gef ykkur góð- an kaffisopa, og svo farið þið í laugarnar og síðan á rak- arastofu. Það er ekki orðið svo framorðið að þið náið ekki heim í hádegismatinn fyrir því. — — Þú ert alltaf jafnskiln- ingsgóð — segja þeir og ausa yfir mig lofi, meðan ég fylgi þeim inn í stofuna. Mórallinn er að gera út af við þá, og of mikill mórall er sízt betri en t.d. of stórt hjarta. Ég flýti mér fram í eldhús og laga kaffið. Það liður ekki á löngu áður en konan í næstu íbúð kemur undir því yfirskini að fá lán- að ofurlítið af smjörlíki. — Eru kannski gestir hjá þér, elsku fyrirgefðu að ég geri þér ónæði. — — Það eru bara tveir kunningjar mannsins míns, sem litu inn, þú kannast við annan, hann er gjaldkeri í bankanum, hinn er forstjóri hjá einhverri innkaupastofn- un. — Þá er það upplýst og allt á hreinu, og konan fer með smjörlíkið. Afeðan ég laga kaffið byrja ég að brúna kjöt á pönnu, klukkan er orðin ellefu og ég er vön að hafa matinn til á réttum tíma. — Mamma, hvort er hún fátæk eða aumingi? — Eldri dóttir min kemur hlaupandi inn og sú yngri á eftir. — Um hvað ertu að tala, barn? — Telpan, sem er níu ára seg- ir óþolinmóð: — Þú veizt, konan sem við vorum að segja þér frá, er hún aumingi, — — Æ, já konan, hvar á hún nú aftur heima? — — Manstu það ekki. Hún á heima I skúr, ljótum, ómál- uðum, kolryðguðum skúr. Við göngum þar framhjá á hverj- um degi á leiðinni í skólann. — Jú, nú man ég að þið hafið minnzt á hana. — — Hún er með svart hár og aldrei greidd, svo er hún í druslukjól, og hún á tvo stráka, sem eru agaleg hrekkisvín. — Nú tekur sú yngri við. — Stundum fer hún út í búð með rifið innkaupanet, og þegar hún kemur aftur er hún bara með eina mjólkur- hyrnu og fiskpákka í netinu, og ekkert annað, nema kannski hálft rúgbrauð. Er hún þá ekki fátæk? — — Strákarnir eru eiginlega alltaf berfættir þó það sé kalt úti, — bætir sú eldri við, — heldur þú ekki að hún hljóti að vera aumingi? — — Ég þekki ekki konuna og get ekkert um það sagt, — svara ég, og það er satt. — En mamma, um daginn komu tveir fullir menn að heimsækja hana, og hún bauð þeim inn til sín, þá er hún aumingi, heldurðu það ekki? spyr sú yngri. Ég velti þessu fyrir mér meðan ég sný kjöt- inu á pönnunni. — Ég veit ekki börnin mín, kannski er hún fátæk eða veik, og getur þess vegna ekki hugsað nógu vel um sjálfa sig og börnin — segi ég, í þeirri von að þær hætti að spyrja? — Á ég að segja þér það, mamma, að núna einhvern daginn ætla allir krakkarnir í mínum bekk að fara í stór- um hóp heim að skúrnum og gera at í henni. Þá verða strákarnir líka hræddir og það er gott á þá, því þeir eni hrekkisvín, — segir yngri telpan, og er auðsjáanlega á- kveðin í að láta ekki sitt eftir liggja. — En ef konan er nú bæði fátæk og veik — segi ég. — Ég held að hún sé bæði fátæk og aumingi, og kannski viltu bara ekki segja okkur það. Það vill enginn segja krökkum satt um neitt, — segir sú eldri og horfir rann- sakandi á mig. — Ég get ekki sagt þér það því ég þekki ekki konuna — svara ég, og nú er ég orðin þreytt á þessu suði á stelp- unum. — Mamma, væri ekki bezt að þú kæmir oieð okkur heim að skúrnum, þá gætirðu séð hvort hún er fátæk eða aum- ingi — segir eldri telpan, og horfir á mig spyrjandi, alvar- legum augum. — Það er ekki mitt að gá að því. — — Hver á þá að gá að því, kemur það kannski eng- um við nema henni sjálfri? — — Ég held að Bærinn eigi að hafa eftirlit með slíku. — Það lifnar yfir telpunum, við þetta svar. Framhald á bls. 22.

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.