Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 10.03.1965, Side 4
Þegar skipin liggja á spegilsléttri höfninni mætti ætla að líf togarasjómannsins væri leikur einn,
en — „....rétt við pokann sáust stórar málmkúlur sem við sáum fljótleffa að var hinn al-
ræmdi óvinur sjómanna, tunðuriiufl.
stóraðgerð af ufsa sem var
okkur ekki neitt angursefni,
því góður ufsaafli skapaði
okkur góða þénustu í lifrar-
hlut, serp þá var eina auka-
getan sem togarasjómenn
fengu fram yfir mánaðarkaup-
ið. Það var því létt yfir okk-
ur á meðan við vorum að
tygja okkur, sem ekki tók að
venju langan tíma og mátti
enda ekki vera nema stund-
ar fjórðungur.
Við fylgdumst með þeim
hljóðum sem bárust til okkar
ofan af dekkinu og vissum þar
með að trollið var komið að
síðunni og bjuggumst við því
þá og þegar að heyra hler-
ana skella að skipshlið og
fara sína leið í gálgana. En
sem þeir fyrstu okkar voru
tilbúnir að ganga til dekks
hljóðnaði allt ofan þilja.
Spilið stoppaði og ekki
heyrðist hið minnsta hljóð í
nokkrum manni. Hvað nú var
að ske vissum við ékki en
eitthvað var öðruvísi en það
átti að vera. Þó held ég ekki
að neinum hafi dottið í hug
válegir hlutir.
Við fórum því rólegir til
stigans úr „lúkarnum" því enn
voru eftir ca tvær mínútur
sem við áttum. Ég mun hafa
orðið fyrstur til dekks og gat
þá að líta óvenjulega sjón.
Allur mannskapurinn sem á
dekki var 'stóð hreyfingarlaus
á sínum stað og horfði út fyr-
ir skipshliðina stjórnborðsmeg-
in. Þar vaggaði úthafsaldan
„pokanum" sem hafði skotizt
fijótlega upp á yfirborðið og
rétt við pokann sáust stórar
málmkúlur sem við sáum fljót-
iega að var hinn alræmdi ó-
vinur sjómanna, tundurdufl.
Og öðru hvoru barst að eyr-
um okkar syngjandi málm-
hijóð, nokkuð í ætt við
klukknahljóð. Orsök hljóðsins
var sú að dufiin slóust hvert
við annað eða þá við járn-
„bobbingana" á trollinu.
Þessi kyrrð á skipinu stóð
þó ekki lengi, ekki nema á
meðan yfirmenn skipsins voru
að ráða ráðum sínum. Skip-
stjóri tók þá ákvörðun að
gera tilraun til þess að losna
við duflin. Hann lét því slaka
trollinu niður um nokkra tugi
metra og keyrði svo með lít-
illi ferð nokkurn spöl. Síðan
var trollið dregið upp aftur
en þá kom einnig strax í ljós
að duflin höfðu ekki losnað
frá. Varð nú öllum ljóst að
eina ráðið til þess að losna
við duflin var það að höggva
troHið frá skipinu. Um annan
kost var ekki að ræða því
þótt ekki hefði verið um þá
staðreynd að ræða að þarna
voru mörg tundurdufl sem
gátu þá og þegar sprungið, þá
var mjög ólíklegt að hægt
hefði verið að ná inn troil-
inu, því sjáanlega vorum við
þarna með hluta af tundur-
duflagirðingunni að minnsta
kosti. Fasta við hlera og
„bobbinga".
Það var því undinn bráður
bugur að því að losa sig við
troHið. En þótt það verk gengi
256 — SUNNUDAGUR
fljótt og fumlaust fyrir sig,
þá tók sá undirbúningur þó
dálitla stund. Það kom í minn
hlut að höggva í sundur for-
vírinn á trollinu og var mér
það þó ekki með öllu sárs-
aukalaust að. kasta í sjóinn
öllu þvi verðmæti sem þar
fór forgörðum. En trollið
sjálft var margra tugþúsunda
virði og auk þess fullt af stór-
ufsa, sennilega einir tuttugu
pokar eða meira. Og þá ekki
síður það, að þó bakborðs-
trollið væri eftir þá vissi ég
að vonlaust var að reyna að
fiska á Halamiðum með því.
En aftur á móti var óvinur-
inn þarna, sem bæði ég og
aðrir vildu helzt vera sem
lengst í burtu frá. Og það get
ég sagt með sanni að mér
létti þegar varpan með öllu
sem henni fylgdi hvarf í haf-
ið og hinn klingjandi söngur
duflanna þagnaði. Og þó fann
ég ekki fyrir hræðslu á meðan
á þessu stóð eða að minnsta
kosti varð ég ekki var við
það.
Þó tek ég fúslega undir með
einum af vinum mínum sem
þarna var með. „Ég var undir
niðri hræddur þótt ekki bæri
á því.“ Og sömu sögu hygg ég
að megi segja um aðra af
skipshöfninni. Það var þó ekki
hræðslu að sjá á nema einum
manni. Allir hinr gengu að
sínu starfi eins og ekkert
hefði í skorizt. Og þó er ég
þess fullviss að öllum var það
ijóst að þarna var alvara á
ferðum. Því ef eitt dúfl hefði
sprungið þá var nokkurn veg-
inn vist að þau hefðu öll
sprungið, en hvað þau voru
mörg vissum við ekki. Og
engin von var til þess að þessi
dufl væru óvirk. Það var því
nánast undir tilviljun komið
hvort duflin spryngju eða ekki.
Ég veit að allir voru þess full-
vissir að ef duflin spryngju þá
var engin von til þess að
nokkur af skipshöfn Hafsteins
hefði orðið til frásagnar. Ég
býst við því að félögum min-
um flestum ef ekki öllum hafi
verið svipað isnanbrjósts og
mér, að þeim hafi orðið fyrst
og fremst hugsað til skyldu
sinnar við starfið og lífið. Við
gáfum okkur ekki tíma til vils
eða volæðis. Hvort einhverjir
hafa farið að biðja fyrir sér
veit ég ekki en þó hygg ég að
þeir hafi verið fáir ef nokkrir
hafa verið.
En þetta fór allt vel í það
sinn. En þó hef ég enga löng-
un til að lenda aftur í sömu
kringumstæðum og þennan
dag á Halamiðum. Síðar þenn-
an sama dag og daginn eftir
festu einir þrír eða fjórir tog-
arar vörpur sínar í tundur-
duflagirðingunni og urðu að
höggva frá sér veiðarfæri sín.
Eftir það hef ég ekki heyrt
að neinn hafi orðið tundur-
duflagirðingarinnar var á
Halamiðum enda hefur þá
sennilega verið búið að slíta
hana í sundur og svo hafa
straumar borið hana burt af
fiskislóðum. Þetta er þó reynd-
ar aðeins ágizkun mín.
Það er nú liðinn nærri ald-
arfjórðungur síðan þetta skeði
og vonandi er að íslenzkir sjó-
menn eigi ekki eftir að lenda
í þvílíkri aðstöðu og þeim var
búin hér við land á árum
síðar! heimsstyrjaldarinnar,
því þetta sem hér er frá sagt
var aðeins eitt dæmi af mörg-
um þar sem sjómennirnir
stóðu varnarlausir frammi fyr-
ir hættu af vígvélum vernd-
aranna og engin vissa er fyr-
ir því að alltaf hafi einhverj-
um orðið undankomu auðið
til að segja frá tíðindum. Það
er meira að segja . ekki full-
Ijóst hvort fleiri íslendingar
hafa beðið líftjón af völdum
óvinarins sem átti að vernda
þá fyrir eða af völdum vernd-
aranna.
Þetta væri þeim rétt að hug-
ieiða sem ákafastir eru í það
að viðhaida erlendri hersetu
og „vernd“.
Þorvaldur Steinason
GÁTAN
Ráðning siðustu gátu er:
Þegar Israelslýður fór yfir
hafið rauða, en Faró drukknaði
með ölium sínum her.
í dag skulum við ráða þessa.
Bræður eni tveir,
er fyigja brúða liði,
sjaldan munu þeir
í karlasveit koma,
margan dag um það
munu þeir togast,
er hvor vildi hafa;
í sauðafeit
er sæng þeim huguð,
þar skulu þeir hvíld hafa.
Skráð og skrafað
„Meir að segja í New York
rakst maður á fólk sem ekki
kannast við ísland.“
Þorvaldur Guðmundsson
í útvarpsviðtali.
„Hann var svo snyrtilegur og
fágaður að vel mátti gruna
hann um að vera alþjóðlegur
þjófur.“
Yúrí German.
„Ekki þykir mér lengur
sérstaklega minnisstætt að
koma á Þingvöll .... Þegar
Þingvellir hætta að vaxa í
hjarta íslendingsins, deyr
landið í brjósti hans.“
Matthías Jóhannessen
Mbl. 25/7 1965.