Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Útgáva
Main publication:

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 26.09.1965, Síða 3

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 26.09.1965, Síða 3
Hann er fæddur í Austurbænum, ólst upp þar og stráklingur sótti hann vatn í Móakotslindina, þar sem Kvöldúlfur byggði síðar mikil hús á velmaktartíma sínum. Svo gerðist Gísli ekill og flutti möl, sand og sement í hús borgaranna og ók mjólk í hestvögnum austan úr Ölvesi veturinn þegar frostið komst upp í 34 st. Svo sá hann stúlku — þau áttu eina sæng og urðu ásátt um að láta eitt yfir bæði ganga, fluttu suður í Garð, þar sem Gísli ók fyrir frúrnar, „gerði allt fyr- ir alla“, veiddi þorska og tamdi naut, — væri gaman að frétta ef aðrir menn hér á landi hafa tamið naut til reiðar. Og svo var það vordag einn að kveðinn var yfir honum „dauðadómur'1, og hann varð að hverfa frá 7 móðurlausum börnum og setjast að innan veggja Vífilstaðahælis, þar sem hann lifir enn góðu lífi, og þar mun hann ellidauð- ur verða á sínum tíma. ÖKUMADUR- ÞORSKABANI- NAUTATEMJARI Gísli Sigurðsson segir frá — Hvaðan ert þú af land- inu, Gísli? — Ég er Reykvíkingur, fædd- ur í gamla Brandshúsinu á Bergstaðastígnum 7. júlí 1895. — Kominn af „gömlum“ reykvískum ættum? — Móðir mín var Þórhildur Gísladóttir Gottskálkssonar frá Hraunsmúla í Kolbeinsstaða- hreppi. Faðir minn var Sigurð- ur Hansson, fæddur og uppal- inn í ölvesi. Hann bjó lengi í Hull í Englandi og hafði þar nokkurskonar sjómannaheim- ili, dó í Húll gamall maður. Þetta svar Gísla læt ég mér ekki nægja og fer að hnýsast betur i ættlegg hans að vestan og kemur þá á daginn að hann er 16. maður frá Lofti Gutt- ormssyni, ríka, 19. frá Snorra Narfasyni lögmanni á Skarði, 24. maður frá Húnboga Þor- gilssyni bróður Ara fróða, 27. maður frá Guðrúnu Ósvífurs- dóttur og Þorkeli Eyjólfssyni á Helgafelli og 31. frá Þor- steini rauð Ölafssyni. — Og þú hefur alizt upp í Reykjavík. — Já, í Austurbænum, Berg- staðastíg, Vatnsstíg — þar man ég fyrst eftir mér — Hverfisgötunni og Laugavegin- um. — Hvað manstu fyrst eftir þér? — Það var aldamótaárið. 1900, ég var þá enn á brjósti (5 ára) en fékk þá tannkýli og varð að hætta á brjósti. Ann- að man ég frá því ég var 5 eða 6 ára, það var draumur. Ég átti þá heima við Hverfis- götu og þóttist vera kominn að grænu húsi á horni Vatnsstígs og Hverfisgötu að vestanverðu. Mér þótti ég vera að sækja vatn í Móakotsbrunninn og .>é þá allt í einu hund, einn af þessum frönsku hrokknu hund- um sem voru' á skútunum, hann kemur að mér og bítur af mér fótinn. Ég held samt áfram — og finn ekkert til! Þegar ég er kominn heim á tröppurnar sé ég hvar hund- urinn er að sleikja sárið á stúfnum sem hann hafði klippt af. — Og þýddi þessi draumur nokkuð? — Draumurinn kom fljótt fram: þegar faðir minn yfirgaf mig og móður mína og fór til Englands, — og auðvitað fann ég ekki mikið til af því, svo ungt barn. — Dreymdi þig mikið og oft? — Ég man annan draum. Haustið 1918 dreymdi mig að ég er á gangi niðri við höfn, en þá var ég byrjaður á ökumannsstarfinu. Mér byk- ir vera hálfrokkið, en sé að menn við höfnina stara út á Engeyjarsund og allt í einu sé ég þar mörg skip. Þegar við höfum horft á þetta förum við að tala saman um að skrýtið sé að þau séu öll svört og ó- hugnanleg. Þá sé ég menn á þilfarinu — og þeir eru alveg eins búnir og Þjóðverjarnir sem voru á togurunum sem urðu innlyksa í Hafnarfirði sumarið 1914, allir í frekar ljósbláum bykkum peysum. Svo skiptir það engum tog- um að skipin fara að skjóta á bæinn, og vitanlega flýjum við frá höfninni. Ég flúði upp fyrir Barónsstíginn og faldi mig þar bak við stóran stein. Þaðan þykist ég sjá að þeir séu að skjóta bæinn niður, — byrjuðu neðst í bænum og héldu áfram þar til aðeins 1—2 hús stóðu eftir. Svo vakna ég við vondan draum, og hugsa lítið um þetta, eins og unglingum er gjarnt. — Og þýddi þessi draumur nokkuð? — Já, ég tel að draumurinn hafi komið fram nokkrum dögum seinna: inflúenzan kom í bæinn og lagði hann allan undir sig. Draumurinn var fyrir því og engu öðru. — Ert þú mjög • trúaður á „dularfull fyrirbæri"? —Nei, ég trúi ekki á nein hindurvitni — og heldur ekki á neitt framhaldslíf. Tilgangur þessa lífs og innihald þess er að láta gott af sér leiða eftir því sem maður getur. Ég man líka eftir þegar Ing- var fórst á Viðeyjarsundi, þá sá' ég skipið og mennina þegar ég var að sækja vatn í Móa- kotsbrunninn. — Hvar var þessi Móakots- brunnur? — Hann var austan við þar sem Kvöldúlfshúsin (nú vöru- gleymsla Eimskipafélagsins) eru, þa.u voru bvggð á Móa-’ kotslandinu. — Hve langt austur náði bærinn þegar þú manst fyrst? — Hverfisgatan náði inn að Barónsfjósi, þar sem Baróns- stígurinn er nú, þar fyrir aust- an voru tún. Lóðirn.ar þar voru kallaðar einu nafnl „Skellir“. Ingibjörg Guðmundsdóttir. Þegar ég var 10—11 ára átt- um við heima á Laugavegi 27, og þá var Skúli járnsmiður á Laugavegi 29, en þar var þá líka sláturhús er Jón Magnús- son kjötkaupmaður átti, en hann reið um sveitir með Birni Kristjánssyni og prédik- aði bændum ágæti kaupmanna- verzlunar. Þorsteinn slátrari skar allar kindurnar á háls — og á þetta horfði maður, þvi það blasti við okkur Þarna fyrir neðan var kál- garður, eins og þá var hjá fjöl- mörgum húsum og viðloðandl smiðjuna hjá Skúla var maður sem kallaður var Jón Garri Hann svaf í garðshorninu um vorið og breiddi yfir sig striga- poka. Hvar hann hefur fengið viðurværi sitt veit ég ekkt, en eitt var víst: að hann hirtl mikið af hrútseistum á haustin og sauð þau í smiðjunni hjá Skúla, því það horfði ég á. Hann var víst skútukarl, — og ég held að hann hafi flutt inn í smiðjuna á haustin, búið í garðinum á vorin og sumrin en í smiðjunni á veturna. Síð- ar mun hann hafa verið flutt- ur á sveit sína, sem var Akra- neshreppur. — Þetta hefur lík- lega verið um 1905. — Manstu eftir einhverju nafnkunnu fólki? — Ég man eftir ýmsum borg- urum, spákerlingum og föru- mönnum. — Voru spásagnir atvLnnu- Framha'ld á næstu síðu. SUNNUDAGUR — 231

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.