Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Tölublað
Aðalrit:

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 26.09.1965, Blaðsíða 4

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 26.09.1965, Blaðsíða 4
ÖKUMAÐUR - ÞORSKABANI - NAUTATEMJARI vegur kerlinga? — Ég man t.d. eftir tveim- ur, Rikku Hulter og Maríu Is- leifsdóttur, þær voru pantaðar heim til fólks til aö spá fyrir þvl, en borgun munu þær hafa fengið litla, nema kaffi og í staupinu, en báðum þótti það mjög gott og Rikka reykti stóra vindla. Svo sá ég nokkra förumenn. Eyjóif ljóstoll þekkti ég vel. Hann var gæðamaður, en ó- lánssamur, vel gefinn maður. Við vorum raunar skyldir, Magnús faðir hans var sonur Gfsla, langafa mfns. Eyjólfur var síðast á Kotströnd í CHv- e*i, þar sem hann dó, hjá Rannveigu Helgadóttur Thor- arensen frænku sinni. Sr. Öiaf- ur 1 Arnarbæli talaði yfir hon- um dauðum og hneykslaðist mjög á drykkjuskap Eyjólfs. Þá kvað Jón Hlíðarendaskáld: Orða sinna allir gá ef angra kynnu náinn, LJóstol] minnist enginn á af því hann er dáinn. Keimiik virðist kerlingin og klerkur sálarmagur: henni i lasti um hlira sinn hreimurinn þótti fagur. Er að þakka ólafi eða ræðum hinna, að eftir dauðann Eyjólfi auðnaðist frægð að vinna? „Kerlingin", Rannveig á Kotströnd, mælti bót hneyksl- unarræðu sr. ölafs. ' — Þú kannt mikið af vísum og Ijóðum? — Já, ég hef alltaf verið mjög ljóðelskur. Þykir vænzt um ádeilukvæði, samt vil ég vera voðalega friðsamur mað- ur. Já, ég kunni margar vísur og kvæði — einu sinni. Ég var alltaf á Kotströnd á eiumrin þegar ég var dremgur og fór þangað alveg 12 ára gamall og var þar næstu fjög- ur árin en þá fór ég í Eystri hrepp. — Var þar gott að vera? — Það var gott að vera f Sell, þrotlaus vinna. Þarna voru frændur Fjalla-Eyvindar og Bjarna bíóstjóra. Svo barst maður til Reykja- víkur, þar bjó móðir mín og til hennar fór ég 16 ára. — Voru ekki allir mjög sið- samir eystra — varst þú t.d- nokkuð farinn að hugsa um stelpur þá? — Vitanlega var ég farinn að hugsa um stelpur, já, já. — Hvað tókstu þér fyrir hendur í Reykjavík? — Þegar ég kom til Reykja- víkur gerðist ég ökumaður með vagn og hesta, bæði í Reykja- vík og austur fyrir fjall. Það var fjöldi manna sem stundaði þessa vinnu. Ég var m.a. hjá Guðmundi Jónssyni f Múla og Sigurði bróður hans. það voru ágætismenn, svo var ég hjá oípuverksmiðjunni sem notaði 332 — SUNNUDAGUR hestvagna til sements og sand- ílutninga. Framkvæmda&tjóri var Þorleifur Andrésson, prýð- ismaður gagnvart mér. Þá sótti ég sand og möl vestur á Eiði og sement niður í skip, svo flutti ég holstein frá þeim út um allan bæ. — Var þetta erfitt? — Það var þrældómur bæði á mönnum og skepnum f flutningunum frá Eiði. Þá var allt flutt á hestum, allt frá dýrum ,,mublutn“ Georgs Öf- afssonar bankastjóra til kola, saits, timburs og sements, yf- irleltt allar vörur. — Áttu ökumennírnir hest- ana sjálfir? — Flestir áttu hestana sjálf- ir. — Hvar fenguð þið hey? — Það var mikið heyjað fyr- ir hestana á Mosfellsheiði ... nei, Mosfellsheiði er ekki leið- inleg „Mosfellsheiði hefur um sinn / hrundið leiðindunum,‘ sagöi Einar Sæmundsen — hann var ofboðslegur maður, hann var svo feiknaskemmti- legur maður. Já, og eitthvað fengu menn af heyi af túnum hér í Reykjavík. — Kaupið? — Ætli það hafi ekki verið króna um tímann þá. Vinnu- tími var eins langur og á þurfti að halda. Vertíðina 1923 keypti Thor Jensen hvern fisk af færeysku skútunum og flutti vestur ( Melshús. Ég lenti í þeim flutn- ingum, og einn morguninn kl. 6 1 hörkukulda mætti ég gam- alli konu á leið niður í Kvöld- úlfshús til að vaska fisk, hún var gráti nær, hún kveið svo fyrir að fara niður í karið, sem væri gaddað eftir nóttina. Ég flutti líka mjólk austan yfir fjall, heldur Gísli ófram. — Segðu okkur frá því. — Reykjavík var mjólkur- lítil þá. Davíð Ölafsson bakari, kunnur sæmdarmaður, fékk þá hugmynd að kaupa sjálfur mjólk austan úr ölvesi og það samdist um að hann keypli mjólkina og flytti hana sjálf- ur. Þetta var frostaveturinn 1917—1918. Tvo mjólkurpó&ta þurfti, annan að austan á Kolviðar- hól, en hinn til að taka mjólk- ina bar og flytja hana til Reykjavíkur. Það talaðist svo til að ég yrði Reykjavíkurmeg- in á fjallinu, hinn maðurinn var Sigurður Benediktsson bóndi á Gljúfri, bróðir Gunn- ars rithöfundar og þeirra bræðra. Starfið byrjaði 9. febrúar og fyrstu ferðina fór ég alla leið flð austan. Ég lagði af stað frá Kotströnd á hádegi í blíðuveðri — það lak; af þökunum. Ég var með tvo hesta og tvo vagna með dráps„klyfjum“ af mjólk. Rétt á undan mér höfðu farið Skúli Thorarensen bóndi í Gaulverjabæ með 7 hesta og Árni á Gegnishólaparti var meö honum. Þeim gekk sein- lega upp Kambana svo ég náði þeim fljótlega og eins og geng- ur þegar tafir verða dróst þetta f tímann hjá okkur svo farið var aö skyggja þegar við kom- um upp á brúnina. — Vegurinn um Kamba hef- ur þá verið mjórri og krókótt- ari en nú? — Já, beiddu guð að hjálpa þér! Vegurinn núna er barna- leikur móts við þá. Það skiptir engum togum uppi undir brúninni að þaö skellur á þreifandi bylur — og þá var erfitt að koma hestum og vögnum upp á brúnina, en það tókst. Þegar við erum komnir upp á brúnina finnum við að við verðum einkenni- lega stirði-r í andlitinu, lít- um hver framan í annan og sjáum að hörandið er orðið snjóhvítt. Þá segir Skúli: — Mig er líklega farið að kala á stórutánni. Nú er ekki um annað að ræða en spenna hestana frá og snúa við niður á Kotströnd! Við gerðum það og vorum allir óskemmdir nema Skúli, sem var eitthvað kalinn á ann- arri stórutánni. Hefði hann ekki verið myndi ég hafa aul- azt áfram á fjallið — og kalið. Morguninn eftir fórum við upp á Kamba og spenntum hestana fyrir. Þá sást til sólar, þótt bylur væri á fjallinu, en ferðin gekk vel á Kolviðarhól. Árni frá Gegnishólum var ð- trúlega sterkur og harður. Að Kolviðarhóli og Lögbergi kom maður alla vega til reika, oft illa hrakinn, en alltaf tók Guðmundur á Lögbergi jafn- vel við okkur, og ekki þarf að lýsa móttökunum á Kolviðar- hóli; þetta fólk var stórhöfð- ingjar. Ég var léttadrengur hjá Sigurði á Kolviðarhóli sumarið 1907. Daginn eftir vorum við um kyrrt á Kolviðarhóli í mold- ösku-þreyfandi byl og gaddur- inn komst upp í 34 stig á Kol- viðarhóli — eða mesta frost sem mun um getið á íslandi. Samt kom einn maður lausríð- andi þangað frá Reykjavík þenna dag, að siálfsögðu kapp- klæddur og hafði borið feiti I andlitið. Maðurinn var Harald- ur Guðmundsson frá Háeyri. Þarf vart að efast um hörku þess manns. Ég flutti mjólkina fram á sumarmál, fór annan daginn upp á Kolviðarhól, hinn dag- inn til Reykjavíkur. .. Jú byljirnir voru vondir, en aust- an slydduveðrin voru þó verst, þau eru ofboðsleg veðrin í Svínahrauni og kringum Víf- ilsfell. f einni ferðinni í aust- an býðviðri man ég eftir að ég varð 7 sinnum að bera mjólkina yfir ála í Sandskeið- inu. — Og hvað fékkstu í kaup? — Ég átti hestana — og minnir að ég fengi 7 aura á mjólkuriítrann. Um vorið gerði ég ppp við Davíð og hans ekta- konu. Þá, umfram kaupið, léði hann mér 1000 kr., sem hefur víst orðið vafasöm greiðsla á og þakka ég honum það alla tíð. Þegar hér var komið fer ég að flytja á eigin vegum, en hef aðeins tvo hestvagna og ek fyrir Pétur og Pál. Þá vistað- ist ég á Laugavegi 70, sem þá var greiðasölustaður. Þar kynntist ég Þorgrími heitnum Guðmundssyni, alkunnum hestamanni og Birni Gunn- laugssyni síðar formanni Fáks. Halldór frá Hnausi átti gisti- húsið, hann var mikill söng- maður og gleðimaður. Já, þarna kynntist ég mörgum ágætismanni. Nú verður Gísli hugsi um stund, og mig fer að lengja eftir framhaldi. — Nú, og hvað gerist næst hjá þér? — Þá gerist það, sem allt- af er að koma fyrir menn, — ég sé stúlku. — Hafðirðu aldrei séð stúlku fyrr, maður?! — Jú, ég var búinn að'sjá þær margar, en í þetta sinn var það þannig að ég sá lítið annað en þessa stúlku. Ég var þá á kúskinnsskóm með sokkana utanyfir buxun- um, eins og horgemlingur úti í horni, og vissi varla hvernig ég átti að horfa eða ganga, en þarna voru margir fínir menn sem dönsuðu og sungu, — svo mér leizt ekki á blikuna . . . Samt fóru leikar svo að ég eignaðist þessa stúlku . . . nei, ég vil ekkert vera að teygja lopann um hvernig það gerð- ist. Stúlkan var Ingibjörg Guð- mundsdóttir frá Brekku í Garði, móðir hennar var Jó- hanna Hernitsdóttir, en Hernit eða Hernitur var bróðir Frið- jóns á Sandi (Litlu-Laugum) er fór síðar til Ameríku. Fað- ir hennar var Guðmundur Gíslason frá Snorrastöðum I Kolbeinsstaðahreppi; Ingibjörg, systir Guðmundar, var gift Sighvati í Garði, þau foreldrar Gísla Sighvatssonar útgerðar- manns. — Já, en hvað gerðist svo hjá stúlkunni og þér? — Við fórum að hokra sam- an, áttum stól, borð — og yf- irsæng. Við bjuggum í Reykja- vík fyrst, í Tungu við Suður- landsbraut. Á þessum árum (1920—1923) var lítið sem ekkert að gera í Reykjavík, það var rifizt um hvert hand- tak, en ég hef alltaf verið þannig að ég get ekki staðið frammi fyrir mönnum og betl- að um að fá að vinna, svo við fórum suður í Garð, því þar var alltaf hægt að fá fisk að borða. Við byrjuðum að hokra þar, náttúrulega upp á von og óvon að við lifðum, en fólkið var golt í Garðinum —

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.