Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Tölublað
Aðalrit:

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 26.09.1965, Blaðsíða 5

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 26.09.1965, Blaðsíða 5
LOÐNA Eftir Magnús Jóhannsson frá Hafnarnesi og svo blessaður elsku þorsk- urinn — „um þiljur flæðir þorskur grár hið þráða íslands guU . . — Komst þú ekki líka á sjó? — Jú, ég hef komið á sjó, þótt ég telji mig ekki sjómann, en ég hef róið með ágætis sjómönnum og formönnum, eins og t.d. Einari Helgasyni frá Klöpp á Miðnesi, harðdug- legum manni, Þorvaldi f Mið- húsum, afbragðs sjómanni og fiskimanni, Oddi í Presthúsum, ágætum manni til sjós og lands, og svo en ekki sízt skal Halldór í Vörum nefndur, en hann er alþekktur bæði sem formaður og útgerðarmaður og hefur einhvern mesta kost sem ég tel á einum manni, að hann er mikill dýravinur, og er sama hvort í hlut á kisa, hest- urinn eða hundurinn. Og svo að lokum með hinum nafn- kunna Guðmundi á Rafnkels- stöðum; það var á sex manna fari og gekk samt vel, og hef ég allt hið bezta frá því að segja. Okkur fannst við fá gott griðland þarna. Bjó þar í 16 ár, vann fyrir hina og aðra, gerði allt fyrir alla eins og ég gat. Þarna hafði ég líka bú, átti 7 hesta — — Bíddu við! Hvað í ósköp- unum gerðir þú við 7 hesta í Garðinum?! — Ég notaði þá til að plægja garðana og aka skít fvrir frúrnar. Svo átti ég 7 kýr. Tuddinn hét Geysir — — Er það hann sem þú sit- ur á, þarna á myndinni? — Já. — Hvernig fórstu að temja hann? — Ég hafði hann fyrst með hesti og batt tauminn á tudda við aktygin og rak svo á eftir ef þurfti. Eftir nokkurn tíma gat ég teymt hann við hlið á hesti. Svo datt mér í hug hvernig hann brigðist við ef ég færi á bak honum. Hann var eins og bezti hestur, ég hefði getað riðið honum út í sjóinn. Hann var alveg sér- stök skepna. Einu sinni sendi ég mann eftir tudda upp á tún og tók sá í horn honum, en tudda þótti við hann fyrir og hrinti honum svo hann féll. Ég hljóp af stað, dauðhrædd- ur um manninn og kallaði til tudda og labbaði hann þá út í horn á girðingunni. Hotium var illa við skegg á mönnum. Einu sinni kom mjög skeggjað- ur bóndi með beljtf, en tuddi leit ekki við beljunni fyrr en hann hafði rekið skeggmann- lnn í burtu! Hann var felldur 3ja og hálfs árs. Ég gat ekki horft á hann skotinn og felldi tár þeg- ar ég heyrði skotið. — Og þið bjugguð í Garði I 16 ár . . . . — Já, við eignuðumst þarna V börn, áður en könan mín dó . . . . tvö elztu börnin og hið yngsta dóu. Þá stóð ég uppi með 11 börn. — Og hvernig fórstu að? — Tengdamóðir mín var hjá mér — og svo fékk ég ráðs- konu. Fjögur börnin fóru til ágætis fólks, 7 voru hjá mér. Svo einn vorlangan dag verður einn drengurinn minn, 8 ára, veikur, og það er sótt- ur læknir. Þetta reyndist brjósthimnubólga og hann var fluttur í Hafnarfjarðarspítala — og okkur er öllum skipað að koma í gegnumlýsingu. Sr. Eiríkur á Útskálum kom til mín og sagði: ég ætla að fara inneftir með ykkur á morgun. Svo lendum við í Templara- sundi og í genglýsingartækin hjá Ólafi Hjaltested. Þegar kom að mér rak hann upp óp: Þú verður að fara upp á „hæli“ strax á morgun. Krakk- arnir voru ekki berklaveikir. — Þetta hefur ekki litið vel út hjá þér. — Náttúrlega brá mér í brún við að þurfa að fara frá börn- unum og búinu, en hér tjáði ekki að deila við dómarann. . . . . Ég bað fólkið fyrir börnin og heimilið, . . . kvaddi . . . og hélt af stað til Vífils- staða daginn eftir. . . Ekki með krónu í vasanum.......... Gekk upp afleggjarann ein- samall . . . með kápuna á herðunum . . . Stíg inn á Víf- ilsstöðum og tilkynni komu mína. Ég þekkti Vífilsstaði, hafði ekið hingað bæði kolum, sem- enti, möl og timbri. Meðan ég var í flutningunum flutti ég kol hingað á Hælið á haustin og allt efni í húsið hans Helga Ingvarssonar. Já, maður á mörg spor milli Vifilsstaða og Reykjavíkur, gekk alltaf með hestunum aðra leiðina, fór tvær ferðir annan daginn en eina hinn. Ég varð feginn af því ég þekkti staðinn að góðu. Ég held að þeir hafi verið fegnir líka! yfir að hafa handsamáð þennan skelfilega ofboðslega berklaveika mann því vit- anlega gat ég drepið fjölda manns með smiti, án þess að hafa hugmynd um það sjálfur. Helgi Ingvarsson skellir upp aukarúmi fyrir mig, því al- staðar var yfirfullt — þetta var á fyrstu árum S.Í.B.S. Svo sofna ég. Var alveg hitalaus — hafði aldrei fengið hita. Vakna . . . drekk og et eins og aðrir menn. Er hljóður og hógvær. Valcna að morgni til að eta minn haframjölsgraut. Læknir kemur á stofugang og segir mér að „mæta“ — ég vissi nú varla hvað það var, auminginn, en það lærðist fljótt. Ég „mætti“ svo, þeir hlusta mig, slcoða og horfa á mig — og ég á þá, jájá, þeir gegnumlýsa mig, taka hráka- Framhald á bls. 237. Við vorum ræstir út á rúnt- inum. Það var sunnudagiur og eng- inn átti sér ills von. Loðnan var komin, Menn urðu ókvæða við, hót- uðu fylliríi og höfðu allt á hornum sér. Nú yrði beitt framá ræs. Þannig myndi það ganga til hálfan mánuð, reikað um á daginn, beitt á nóttunni unz netin kæmu, þetta eilifa hel- vitis grjótkast, engar stelpur, ekkert vín. þorskur. Fari það norður og niður. Ekkert þras, beita. Það var landformaðurinn. Við beitum ekkert. Þið um það. Við reikuðum nokkra stund um götuna meðan skapið var að kólna, síðan heim í bragg- ann og í gallann, loðnan beið. Maður fann lyktina af henni, þennan sérkennilega, súra daun, sem fuglinn finnur í margra mílna fjarlægð og flýgur hlakkandi mót, því þetta er ilmur í hans nefi. Beitugallinn er stífur af brækju. Hann gæti hæglega staðið einn ef honum væri stillt upp. Bara hann gætl beitt sjálf- ur, maður þyrfti ekki annað en horfa á hann ryðja niðrí dallana, sagði einn. Horfa áann! sagði annar. Ætli maður léti hann ekki um draslið, skvera sér á ball? Svo er arkað af stað. Gatan glymur af fótataki reiðra beitumanna. Loðnan beið í stömpum fyr- ir utan króna. Það glitraði á hana eins og sllfur. Þeir eru byrjaðir að næla á í næstu þró. Háværar raddir kastast út f portið blandnar ruddalegri músík. Beituþróin er fúl eins og grafhvelfing. I einu horninu krokir ofn- ræksni og keðjureykir. Helvíti að eiga ekkl két- læri til að hengja upp, segir landformaðurinn og Iítur bíld- óttur í framan upp úr viður- eigninnl við ofninn. Þetta er fyrirtaks reykhús. Hvernig er þykka lærið á- enni, sem þú varst að nudda þér upp við í nótt? spurði einn strákanna. Fínt, drengur minn, svaraði landformaðurinn. Lungamjúkt og fínt. Síðan er byrjað að næla á. Menn eru þöglir og með hund f sér fyrsta kastið, en mildast þegar líður á. Formaðurinn kemur í króna. Hann er sparibúinn og bölv- ar loðnunni. Þetta helvíti gerir altt vit- laust, segir hann, tekur hæng upp úr bala og mer milll fingi-a sér. Réttast hef-ði verið að taka netin. Hvað vilbu mikið? spyr landformaðurinn. Sextíu, sjötíu dalla? Ætli verði ekki andskotans nóg að fá fjörutíu, segir hann. Þessi skratti er vaðinn yftr allt. Síðan fer hann. Það verður ekki langt í net- in, segir einn. Nolckrlr dagar og síðan farið að steina nlður. Fari þau í kol og salt, segir annar. Hirrir þegja. Og silfrinu er raðað í bai- ana. Stundum gefur þetba siifur ef sér gutl. Þá er gaman að lifa. Þá hugsar enginn um séne- ver og stelpur. Og ofninn keðjureykir í horninu. Róðrartíminn er klukkan tvö. Þeir koma klukkustundu fyrr sjómennirnir með kallinn í fararbroddi. Þá eru það dallarnir, piltar. Hann er úlpuklæddur með róna sjóvettlinga á höndun- um og dálítið dimmur { and- liti og röddu. Úti er norðanþræsingur og peningalyktina leggur yfir bæ- inn úr fiskimjölsverksmiðjunni. Daga og næbur mylur hún gull- ið milli tanna sinna, hrækir úrganginum út í loftið eins og brjálað skrímsli. Döllunum er fleygt upp á bíl. Það er mikill ymur f nótt- inni. AÚstaðar eru menn með dalia á bílum og ljósin á bát- unum við bryggjurnar. Véiarn- ar hlaupa í gang og það er skipt áfram, bakkað, kaliað, bölvað og hlegið. Nokkrar stelpur f þröngum buxum, eru enn á stját. Þær trana sér fram á bryggjuþramirnar með hlátur f aiugum. Ljósrákirnar frá fiskiðjuver unum teygja sig út í höfnina og himininn er blár og skír með dimmrauðum blæ £ suð- vestri. Einhverstaðar f nóttinnf heyrist söngur ölvaðs manns og brobhljóð í pyttlu. sem fleygt er í vegg. Döllunum er vippað um borð. Kallinn tekur sér stöðu i brúnni, rekur höfuðið út um glugga. Gef ykkur kail klukkan tíu. Sleppal SUNNUDAGUR — 233

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.