Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Tölublað
Aðalrit:

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 26.09.1965, Blaðsíða 6

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 26.09.1965, Blaðsíða 6
5TIGIÐ UT I TOMID Geimbúningurinn þandist út vegna iækkaðs þrýstings í út- göngukiefanum. Þess er rétt aö geta að búningur þessi er haglega gerð uppfinning, sem íamstarfshópur tæknimanna hafði lagt i mikla vinnu, hug- hvæmni og hugvit. í atuttu máli — i þessari „brynju“ gát- um við ósmeykir lagt til á- taka við ókunn náttúruöfl. Enn einu sinni, samkvæmt fyrirmælum um tilraunina, var geimbúningurinn athugað- ur f útgönguklefanuum til þess að ganga úr skugga um hvort hann væri alstaðar þéttur. At- hugað var hvort hjálmurinn félli þétt að ©g hvort reyk- lit ljóssían sneri rétt. Sumir vísindamannanna óttuðust að sólarljósið myndi blinda geim- farann þegar hann stigi út í opinn himingeiminn. En við treystum ljóssíunum f hjálm- unu okkar. Styrkleiki þeirra hafði verið margreyndur með lömpum með ijósrofi er mjög nálgaöist sólarijósiö. Vísindamennirnir og hug- vitsmennirnir höfðu gert allt hugsanlegt til að vernda geim- farann fyrir hættum. Við bár- um fullt traust til geimskips- Ins okkar, hlera þess og geim- búningins. Við vissum að þessi tilraun, að maður færi út f himingeiminn, hafði verið und- 234 — SUNNUDAGUR lipphaf þcssarar frásagnar af geimför þeirra Beljajeffs og Leonoffs, er þeir fóru 18. marz sl.,.en i þeirri ferð fór maður í fyrsta sinn út úr geimfari — út í himingeim- inn, bírtist í 19. tbl., sem út kom 20. júni sl. Þá var ekki vitað að svo langt hlé yrði á útkomu Sunnudags, en hér kemur loks framhaldið. irbúin í smáatriðum. öllu í sambandi við önnur verkefni hafði verið hugsað fyrir af ná- kvæmni. En snúum okkur aftur að þvi sem fram fór í útgöngu- klefanum. Þar var nú orðið iofttómt rúm, — eins og í himingeimnum. Eftir að hafa gengið úr skugga um að nægj- anlegt súrefni streymdi Ul geimbúningsins gerði Leonoff sér grein fyrir næstu atriðum. Eítir fáeinar sekúndur myndi skipstjórinn opna útgönguleið- ina. „Nú opna ég”, sagði hann. Hierinn yfir útgöngukiefan- um opnaðist Jíkt og gluggi út í ókunnan dularfuiian heim. Blindandi Ijós íéll inn í þröng- an útgönguklefann. Á því augnabiiki var ljóssían metin að verðleikum. Jafnvel bak við Ijóssíurnar varð geimfar- inn að kipra saman augun. A- hrifin voru líkust því að horfa gegnum blátt gler á sjóðandi stál í stálbræðslu eða kannski öllu líkara því að horfa í log- suðugeisla. En þessi áhrif vör- uðu aðeins augnablik. Augun vöndust fullu sólarljósi fljót- lega. Leonoff studdi sig við hlið- ar útgönguklefans og nálgað- ist opið og augnabliki síðar var hann niður að mitti úti f geimnum. Við honum blasti himingeimurinn. Hann leit til jarðar. Hún virtist flöt. Greini- lega mátti sjá eins og íviðbogið breitt kögur; hinn fagra boga ljósroísins. „Jörðin er hnöttótt samt sem áður!“ Leonof leit upp og sá blá- svartan himingeiminn skreytt- an björtum blikandi stjörnum umhverfis hvítglóandi sólar- kringluna. Hún bar engan geislabaug, enga krónu né geisla. Langt fyrir neðan geim- skipið var azúrblátt Miðjarð- arhafið. Sandströnd Líbíu var sýnileg. Hægt var að sjá meira með því að teygja sig lengra út. Ósjálfrátt bjó Leonoff sig undir að stíga út í tómið. „Bíddu við. .. Tíminn er enn ekki kominn..Beljajeff stöðvaði hann. Stjórnandi geimskipsins hafði fylgzt með hreyfingum hans í sjónvarpi geimskipsins, þar sem hann sá yfirborð þess og umhverfi. „Þú stígur út yfir Svarta- hafinu." Áætlun er áætlun, og Belja- jeff var sem stjórnandi ábyrg- ur fyrir að henni væri ná- kvæmlega fylgt. Þá fyrst er hann hafði enn gengið úr skugga um að öll öryggistæki Leonoffs væru í lagi, hjart- sláttur hans og andardráttur reglulegur gaf hann merkið: „Nú ferðu út!“. Vitanlega voru báðir menn- imir töluvert spenntir á þessu augnablikl. En það var eðli- legur spenningur vegna þeirr- ar ábyrgðar er þeir fundu til gagnvart þjóð sinni og Komm- únistaflokknum. Þeir vissu að þjóðin og flokkurinn fylgdust af áhuuga með þeim og treystu þeim til að leysa starf sitt af hendi með ágætum. Þeir vildu af fremsta megni verðskulda það traust sem til þeirra var boriö. Leonoff flaut út úr opinu út í endalausan geiminn. Hann sá indigóbláma Svartahafsins, snæviþakta tinda Kákasus- fjaiianna, höfnina í Tsemes og til hægri hvíta röð hvíldar- heimila og sjúkrahúsa í Sochi. Hann sleppti fyrst annarri hendi af öryggisgripinu, síðan hinni og svo báðum samtímis og færðist 20 sm frá geimskip- inu. Svo færði hann sig að því aftur og ýtti sér svo mjúk- lega frá því og flaut eins langt frá Voskod II. og strengurinrli' sem hélt honum við skipið leyfði. Óiýsanleg tilfinning algers sjálfræðis greip hann. Ekkert hindraöi hreyfingar hans i endalausu geimdjúpinu. Maður í hundruðum kílóm. fjarlægð frá jörðinni féll ekki niður, hann „flaut“ meðfram geim- skipinu er fór með um það bil 30 þús. km hraða. Hann fylgdist með þvi með sama hraða án þess að finna til mótstöðu, né nokkurrar hreyf- ingar. títi í geimnum gat hann ályktað um hraða sinn aðeins með samanburði við hve landslagið niðri á jörðinni breyttist, þeim hraða sem ísi- lagt Volgafljótið hvarf fljótt fyrir tindum tJralfjallanna og snæþakinn Síberíuskógurinn fyrir fljótunuum Ob og Jeness- ei... Ætlunarverkimi lokið Þar sem aðeins tíu mínútur voru ætlaðar til þessarar til- raunar reyndu geimfararnir að nota hverja sekúndu til hins ýtrasta. Allt sem Leonoff var ætlað að gera úti í geimn- um hafði geimskipstjórinn bú- ið sig undir. Hann var viðbú- Inn því, ef þörf krafði, að fara út og framkvæma það ætlun- arverk og Leonoff var einnig viðbúinn því að taka við stjórn geimskipsins. En þegar stundin kom var hvor um sig kyrr á sínum stað og vann sitt ætlun- arverk. Meðal margs sem Beljajeff þurfti að gæta var að stýra geimskipinu þannig að sjón- varpstækin sendu skýra mynd til jarðar af Leonoff og að hann væri í sólskininu svo mynd hans sæist sem skýrust. Um leið og hann útvarpaði orðum Leonoffs til jarðar hlustaði hann eftir hverju orði til að gera sér sem bezta grein fyrir líðan hans. Þegar Yúri Gagarín, sem var í stjórnstöð- inni niðri á jörðinni tengdi sendingar þeirra Moskvaút- varpinu og fyrstu fregninni af för Voskods 2. hafði verið út- varpað urðu þeir báðir jafn- hrifnir. Það var ánægjulegt að heyra í hundraða kílómetra fjarlægð frá jörðinni og þús- undir km frá höfuðborginni, að för þeirra hafði stóraukið afrek sovétþjóðanna. Útvarpið fyllti okkur nýjum þrótti. Þjóðin vissi nú um för okkar, Á leið út í himingeiminn.

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.