Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Tölublað
Aðalrit:

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 26.09.1965, Blaðsíða 8

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 26.09.1965, Blaðsíða 8
■* SJOSKEPNA Níels hét vinnumaður prestsins á Kolfreyjustað í Fáskrúðsfirði um 1890 (ekki víst ártal). Níels þessi var frískleika- maður, snar í snúningum og svo fljótur á skautum að hann rann fram úr hvaða gæðing sem var. Þannig var háttað á Kol- freyjustað að staðurinn átti <• stóran skreiðarhjall niðri á sjávarbakkanum og var 5 mínútna gangur frá prestsetr- inu niður að hjallinum. Þótt Níels væri fjármaður var hann oft beðinn, vegna skautaíþróttar sinnar, að sækja skreið í hjaliinn. Þenna vetur voru búnar að ganga frosthörkur svo það var komið mjög gott skautafæri niður að skreiðarhjallinum. Svo er það eitt kvöld I stillu- veðri, en mjög hörðu frosti, þegar Níels kemur heim frá gegningum, að hann hefur orð á því að sig vanti tvær ær og bezt að skyggnast eftir þeim, en spyr prestmaddöm- una hvort ekkl vanti skreið í kvöldmatinn og kveður hún svo vera. Níels snárar sér nú af stað og segir ekki af ferðum hans fyrr en hann er búinn að finna ærnar, og er kominn í hjallinn eftir skreiðinni. Af vana hafði hann skauta sína með sér. Nú fer hann að taka til harðfisk þann sem hann ætlaði með heim. Þegar hann er búinn að setja í hæfilega kippu verður honum litið nið- ur á bakkann, sér hann þar ókennilega skepnu, og að hún stefnir á hjallinn. Ekki vildi hann bíða eftir henni innikró- aður í hjallinum heldur bind- ur skautana á sig og er æði hraðhentur. Að því búnu snar- ar hann sér út um hjalldyrn- 236 — SUNNUDAGUR ar og tekur strax fljúgandi sprettinn. Þegar hann er kominn hálfa leið heim lítur hann aftur fyr- ir sig og sér þá að óvættur þessi er komin á hlið við sig og fer mikínn. Hann hraðar þvl ferð sinni sem mest hann má og man þá eftir því að það er skarð í kirkjugarðs- Það var einhverntíma í gamla daga að fátækur bóndi bjó á Austfjörðum. Hann hafði heyrt margar hrollvekj- andi sögur af sjóskrímslum. Og þótt þessar sögur væru þess eðlis, að honum fannst kalt vatn seitlast niður bakið á sér þegar hann heyrði þær, þá gat hann ekki annað en lagt við hlustirnar þegar hann heyrði einhvern fjármanninn segja frá einhverri óþekktri ókind, sem hann hefði séð þegar hann var að reka féð - upp frá sjónum. Nú vantaði ekki að þessi á- gæti bóndi væri fær í flestan sjó þegar hann var að segja nábúum sínum að það væri nógu gaman að hitta svona skepnur, og auðvitað lét hann þess getið, að það væri ekki neitt þrekvirki að leggja þær að velli. Það var ekki frítt við að gárungarnir hefðu gaman af þessu hreystiskrafi bónda, og jafnvel óskuðu þeir þess að karl fengi að sýna karl- mennsku sína. Meðal þeirra fáu gripa sem bóndi átti var Ieirljós meri, mesti stólpagripur, sem bóndi veggnum og með því að fara I gegnum skarðið styttir hann leiðina svolítið. Hann hugsar slg ekki lengi um, til þess var enginn tími, rennir sér í gegn- um skarðið í veggnum og eins og örskot heim á hlaðið. Um leið opnast bæjarhurðin og út hendist hundaþvagan. Níels hendir sér inn í bæjardyrnar, og um leið finnur hann að það er þrifið æði sterklega í bakið á honum, en ferðin á Níels mikil svo hann losnar. Þar skildi með Níels og skrimslinu, en svo var Níels hafði ofurást á, svo nábúarn- ir voru að pískra um sín á milli að víst þætti lcarli vænna um þá leirljósu en kerlu sína. Svo var það einn frostavet- ur allt hljóp í gadd, og allir sem áttu fénað, hver sem hann var, komu honum í hús og á fulla gjöf, en það hafði tafizt fyrir vini okkar að hýsa þá leirljósu. Svo var landi háttað þarna, að það voru sléttir mýraflákar sem lágu mjög lágt og þarafleiðandi votlent mjög. Áður en frost- hörkurnar byrjuðu höfðu gengið blotar og allar mýr- arnar voru spegilgljáandi svell, aðeins stærstu þúfna- kollar stóðu upp úr þessu svellhafi. Nú finnst bónda tíml til kominn að vitja þeirrar leir- Ijósu og býr sig nú af stað sem bezt hann kunni, meðal annars tekur hann með sér fjögurra álna langa brodd- stöng með hálfrar álnar fjaðrabroddi neðan í; mjög biturt vopn í traustum hönd- um. Hann ætlaði ekki að vera varbúin neinu sem kynni að verða á vegi hans. langt leiddur af mæði að hann lá þar sem hann var kominn og gat ekki hreyft sig þar til fólk úr bænum fann hann þarna. Hann var borinn í bað- stofu og kom þá í ljós að hann var skaðskemmdur á bakinu; þessi óvættur hafði slegið klónum í bakið á hon- um gegnum föt og hold og inní bein. Hann bar örin til dauða- dags og sönnuðu þau svo ekki þurfti um að deila, að saga hans var sönn. Allur sá tími sem gengið hafði hjá honum í að vígbú- ast varð til þess að bóndi varð heldur síðbúinn. Hann leggur svo leið sína á fyrr- nefndar freðmýrar. Nú fór myrkur í hönd og bóndi Var ekki búinn að finna merina, svo hann labbar heim á leið og ákveður að taka morguu- daginn snemma. Og þar sem hann þrammar í myrkrinu á mannbroddum sínum nemur hann staðar —: þarna úti f myrkrinu sér hann móta fyr- ir einhverju fyrirferðarmiklu ferlíki, og nú tók ímyndunar- aflið við 'stýrinu. Þetta var — já það gat ekki annað verið — það var sjóskrímsli! Því var nú ver að hann var kominn of nærri þassari voða- skepnu til þess að hægt væri að flýja. Annaðhvort varð haun að drepa hana eða hún hann! Og hann sleypti öllum þeim kjarki í sig sem hann átti yfir að ráða. Hann mundaði sinn ægilega staf, hljóp beint af augum og rak broddinn í Framhald á bls. 237. SJÓSKRÍMSLI

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.